Dagblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 23
23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978.
Ci
Útvarp
Sjónvarp
>
EINS OG MflÐIJR-
lllll CAID f Um Thomas Hardy 1
mn OAIIf [ ogverkhans J
Síðastliðinn miðvikudag var sýndur i
sjónvarpinu fyrsti þátturinn af sjö í
nýjum enskum framhaldsmyndaflokki
sem í íslenskri þýðingu hefur hlotið
nafnið Eins og maðurinn sáir. Mynda-
flokkur þessi er byggður á hinni ágætu
skáldsögu, The Mayor of Casterbridge,
eftir Englendinginn Thomas Hardy.
Hardy var og er mjög þekkt skáld og er
þessari skáldsögu hans gjarnan skipað á
bekk með bestu verkum enskra
bókmennta.
Höfundurinn
Thomas Hardy fæddist í bænum
Dorchester árið 1840 og er sá bær fyrir-
myndin að Casterbridge í sögunni. Faðir
hans var steinsmiður og vann mikið við
byggingu húsa. Hardy gekk mennta-
veginn, stundaði nám við King’s College
i London þar sem hann lagði hvað mesta
rækt við grisku og latínu. Þegar hann
var orðin sextán ára réðst hann til
arkitekts nokkurs og ætlaði hann
að helga sig þeirri grein. En hugur
Hardys var á þessum árum fyrst og
fremst bundinn við heimahéraðið,
Wessex. Hann hafði óhemju mikinn
áhuga á sögu héraðsins, mállýskum,
siðum og starfsháttum fólksins og
fomfræði þessa landsvæðis yfirleitt.
Wessex er ekki stjórnmálaleg eining
innan Englands heldur heiti sem nær
yfir fjölda sýslna eða skira á Suður-
Englandi, allt frá Thamesá og suður að
Ermarsundi. Á þessum slóðum hafa á
umliðnum öldum ýmsar þjóðir og
þjóðflokkar skilið eftir sig spor:
Bretonar, Rómverjar, Englar og Saxar
og loks Normanar.
hugleiknar. Hann notar ýmsar
staðbundnar Wessex-mállýskur í
verkum sínum. Hann skírskotar mikið
til sögu héraðsins sem hann m.a. álitur
útskýra ýmsa siði og venjur fólksins og
raunar allt lif þess. Stíl Hardys er einmitt
af þessum sökum oft nokkuð þungur og
flókinn. Hann notar alloft sjaldgæf orð
og skírskotun til sögu sem, ef til vjll.
friðrik Gunnar Olgeirsson.
meiri hluti fólks þekkir mjög takmarkað,
bætirekki úrskák.
Thomas Hardy skrifaði flestar skáld-
sögur sínar á árunum 1860—1875.
Bestar þykja: Under the Greenwood
Tree, Return of the Native, Tess of the
Durbervilles, Jude the Obscure og The
Mayor af Casterbridge.
Upp úr aldamótunum 1900 sneri
Thomas Hardy sér að Ijóðagerð og
einnig skrifaði hann eitt leikrit, The
Dynasty. Hann léstárið 1928.
kaupmaður og nýtur virðingar samborg-
ara sinna.
En hann á nokkuð óvenjulega fortíð er
áður hafði hann í ölæði selt konu sina og
dóttur, Susan og Elizabeth-Jane,
sjómanni að nafni Newson fyrir fimm
gineur. Henchard iðraðist síðan gerða
sinna og hét því að bragða ekki áfengi í
tuttugu og eitt ár, þ.e. sama tíma og
æviár hans voru mörg þá. Eftir
árangurslausa leit að þeim mæðgum hélt
hann til Casterbridge til þess að byrja
nýtt líf. Árin liðu og í fyrsta þætti var
greint frá því að Susan og Elizabeth-
Jane komu til Casterbridge í leit að
Henchard. Susan og Henchard taka
saman aftur og sagan greinir frá
örlögum þeirra og annarra manna í
Casterbridge.
