Dagblaðið - 01.11.1978, Side 13

Dagblaðið - 01.11.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttir UEFA-leikur Vestmannaeyinga Knattspyrnumenn Vestmannaeyja eru komnir til Póllands. Fóru á mánudags- morgun frá Keflavík til Kaupmanna- hafnar og þaðan áleiðis til Wroclaw. í dag verður síðari leikur ÍBV og Slask i UEFA-keppninni — leikur, sem er nánast formsatriði að Ijúka þar sem pólska liðið hefur tveggja marka forustu frá fyrri leiknum, sem háður var á Mela- velli i Reykjavik. Leikir verða í öllum þremur Evrópu- mótunum víða um Evrópu i kvöld. Ensku meistararnir, Nottingham Forest, leika gegn gríska liðinu AEK frá Aþenu í Nottingham. Forest sigraði í fyrri leiknum með 2-1 og ætti að hafa góða möguleika að komast áfram. Nokkurra lykilmanna veröur Forest þó án í kvöld. Miðvörðurinn Burns er í leikbanni og fyrirliðinn John MacGovern meiddur. Slasaðist í leiknum í Southampton á laugardag. Arsenal leikur gegn Hajduk Split frá Júgóslaviu í Lundúnum i kvöld. í fyrri leiknum í Split sigraði júgóslavneska liðið 2-1. Tveir leikmenn Arsenal eru meiddir, þeir David O’Leary og Alan Sunderland. Ekki verður ákveðið fyrr en rétt fyrir leikinn hvort þeir leika eða ekki. í liði Hajduk eru sex júgóslavnesk- ir landsliðsmenn og liðið hefur mikla reynslu í Evrópukeppni. Keflvíkingar léku eitt sinn við Júgóslavana í Evrópu- bikarnum — keppni meistaraliða. Það var 1974 og Hajduk sigraði í báðum leikjunum, 0-2 og 1-7 i Split. Hollenzka liðið PSV Eindhoven leikur við Glasgow Rangers í Evrópu- bikarnum i Eindhoven. Það er talið hafa mikla sigurmöguleika eftir 0-0 í Glas- gow. Kerkhoff-tviburarnir snjöllu, Rene og Willie, geta ekki leikið með PSV Belgísku liðin eiga misjöfnu gengi að fagna. 1 keppni bikarhafa leikur Ander- lecht í Barcelona — og hefur þriggja marka forustu frá fyrri leik liðanna, sem háður var í Brussel, 3-0. Anderlecht ætti þvi að vera nokkuö öruggt um að komast í 3. umferð — átta-liða úrslit í keppninni. Hins vegar hefur Standard Liege sáralitla möguleika í UEFA- keppninni gegn Manch. City í Liege í kvöld. Manch. City sigraði í fyrri leikn- um í Manchester með 4-0 þar sem þrjú af mörkunum voru skoruð á fimm sið- ustu minútum leiksins. Ensku liðin Everton og Ipswich eiga erfiða leiki framundan. Ipswich leikur í Evrópukeppni bikarhafa og sigraði Inns- bruck aðeins með 1-0 í Ipswich i fyrri leik liðanna. Varnarmaðurinn sterki, Kevin Beattie, leikur ekki með Ipswich í kvöld — og vafi um Clive Woods. Hann lék ekki gegn QPR á laugardag en fór með Ipswich-liðinu til Innsbruck. Ef hann leikur ekki þar kemur Eric Gates i hans stað. Gates opnaði hliðið fyrir Ips- wich á laugardag, þegar hann skoraði fyrra mark Ipswich gegn QPR. Paul Mariner það siðara, en hann skrifaði undir sex ára samning við Ipswich um helgina. Everton leikur í Prag gegn Dukla og hefur aðeins eins marks for- ustu frá fyrri leiknum. Sigraði Dukla í Liverpool 2-1. r Olympíuskákmótið: Sovétríkin komin í efsta sæti ísland á sigurmöguleika gegn Ástralíu Tvær efstu þjóðirnar á ólympíumótinu i skák, England og Sovétrfkin, mættust í gærkvöld i