Dagblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 13
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBÉR 1978. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978. P Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Undirbúningshópur fyrir Frakklandsf ör: Uppistaðan úr Val og Víking Landsliðsþjálfarinn Jóhann Ingi Gunnarsson hefur valið 21 leikmann til undirbúnings fyrir landsleiki, sem verða i Frakklandi í handknattleiknum 27. nóvember til 2. desember. ísland tekur þar þátt I móti ásamt þremur öðrum þjóðum. Sextán þessara leikmanna verða valdir i Frakklandsferðina — og endan- legt lið verður tilkynnt eftir helgina. Southampton vann Southampton sigraði Reading 2—0 i fjórðu umferð enska dcildabikarsins I gær. Leikur þvi i átta-liða úrslitum við Manehcster City og vcrður leikurinn I Southampton. Einn leikur var I 3. deild i gærkvöld. Plymouth sigraði Peterborough 3—2 í Plymouth. Geir Hállsteinsson geturekki tekið þátt i keppnisferðinni. Jóhann lngi valdi eftir- farandi leikmenn i undirbúnings- æfingarnar. Markverðir: Jens Einarsson, lR, Ólafur Benediktsson Val, Kristján Sigmundsson, Vikingi, Jón Gunnarsson, Fylki, Aðrir leikmenn Árni lndriðason, Víkingi, Viggó Sigurðsson, Víkingi, Ólafur Jónsson, Víkingi, Páll Björgvinsson, Vikingi, Ólafur Einarsson, Víkingi, Stefán Gunnarsson, Val, Þorbjörn Guðmundsson, Val, Þorbjörn Jensson, Val, Bjarni Guðmundsson, Val, Steindór Gunnarsson, Val, Hörður Harðarson, Haukum, Andrés Kristjánsson, Haukum, Pétur Ingólfsson, Ármanni, Símon Unndórsson, KR, Birgir Jóhannesson, Fram, Konráð Jónsson, Þrótti, Hannes Leifsson, Þór Vestmannaeyjum. k a n -Ví k a n - :Vi k a n~:É~3Vi k a n Vikan - VikanIVika •• VIKAX * m M*wkax . kai ; Þorbjörn Jensson sendir knöttinn framhjá Bodan Kowalski og f mark Vikings. DB-mynd Hörður Valsmenn höfðu betur f skotkeppni meistaranna — sigruðu Víking 27-24 í meistarakeppni HSÍ i gærkvöld Það var Iftill meistarabragur á leik Vals og Vfkings f gærkvöld I Laugardalshöll I meistara- keppni HSÍ. Leikurinn þróaðist upp f skotkeppni milli leikmanna félaganna — og varð langtimum saman hálfgerður skipaleikur. Furðuleg mistök áttu sér stað — og á köflum voru leikmenn eins og nýliðar. Gátu varla gripið knöttinn hvað þá annað. Valur bar sigur úr ht tum 27—24 i þessari skot- keppni enda leikmenn liðsins mun betur agaðir en Vikingar. Valsmenn sleppa aldrei alveg fram afsér beizlinu. Greinilegt að þjálfarar liðanna litu frekar á þessa meistarakeppni meistaranna sem æfingu en alvarlegan leik — og öllum leikmönnum liðanna var því gefiö tækifæri til að taka þátt í grininu. Hins vegar var það til lítillar ánægju fyrir rúmlega íþróttir Tveir Norðmenn til Hibernian Norsku knattspyrnumennirnir Svein Mathie- sen, Start, og Isak Arne Refvik, Viking, skrifuðu i gær undir samning hjá Edinborgarfélaginu Hibernian. Komu til Edinborgar á mánudagskvöld — æfðu með liöinu i gær og skrifuðu undir áhuga- mannasamning. Framkvæmdastjóri Hibs, Eddie Turnbull, sagði i gær. „Þeir fara báðir beint i aðal- liðið en i kvöld leikur liðið við Morton í deildabik- arnum. Daninn Eyvind Christensen frá Randers Freja er i Aberdeen og eru aiiar likur á að hann semji við félagið. 