Dagblaðið - 28.11.1978, Síða 8
20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
UM KÓNGAFÖLK OG TRIMM
— Bækur í U.S.A. og Bretlandi
Að þvi ég best veit, hefur ekki verið gerð
nein rækileg könnun á bókaáhuga Breta
og Bandaríkjamanna, enda er það
gríðarlegt fyrirtæki á svo stórum
mörkuðum. Marktækt úrtak á Banda-
ríkjamarkaði þyrfti t.d. að vera milli 10
og 20 milljón manns. Að vísu hafa stofn-
anir eins og háskólar (m.a. Stanford
háskóli) og Gallup kannað afstöðu
Bandaríkjamanna til bóka af og til, en
þær kannanir hafa venjulega verið
bundnar við tiltekin svæði. Minni fyrir-
höfn er að kanna neyslu Breta á þessu
sviði en það hefur ekki verið gert að
neinu marki og eina bókakönnun þar
HI-FI FRÁ SONY!
ÞANNIG EIGA TÆKIAÐ HLJÓMA!
„PLUMPINLINE"
Er sérstök uppbygging á hátölurum
frá Sony. Hljómburöarjafnvægiö er
frábært enda G hátalarar, Sony
verölaunagripir!
KASSETTUTÆKI
í hæsta gæðaflokki með sjálfleitara,
„automatic music censor” þú velur
þér lag og tækið leitar sjálft.
Ferrit Ferrit tónhausar Liquid
Crystal Peak Program meter.
MAGNARINN
með mix stig fyrir hljóð-
nema þú getur blandað
saman tali og tónum með
einu handtaki og meira að
segja bætt bergmáli við!
Magnarmn
með mörgu möguleik-
ana, vísir að diskóteki.
JAPIS
SIMAR 27192 OG 27133
LÆKJARGÖTU 2,
,tsusabet drottning vinsæl af lesendum.
sem takandi er mark á eins og stendur
eru skýrslur bresku bókasafnanna.
Hagstæðir
bókaklúbbar
En með því að fylgjast með bókablöð-
um og vinsældalistum er hægt að fá
sæmilega hugmynd um það sem fólk
beinlinis kaupir og má af ummælum
bókaútgefenda í báðum þessum löndum
ráða að mikiðsé keyptaf bókum ogsésú
sala orðin nokkuð jöfn, eftir nokkuð
skrykkjótta sölu á árunum milli 1960—
70. Þá ber þess að geta að margt er gert
fyrir bókaáhugafólk i þessum löndum
sem ekki er fyrir hendi hér á landi.
a.m.k. ekki nema i mjög litlum mæli.
Bókaklúbbar eru þar bæði margir og
afar hagstæðir og þangað eru keyptar
nýlegar innbundnar bækur, oft metsölu-
bækur, og boðnar almenningi á verði
sem er oft um 30—40% lægra en
upprunalegt búðarverð. Einnig koma
mikið seldar bækur mjög fljótt út i
„paperback”. en sá markaður er rann-
sóknarefni út af fyrir sig og nú má jafn-
vel finna bókaklúbba sem sérhæfa sig i
að selja pappírskiljur og þá að sjálfsögðu
á lægra verði en venjulega.
Fjörkippur
umjól
Ægisútgáfan
Martröö undanhaldsins
Ný bók eftir Sven Hazel er komin út.
Auk þess hafa verið endurprentaðar þrjár fyrstu bœkur Sven Hazels, sem lengi hafa verið
ófáanlegar. Hersveit hinnafordœmdu, Dauðinn á skriðbeltum og Stríðsfélagar.
A llar bækur Hazels hafa selzt upp fyrirjól á hverju ári og eru ófáanlegar.
Bækur hans eru gefnar út í yfir 50 löndum og flestir telja hann mesta og bezta stríðsbóka-
höfund allra tíma.
Frábærlega tekst Hazel að blanda saman napurri ádeilu gegn styrjöldum, ruddaskap og
harðneskju, sem fylgir hermennskunni, að ógleymdum húmor sem gerir bækur hans svo
áfengt lestrarefni sem raun ber vitni.
Sá sem les eina bók Hazels les þær allar.
I báðum löndunum er varla hægt að
tala um jólamarkað á bókum í íslenskum
skilningi. Sala á bókum er nokkuð jöfn
allt árið, að því er bandarísk bókatiðindi
herma — en þó kemur fjörkippur í söl-
una um jólin. Það er augljóst að á svona
risamörkuðum er hægt að sinna alls
konar sérþörfum bókafólks og þar koma
bókaklúbbar aftur inn í myndina.
Garðyrkjuhandbækur, visindaskáld-
sögur, jógabækur, ánamaðkatamning —
allt þetta á sér stóran hóp áhugafólks
sem iðulega kaupir upp 10—20.000
eintaka upplög. í Bandarikjunum virðist
vera hægt að selja nær hvað sem er I
bókarformi. Þó gekk illa að koma út
æviminningum Nixons á dögunum, sér-
staklega í þeim fylkjum þar sem hann
hafði verið sérlega illa þokkaður, t.d. í
Kaliforníu.
Ólfkur smekkur
Hafði stærsta bókabúðin í Berkeley
pantað 15 eintök og er ekkert þeirra
hreyfðist reyndu menn að koma bókinni
út með því að vefja utan um hana brún-
an pappír og stilla henni upp sem klám-
riti. En allt kom fyrir ekki. Ef litið er yfir
sölulista bóka í Bretlandi og Bandarikj-
unum kemur í Ijós að smekkur manna er
mjög ólíkur á þessum „engilsaxneska”
markaði t Bretlandi seljast bækur um
dýr feikilega vel, t.d. bækur James
Herriots sem við könnumst við, svo og
allar bækur um konungsfjölskylduna en*
síðasta metsölubók af þvi tagi var
„Majesty” eftir Robert Lacy, um Elísa-
betu drottningu. Þegar hafa veriö