Buenos Aires. Sovézka sveitin hlaut 1.5 v. gegn 0.5 en tvær skákir fóru i bið milli Spassky og Miles, Petrosjan og Stean. Romanishin og Hartston gerðu jafntefli en Vaganjan vann Nunn. island tefldi við ÁstraUu. Staðan 1—1. Friörik Ólafsson á betri biðstöðu gegn Jamieson á I. borði og Margeir á biðskák við Wood- hams. Guðmundur og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli við Shaw og Rogers. i 4. umferðinni unnu Filipps- eyjar Ísland 2.5 — 1.5 v. Ingvar Ásmundsson og Torre gerðu jafntefli i biðskák sinni. tsland náði þvi þremur jafnteflum en tapaði einni skák. Helgi Ólafeson tefldi á fyrsta borði og gerði jafntefli við stórmeistarann Torre. Aðeins var getið um að Ólafeson hefði teflt á 1. borði og varð það til þess að misskilningur var hér i blaðinu f gær. önnur úrslit í 5. umferðinni i gærkvöld urðu jjessi. Ungverjaland — Bandaríkin 2—2. Portisch — Kavalek jafntefli, Ribli — Browne jafntefli, Sax — Byme jafntefli og Csom — Lombardy jafntefli. Búlgaria — Spánn 1.5 — 0.5 Armenkov vann Pomar — Tringov — Bellon jafntefli. Biðskákir hjá Radulov — Corral, Inkiov — Rivas. Júgóslavía — Frakkland 1—1. Ljubojevic — Giffard jafntefli, Matanovic — Preissmann jafntefli. Biðskákir Gligoric — Haik, Ivkov — Sellos. Danmörk — V-Þýzkaland 2—1. Jakobsen — Pfleger jafntefli, Feder — Hecht jafntefli, Höi vann Borik. Biðskák á 1. borði hjá Hammann og Hiibner. Kúba — Holland 3—1. Garcia vann Timman, Hernandez — Sosonko jafntefli, Rodriques — Donner jafntefli, Garcia vann Likterink. Svíþjóð — Holland 2.5 — 1.5 — Sviss 0.5 — Chile 0.5. Þrjár biðskákir. Argentina A 1.5 — Kolombia 0.5. Kanada 2 — Skotland 0. Indónesía 2.5 - nýja - Sjáland 1.5 Noregur 2 — Equador 1. Finnland 1.5 — Perú 0.5. Rúmenia 1 — Kina 0. Þrjár biðskákir. Wales 2.5 — Argentína B 1.5 Malasía — Færeyjar 3—1. Þetta voru helztu úrsiitin. Mikið um biðskákir. 4. umferðin England og Sovétríkin voru jöfn og efst með 12.5 vinninga af 16 mögulegum eftir fjórar fyrstu umferð- irnar. Ungverjaland var i 3ja sæti með 12 v. Siðan komu Bandarikin með 11.5 v. Búlgaría, Pólland, Spánn og Frakkland voru með 11 v. Júgóslavía, Holland, V-Þýzkaland, Kúba, Svíþjóð, Danmörk og Filippseyjar voru með 10.5 vinninga. ísland var með, 9.5 vinninga í 21. sæti ásamt mörgum þjóðum. Biðskákirnar úr fjórðu umferð hafa verið tefldar og urðu úrslit þessi. Sovétrikin — Kúba 3—1. Vaganjan — Lebredo jafn- tefli. Holland — Argentína A 2.5 — 1.5. Timman vann Emma. Túnis — Jórdanía 4—0. Sviþjóð — Chile 2.5 — 1.5. Anderson vann Panaso. Pólland — Brasilía 4—0. Frakkland — Noregur 3—I. Bandaríkin — Ástralia 3—1. Browne vann Fuller. Júgóslavia — Danmörk 2—2. Velimirovic — Kristiansen jafntefli. Venezúela — Equador 2—2. Mexikó — Uruguay 2—2. Wales — Belgia 3.5 — 0.5. Copper vann Schumacher. Sýrland — Bermuda 3.5 -0.5. Sviss vann Kína 2.5 — 1.5. Kortsnoj vann Chi Ching-Suan, Lombard tapaði fyrir Chen Te. Bhend- Chang Wei-Ta jafntefli. Þetta var fyrsta skák Kortsnoj á mótinu og hann vann Kinverjann, sem sigraði Guðmund Sigurjónsson í fyrstu umferðinni, cftir að skák þeirra hafði farið i bið. Eftir að þessi frétt var skrifuð kom sú leiðrétting i sambandi við leik Kúbu og Hollands, að skák Hern- andez og Sosonko hefði farið i bið. Ekki lokið með jafntefli. Staðan í leik Kúbu — Hollands er því 2.5— 0.5 en ekki 3— 1 fyrir Kúbu. Herfölge í 2. deild Herfölge, liðið, sem Atli Þór Héðins- son leikur með I 3. deild i Danmörku, hefur tryggt sér sæti I 2. deild næsta kcppnistimabil þrátt fyrir tap um helgina. 