Dagblaðið - 21.11.1978, Síða 3

Dagblaðið - 21.11.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978. 7 Bamsmeðlag föður aðeins fjórðungur framfærslu kostnaðar 0815—6336skrifan Ég varð svo undrandi. þegar ég las grein fráskilins föður í DB 11. þ.m, að ég get ekki orða bundizt. Ég veit ekki hvort hann hefur þessar tölur, 98.148.- um framfærslukostnað tveggja þarna á mánuði frá því árið '74 til '75 eða hvort hann er alveg skynlaus á verðlag eins og það er i dag. Hefur hann ekki gert sér grein fyrir þvi að börn þurfa fleira en að borða. Ég býst við þvi að hann sjálfur hafi þurft eitthvert þak yfir höfuðið, rafmagn og hita til að geta haldið lífi í kroppnum sínum, þeg- ar hann var að alast upp. En líklegast. eftir hans skrifum þurfa börn frá- skilinna foreldra ekki slikt i dag, eða hvað? Ég hef því miður staðið í sporum einstæðrar móður með þrjú börn, og það er vist að meðlag það sem faðir greiðir með sinu barni er ekki nema 1/4 af þvi sem þarf til þess að kosta það sem eitt barn þarfnast til að geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi. Hefur hinn einstæði faðir hugsað út í það að einstæðir foreldrar, sem ala önn fyrir börnum sinum, þurfa i flestum tilfellum að leigja sér húsnæði og það tiltölulega stærra og dýrara en það foreldri sem er ekki með börnin. Hefur hann athugað t.d. hvað barna- gæzla kostar fyrir eitt barn á mánuði. Meðlag það sem kemur til greiðslu með einu barni greiðir ekki þann kostnað. Og þó sv’o að niðurgreiðslur hafi komið til á matvælum, þá hækkar allt annað þvi meira. Böm vaxa mjög fljótt upp úr fötum sínum og slita og fatnaður er dýr. Móðir sem þarf að vinna úti allan daginn hefur varla tíma til þess að sauma allan fatnað og prjóna. Það segir sig sjáift, það verður að kaupa hann. Og ef börnin veikjast? Hver þarf að sinna þeim? Ekki hinn aumi faðir sem er að guggna undan þunga barnsmeðlaga. Nei, heldur þarf móðirin að sleppa sinni vinnu til þess. Og ef veikindi fara upp fyrir vissan dagafjölda, þá er það tekjumissir hjá móður (framfærandal og má bæta því við framfærslukostnað. Nú, börn frá 12 til 17 ára, eins og faðir talar um, þurfa ekki þamagæzlu, en hvað tekur við? Þau þurfa orðið dýrari fatnað, „tizkufatnað”, og veit það hvert heilbrigt mannsbarn að börn á táninga aldri vilja fylgja tizkunni. Vasa- peninga þarf i alls konar nauðsynjar hjá þessum aldurshópi, bióferðir, ballferðir og margs konar félagslíf sem spilar inn i. Þá fyrst byrja útgjöld fyrir alvöru. Algengt er að börn á þessum aldri fari i eins konar sumarvinnu. þarnapössun og því um Iikt, en eitt er víst aðbörn frá 12 ára til 15ára, vinna ekki fyrir öðru en vasapeningi það sumarið. Eða telur hinn kúgaði faðir að barnaþrælkun eigi sér stað i okkar þjóðfélagi? Rétt er að margar konur gifta sig aftur. Á þá að fella niður barnsmeðlög? Ef svo er, þá teldi ég rétt að hinn rétti faðir ætti ekkert tilkall til sinna barna. Það er kannski hans von. Ég held hann megi frekar þakka fyrir ef þær aðstæður eru fyrir hendi, þvi þá er hægt að sjá börnum hans jafnt sem hennar fyrir eðlilegum og nauðsynlegum þörfum. Faðirinn sleppur vel með að þurfa ekki að greiða nema því sem næst fjórða part af framfærslukostnaði barnsins sins. Ekki telur bréfritari framfærslu barna skiptast rétt niður á börn fráskilinna foreldra. Þar segir að feður greiði aðeins fjórðung framfærslukostnaðar barna sinna með löghoðnum meðlags- greiðslum. Nei, ég held hann megi skammast sin og reyna hcldur að hjálpa börnum sínum meira, en láta þau ekki gjalda þess að foreldrar þeirra gátu ekki búið þeim heimili saman. Ekki báðu börnin um að fá að fæðast i þessa veröld. \ Höfum fengið mjögfallegt úrval af flauelsbuxum ábörn og unglinga MITTISBUXUR SMEKKBUXUR AXLABANDABUXUR ATHUGIÐ: Ódýru kuldaúlp- urnar eftirspuröu eru nú komnar. Hamraborg 14 - Kópavogi - Sími 43412. Ertu búinn að taka f ram skíðabúnaðinn? Jón Þorbergsson lögregluþjónn: Ég hef aldrei eignazt skiði og ég reikna ekki með þvi að fá mér þau í vetur. Grcipur Kristjánsson varðstjóri: Nei, ég er ekki búinn að þvi. Það fer þó að verða kominn timi til þess. Það eru ábyggi- lega krakkarnir fyrst og fremst sem búnir eru að taka skiðin fram. Árni Árnason verkstæðism.aður: Nei, ég er ekki búinn að því. Það fer þó að líða að þvi fyrst snjórinn er kominn. Viggó Vilbogason rafvélavirki: Ég á engin skiði og mér er allt of annt um lappirnar á mér til þess að gera ráðstaf- anir til aðeignast þau. Halldór Dagbjartsson verkstæðismaður: Ég hef aldrei stigið á skíði og ætla ekki að fara að byrja á þvi núna í ellinni. Kjartan Guðmundsson verkstæðis- maður: Nei, ég á ekki skiði og ég kaupi, mér þau varla í vetur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.