Dagblaðið - 11.01.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR IO.JANÚAR 1979.
ÞAKKIR FYRIR
Gon SKAUP
Skjárýnir skrifar:
Mig langar til að koma á framfæri
þakklæti til sjónvarpsins fyrir gott ára-
mótaskaup. Sérstaklega ber þó að
þakka Sigurði Sigurjónssyni leikara
sem er alveg brilljant, sama hvaða
hlutverk hann leikur, og Edda Björg-
vinsdóttir var líka mjög góð og skrýtið
að hún skuli aldrei hafa fengið að leika
áður.
Þó er nú full ástæða til að fara að
breyta um form á skaupinu og vel
mætti hugsa sér að söðla um og gefa
ungu og lítt þekktu fólki frjálsar
hendur um form og efni. Það hefur
komið í Ijósá undanförnum mánuðum
að nógeraf slíku fólki.
ILLA SKIPULÖGÐ BÍLASTÆÐIVIÐ
BORGARSPÍTALANN
Þorgrímur Sigurðsson strætisvagn-
stjóri hafði samband við blaðið. Vildi
hann koma á framfæri hörðum mót-
mælum við skipulagsleysi á bílastæð-
um fyrir utan Borgarspítalann. Sagði
hann að í heimsóknartimum legði fólk
bilum þvers og kruss þannig að oft
væri mjög miklum erfiðleikum bundið
fyrir þá vagnstjórana að komast á milli
þeirra. Skapaðist af þessu mikil slysa-
hætta.
Þessa hættu taldi Þorgrímur stafa af
þvi einu að bilastæðin væru of fá og
illa skipulögð. Fyrir ofan þau er stór
grasblettur sem Þorgrimur taldi að
ætti ekkert erindi heldur væri miklu
nær að búa þar til fleiri bílastæði. Og
þá ætti jafnframt að setja hvit strik á
mörk þeirra bílastæða sem fyrir væru
og hvetja með þvi menn til að leggja
tæmilega.
I
Að sögn bréfritara er crfitt að aka
strætisvagni á milli bila á biiastæðum
við: Borgarspítalann því þeir standa
þvers og kruss.
Einkennilegur verzlunarmáti
Steinunn Bjamadóttir skrifar:
Nú fyrir skemmstu kom ég að máli
við Dagblaðið og rakti fyrir blaða-
manni þess viðskipti mín við Radíó-
vinnustofuna á Þórsgötu 14 sem tók af
mér sjónvarpstæki í umboðssölu á sl.
sumri. Þar sem mér fannst skjóta
nokkuð skökku við, þegar frásögn min
birtist í blaðinu 6. jan. sl.,'vil ég hér
með segja þessa sögu eins og hún
raunverulega gekk fyrir sig.
Umrætt tæki, sem er bæði sjónvarp
og útvarp, lét ég innsigla 11. júlí sl. og
var það þá í fyllsta lagi enda hafði ég
Iátið yfirfara það og gera við smábil-
anir í þvi fyrir tæpu ári. Hringdi ég þá
i Radíóvinnustofuna og spurði hvort
hún vildi taka tækið í umboðssölu og
var það auðsótt mál. Fór ég svo með
tækið og lét það þangað, án þess að
setja nokkurt verð á það. Skömmu
siðar hafði ég samband við Radíó-
vinnustofuna sem þá hafði verðlagt
tækið á'37.000 kr. Fannst mér þetta
fremur lágt verð, þar sem bæði var um
sjónvarp og útvarp að ræða, en lét þó
gott heita. Við þetta tækifæri spurði
maður, sem ég talaði við í verzluninni,
hvort þeir mættu lækka verðið ef
tækið seldist ekki á þetta. Svaraði ég
því ákveðið neitandi þar eð ég teldi
lægra verð en þetta gjöf en ekki gjald
og myndi ég þá heldur gefa tækið sjálf
einhverju kunningjafólki mínu, sem
vantaði tæki, heldur en láta gefa það
einhverjum ókunnugum.
Skömmu síðar kom maður minn í
verzlunina til að vita hvernig gengi að
selja tækið. Þá brá svo við að kominn
var á það 15.000 kr. reikningur sem
horurn var sagt að væri fyrir viðgerð-
arkostnaöi. Spurði hann hvernig það
mætti vera þar sem tækið hefði verið
yfirt'arið í fyrra og verið síðan í fyllsta
lagi. Fékk hann frekur loðin svör við
því og sagði maður sá, er hann talaði
við, að fyrst svo væri væri sjálfsagt að
lækka reikninginn. Hins vegar var þá
enn verðmiði á tækinu sem á stóð að
það skyldi seljast á 37.000 kr. Þá liður
og biður fram í miðjan desember og
okkur hafði ekki verið tilkynnt nein
sala á tækinu og reiknuðum við því
með að það hefði ekki selzt. Fór þá
maðurinn minn i verzlunina og ætlaði
að taka tækið. Er honum þá sagt að
það sé selt, hafi það farið á 27.000 kr.
og dragist frá því verði 10% sölulaun
og 15.000 kr. viðgerðarkostnaður.