3—2 I Svendborg. Herfölge hefur 42 stig, Roskilde 39 og Viborg 37. Tvö efstu liðin færast upp. Atli Þór er annar markhæsti leikmaður Herfölge mcð 10 mörk — Lasse Henriksen efstur með 15. /' DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Celtic hlaut heppnisstig í byrjun keppnistímabilsins” — sagði Billy McNeil, f ramkvæmdast jóri Celtic, þegar séra Róbert Jack ræddi við hann á Skotlandi Lokastaðan í Allsvenskan Lokastaöan i Allsvenskan, 1. deild, var þannig, en síðasta umferð var háð á sunnudag. Öster 26 15 8 3 46-20 38 Malmö FF 26 12 8 6 29-15 32 Gautaborg 26 13 5 8 39-29 31 Kalmar 26 11 9 6 35-30 31 Djurgaarden 26 10 10 6 50-32 30 Elfsborg 26 10 9 7 44-37 29 AIK 26 10 7 9 31-35 27 Halmstad 26 7 11 8 24-29 25 Hammarby 26 9 5 12 32-38 23 Landskrona 26 6 10 10 28-38 22 Norrköping 26 7 7 12 33-39 21 Atvidaberg 26 9 1 16 31-42 19 Örebro 26 5 8 13 31-45 18 Vesteras 26 6 6 14 20-44 18 Tvö neðstu liðin féllu niður i 2. deild. Öster og Gautaborg hlutu flest stig á heimavelli eða 20 hvort félag. Malmö 18. Á útivöllum gekk Östcr langbezt. Hlaut 18 stig. Halmar 15 og Malmö 14 stig. Aðeins tvö lið, öster og Atvidaberg, fengu fleiri áhorfendur en leiktimabilið á undan, 20.729 fleiri sáu leiki Öster i Vaxjö og alls voru áhorfendur 145.089 á leiktimabilinu i Vaxjö. Áhorfendum fækkaði víðast mjög. í Gautaborg voru flestir eða 334.165 en það var litið miðað við árið á unda, 491.727. Tommy Berggren, Djurgaarden, var markahæstur með 19 mörk. Næstur Billy Ohlsson, Hammarby, með 16. Per- Olaf Ohlsson, Norrköping, skoraði 13 og 12 mörk þeir Thomas Ahlström, Elfs- borg, Johnny Erlandsson, Kalmar, Sonny Johnsson, Landskrona, og Göran Karlsson, Atvidaberg. Teitur Þóröarson var markhæstur leikmanna Öster með 11 mörk og Rene Almquist, Gautaborg, skoraði einnig 11 mörk. Taiwan vann Taiwan sigraði með gífurlegum yfir- burðum i keppni áhugamanna í golfi — Eisenhower-bikarnum. Lék á 584 höggum og var 23 höggum á undan Suður-Afriku, sem varð i öðru sæti með 607 högg. Svíþjóð kom í 3ja sæti með 611 högg. — og var þá allt annað en hress með leikmenn sína. Sagði liðið lélegt og það féll ekki í góðan jarðveg hjá leikmönn- um Celtic, þegar málin voru rædd á heimleiðinni til Glasgow. í sunnudags- blöðunum skozku var þessu mjög slegið upp og það er greinilegt að margt þarf að laga hjá Celtic. Nokkrir þekktir leikmenn hafa yfir- gefið Celtic að undanförnu — hætt eða verið seldir til annarra félaga. Pat Stanton, sem svo lengi lék með Hibernian í Edinborg áður en hann kom til Celtic, er hættur. Hefur stofnað verzlun í Edinborg. Joe Craig var seldur til Blackburn fyrir 50 þúsund sterlings- pund. Hefur gert það gott þar og skorað