Dagblaðið - 11.01.1979, Síða 4

Dagblaðið - 11.01.1979, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979. DB á ne vtendamarkaði Mikil sala í snjómoksturstækjum fyrir almenning: BETRA AÐ HAFA „RÉTT VERKFÆRI Borgarbúar eru sennilega allflestir orðnir dauðleiðir á snjónum, sem nú hefur um nokkurt skeið gert þeim erfitt um vik. Það er bannsett ekkisens vesen að moka snjó af bilastæðum og húsatröppum á morgnana, sér í lagi ef rétt verkfæri eru ekki fyrir hendi. Á einum morgunfundinum hjá blm. DB kom fram sú skoðun að sennilega væri svo ástatt í heilum borgarhverfum að þar fyndist ekki ein einasta snjóskófla. Til væru 48 íbúða fjölbýlishús og engin skófla á bænum. — Okkur datt þvi i hug að kynna okkur hvar til eru snjómokstursverkfæri og hvað þau kosta. Uppselt á þrem stöðum Sennilega er tilgátan um skóflulaus borgarhverfi ekki rétt, þvi á þremur stöðum voru allar snjóskóflur upp- seldar, I Sölufélagi garðyrkjumanna, hjá Geysi og hjá Ziemsen. Þar voru hins vegar enn til nokkrar snjósköfur. Hjá Ellingsen úti á Grandagarði voru enn til snjóskóflur. Þær eru með stóru álblaði og fislétt- ar. Slíkar skóflur ættu ekki að vera neinum ofraun, hvorki unglingum eða veikbyggðu kvenfólki! Þær kosta hins vegar 7.891 kr. Steingrímur Jónsson afgreiðslumaður hjá Ellingsen sagði okkur að skóflur þessar væru kallaðar ísskóflur. Sagði hann að til hefðu verið álskóflur með lengra skafti en isskófl- urnar, kallaðar saltskóflur. Þær voru hins vegar uppseldar í bili en væntan- legar í þessari viku. Þær kostuðu 4.947 kr. en Steingrimur sagðist búast við að þær hækkuðu eitthvað i verði. Snjóýt- ur voru til hjá Ellingsen fyrir jólin en seldust þá allar upp. Steypuskóflur voru til hjá Ellingsen og kostuðu þær 3.329 kr. Þá sýndi Steingrímur okkur svokallaðar klakasköfur, sem kostuðu 5.366 kr. Þær eru notaðar til að losa um klaka eins og nafnið bendir til. Snjóýtur hjá Ziemsen Hjá Ziemsen í Hafnarstræti voru enn til snjóýtur, léttar og hentugar í notkun, á 5.600 kr. Elin Þorvalds- dóttir afgreiðslustúlka sýndi okkur hvernig klakinn fauk af gangstéttinni í norðangarranum á þriðjudaginn. Sagðist hún þó ekki hafa að jafnaði þann starfa að hreinsa gangstéttina. Fyrir síðustu helgi var til gott úrval af snjómoksturstækjum hjá Ziemsen en það seldist alit upp nema ýturnar. Hjá Ziemsen voru til þrjár stærðir af steypuskóflum, sem kostuðu 6.885 kr„ 5.950 kr.og 6.770 kr. Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna voru bæði til steypu- og stunguskóflur. Þær fyrrnefndu kostuðu frá 2.310 kr. (gamalt verð) og þær síðarnefndu frá 4.700 kr. Snjósköfurnar I Geysi seldust upp fyrr i vetur. Þar voru til steypuskóflur í tveimur stærðum á 2.950 kr. og 3.900 kr. A.Bj. Klakinn fauk af gangstéttinni þegar Elín Þorvaldsdóttir beitti snjóýtunni af kunn- ugleik á gangstéttinni fyrir framan Ziemsen. DB-mynd Ragnar Th. Hjá Ellingsen voru til breiðar snjóskóflur úr áli. Þær eru ótrúlega léttar. Til vinstri við þær á myndinni eru svokallaðar klakasköfur. DB-mynd Hörður. Vi Mannbroddar af íslenzkri gerð Lesandi Neytendasiðunnar hringdi og lýsti ánægju sinni með skrif um mannbrodda í blaðinu á laugardaginn. Benti hann okkur á enn eina tegund mannbrodda, sem hann sagðist hafa notað í allan vetur og gefizt mjög vel. Fást þeir i Tóbakssölunni á Lauga- vegi 12A og kosta 2.600 kr. Kaupmað- urinn i verzluninni, Ingólfur Hafberg, sagði okkur að þessir mannbroddar væru íslenzk smíð. Er þetta annað árið sem hann hefur þá á boðstólum. Þessir íslenzku mannbroddar eru mjög einfaldir, skrúfur á ró í gegnum málmplötu, sem spennt er undir skó- sólann. Afar einfalt er að spenna þessa mannbrodda á og taka þá af. Þeir sýnast mjög góðir, hvort heldur er á svelli eðá i mikium snjó. DB-mynd Bjarnleifur. Alltaf eru að koma fleiri og fleiri staðir i Ijós þar sem hægt er að fá mannbroddana. Þessir fást hjá Ellingsen á Granda- garði og kosta 3.662 kr., af þýzkri gerð. DB-mynd Hörður. Athugasemd Neytendasamtakanna „Neytendasamtökin geta eftir at- vikum fallist á skýringar þær sem fram koma I greinargerð Plastprents hf. (sjá DB þriðjudag 9. jan.) Rétt er að ítreka að könnun Neyt- ■ endasamtakanna leiddi í ljós að Plast- fix-pokar þeir, sem Plastprent hf. hefur framleitt sjálft, reyndust ekki vantaldir, með einni eða tveimur und- antckningum, þar sem svo greinilega var um mannleg mistök að ræða. Jafnframt vilja Neytendasamtökin vekja athygli á því að á faktúru frá hinu erlenda fyrirtæki dags. 29.9.1978 kemur greinilega fram að eingöngu er um að ræða 48 poka í rúllu'en ekki 50, eins og gert er ráð fyrir í hinni upphaf- legu pöntun Plastprents hf. Hér er því ekki verið að leyna neinu af hálfu erlenda fyrirtækisins heldur virðist frekar vera um misskilning að ræða milli þessara tveggja aðila. Hvað sem þessu liður þá stendur hitt samt eftir óhaggað að neytendur eiga heimtingu á að fá þá vöru sem þeir hafa greitt fyrir I þvi magni sem tilgreinter. Örn Bjarnason, starfsmaður Neytendasamtakanna.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.