Maðurinn minn, sem vissi að við ætl-
uðum heldur að gefa tækið en að selja
það fyrir minna en 37.000, spurði
hvort verzlunin hefði nokkra heimild
haft til að selja tækið á svona lágu
verði. Fékk hann litil svör við því,
önnur en þau að erfitt væri að selja
svona tæki og væru þeir eiginlega
hættir að taka þau i umboðssölu.-
Síðan kom ég daginn eftir og hitti
mann í verzluninni og spurði ég hann
hvort það væri rétt skilið að þeir hefðu
selt tækið á 27.000 og hefðu síðan ætl-
að að taka 15.000 kr. i viðgerðarkostn-
að, enn fremur innti ég hann eftir þvi
hver sölulaun væru og sagði hann að
þau væru 10%. Ég lét í Ijósi megna
óánægju með þessi málalok og bað ég
manninn að gefa mér þetta skriflegt
því að ég ætlaði að setja þetta í blöðin.
Varð maðurinn ofsalega reiður og
sagði að blöðin tækju „allan óþverra”
en hins vegargæti verzlunin gefið mér
peninga. Þetta var ekki það sem ég var
að fara fram á svo ég gekk þegjandi út
úrbúðinni.
Sveinn Jónsson, eigandi verzlunar-
innar, kom heim frá útlöndum um
jólin en ókleift reyndist að ná í hann
fyrr en daginn fyrir gamlársdag. Fer
þá maðurinn minn til hans og spyr
hann hvort þetta sé endanlegt verð á
sjónvarpstækinu. Kvað hann svo vera
og vildi greiða honum umrædda upp-
hæð. Neitaði hann að taka við greiðsl-
unni þvi að við hefðum hugsað okkur
að láta kaupin ganga til baka og gefa
tækið sjálf. Sagði maðurinn minn að
þar sem ég ætti tækið tæki hann ekki
við þessum peningum. Sagðist Sveinn
þá ekki trúa öðru en hægt væri að
komast að samkomulagi við mig.
Síðan fór ég til hans og bað hann um
að láta kaupin ganga til baka, sem
hann taldi ómögulegt, og vildi hann
ekki einu sinni segja mér hver hefði
keypt það. Sagði ég honum þá að ég
vildi fá 37.000, eins og upphaflega
hefði verið um talað að selja tækið á.
og skyldi hann draga sölulaun frá
.þeirri upphæð. Bauðst Sveinn þá til að
fella niður viðgerðarkostnaðinn og
greiða mér 27.000 kr. fyrir tækið og
taka sölulaun af þeirri upphæð. Neit-
aði ég að taka við því en bað hann að
gefa mér skriflega hvernig þeir hefðu
upphaflega sett upp reikninginn, þar
sem útskýrt væri í hverju þessi „við-.
gerðarkostnaður" lægi, þar sem þeir-
hefðu sjálfir gert við tækið tæpu ári
áður en það var sett i sölu og það hefði
verið I fyllsta lagi þegar þvi var lokað.
Sagði hann þá að það kæmi ýmislegt
fram á tækjum þegar farið væri að
skoða þau, vildi hann ekki fara nánar
út í þá sálma og ekkert gefa mér skrif-
legt. Sá ég þá engan tilgang í að tala
lengur við manninn og labbaði út.
Þetta er sagan eins og hún raunveru-
lega gekk fyrir sig og læt ég lesendur
um að dæma um svona verzlunar-
máta.
Enn er skrifað um áramótaskaup sjónvarpsins. Á þessari mynd, sem Ragnar tók,
eru þau Sigurður Sigurjónsson, Edda Björgvinsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir
að segja brandara ársins.
Loksins — loksins
Magnús Magnússon skrifar:
Ég bara verð að taka undir með
henni Bryndísi minni, loksins — loks-
ins, nema hvað ég á að sjálfsögðu við
áramótaskaupið (eða hét það það ekki
annars?) hvílík snilld, það skal engan
undra þót nýi formaðurinn þeirra í Út-
varpsráði vilji fara að útvarpa og sjén-
varpa á nóttunni (líka?). Sjaldan eða
aldrei hefur maður séð okkar frábæru
leikara sýna önnur eins tilþrif, hugsið
ykkur bara, eins og hann Arnar Jóns-
son, ekki snefill af Skollaleik eftir í
honum, nema kannski röddin og lát-
bragðið, en það vita nú allir að það vill
svo oft elta góða leikara. Eða hann
Flosi, þessi snilld og litillæti í höfund-
inum að láta hann vepjast með ís-
lenzka fyndni, sí og æ, rétt eins og eitt-
hvað vantaði á skopið í svona stórkost-
legum leik? Eða leikkonurnar, þvílíkt
líf og kæti, hugsið ykkur, og hug-
kvæmnin, maður minn, að láta sér
detta annað eins í hug og að lofa okkur
að horfa á sjónvarpið í sjónvarpinu
sjálfu, er þetta ekRi einhver náðargáfa
(eða kannski kunningsskapur)?