talsvert af mörkum. Hann hafði misst sæti sitt í Celtic-liðinu, þegar Provan var keyptur frá Kilmarnock. Provan er laginn með knöttinn og gefur vel fyrir markið — en er ekki atkvæðamikill við markaskorun. Þá var Paul Wilson seldur til Motherwell. John Doyle á við meiðsli að striða og hefur lítið leikið. Sama er að segja um MacDonald, Aitken og Lynch. Þeir hafa þó leikið þó meiðsli hái þeim og á laugardag var Andy Lynch, sem er fyrirliði Celtic nú, með á ný eftir tals- verða fjarveru. Langt frá sínu bezta. Lennox, sem er orðinn 36 ára, hefur leikið í aðalliðinu að undanförnu — þó ekki gegn Hearts — og staðið sig vel,” sagði séra Róbert Jack ennfremur. „Jóhannes er sterkur leikmaður og gerði í sumar nýjan samning við Celtic til þriggja ára. Hann er einn af máttar- stólpum liðsins — og eins og áður segir hefur McNeil nú mikinn hug á þvi að setja hann í framlínuna. Leikmenn þar hafa beinlínis ekki getað skorað i siðustu leikjunum. Hin stutta ferð mín til Skotlands var í alla staði mjög ánægju- leg og mesta gleði hafði ég af Evrópuleik Skotlands og Noregs á Hampden Park í Glasgow. Þar var mikil stemmning meðal tæplega sjötiu þúsund áhorfenda og mikið gert fyrir þá áður en leikurinn hófst og í leikhléi. Stór hljómsveit sekkjapipuleikara lék og hljóðfæraleik- ararnir klæddust skozka þjóðbúningn- um. Ég ræddi við Norðmenn eftir leikinn og þeir voru í sjöunda himni þrátt fyrir tapið 3—2. Sögðu að norska liðið hefði raunverulega leikið betur en það gæti. Mikill munur væri að leika á Hampden með þeirri stemmningu, sem þar er en tii dæmis við íslenzka landsliðið á Laugardalsvelli,” sagði séra Róbert að lokum. „Ég yfirgaf gott lið, þegar ég fór frá Aberdeen I sumar en það var mikil freisting fyrir mig að taka við stjórninni hjá Celtic svo ég sló til, þegar tilboð barst. Ég hafði alla tið verið leikmaður hjá Celtic og þvi gott að koma heim. Hins vegar fann ég strax að það var eitthvað að hjá Celtic og lið félagsins langt frá þvi að vera gott. En piltarnir börðust vel framan af og voru auk þess heppnir. Celtic hlaut nokkur heppnisstig framan af keppnistfmabilinu. Siðasti mánuðurinn var dapurlegur. Aðeins eitt stig i fjórum leikjum,” sagði Billy McNeil, framkvæmdastjóri Celtic, þegar séra Róbert Jack ræddi nýlega við hann á Skotlandi. Séra Róbert er nýkominn heim frá dvöl á Skotlandi. Leit inn á ritstjórn Dagblaðsins að venju og við notuðum tækifærið að ræða við hann. Fáir eru betur með á nótunum en séra Róbert, þegar knattspyrna er annars vegar. „Ég sá tvo leiki hjá Celtic — gegn Morton á Parkhead, þar sem Jóhannes lék mjög vel — og svo tapleik liðsins á laugardag i Edinborg gegn Hearts. Jóhannes var þar sem áður einn aðal- maður varnarinnar hjá Celtic en fram- línan er slök. Ekkert mark skoraði Celtic i þessum tveimur leikjum. Billy McNeil sagði við mig, að hann hefði mikinn hug á því að kaupa nýjan varnarmann svo hann geti sett Jóhannes i framlínuna. Á síðasta leiktimabili var Jóhannes mark- hæsti leikmaðurinn hjá Celtic en hefur verið aftasti maður varnarinnar i leikjunum í haust. En það er erfitt fyrir Celtic að ná í gþða leikmenn án þess kaupverðið fari upp úr öllu valdi. McNeil hafði hug á því að fá Ian MacDonald frá Carlisle til sín — sterkan miðvörð. Borgin Carlisle er á landamærum Englands og Skot- lands. Frétzt hafði að MacDonald væri til sölu og kaupverð væri um 50 þúsund sterlingspund. Þegar svo Celtic kom i málið varð skyndileg breyting. 