500 áhorfendur — hvað þá eftir að hafa beðið í 45 mín. eftir að leikurinn hæfist samkvæmt auglýstum tíma. Að vísu var góð skemmtun á meðan, Valur og Víkingur léku í 2. flokki karla á íslandsmótinu. Víkingur sigraði 14—13 eftir að Valsmenn komust í 6—1 í byrjun. Skotkeppni meistaranna hófst svo með miklum látum. Mark á mínútu lengi vel — og gott betur á stundum framan af. Víkingur komst tveimur mörkum yfir 4—2, 5—3, en Valur jafnaði í 6—6 eftir 12 min. og 8—8 eftir 16 mín. Síðan náði Valur fjögurra marka forustu 13—9 en Víkingur minnkaði það i tvö mörk fyrir hálfleik 14— 12. t byrjun siðari hálfleiks gerði Valur út um leikinn. Komst i 21 —14 og stefndi þá i stórsigur. Þá kom vel í Ijós að Vikingsliðið stendur og fellur með Páli Björgvinssyni. Hann fór út af, þegar staðan var 9—8 fyrir Viking og kom ekki inn á eftir fyrr en staðan var orðin 20—14. Valsmenn skoruðu 12 mörk gegn 5 meðan Páll var hvildur. Bodan Kowalski,'þjálfari Vikings, kom þá loks í markið — og greinilegt, að flestir áhorfenda höfðu komið til að sjá hann. Hann varði mjög vel, þegar líða tók á leikinn og Víkingar minnkuðu muninn mest niður i tvö mörk. Lokatölur 27—24. Ekki varð þessi leikur mikil æfing fyrir Evrópu- leiki liðanna, sem framundan eru — en nokkrar krónur hafa þó komið í kassa gjaldkeranna. Óli Ben. lék lítið sem ekkert með Valsliðinu en Brynjar Kvaran, markvörður, vel studdur af markslánum, var þó einn bezti maður Vals í leiknum þrátt fyrir 24 mörkin. Þá er greinilegt að Jón H. Karlsson er að komast i sitt gamla form. Hefur sagt skilið við mörg kiló. Víkingur varð fyrir áfalli í leiknum. Viggó Sigurðsson meiddist á mjöðm og ekki vist að hann geti leikið með Víking gegn FH í Hafnarfirði næstkomandi þriðjudag. Reyndar furðulegt að fleiri skyldu ekki slasast í vitleysunni í gær. Mörk Vals skoruðu Jón Karlsson 5, Jón Pétur 5/1, Þorbjöm Guðmundsson 4/1, Bjarni, Stefán, Steindór og Þorbjörn Jensson 3 hver, og Karl Jónsson I. Mörk Víkings skoruðu Sigurður Gunnarsson 5, Páll 4/1, Steinar Birgisson 4, Viggó 3, Árni 3/1, Ólafur Jónsson 2, Erlendur 2 og Skarphéðinn Óskarsson 1. Ólafur Einarsson lék ekki með vegna lasleika. Dómarar Gunnlaugur Hjálmarsson og Jón Friösteinsson. -hsim. C-KEPPNIN í SVISS Þrír leikir voru háðir I gærkvöld I C-keppninni i heimsmeistarakeppninni i handknattleik I Sviss i gær. Sviss vann Italiu 27—15 (13—6), Noregur vann Austurriki 21—16 (12—7) og ísrael vann Portú- gal 23—19 (12—12). Fjögur efstu liðin I keppninni komast I B-keppnina, sem verður á Spáni i febrú- ar. Staðan er nú þannig: Sviss Noregur ísrael Austurríki Portúgal ítalia 2 2 0 0 54—34 4 2 2 0 0 42—30 4 2 2 0 0 40—30 4 2 0 0 2 27—38 0 2 0 0 2 38—50 0 2 0 0 2 29—48 0 A-Þýzkaland vann Holland Austur-Þýzkaland sigraði Holland 2—0 í fjórða riðli Evrópukeppni lands- liða, leikmenn 21 árs og yngri, I Rostock i gærkvöld. Staðan I hálfleik var 0—0. Á 63. min. skoraði Trocha fyrra mark leiksins og á lokaminútunni skoraði Liebers. Áhorfendur voru 15.000. B-landslið Vestur-Þýzkalands og Ungverjalands léku I Karlsruhe í gær- kvöld. Vestur-þýzka liðið sigraði með í3—0 og skoraði Walter Kelsch hjá Vfb Stuttgart öll mörk liðsins. KNATT SPYRNU- UNNENDUR Nú er upplagt tœkifœri til aö sjá þaö bezta í enskri knattspyrnu. LUNDÚNAFERÐIR 27. NÓVEMBER 0G 3. DESEMBER. Fyrri