Dagblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978. 19 Afangaskýrsla fyrirliggjandi um hvaða f rystihús á Suðurnesjum skuli styrkja og hver ekki: Aftökulistinn liggur fyrir —13 ekki á listanum —11 eru þar en fá ekki styrki strax Nú eru hugmyndir stjórnvalda varðandi hvaða frystihús á Suðurnesj- um fá að lifa og hver ekki óðfluga að taka á sig mynd og hefur sérstök nefnd nú skilað sjávarútvegsráðherra áfangaskýrslu um málið sem enn er trúnaðarmál. Þegar hér er talað um hver eigi að lifa og hver að deyja er átt við hver verða styrkt með þvi að breyta 75% lausaskulda i sjö ára lán og fái auk þess lán úr gengismunasjóði til hag- ræðingar, og hver ekki. Sem fyrr segir er þetta aðeins áfangaskýrsla. Eftir því sem blaðið kemst næst telur nefndin koma til greina að eftir- talin hús verði styrkt: Vogar hf. i Vog- unum, Sjöstjarnan hf. i Njarðvíkum, sem verið hefur í stopulum rekstri um nokkurt skeið en er fullkomið, Hrað- frystihús Þórkötlustaða hf. í Grinda- vik, Hraðfrystihús Grindavikur hf., Hraðfrystihús Keflavikur hf. í Kefla- vík, Keflavík hf. í Keflavík, Hrað- frystihús Ólafs Lárussonar hf. í Kefla- vík, Heimir hf. í Keflavík, Miðnes hf. í Sandgerði, Fiskverkun Jóns Erlings sonar í Sandgerði og ísstöðin hf. Garðinum. Alls eru þetta 11 hús, en ekki mun fyrirhugað að styrkja þau öll í upphafi. Heldur nokkur þeirra fyrst og síðan fleiri eftir því sem tryggt hráefni liggur fyrir. Verður þá eitt af öðru tæknivætt til viðbótar ef ástæða þykir til. Eftirtalin frystihús eru ekki á listan um fyrir þau sem eiga von á aðstoð: Valdimar hf. í Vogum (í rekstri nú), Andri hf. i Njarðvíkum (stopp), Salt ver hf. í Njarðvíkum (stopp), Rafn Pétursson hf. í Njarðvíkum (i rekstri) Hraðfrystistöðin í Keflavik (stopp). Rafn hf. i Sandgerði (stopp), Baldvin Njálsson í Garði (í rekstri), Ásgeir hf. í Garði (að stoppa), Berg hf. I Garði (ný- lega stopp) og Hraðfrystihús Svein- bjamar Árnasonar, Kothúsum Garði (stopp). Af þessum 13 húsum eru þvi aðeins fjögur í fullum gangi, en ekki er lengra síðan en aftur til ársins 1973 að þau höfðu á stundum ekki undan öllum afla sem barst á land á Suðurnesjum. Með breyttri stýringu á fiskveiðum umhverfis landið hefur aflamagnið á Suðurnesjum minnkað um tvo þriðju og er breyting til batnaðar ekki fyrir- sjáanleg að mati fiskifræðinga. Haustið 1975 lögðu frystihúsamenn á Suðurnesjum sameiginlega fram til- lögur við hið opinbera varðandi að það Hvern vantar hjólið sitt? Cooper gírahjól leitar eigðnda Tólf ára strákur í Grjótaþorpi, Þór að nafni, fann fyrir nokkru rauðmálað drengjahjól fyrir utan hjá sér. „Ég var að fara með hjól fyrir litla bróður minn í viðgerð þegar ég sá rauðmálað Cooper girahjól liggjandi á miðri götunni. Ég