Dagblaðið - 11.01.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979.
r
50 ára stúdentar hittast:
„Gott að geta hugsað til
gömlu, göðu daganna”
-
— þegar maður sér
skörunganaí
sjónvarpinu ídag,”
sagðiHákon
Guðmundsson,
fyrrv. yfirborgar-
dómari og stúdent
1925, íræðu
„Því stend ég hér að ég get ekki
annað.” Þessi fleygu orð Marteins
Lúthers tók sér í munn Hákon Guð-
mundsson í ræðu sem hann hélt í hófi
sem Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri
Elliheimilisins Grundar, hélt 50 ára
stúdentum og þar yfir sl. þriðjudag i
hátíðasal elliheimilisins.
Beindi Hákon orðum sínum til
Gisla og þakkaði honum fyrir að gefa
gömlum stúdentum kost á að hittast
eins og hann hefur gert undanfarin ár.
Það var faðir Gísla, sr. Sigurbjörn Á.
Gíslason, sem kom þessum árlegu
fundum á árið 1950 og allar götur
siðan hafa gamlir stúdentar hitzt einu
sinni á ári á elliheimilinu Grund. Þeg-
ar sr. Sigurbjörn féll frá tók sonur
hans Gísli upp þráðinn þar sem frá var
horfið, og þótt hann sé ekki stúdent
Happdrætti HÍ:
Hálfur f immti
milljarður í
vinninga
— mánaðarmiði hækkar í takt við verðbólguna
sjálfur þá hefur hann strax eftir þrett-
ándann á ári hverju boðið gömlum
stúdentum til slikra funda.
Lýsti Hákon hinum tæknilegu
vandkvæðum á að þessi mannamót
gætu haldið áfram við óbreyttar
aðstæður. Fjöldi 50 ára stúdenta færi
vaxandi ár frá ári, og sagði Hákon það
skoðun sína að nú ættu stúdentar að
hafa þessa forgöngu sjálfir, borga sitt
kaffi sjálfir og gera Gísla í þess stað að
heiðursgesti. „Þegar maður sér
skörungana i sjónvarpinu í dag er gott
að geta hugsað til gömlu góðu dag-
ana,” sagði Hákon og lýsti þar með
nauðsyninni á að þessum mótum yrði
haldið áfram.
Þarna gaf að lita fjölmarga þjóð-
kunna menn: Einar Magnússon, fyrr-
verandi rektor i M.R., Steindór Stein-
Páll Jensson, forstöðumaður reiknistofnunar Ht (til hægri), útskýrir fyrír frétta-
mönnum hvernig tölvudráttur i Happdrætti Ht fer fram.
-Ljósm. K.M.
Rúmlega fjórum og hálfum milljarði
verður i ár varið tij vinninga í
happdrætti Háskóla íslands, sem verður
45 ára á þessu ári.
Helztu breytingar á fyrirkomulagi
happdrættisins frá því sem verið hefur
eru þær að verð einfalds miða hækkar úr
700 krónum í 1000 krónur á mánuði,
lægsti vinningur hækkar úr 15 þúsund
krónum í 25 þúsund, 50 þúsund króna
vinningum fjölgar um tæplega þrjú þús-
und, og fjöldi hálfrar milljón króna vinn
inga tvöfaldast, þannig að þeir verða
432.
Engin breyting verður gerð á hæstu
vinningunum, þeir verða eftir sem áður
níu fimm milljón króna vinningar. Þessi
fjárhæð nifaldast og verður 45 milljónir,
ef vinnandinn á alla fjóra miðana og
trompmiðann að auki. Hverfandi likur
munu hins vegar vera á því að einn og
sami maðurinn fái 45 milljónirnar, að
þvi er kom fram á blaðamannafundi
happdrættisstjómarinnar nýlega.
Enn sem fyrr fer um 70% af heildar-
verði happdrættismiða í vinninga og
hlýtur að jafnaði fjórði hver miði
vinningá árinu. -ÓV.
dórsson, fv. skólameistara M.A., Sig-
urð Pálsson vígslubiskup; Vilhjálm Þ.
Gíslason fv. útvarpsstjóra; Torfa
Hjartarson frv. ríkissáttasemjara;
Helga Ingvarsson fv. yfirlækni;
Gunnlaug Briem fv. ráðuneytisstjóra
og Einvarð Hallvarðsson fv. banka-
fulltrúa, svoeinhverjir séu nefndir.
m------------------►
„Við vorum fjörutiu stúdentar árið
1917 og það kvenmannslausir,” sögðu
þeir Vilhjálmur Þ. Gislason, fv. út-
varpsstjóri og sr. Gunnar Benedikts-
son. „Núna erum við aðeins mættir hér
tveir en alls erum við sex á lifi úr þess-
um árgangi. Þessi mikli stúdentafjöldi
árið 1917 var met sem ekki var slegið
fyrr en 1925eða ’26.”
Alls hafa þama verið mættir um 70
stúdentar af 205 sem enn eru á lifi af
jjeim sem náð hafa aldursmarkinu.
Elztur núlifandi stúdenta hér á landi
er Þorsteinn Þorsteinsson fv. hag-
stofustjóri, en hann varð stúdent árið
1902. Elztir þeirra sem þarna voru
mættir voru þeir Erlendur Þórðarson,
prestur og Valgeir Björnsson verk-
fræðingur, stúdentar árið 1913.
-GAJ-
Talið frá vinstri sr. Sigurður Pálsson
vígslubiskup (stúdent 1928), Frey-
móður Þorsteinsson, fv. bæjarfógeti
(stúdent 1926), Stefán Guðnason, fv.
tryggingayfirlæknir (stúdent 1924) og
Þórarinn Þórarínsson fv. skólastjóri
(stúdent 1924).
DB-myndir Hörður.
FALKINN kynnir 90
mín. konsert í kvöld
þad er upplagt aó byrja kvöldió meó því
aó skreppa upp í PENTHÚS og ylja sér
á sjóóandi heitum kaffidrykk
MICKIE GEE sér um fjörió á dansgólfinu
af sinnialkunnu snilld
DISCO-DANS ’79 önnur umferó á
sunnudagskvöld