Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ÍO.JANÚAR 1979. 3 Hvað er að gerast á Heilsuhælinu í Hveragerði? Reynir Ármannsson skrifar: Sl. haust dvaldi ég á hressingarhæli Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði. Á þeim tima varð ég var við mikla ólgu á meðal starfsmann- anna og þar sem ég er persónulega kunnugur mörgum þeirra hef ég fylgzt með málinusíðan. Forsaga þessa máls er sú að einum starfsmanna hælisins, Heimi Konráðs- syni rafvirkjameistara sem starfað hefur um 5 ára skeið við hælið, var sagt upp störfum i júlí-mánuði sl. með 3 mánaða fyrirvara. Var það verk framkvæmdastjóra hælisins, Friðgeirs Ingimundarsonar, og gert á þeim for- sendum að slíkur starfskraltur væri of kostnaðarsamur. Eftir því sem mér er tjáð mun forstjórinn hafa miðað við aukatekjur Heimis árin 1976—77 þegar nýbyggingar áttu sér stað við hælið. Um störf Heimis er það að segja að jafnframt störfum rafvirkja hefur hann annazt viðgerðir á bif- reiðum og vinnuvélum hælisins ásamt innkaupum á ýmsum varningi varð- andi rekstur þess. Að þvi er virðist tekur fram- kvæmdastjórinn, sem nýlega er tekinn við störfum, þessa ákvörðun án þess að ráðgast við nokkurn af yfirmönn- um hinna ýmsu deilda hælisins. Þar á ég við yfirlækni, yfirsmið, yfirmann í eldhúsi, þvottahúsi og garðyrkjustöð, en allt þetta fólk hefur svo að segja daglega þurft á þjónustu Heimis að halda. 1 ágúst mánuði sl. rituðu þessir aðilar framkvæmdastjóra hælisins hógvært og vel rökstutt bréf og bentu á að það væri spor I öfuga átt að víkja burt reyndum og ágætum fagmanni á stofnun sem er I stöðugri uppbygg- ingu. Ennfremur hefur fjölmennur Heilsuhælið i Hveragerði. Ljósmynd Vigfús Sigurgeirsson fundur starfsmanna hælisins, haldinn í sept. sl., mótmælt einróma uppsögn- inni og þar með lýst yfir samstöðu sinni við Heimi gegn hugsuðum að- gerðum framkvæmdastjórans enda mun ekki vera fordæmi fyrir slíku í sögu hælisins. Réttindi starfsmanna á vinnu- stöðum hafa blessunarlega aukizt mjög á siðari árum, bæði með löggjöf og samningum, en stundum hafa þeir orðið að grípa til róttækra aðgerða og hér eiga starfsmenn vissulega hendur sínarað verja. Af kynnum mínum af félagsmálum á Norðurlöndum er mér óhætt að full- yrða að slikur atburður, sem hér hefur átt sér stað, gæti ekki gerzt þar sem at- vinnulýðræði er annað en orðin tóm. Það er út af fyrir sig ekki óeðlilegt að framkvæmdastjórinn vilji stuðla að sparnaði í rekstrinum en þarsem hann hefur nýlega hafið störf hjá hælinu er ekki aðeins eðlilegt heldur sjálfsagt að hann ræði þessi mál við yfirmenn hinna ýmsu deilda hælisins. Nú munu 3 aðilar annast störf þessa eina manns, er þetta sparnaður eða hvað? Hér með er ekki sagt að fram- kvæmdastjórinn sé einn í ráðum. Stjórn NLFÍ hlýtur að eiga þarna hlut að máli, vonandi er ekki um þrýsting að ræða utan frá. Með tilkomu hælisins hefur geysi- legt brautryðjendastarf verið unnið, fyrst og fremst af hendi Jónasar heit- ins Kristjánssonar læknis sem lagði grundvöllinn að þessari stórmerkilegu stofnun. Ég vona að þetta leiðinlega ágreiningsmál verði ekki til þess að leggja stein í götu þessarar stofnunar með fljótræðislegum aðgerðum