Vald
örlaganna
Aðalpersónurnar I Eins og maðurinn
sáir eru sex: Henchard, Elizabeth-Jane,
Suan, Donald Farfrae, Richard Newson
og Lucetta Le Sueur. Tvær þær fyrst
nefndu, Henchard og Elizabeth-Jane,
eru þó þær persónur sem þungamiðja
verksins byggir á. Aðrir eru þeim háðir,
mismikið þó.
Allt er þetta fólk fyrst og fremst
Wessexbúar, nema Farfrae og Lucetta.
Höfundurinn leitast við að lýsa lífi
fólksins á þessum slóðum og stétta-
skiptingunni, og honum þykir takast
einna best upp í lýsingum sínum á
kjörum þeirra, sem fátækir eru. Sýnt er
fram á að áfengi leiði ógæfu yfir
drykkjumanninn og ættingja hans. Því
er einnig lýst hvernig örlög og léleg
dómgreind hafa áhrif á persónurnar.
Maðurinn getur ekki flúið örlög sín, góð
eða slæm. Hann uppsker því, ef til vill,
ekki alltaf eins og hann sáir.
Friðrik Gunnar Olgeirsson.
______________________________;
Saga héraðs
Ýmislegt úr tungum þessara þjóða og
menningu lifir enn I dag í þeirri ensku
sem íbúar þessa landsvæðis tala. Þessar
staðreyndir eru Thomas Hardy mjög
Óvenjuleg
'fortíð
Þegar sagan hefst er Michael
Henchard borgarstjóri í Casterbridge.
Hann er um fertugt, efnaður
V.
Miðvikudagur
15. nóvember
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13 -20 Litli barnatíminn. Finnborg Scheving
stjómar.
13.40 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Blessuð skepnan” eftir
James Herriot, Bryndís Viglundsdóttir les
þýðingu sína (5).
15.00 Miðdegistónleikar: Stadium Concerts
hljómsveitin i New York leikur Sinfóniu nr. 2 i
C-dúr op. 61 eftir Schumann: Leonard Bern-
stein stj.
15.40 Íslenzkt mál. Endurtekinn þáttur
Guðrúnar Kvaran cand. mag. frá síðasta
laugard.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir.
17.20 Útvarpssaga barnanna: ,»Æskudraum-
ar” eftir Sigurbjöm Sveinsson. Kristín
Bjamadóttir byrjar lesturinn.
17.40 Á hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór
flytur skákþátt.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Einsöngur i útvarpssal: Guðmundur Jóns-
son syngur islenzkar textaþýðingar við lög
eftir Massenent, Tsjaíkvoský, Grieg,
Schumann og Schubert. Ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó.
20.00 (Jr skólalifinu. Kristján E. Guðmundsson
stjórnar þættinum.
20.30 (Jtvarpssagan: „Fljótt fljótt, sagði
fuglinn”eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les
(16).
21.00 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Áma-
sonar.
21.45 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá.
22.05 Norðan heiða. Magnús Ólafsson frá
Sveinsstöðum í Þingi sér um þáttinn. Rætt um
málefni Siglufjarðar og einnig við tvo oddvita
um starfssvið þeirra.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins.
22.50 (Jr tónlistarlífinu. Jón Ásgeirsson sér um
þáttinn.
23.05 Kvæði eftir Snorra Hjartarson. Ragn
heiður Steindórsdóttir leikkona les úr fyrstu
Ijóðabók skáldsins.
23.20 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson
kynnir.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
16. nóvember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi. 7.20. Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll
Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.)
Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir ýmis kjg að eigin
vali. 9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: Kristján Jóhann
Jónsson les framhald „Ævintýra Halldóru”
eftir Modwenu Sedgwick (4).
9.20 LeikfimL 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög; frh.
11.00 Iðnaðarmál. Pétur J. Eiríksson sér um
þáttinn.
11.15 Morguntónleikar: Julian Bream og John
Williams leika á tvo gitara Svitu í þremur
þáttum op. 34 eftir Fernando Sor / Maria
Littauer, György Terebesi og Hannelore
Michel leika Trió fyrir píanó, fiðlu og selló op.
32 eftir Anton Arensky.
