Dagblaðið - 28.11.1978, Page 1

Dagblaðið - 28.11.1978, Page 1
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 BÆKUR OG PLÖTUR1978 ..íslendingar eru bókaþjóð en islenzkar htjómplötur eru rusl”. Þetta var vinsælt viðkvæði manna á meðal fyrir nokkrum árum og var á sumum að heyra að um óhagganlegt náttúrulögmál væri að ræða. Nú virðast hins vegar komnir brestir i jressar allt að því skotheldu staðhæfingar. Rannsóknir manna á bóklestri Islendinga hin síðari ár hafa leitt í Ijós að hann er mun flókn- ara fyrirbæri en nienn hafa haldið og ræðst m.a. af menntun, kynferði. aldri o.s.frv. og einnig hafa þær fáu kannanir sem gerðar hafa verið látið að því liggja að áhugi Islcndinga á því sem við getum nefnt fagurbókmenntir sé i raun og sannlcika næsta lítill. Þó má ekki gleyma takmörkunum þessara kannana. En það er óhrekjanleg staðreynd að þýðingar á kúrekabókum seljast nú kannski i 4000 eintökum meðan Ijóðabækur ná 2—300 cintökum og frumsamdar skáldsögur 1500—2000. í t'ramhaldi af rannsóknum þessum hafa suntir gengið svo langt að fullyrða að íslendingar hafi aldrei verið sú bókaþjóð sem haldið hefur verið og bóklestur hafi aðcins vcrið stundaður af menntaðri yfirstétt gegnum tíðina. En mcðan rannsóknir á þcssu máli cru cnn á byrjunarstigi. eru varla öll kurl komin til grafar varðandi bókaáhuga Islendinga. Allt uni það starfa á landinu tugir bókaforlaga sem öll scnda frá sér fjölda bóka um hver jól og þótt þau kvarti í sifellu uni versnandi afkomu. halda þau áfram að gcfa út bækur. Og Islendingar halda áfrani að kaupa þær. En sé margt enn á huldu um bókamál hér á landi, þá er það dcginum Ijósara að miklar framfarir hala orðið i islcnzkri hljómplötuútgáfu og ég held að það vcrði vart skoðað sem auglýsing þótt minnst sé á stefnumarkandi hlutverk Hljóðrita i Hafnarfirði. Á þcim þrem árum sem það fyrirtæki hcfur starfað hcfur bókstaflega orðið bylting i islcnzkum hljómplötuiönaði. Frumstæðar upptökur. léleg prcssun. slæmt hljóðjafnvægi — þctta eru nú undantekningar frentur en reglan. Við þessar nýju aðstæður hafa íslcnzkir •lónlistarmenn tekið við sér svo um munar og það cr eftirtcktarvert hve hljóðfæraleikur og textagerð hal'a mikið batnað. Ennþá hefur þessi þróun vart kornið „erfiðari” tónlist til góða, en nú cr einnig útlit fyrir framkvæmdir á þvi sviði. En það er kaldhæðnislegt að þegar islenzk hljómplötuútgáfa er að komast á legg og jafnvel að vinna sér rýnii á erlcndum mörkuðum, þá skuli himinhá- um munaðarskatti skellt á hana. Í þessum blaðakálfi DB um bækur og hljómplötur er reynt að kanna ýmsar hliðar á útgáfu þeirra. ekki aðeins hér. hcldur i nágrannalöndum okkar. A.l.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.