skammsýnna ráðamanna. Sá fyrrverandi gefur engan frið Vegna lesendabréfs sem birtist undir ofangreindri fyrirsögn föstudag- inn 5. janúar síðastliðinn vill DB harma að blaðinu hefur orðið á að taka mark á vafasamri heimild og biður viðkomandi afsökunar. Hvernig eitur er amfetamín? Þórarinn Björnsson hringdi: Var hann mjög hissa á grein heimil- islæknis í DB sl. föstudag. Þar leggur heimilislæknirinn til að hætt verði að leggja áherzlu á baráttu við hass en þess í stað tekin upp barátta við hættu- legri eiturlyf og nefnir meðal anriars amfetamín. Þykir Þórarni þetta undar- legt þar eð hann hafi þekkt fjölda fólks sem bæði neyti hass og amfetamíns! Líki hann þvi ekki saman hvað fólk sem notar amfetamín sé miklu minna háð sinni nautn en þeir sem reykja hass. Hassistar væru á köflum ruglaðir og vissu hvorki í þennan heim né ann- an. Aftur á móti væri eina breytingin á fólki sem neytti amfetamíns sú að það yrði hressara og kátara. Þórarinn sagðist hafa talað við fjölda lækna um amfetamín og kæmi þeim öllum saman um að það væri læknislyf sem ekkert ætti skylt við eitur. Það hefði ekki verið fyrr en Gísli Helgason og Andrea Þórðardóttir fluttu þátt i út- varpinu um eiturlyf að Þórarinn sagðist hafa heyrt talað um amfetamín sem eitur. En hann hefði aldrei heyrt neitt nánar um hvernig það eitur virk- aði eða hvað það gæti skemmt. Vildi hann þvi beina þeim tilmælum annað- hvort til heimilislæknis DB eða Gísla frekar I þessu efni, gæfu jafnvel út og Andreu að þau leiðbeindu fólki upplýsingabækling. NY SENDING Teg. 621 Skinnfóðraðir og með leðursóla og rennilás. L'rtir: Drapp leður eða brúnt leður Stærðir: Nr. 36—41. Verðkr. 18.650.- Teg. 462 Með rennilás. Litur: Beige leður. Fóðraðir. Stærðir: Nr. 36—41. Verðkr. 17.795.- Heimilis- iæknir Raddir lesenda taka við' skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" i síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181 Henný Gestsdóttir 16 ára: Ég býst við að af erlendum hljómsveitum verði Meat Loaf fyrir valinu og af innlendum verði það Brimkló. A.m.k. finnst mér það vera bezta hljómsveitin. ■ ■__jt_■__' ■_rr _ _ uArJtj valin hljóm- sveit ársins í Vin- sældavali Dagblaðs- ins og Vikunnar? Guóný Friðriksdóttir, 17 ára: Ég veit það ekki. En mér finnst Þursaflokkurinn vera bezta íslenzka hljómsveitin. Af út- lendum hljómsveitum reikna ég með að Queen verði valin. Þórhallur Hrafnsson, 15 ára: Af inn- lendum hljómsveitum gæti ég ímyndað mér að Spilverkið yrði fyrir valinu. Það er ágæt hljómsveit. Af útlendum hljóm- sveitum reikna ég að það verði kjöthleif- urinn, þ.e. Meatloaf. Lögin hans etu mjög góð. Gunnar Steinþórsson, 15 ára: Ég fylgist ekkert með poppinu og vil því ekki spá neinu um þetta. Grimur Jónasson, 18 ára: Ég reikna með að það verði Þursaflokkurinn. Það eru mjög góð lög með þeim. Ég hef gaman af allri tónlist en ég þekki ekki nöfnin á svo mörgum útlendum hljómsveitum að ég treysti mér til að spá nokkru um það. Ingibjörg Björnsdóttir, 16 ára: Það verður sjálfsagt Brimkló. En ég fylgist ekki svo með þessu og vil þvi engu spá um hvaða útlend hljómsveit verði fyrir valinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.