Dagblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978.
Nýstárleg matreiðslubók:
Uppskriftirnar eru héðan og þaðan, ég
hef prófað þær allar sjálf og breytt út
af í sumum tilfellum. En í bókinni er
einnig að finna uppskriftir af
hefðbundnum réttum.isemþekktir eru
um allan heim,” sagði Sigrún.
Sigrún er tuttugu og þriggja ára
gömul og stundar nám i íslenzku við
Háskólann. Sigrún er gift Helga
Guðmundssyni, dósent við Há-
skólann. Þau eiga einn son, á öðru ári,
Davið að nafni. Sigrún er álgjör
áhugamanneskja í matargerðar-
kúnstinni, hefur ekki verið á grautar-
skóla.
Nýja bókin heitir einfaldlega Mat-
reiðslubók handa ungu fólki á öllum
aldri. Bókin er 1 pappirskii jubroti, 412
bls. á stærð. Sigrún hefur sjálf mynd-
skreytt bókina með litlum
teikningum. Bókin kostar með
söluskatti 5.520 kr.
-A.Bj.
Uppskrift úr nýju bókinni:
Uppskrift
dagsins
„VIÐ MATARGERÐ ÞARF
KÆRLEIKA OG AÐGÆZLU”
1 nýju matreiðslubókinni frá Al-
menna bókafélaginu er að finna ýms-
an og skemmtilega skrifaðan fróðleik
um mat, auk uppskriftanna. I kaflan-
um er nefnist „Hvérnig á að búa tijjg
góðan mat” segir m.a.:
n :aiö
„Matargerðarlistin, gastrónómia, er
listin að fara vel með og draga fram
beztu eiginleika hráefnisins, og það
ætti að vera takmark allra þeirra sem
búa til mat.
Og hér kemur svo stutt, lærdómsrík
saga. Maður nokkur var á ferð og fékk
sér að borða á litilli krá. Maturinn var
með ólíkindum góður, svo að maður-
inn lagði leið sina í eldhúsið og hitti
þar fyrir gamla konu. Þau spjölluðu
saman góða stund um matseld og
SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
MATREIÐSLUBÓK
HANDA UNGU FÓLKl
Á ÖLLUM ALDRI
hvernig bezt væri að búa til góðan
mat. Og þá sagði eldabuskan: „Við
matargerð þarf kærleika og aðgæzlu,
góði minn.” Þetta er kjarni málsins.
Nú ber þess að gæta að það eru
daufleg örlög fyrir áhugafólk um
matargerð að elda fyrir þá, sem er al-
veg sama hvað þeir borða. En þá má
reyna að vekja áhugann. Segið frá því,
hvaða mat þið hafið á boðstólum,
hvernig hann er búinn til, og látið hina
áhugalitlu segja álit sitt. Ef deyfð og
doði ríkir áfram við matarborðið má
reyna að skipuleggja matseðilinn viku
fram í timann og fá fólk til þess að
leggja eitthvað til málanna. Sú aðferð
getur einnig stuðlað að markvissari
innkaupum og betri nýtingu og sparað
heilmikið fé.”
Davið litli, sonur Sigrúnar, hefur
dálitið óvenjuiega barnfóstru, en þaö
er ellefu ára gamall drengur, Birgir
Finnsson, sem gegnir þvi starfi. Amma
Daviðs bað Birgi að athuga fyrir sig
hvort einhver af vinkonum hans vildi
lita eftir Davið i fyrrasumar. Hann
bauðst þá til þess að taka starfið að sér
Sigrún bauð okkur upp á gómsæta og
nýbakaða snúða sem hún var að taka
út úr ofninum þegar við komum.
og hefur gegnt þvi með hinni mestu
prýði.
DB-myndir Bjarnleifur.
LÚÐA í KRYDDLEGI
Hér kemur uppskrift úr nýju mat-
reiðslubókinni. Hún er úr kaflanum
fiskur og skelfiskur. Við völdum
uppskriftina af lúðu i kryddlegi.
Uppskriftin er handa fjórum. Gefum
höfundi bókarinnar orðið: „Þetta er
veizlumatur, hvorki meira né minna,
þó ekki sé íburðinum fyrir að fara:
1 kg lúða, helzt stóriúða i sneiðum
kryddlögur:
11/2 dl olia, helzt olifuolia
1/2 dl sitrönusafi
1 hvitlauksrif
1/2 knippi af steinseiju
1/2 knippi af graslauk
nýmalaður pipar
1. Fínsaxið hvítlaukinn, steinseljuna
og graslaukinn og útbúið kryddlöginn.
Skerið uggana af lúðunni ef hún er í
sneiðum, setjið hana á ofnfast fat og
hellið kryddleginum yfir.
2. Látið fiskinn standa í 2—3 klst. og
snúið honum öðruhverju. Ef fiskurinn
þarf að standa lengur en þetta, setjið
hann þá í kæliskáp.
3. Setjið ofninn á 200 °
4. Setjið fiskinn inn í heitan ofn og
látið hann bakast í 25—30 mín. eða
þar til fiskurinn er bakaður í gegn. Þið
skulið frekar láta fólkið biða eftir
fiskinum en fiskinn eftir fólkinu, því
annars þornar hann um of. Berið
gjarnan fram með soðnum
hrísgrjónum en soðnum kartöflum að
öðrum kosti, að ógleymdu brauði.”
Með snúðunum fengum við mjög óvenjulegt kinverskt te, Lapsang Souchong.
„Uppskriftirnar eiga að gefa fólki byr undir báða
vængi til að prófa eitthvað nýtt”
—segir höfundurinn, sem er áhugamaður um matargerðarkúnst
„Ég er alin upp við góðan mat og
það er sennilega þannig sem ég hef
fengið þennan áhuga á mat og matar-
gerð,” sagði Sigrún Davíðsdóttir,
höfundut .nýstárlegrar mat-
reiðslubókar, sem nýlega kom út hjá
Almenna bókafélaginu. — Mat-
reiðslubókin er handa ungu fólki á
öllum aldri. Þar er ekki einungis að
finna sniðugar mataruppskriftir
heldur einnig alls kyns fróðleik um
mat, krydd, vín og siði. — Bókin er hin
skemmtilegasta aflestrar auk þess sem
þær upplýsingar sem þar er að finna
eru gagnlegar. DB heimsótti Sigrúnu á
föstudaginn var.
„Mér finnst að góð matreiðslubók
eigi ekki fyrst og fremst að gefa
uppskriftir af einhverjum ákveðnum
réttum. Hún á einnig að gefa fólki nýj-
ar hugmyndir að öðrum réttum, gefa
fólki byr undir báða vængi að prófa
eitthvað sjálft.
t fyrstu langaði mig til þess að þýða
matreiðslubók en ég fann enga sem
var eftir mínu höfði. Þannig kom þetta
til, að ég fór út í að skrifa bókina sjálf
Eftir að ég gifti mig, jókst áhugi minn á mat, sagði Sigrún.