Dagblaðið - 11.01.1979, Síða 1

Dagblaðið - 11.01.1979, Síða 1
f i 5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 - 9. TBL. RITSTJÓRN SÍDUMÚI.A 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI27022. „Frekari skattahækkanir ámælisverðar” ( — segir Birgir Isleifur Gunnarsson um fyrirhugaða hækkun útsvars í 12% „Ég gagnrýndi fjárhagsáætlun borg- arinnar eins og hún leit þá út, þegar fyrsta umræða fór fram 21. desember. Mér finnst ámælisvert, að enn skuli stefnt að frekari skattahækkunum,” sagði Birgir ísleifur Gunnarsson fyrr- verandi borgarstjóri I morgun um þá frétt DB í gær, að borgarstjórnarmeiri- hlutinn hyggðist hækka útsvarspró- sentuna I 12%, ef heimild fengist á Al- þingi. „Ég gagnrýndi hinar geysimiklu skattahækkanir, sem stefnt var að í fjárhagsáætlun, þar sem farið var út á yztu nöf með nánast alla tekjustofna borgarinnar,” sagði Birgir. „Auka- álögur nema tæpum 1800 milljónum hjá hinum nýja meirihluta.” „Þrátt fyrir skattahækkanirnar er stefnt að mjög miklum greiðsluhalla. Til dæmis var ekki búið að taka launa- hækkanirnar 1. desember inn í dæmið, en þær munu kosta um 460 milljónir. f>á er vitað um ýmsar aðrar launa- hækkanir, sem munu auka útgjöld borgarinnar. Alls má ætla, að greiðslu- hallinn, sem að stefnir, verði 2—3000 milljónir króna. „Allt hefur verið látið reka á reiðan- um í stað þess að spara í rekstri eða skera i alvöru niður framkvæmdir strax i upphafi,” sagði Birgir. „Því stefnir mjög illa að mínum dómi í fjár- málum borgarinnar.” „Fjárhagsáætlun borgarinnar hækkar mun meira milli ára en verð- bólgan gefur tilefni til, eða um 63%,” sagði Birgir. HH. Uppá hæsta tind Bláfjalla Þeir brugðu sér upp á hæsta tind Blá- fjalla f gær i hinni nýju og glæsilegu skiðalyftu, borgarstjórinn í Reykjavik, Egill Skúli Ingibergsson og borgarverk- fræðingur, Þórður Þorbjarnarson. Skíðalyftan f Bláfjöllum var þá tekin formlega i notkun, mjög fullkomið mann- virki og kostaði um 40 milljónir. Það voru félagar úr Ármanni er önnuðust alla uppsetningu, grófu fyrir undirstöðum, reistu möstur og settu upp allan vélabún- að. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson Skyndiheimsókn öldungadeildar- þingmanna: Ræða við Benedikt um örygg- ismál — á leið frá Moskvu til Washington Laust fyrir hádegið komu til Reykjavikur til viðræðna við utan- ríkisráðherra og fleiri embættis- menn, sex bandarískir öldunga- deildarþingmenn undir forystu Howards Bakers, leiðtoga' minni- hluta repúblikana i öldungadeild Bandaríkjaþings. Ætluðu þeir að ræða við is- lenzka ráðamenn um öryggismál. Bandarisku þingmennirnir eru að koma frá Moskvu, þar sem þeir hafa m.a. rætt við Leonid Breznev um afvopnunarmál. Þingmennirn- ir lentu í Keflavík og var áætlað að þeir kæmu með þyrlu til Reykja- víkur upp úr kl. 11.30 i morgun og færu þaðan í Ráðherrabústaðinn. Það var að frumkvæði þing- mannanna sjálfra, að viðdvöl er höfð hér til þessara viðræðna, skv. upplýsingum DB i morgun. -ÓV. „RÁÐHERRAR ALÞÝÐUFLOKKS HÖFDU EKKIUMBOÐ TIL ÞESSARA SAMNINGA” — segir Ólafur Ragnar Grímsson um Færeyjasamningana „Samningarnir við Færeyinga eru gerðir umboðslaust af ráðherrum Al- þýðuflokksins. Ég efast um, að þing- meirihluti verði fyrir þeim,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður (AB) í viðtali við DB í morgun. „Þetta hefur ekki verið rætt i þing- flokkunum eða í ríkisstjórninni,” sagði Ólafur Ragnar. Þvert á móti hefðu ráð- herrar Alþýðuflokksins gefið i skyn fyrir samningsgerðina, að Færeyingar mundu ekkert fá. Þess í stað væri þeim afhentur mikill afli á kostnað tslendinga á sama tíma og veiðibann væri sett á tslendinga hluta árs. Við lægi, að atvinnuleysi yrði í sumum verstöðvum. Ólafur Ragnar kvaðst ekki telja, að þingflokkur Alþýðubandalagsins mundi styðja samningana. Hann efaðist einnig um stuðning í öðrum þingflokkum. „Það er uppnám hér,” sagði Ólafur, sem hafði verið niður í þingi og rætt við þing- menn í morgun. Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson voru fyrir samninganefnd- inni, sem samdi við Færeyinga. t nefnd- inni var einnig Einar Ágústsson alþingis- maður (F) auk sérfræðinga. - HH „Af skaplega varhugaverð aðgerð” — segir form. Sjómannasambandsins um bolfiskhluta Færeyjasamningsins í viðtali á baksíðu

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.