Dagblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978.
AB gefur út hljómplötuna Stjörnur í skónum
GUNNAR ÆFIR DAG OG NOTT
Strandamaðurinn snjalli, Gunnar Þörðarson tónlistarmaður, æfir nú myrkranna á milli fyrír hljómleika sina næst-
komandi sunnudag. Alls koma þar fram þrjátlu manns að listamanninum sjálfum meðtöldum, svo og söngvurum,
gesti og leynigesti. Fimmtán fiðluleikarar og blásarar úr Sinfónluhljómsveit tslands leika með á hljómleikunum.
Hljómsveitin Ljósin I bænum kemur fram I heild sinni og einnig Reynir Sigurðsson vibrafónleikari og Halldór
Haraldsson píanóleikari. — Halldór leikur einmitt á plötu Gunnars sem út kemur á mánudaginn. — Forsala miða á
hljómleikana er hafin I verzlunum Karnabæjar I Reykjavfk og Kefiavik. Aðeins verða seldir sjö hundruð miðar.
- ÁT / DB-mynd Ragnar Th.
SKYGGNZTINN I
HEIM BARNSINS
„Það kann kannski einhverjum að
finnast það skrítið að bókaútgáfu-
fyrirtæki fari í plötuútgáfu, en á þvi
er enginn vafi að bóka- og plötuút-
gáfa hafa áhrif hvor á aðra. Það
sýnir reynsla tveggja síðustu ára,’’
sagði Eiríkur Hreinn Finnbogason
útgáfustjóri Almenna bókafélagsins,
er platan Stjörnur í skónum var
kynnt fréttamönnum.
Stjörnur í skónum er þriðja platan
sem Almenna bókafélagið gefur út.
Árið 1959 kom út plata með upp-
Iestri sex Ijóðskálda og þremur árum
síðar þjóðlagaplata rneð Engel Lund
söngkonu. Upplag þeirra beggja er
núlönguáþrotum.
Það eru fjórir listamenn sem
standa að gerð Stjarna i skónum —
Ljóðfélagið kalla þau sig. Þau eru
Ragnheiður Steindórsdóttir leik-
kona, Gunnar Hrafnsson bassaleik-
ari, Kolbeinn Bjarnason, sem sá um
allan fiautuleik, og loks höfundur
verksins Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Auk þess að hafa samið allt efni plöt-
unnar, syngur Sveinbjörn alla söng-
texta sjálfur og leikur á gítara.
Stjörnur í skónum eru um margt
óvenjuleg plata. Hún er heilt verk,
draumur fullorðins manns um heim
barnsins. Upphaf og endir þess er i
anda hinna fullorðnu, en miðbikið
allt út frá sjónarhóli barnsins. í verk-
inu skiptist á upplestur Ragnheiðar
og söngur Sveinbjörns. Höfundurinn
kvaðst hafa samið allan textann
fyrst, en síðan fengið þá flugu í koll-
inn að semja lög við bundna málið.
— Upplestur Ragnheiðar er allur í
óbundnumáli.
• ÁT
LJÓÐFÉLAGIÐ SNÆÐIR — Á
blaðamannafundinum I tilefni af út-
komu Stjarna I skónum var borin
fram heljarmikil afmælisterta með
fimm kertum. Sveinbjörn I. Baldvins-
son, sá þriðji frá vinstri, gaf þá skýr-
ingu að hún væri til heiðurs öllum
fimm ára börnum. — Þegar við
verðum fimm ára, hættum við að
verða börn að kröfu samfélagsins,
sagði Sveinbjörn. — DB-mynd
Ragnar Th. Sigurðsson.