• 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
Sjónvarp
Miðvikudagur
15. nóvember
18.00 Kvakk-kvakk. ltölsk klippimynd.
18.05 Viðvaningarnir. Þriðji þáttur. Góð byrjun.
Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason.
18.30 Filipseyjar. Hin fyrsta þriggja hollenskra
mynda um Filipseyjar og fólkið, sem þar býr. I
fyrstu myndinni er einkum rakin saga
landsins. Þýðandi Hallveig Thorlacius.
18.55 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Nýjasta tækni og visindi. Hár
blóðþrýstingur. Háværar þotur. Auðlindir
úthafsins. Umsjónarmaður örnólfur
Thorlacius.
21.00 „Eins og maðurinn sáir” Breskur mynda-
flokkur i sjö þáttum, byggður á skáldsögu eftir
Thomas Hardy. Annar þáttur. Efni fyrsta
þáttar: Susan Newson kemur ásamt dóttur
sinni á markað i þorpi, þar sem maður hennar
hafði selt jjær á uppboði átján árum áður.
Gömul kona kemur henni á slóð eigin-
mannsins fyrrverandi, sem nú er kdupmaður
og borgarstjóri i Casterbridge. Hann fagnar
Susan og býðst til að giftast henr.i á ný, án þess
að dóttirin eða borgarbúar fái að vita um þá
óhæfu, sem hann hcfur gerst sekur um.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.50 Vesturfararnir. Þriðji þáttur.Skip hlaðið
draumum. Þýðandi Jón O. Edwald. Áður á
dagskrá 5. janúar 1975. (Nordvision).
22.40 Dagskrárlok.
Það eru alltaf
skemmtilegustu partíin
þar sem sjónvörp eru lika.
Vísitala og kjaramál
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund
að Hótel Loftleiðum, Kristalssal, miðvikudaginn 15.
nóv. kl. 20.30.
Fundarefni: Vísitala og kjaramál.
Frummælendur: Ásmundur Stefánsson hagfræðingur,
Björn Björnsson viðskiptafræðingur, Magnús L. Sveins-
son, form. samninganefndar VR.
Björn
Magnús
Ásmundur
Félagsfólk er hvatt
til að fjölmenna.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Styrkur til sérfræði-
þjálfunar f Bretlandi
Samtök breskra iðnrekenda, Confederation of British Industry^munu
gefa íslenskum verkfræðingi eða tæknifræðingi kost á styrk til sér-
náms og þjálfunar á vegum iðnfyrirtækja í Bretlandi á árinu 1979.
Umsækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi í verkfræði eða tækni-
fræði og hafa næga kunnáttu í enskri tungu. Þeir skulu að jafnaði
ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræða tvenns konar styrki: Annars
vegar fyrir menn sem hafa starfað 1—4 ár að loknu prófi en hafa hug
á að afla sér hagnýtrar starfsreynslu í Bretlandi. Eru þeir styrkir
veittir til 1 — 1 1/2 árs og nema 2328 sterlingspundum á ári (194 sterl-
ingspundum á mánuði), auk þess sem að öðru jöfnu er greiddur ferða-
kostnaður til og frá Bretlandi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum,
sem ekki hafa minna en 5 ára starfsreynslu að loknu prófi og hafa hug
á að afla sér þjálfunar á sérgreindu tæknisviði. Þeir styrkir eru veittir
til 4—12 mánaða og nema 2928 sterlingspundum á ári (244 sterlings-
pundum á mánuði) en ferðakostnaður er ekki greiddur.
Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skulu hafa borist menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 31. desember nk. Um-
sóknareyðublöð, ásamt nánari upplýsingum um styrkina, fást í ráðu-
neytinu.
Menntamálaráðuneytið,
9. nóvember 1978.
Bílar til sölu
Simca 1100 statíon ’76
Citroén GS station ’74
Citroén GS ’76
Chevrolet Suburban ’74,11 manna, 2ja drifa.
Væntanlegir kaupendur geta tekið bílana á leigu og
gengur leigugjaldið upp í kaupverðið ef af kaupum
verður.
FERÐABÍLAR HF.
BÍLALEIGA - SÍMI81260«.
LISTGLER
GRANDAGARÐI 5
SÍMI 29412