Ég vona bara að öllum hinum
Nordvision-löndunum verði gert að-
vart um þáttinn svo hann geti til
dæmis orðið okkar greiðsla fyrir alla
yndislegu sænsku þættina, nú, eða þá
að hin Norðurlöndin gætu notað hann
sem sína Vesturfara og sýnt þáttinn
t.d. einu sinni i mánuði eða svo. Sömu-
leiðis ætti að vera hægt að skipta á
þættinum og nokkrum ódýrum dýra-
lífsmyndum, enda minnir mig að
komið sé við á landbúnaðarsviðinu í
þættinum og ég er hreint ekki frá því
að öll bændastéttin beri hlýhug til
:hans Arnars fyrir túlkun hans á bónd-
anum þar.
Verst þótti mér hvað útvarpið var
frekt að taka alla gamanleikarana í sitt
skaup, nema kannski þeim hafi þótt
meira gaman þar, en svoleiðis mega
leikarar ekki hugsa, þeir verða að
fórna sér fyrir krónurnar, þó svo lítið
sé um bitastæður í verkinu sem leika
áj það sáum við bezt í áramótaskaupi
sjónvarpsins.
Sömuleiðis ætti að vera hægt að
selja hluta af þættinum hér innan-
lands, t.d. Eimskipi og Flugleiðum eða
jafnvel Lionsmönnum. Eins er ég
alveg sannfærður um að rauðsokka-
hreyfingin vill gjarnan eiga bút af
honum Flosa í áramótafötum gömlu
múttu.
Sem sagt, það ætti að vera fljúgandi
markaður fyrir alla snilldina og mér
fyndist ekkert of mikið þó blaðafull-
trúi ríkisstjórnarinnar yrði látinn
kaupa nokkur eintök af þættinum og
dreifa honum í skóla landsins, þannig
að enginn gæti komizt undan þvi að
sjá íslenzka sjónvarpssnilld þar sem
hún rís hæst upp úr meðalmennsku út-
lendra skemmtiþátta og grautfúlum
framhaldsleynilögguþáttum.
Ogsvokveðégykkur
LOKSINS — LOKSINS — LOKSINS.
P.S.: í gamla daga var það siður að
skipta á krökkum ef þeir skitu á sig,
því ekki að taka þann sið upp aftur,
t.d. i ráðningu hjá sjónvarpinu?
Til skammar að
lasta biskupinn
Gamall maður hringdi:
Vildi hann koma á framfæri
hneykslun sinni á Dagblaðinu fyrir að
birta þann 3. janúar bréf frá Jóhannesi
Ágústssyni þar sem farið var háðuleg-
um orðum um biskupinn. Fannst
gamla manninum þetta alls ekki sóma
því að öðru leyti góða blaði sem Dag-
blaðið væri að birta slikar greinar, þó
undir fullu nafni væru. Farið væri sví-
virðingarorðum um æðsta mann þjóð-
kirkjunnar af slikum hroka og sjálf-
birgingshætti að fátítt væri annað
eins. Bréfritari væri sýnilega mjög
óþroskaður þó hann vantaði ekki
sjálfsálitið.
Látið rauðu gang-
brautarljósin blikka
Þ6r Ostensen skrifar:
Umferðarráð!
í tilefni af mjög tíðum slysum við
gangbrautarljós langar mig að beina
smáhugmynd til Umferðarráðs. Ég hef
trú á að ökumenn séu of mikið með
hugann við hin „venjulegu” umferðar-
Ijós en gleymi hins vegar gönguljósun-
um vegna þess hve ný þau eru.
Þetta er að minnsta kosti mín
Raddir
lesenda
reynsla en ég starfa við bifreiðaakstur.
Því dettur mér i hug hvort ekki megi
láta rauðu Ijósin á gönguvitunum
blikka á móti umferðinni. Fólk tekur
yfirleitt betur eftir blikkljósúm en
þeim sem loga stöðugt.
í tilefni af nýju ári og vonandi slysa-
lausu mætti athuga þetta, ekki satt?
Ég hefi mikinn áhuga á að heyra frá
Umferðarráði um þetta mál sem fyrst.