ferð: Leikir 29. nóv.: Eng- land — Tékkóslóvakla á Wemb- ley. 2. des.: Arsenal — Liverpool, Chelsea — Bristol City. Seinni ferð: Leikir Chelsea — Aston Villa, Tottenham — Ips- H’ich. iSamvinnu- ferðir AUSTURSTRÆT112 SÍMI27077 Holland í vandræðum — margir beztu leikmenn liðsins eiga við meiðsli að stríða Tveir leikir verða i dag i 4. riðli Evrópukcppni landsliða — þeim riðli, sem tsland leikur i — Holland, sem sigrað hefur i tveimur fyrstu leikjum sinum í riölinum, leikur á heimavelli við ólympiumeistara, Austur-Þýzkalands, og Pólland leikur við Sviss i Póllandi. Hollendingar eiga í erfiðleikum vegna meiðsla snjallra leikmanna. Rob Rensenbrink getur ekki leikið vegna meiðsla og félagi hans hjá Anderlecht, Arie Haan, vildi ekki gefa kost á sér. Hins vegar var hollenzki landsliðs- þjálfarinn að reyna að fá hann til að skipta um skoðun. Kerkhoff-tviburarnir eru báðir vafasamir. Hafa átt við lang- varandi meiðsli að striða en Rene er þó byrjaður að leika með félagi sínu PSV Eindhoven. Litlar likur eru taldar á að Portvliet frá sama félagi geti leikið vegna meiðsla, og reiknað með að Hugo Hovenkamp muni taka stöðu hans. Austur-Þjóðverjar eiga ekki i vandræðum með lið sitt. Pólverjar leika annan leik sinn i riðlin- um og nýi landsliðsþjálfarinn, Ryszard Kulesza, hefur valið eftirtalda leikmenn i lið sitt. Kukla, Szymanowski, Zmuda, Maculewicz, Rudy, Nawalka, Boniek, Cmikiwicz, Lato, Ogaza og Terlecki eða nær sama lið og sigraði ísland 2—0 á Laugardalsvelli. Þá leika Austurríki og Portúgal í Austurríki og Austurríki, sem sigrað hefur Skota 3—2 og Noreg 2—0 i 2. riðli verður með sama lið og lék nær alla leiki liðsins á HM í sumar. Þá leika Spánn og Rúmenía í 3. riðli í Valencia. Vestur-Þjóðverjar leika vináttuleik við Ungverja í Frankfurt í kvöld — kveðjuleikur Helmut Schön, þýzka landsliðseinvaldsins, sem nú lætur af störfum. Schön er 63 ára og hefur verið með landslið Vestur-Þýzkalands i 14 ár. Það var heimsmeistari undir stjórn hans 1974 — í öðru sæti 1966 og i þriðja sæti 1977. Lið hans í kvöld verður þannig skipað. Maier, Zewe, Rússmann, Dietz, Bonhof, Cullmann, Rummenigge, Kaltz, Allofs, Abramczik og Fischer. Jafntefli hjá Dynamo Moskvu og Bristol City Dynamo Moskvu, frægasta lið Sovét- rikjanna i knattspyrnunni, og Bristol City gerðu jafntefli 0—0 í Bristol í gær. Það var fyrsti leikur Moskvuliðsins af fjórum, sem það mun leika á Englandi. Aðeins 6.373 áhorfendur sáu leikinn og þar var mikill munur frá þvi er Dyna- mo lék á Englandi fyrir 33 árum og tug- þúsundir fylgdust með leikjum liðsins. Þá léku Oricnt úr 2. deild og IFK Gautaborg vináttuleik I Lundúnum I- gærkvöld. Gautaborg sigraði 2—0. Nordquist, vitaspyrna, og Nordin skor- uðu mörk sænska liðsins. Áhorfendur voru aðeins 2.254. 1BADEDAS baði er maður dásam- lega einn í heiminum. Yndislegt að hafa tíma til að slappa af, hugsa og dreyma. Að dekra algjörlega við sjálfan sig í einrúmi, þó að aðeins sé um stuttan tíma að reeða. Að safna kröftum og áræði til að framkvæma eitthvað af öllu því, sem mann langar til. - er vellíðan sem mann einungis hafði dreymt um, nú veruleiki. BADEDAS fæst einnig sem sápa og freyðibað, sem þú getur treyst.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.