ENSK KVENNAHUÓMSVUT HEIMSÆKIR ÍSLAND
Hljómsveit er nefnd Feminist mörgu leyti einstök I sinni röð meðal hennar eru allir konur. Hljómsveit
Improvising Group. Hún þykir að annars vegna þess að liðsmenn þessi er væntanleg til tslands og
Fjórir kunnustu leikarar revíutímans saman á plötu
BRYNJÓLFUR, NÍNA, ALFREÐ
OG LÁRUSTAKA LAGIÐ
Revíuvísur nefnist ný hljóm-
plata, sem útgáfufyrirtæki
Svavars Gests, SG-hljómplötur,
sendir frá sér. Á henni syngja
fjórir íslenzkir teikarar tólf gaman-
visur. Þetta eru leikararnir Alfreð
Andrésson, Brynjólfur Jóhannes-
son, Nína Sveinsdóttir og Lárus
Ingólfsson.
Á umslagi Reviuvísna segir
meðal annars:
„íslenzkar gamanvisur má rekja
allt aftur til síðustu aldamóta og
jafnvel enn aftar.... Blómaskeið
gamanvisunnar eru árin 1930—50
þegar revíurnar voru hvað
vinsælastar hér á landi. Ýmsir
höfundar komu við sögu, en
aðalhöfundar revíutimabilsins
voru þeir Haraldur Á. Sigurðsson,
Emil Thoroddsen, Bjami
Guðmundsson og Tómas
Guðmundsson.”
Lög eftir framantalda höfunda
er einmitt að finna á Revíuvísum.
Þá eru jafnframt nokkur lög og
textar eftir ókunna höfunda. Öll
lögin á plötunni eru úr hljóðritana-
safni Rikisútvarpsins. Sumar eru
ekki eins góðar og skyldi fyrir
aldurs sakir, en reynt var að endur-
bæta þær eftir föngum.
-ÁT-
ALFREÐ ANDRÉSSON
BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON NÍNA SVEINSDÓTTIR
LÁRUS INGÓLFSSON
leikur á tvennum hljómléikum um
næstu helgi.
Það er félagið Gallerí Suðurgata 7
og Tónlistarfélag Menntaskólans við
Hamrahlíð sem standa að heimsókn
Feminist Improvising Group. Fyrri
tónleikar hljómsveitarinnar verða
haldnir i hátiðasal Hamrahliðar-
skólans á laugardag klukkan fjögur.
Hinir síðari verða i Félagsstofnun
stúdenta á sunnudag klukkan fjögur.
Miðaverð á báða tónleikana er tvö
þúsund krónur.
Feminist Improvising Group
(skammstafað FIG) leikur yfirleitt
eingöngu af fingrum fram jazz-
blandaða tónlist og spunatónlist.
Kjarni hljómsveitarinnar er níu
konur, en fleiri hafa komið við sög>
á ferli hennar. Meðal þeirra er Julie
Tippet, áður Julie Driscoll, sem söng
við ágætan orðstir með Brian Auger
ogTrinity hljómsveitinni.
Alls eru það fimm konur, sem
koma til Islands og halda hljómleika.
Þær eru Georgie Born selló- og
bassagítarleikari, Lindsey Cooper,
sem leikur á fagott, sópransaxófón,
óbó og fiautur, Maggnie Nicols
söngkona, Irene Schweizer,
svissneskur píanóleikari og loks Sally
Potter, sem DG hefur þvi miður ekki
upplýsingar um hvað gerir.
Þær Georgie Born og Lindsay
Cooper störfuðu með þekktri enskri
tilraunahljómsveit, Henry Cow, allt
fram á þetta ár, er hljómsveitin var
lögð niður. Maggnie Nicols hefur
sungið með mörgum hljómsveitum,
svo sem the Spontaneous Music
Ensemble og big bandi Keith
Tippetts, eiginmanns Julie Tippett.
Irene Schwei/er hefur haldið ein-
leikstónleika víða um Evrópu og
einnig leikið inn á tvær pianóplölur.
Hún var nýlega á hljómleika-
ferðalagi með triói saxófónleikarans
RudigerCarland.
ÁT