Dagblaðið - 28.11.1978, Síða 11

Dagblaðið - 28.11.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 23 nema aö sjálfsögðu að prenta umslag hennar og plötumiðann sjálfan. Hér á landi eru nokkur hljóðver eða stúdíó starfandi. Stærst er Hljóðriti i Hafnarfirði, þar sem hægt er að taka upp á 24 rásir. Tóntækni við Ármúla i Reykjavík hefur yfir átta rásum að ráða. Tvö hljóðver eru til á Akureyri, annað í eigu Tónaútgáfunnar. Hitt nefnist Bimbó. 2. stig: Skurðurinn Það er afar mikilvægt að skurður hljómplötu sé vel af hendi leystur. Mýmörg dæmi eru um það að vandaðar upptökur, sem búið var að eyða hundruðum klukkustunda í, hafi verið eyðilagðar með óvönduðum skurði. Fjöldi íslenzkra hljómplatna hefur skemmzt í skurði og til að fyrirbyggja það fer nú yfirleitt maður með masterinn og fylgist vandlega með þessu mikilvæga framleiðslustigi. Upphaflega hljóðritunin fer inn á þriggja tommu breitt segulband. Mast- erinn svonefndi er hins vegar ekki nema hálftomma i mesta lagi og með þannig segulband er farið í „skurðstofuna”. Flest plötufyrirtæki — og stærri hljóðver — búa yfir tækjum til að annast skurð, en einnig eru til sérstök fyrirtæki til þess, sbr. The Cutting Room I New York. 1 „skurðstofunni” er þetta segulband þrætt upp á eins konar segulbandstæki og síðan spilað. Merkilegasta tækið og það mikilvægasta i skurðstofunni er stór og gjarnan klunnalegur plötuspilari. Þegar spilað er af segulbandinu er þessi plötuspilari settur af stað. Á plötubrettið hefur verið lögð svört og glansandi lakkplata. Innan í henni er þynnri plata úr viðkvæmum málmi, sem gegnir þýðingarmiklu hlutverki á síðara fram- leiðslustigi. Þegar allt er komið i gang sígur niður á plötuna tónhausinn og nálin vinnur verk sitt — rispar hljóðrákirnar í plötuna á svipaðan hátt og fyrstu hljóðritanirnar voru gerðar fyrir hundraðárum. Við skurðinn er hægt að „möndla” nokkuð með hljóðið. Þá er hægt að Ur nútima upptökuhljóðveri. Söngvarínn, lengst til vinstri, er afgirtur i sínu búri og sömuleiðis trommuleikarínn, lengst til hxgri. Gítar- og bassaleikarinn eru hins vegar i aðalsalnum. — Myndin er tekin i Hljöðríta i Hafnarfirði er unnið var að þriðju plötu hljómsveitarinnar, Ðe Lónli Blú Bojs. „skera af’ það sem kallað er topp, miðja eða botn, þ.e. efstu og lægstu tónana bassa-diskant og svo framvegis. Nær allir upptökustjórar vilja fylgjast með skurði platna sinna — það er á þeirra ábyrgð, finnst þeim réttilega, hvernig platan hljómar heima i stofu eða í út- varpinu í bílnum (og það má geta þess, að endanlegur frágangur plötu er oft miðaður við annan hvorn markaðinn eða báða). Við skurðinn er einnig gengið frá hæfilegu bili á milli laga og frá punktinum, sem sendir tónarminn aftur á sinn stað þegar platan er búin. 3. stig: Pressunin Með þessa plötu er síðan farið í sjálfa plötuverksmiðjuna þar sem pressun fer fram. Þar fer platan I ýmis böð upp úr sýrum, hreinsiefnum og öðrum torkennilegum vessum. Þá verður aðeins eftir málmplatan innan úr plastinu og eftir henni er steypt sjálft plötumótið — eitt eða fleiri eftir atvikum. Giskað er á, eða var til skamms tíma, að pressumótið dugi til pressunar á 5000 plötum. Plötuefnið, vinyl, lekur síðan úr dunkum ofan í pressumótin og eru einingarnar misjafnlega margar. eftir því hve pressa á margar plötur i móiinu. sem má kannski likja við vól'flujám. Plötuverksmiðjur af þessu tagi skila frá sér allt að 40 þúsund plötum á dag, þær stærstu. 1 plötuverksmiðjunni eru plöturnar settar í plastpoka, stundum sérprentaða fyrir viðkomandi plötufyrirtæki, og 1» Framhaldábls.24 hinn upprunalegi söngur loksins útgefinn á hljómplötu Atf reð Andrésson syngur: Brynjólfur Jóhannesson syngur: Lárus Ingólfsson syngur: Nína Sveinsdóttir syngur: Ó, vertu ein svona sorró — M-listinn og Útvarpsvísur. Hvers er hvurs — Hvað er um að tala ogÁstandið. Syrpa Óla í Fitjakoti — Eftirhermuvísur ogDaninn á íslandi. Kerlingavísur — Jónsvísur og Þegar Kanarnir komu í Keflavík. Þessar gömlu og skemmtilegu revíuvísur eiga vafalaust eftir að rifja upp Ijúfar endurminningar hjá mörgum. Höfundar eru Haraldur Á. Sigurðsson, Bjarni Guðmundsson, Tómas Guðmundsson ogfleiri ogfleiri. Verð á plötu eða kassettu aðeins kr. 4.900. — SG-hljómplötur. ALFREÐ ANDRÉSSON BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON NÍNA SVEINSDÓTTIR LÁRUS INGÓLFSSON

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.