Dagblaðið - 01.11.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978.
9
UÉR FINNSTALLT SVO
SNHHIGTÁ ÍSLANDI
— segir Viktoría Spans, sem fædd er í Miðstrætinu en ólst upp frá fjögurra ára aldri í Hollandi og
hefur náð langt þar ílandi sem söngkona
Þeir sem halda þvi fram að barns-
sálin mótist á fjórum fyrstu
æviárunum ættu að geta fundið
orðum sínum stuðning í Viktoriu
Spans.
Þessari söngkonu, sem undanfarið
hefur dvalið hér á landi og gert dag-
skrár bæði fyrir útvarp og sjónvarp og
plötu hjá Svavari Gests, finnst alltaf
hún vera gestur í heimalandi sínu,
Hollandi, þótt hún hafi alið þar allan
sinn aldur, eigi hollenzkan föður og sé
nýorðin ekkja eftir hollenzkan mann.
En mamma hennar er íslenzk og hún
fæddist í Þingholtunum, nánar tiltekið
i Miðstræti 8B. Fjögurra ára fluttist
hún utan með foreldrum sínum, en
hún mundi alltaf eftir húsunum við
þessa fallegu gömlu götu og fimmtán
ára reif hún sig upp og kom hingað
heim til ömmu sinnar, sem hún hét í
höfuðið á, Viktoríu Bjarnadóttur.
Síðan hefur hún alltaf komið öðru
hvoru en aldrei dvalizt lengi í einu.
„En mig dauðlangar að kaupa mér hús
I vesturbænum, þaðan sem ég get séð
Esjuna.” I Hollandi eru nefnilega, eins
og menn muna úr skólanum, engin
fjöll. Og ekki þetta ferska og hreina
loft.
Gestsaugað
Mér finnst allt svo sniðugt á íslandi,
segir hún. Taktu nú kaffitímann eftir
hádegið. Þá leggst allt í dá. Það er
nákvæmlega eins og siesta, hvíldar-
tíminn um miðjan daginn I
Suðurlöndum. Milli klukkan 3 og 4 er
alveg vonlaust að ná tali af nokkrum
manni þvi alls staðar er sama svarið:
„Hann er I kaffi.”
„Þegar ég get reyni ég að ferðast
um landið. Ég skellti mér meira að
segja norður Sprengisand og það ætla
ég að gera aftur því ég sá ekki út úr
augunum alla leiðina fyrir roki og
rigningu.” Norður í Eyjafirði var hún
við messu á Munkaþverá og fannst
mikið til um:
— Eftir messu stóð presturinn fyrir
utan og þakkaði öllum fyrir komuna.
Mér fannst ég vera kominn inn í skáld-
sögu eftir Laxness.
Viktoría hefur gott vald á
algengum íslenzkum orðaforða, en
hváir, þegar hún er spurð hvort hún
vilji vera „samfó.”
Og sum orðatiltæki sem við notum
umhugsunarlaust finnst henni skrýtin:
„Eigum við ekki að salta þetta lag,”
spurði undirleikarinn einn daginn þeg-
ar ekki gekk sem bezt. Hún fór náttúr-
lega að gá að saltbauknum!
Eða þegar einhver vildi grennslast
fyrir um heilsufar móð.ur hennar og
vita hvort hún væri farin að „skríða
saman.”
Það eru kjarnakvendi sem standa
að Viktoriu. Móðir hennar,
Aðalheiður Hólm, var á sínum tíma
kunn fyrir ötula þátttöku i félags-
málum og amman, Viktoria Bjarna-
dóttir gaf sjötug út endurminningar
sínar Vökustundir að vestan.
Bráðskemmtilega lýsir hún sveitarbrag
og fólki. Hún eignaðist tólf börn, en
flutti seinast, þá orðin ekkja, til
Reykjavikur með 3 krónur og 50 aura’
í vasanum. En hún hafði alltaf verið
hugrökk. Sem smástelpa handleggs-
brotnaði hún þegar hún ætlaði aðsýna
strákunum, leikbræörum sínum, hvað
hún gæti stokkið ofan af háum báti.
Og það er líka töggur i henni
Viktoriu Spans.
IHH.
*
Ekki er annað að sjá en Viktoria sé
islenzk í báðar ættir, svo vel sem hún
ber skautbúninginn.
DB-mynd Bjarnleifur.
/
Á MENNTASKÓLINN AÐ RÍSA
!_l Á KIRKJUHOLTINU?
Fyrir bæjarstjórn Kópavogs liggur
núna tillaga um skipulag miðbæjar og
eru menn ekki á einu máli um hana.
Tillagan er endurskoðun á upphaflegri
miðbæjartillögu frá 1970 og gerir hún
meðal annars ráð fyrir meiri byggð á
eystri gjárbarminum í miðjum bænum
og menntaskóla á vestari barminum.
Mundi þessi skólabygging skemma mjög
hið fagra Borgarhraun og skyggja á
kirkjuna. Forseti bæjarstjórnar Kópa-,
vogs er Helga Sigurjónsdóttir kennari og
var hún spurð um þetta mál.
„Þessi tillaga var lögð fyrir bæjar-
stjórnina í vor en lítið sem ekkert rædd
þá. Núna stendur til að ræða hana. I lok
nóvember höldum við fund með öllum
þeim nefndum, sem við koma, bæjar-
stjóm og bæjarráði og ræðum um
skipulag miöbæjarins eitt.
Það eru mjög skiptar skoðanir um
þessa tillögu, bæði innan flokka og á
milli þeirra. Það tengist þessu máli að
þessi menntaskólabygging sem rætt er
um í tillögunni á síðar að verða
fjölbrautaskóli. Nú er það svo að
málefni framhaldsskóla eru í algerum
ólestri í Kópavogi. Menntaskólinn hírist
í húsnæði barnaskólans til bráðabirgða
og vantar hús. En mín skoðun er sú að
ef byggja á nógu stóran fjölbrautaskóla
sé svæðið í miðbænum alls ekki nógu
stórt.
Núna er að störfum nefnd sem gera á
tillögur um skipun þessara mála. Hún
átti raunar að vera búin að skila
tillögum fyrir 15. september en vegna
sumarleyfa hefur það dregizt. Varla er
von á neinu frá þeirri nefnd fyrr en eftir
svona mánuð og fyrr en hún er komin
með tillögur sinar er til lítils að ræða
skipulag.
Annað mál er að mér finnst alls ekki
hægt að binda eitt eða annað skipulag
fyrir miðbæ Kópavogs án þess að halda
almennan borgarafund um málið. íbúar
Kópavogs eiga rétt á því að ráða
einhverju um þessi mál. Mér he.ur
heyrzt á öllum sem ég hef borið málið
undir að mikill áhugi sé fyrir slíkum
fundi. Ég hef glöggt fundið að áhugi
manna á skipulagsmálum er meiri núna
en hann hefur áður verið. Fólk hefur
fundið að skipulagsmál eru stórpólitísk
og varða fleiri en þá sem eru meö
tæknimenntun. Ég held að félagar mínir
I bæjarstjórn hljóti að vera svo lýð-
ræðissinnaðir að þeir fallist á sllkan
fund,” sagði Helga.
-DS.
— skoðanir skiptar og rætt um borgarafund um
málið og skipulagsmál bæjarins almennt
Stóraukw lescfni
í stækkaðri Viku
Nú veróur wmm 64. bls. framvegis
er stækkuð