100 þúsund sterlingspund sett á leikmann- inn. Þannig breytast hlutirnar, þegar fræg lið koma í spilið”. „Það er almenn skoðun hjá Celtic”, sagði séra Róbert ennfremur „að Jock Stein hafi skilið við félagið í rúst, þegar hann yfirgaf það i sumar. Ekkert — eða litið sem ekkert — byggt upp síðustu árin. Það má til sanns vegar færa. Ég horfði á leik milli varaliða Rangers og Celtic. Þar hlaut Celtic-liðið slæma útreið. Tapaði 7—0 og varaliðið virkaði mjög veikt. Þar lék meðal annars Danny McGrain, sá frægi bakvörður, sem var talinn einn sá bezti i heimi, áður en hann slasaðist illa. Greinilegt á leik hans í varaliðinu að hann á enn langt i land að verða sami leikmaður og áður. Eftir tapleik Celtic í Hearts á laugar- dag ræddi Billy McNeil við blaðamenn Séra Róbert Jack. McNab til Bolton Tottenham seldi enn einn leikmann i gær — nú framvörðinn Neil McNab til Bolton fyrir 250 þúsund sterlingspund. Hann er aðeins 21 árs og var keyptur frá Morton fyrir fimm árum á 60 þúsund sterlingspund, 16 ára. f vor var McNab i 40 manna hóp Skotlands fyrir HM í Argentínu en féll út, þegar liðið var endanlega valið. McNab er fjórði leikmaðurinn, sem yfirgefur Tottenham frá því Argentinu- mennirnir Ardiles og Villa voru keyptir. John Duncan fór til Derby — Ian Moores og Ralph Coates til Orient. Það vakti mikla athygli á æfingu hjá Tottenham, að þeir McNab og Steve Perryman, fyrirliði Tottcnham, lentu í slagsmálum. Stöðva varð æfinguna og atburðinum mjög slegið upp i ensku blöðunum. Rekja má söluna á McNab i gær til þessara átaka þó svo hann hafi verið búinn að missa stöðu sina i aðalliði Tottenham. Benfica féll Það var hörkuleikur i UEFA-keppn- inni í gær i Mönchengladbach milli tveggja af þekktari liðum Evrópu, Bor- ussia Mönchengladbach, Vestur-Þýzka- landi, og Benfica Portúgal. Áhorfendur voru 35 þúsund ogekkert mark var skorað i venjulegum leiktima. Þá var framlengt og þeim Bruns og Klinkhammer tókst að tryggja sigur þýzka liðsins. Skoruðu og Borussia vann 2—0. Komst þar meö i þriðju umferð þvi fyrri leik liðanna í Lissabon lauk með jafntefli. Ekkert mark var skorað þá. Borussia Mönchengladbach er þvi komið i 16 liða úrslit í UEFA-keppninni. Alls verða 32 leikir háðir i 2. umferðinni og fara flestir þeirra fram i kvöld. í BADEDAS baði er maður dásam- lega einn í heiminum. Yndislegt að hafa tíma til að slappa af, hugsa og dreyma, Að dekra algjörlega við sjálfan sig í einrúmi, þó að aðeins sé um stuttan tíma að ræða. Að safna kröftum og áræði til að framkvæma eitthvað af öllu því, sem mann langar til. badedas - er vellíðan sem mann einungis hafði dreymt um, nú veruleiki BADEDAS fæst einnig sem sápa og freyðibað, sem þú getur treyst.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.