varð strax alveg viss um að einhver hefði stolið því til að nota það smá- spotta og síðan fleygt því frá sér. Það var alveg fyrir bilunum þarna svo ég tók það og setti það inn í kjallara. En ég vil endilega að rétti eigandinn fái þaö aftur. Getið þið ekki hjálpað mér að finna hann?” Ef lesendur Dagblaðsins þekkja einhvern strák sem hefur átt svona hjól en það horfið á dular- fullan hátt, þá bendið honum á að hafa samband við Þór í síma 26306. aðstoðaði menn við að hætta rekstri. Það gerðu þeir í ljósi hins mikla afla- samdráttar, sem orðinn var og við blasti. Ekkert hefur bólað á viðbrögð- um við tillögunum. Meðal tillagna til fækkunar sem frystihúsamenn hafa rætt í sínum röðum má nefna sameiningu frysti- húsa til aukins hagræðis. Fara inn á nýjar vinnslubrautir, svo sem á skar- kola sem ekki fæst enn að veiða í Faxaflóa þrátt fyrir tillögur fiskifræð- inga þess efnis að þar megi árlega veiða þúsundir tonna af þeirri dýru fisktegund. Loks hugsa þeir sér að nýta megi húsin til annars en fisk- vinnslu, svo sem til iðnaðar. Að lokum skal það tekið skýrt fram að ofannefnd hús sem ekki eiga að fá styrk þurfa alls ekki að vera dauða- dæmd. Slikt hlýtur ávallt að velta á hagsýni rekenda þeirra. • GS Hraðfrystihúsið Vogar h/f I Vogum er eitt þeirra fiskvinnsluhúsa, sem á að „fá að lifa” með aðstoð hins opinbera. Tiu önnur hús á Suðurnesjum eru i sama höpi i áfangaskýrslu scm ráðherra hefur fengið. DB-mynd R. Th. Sig. VANDAÐIR EYRNALOKKAR FYRIR GÖT-PÓSTSENDUM FYRIR JÓL Nr. 1 í < 0 <y Ct'—■ 2 © ' . Nr. 4 1 | % % í; *-\.%&r,*** ' r ■ y *' ; : f ■ <í": Ht-k .rvi.nn Nr.11 Nr. 12 Nr. 13 Nr. 14 i 1 i L i i y ý > r 1 f i) 9 j i { l • ’ JTy. ■ **3BK T:...BÚS ( Nr. 21 Nr.22, & I w- 4 * 1« Nr.23 N’.íl Bct.KUjSel JrO. gm 0 # Nr.1B Nr. 8 Nr.7 . *$ct,8ð$el Nr. 25 I i i í bet.Buool Nr. 32 M £ Nr. 33 <0 * Nr. 34 9 O 8 Ct. Stilt 8d. S«?*i Nr. 41 Nr. 42 Nr.43 4 $ • ^ e súft 8 cL Slitt 8 ct Stift Nr. 16 ct. See»! Nr. IBi- n 111 i . ' . I ir ir | ! 1 ts % I Nr. 28 Nr. 27 i * i I §cLBög?l i i * Nr. 35 iS.il ■*•*! j i Hct.Bugel ^ ý „;. búc.M 8ct.8uppl Hct.Bur4el Nr. 37 8 et 3ðtt»l Nr. 38 8 cl St3t Nr.45 8 ct stifl 8 ct. Stm 8«f, $tifi .. ................... Nr. 46 Nr. 47 Nr. 48 V V \ * » aa. Stíft Sci.stsft 8cl. Srift 8cf.Sl.it Verð frá kr. 3400/- til kr. 6000/- • Kaupið aðeins vandaða lokka Þetta er lítið sýnishorn af hinu glœsilega úrvali af okkar vönduðu en ódýru eymalokkunu Lokkamir eru gullhúðaðir (10 ára gylling) en pinninn sem fer ígegnum eyrað er úr ekta gulli. — Munið,aðeins vandaðir lokkar. Sumir eru með steinum, rauðum, bláum og hvítum. Hringið ogpantið eftir númerum. PÓSTSENDUM. ÚR OG SKARTGRIPIR JÓNOGÓSKAR SKf”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.