Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ.FIMMTUDAGUR ll.JANÚAR 1979. Margt verða lögregluþjönar að leggja fyrir sig eins og sést bezt á myndinni hér að ofan sem er frá Bretlandi. Vegna kuldanna að undanförnu þótti nauðsynlegt að huga að svönum á tjörnum f skemmtigörðum og vlðar. En hver átti að ná i þá — auðvitað lögreglan. Sést einn þeirra vera að handsama einn svartan fyrír utan Leeds. Washington — Teheran: KEISARINN AÐEINS VALDA- LAUS ÞJÓÐHÖFÐINGISEGJA BANDARÍKJAMENN NÚNA Svo virðist sem rikisstjórn Banda- ríkjanna sé nú að sætta sig við að keis- arinn í íran verði ekki annað í framtíð inni en valdalaus þjóðhöfðingi lands síns í stað þess að vera þar langvalda- mestur og I raun sá sem tók allar mikil vægar ákvarðanir. Er þetta dregið af orðalagi yfirlýsingar bandaríska utan- ríkisráðuneytisins varðandi málefni trans sem gefin var i gær. Hingað til hefur stjórnin í Washington virzt styðja keisarann heils hugar og ekki eru nema fjórar vikur siðan sagt var að hún kysi helzt að hann héldi hlut- verki sínu í Iran óbreyttu ef íranska þjóðin féllistá það. Shapur Baktiar, hinn nýi forsætis- ráðherra írans, mun ávarpa báðar deildir þings landsins í dag og kynna þar fyrir þeim hina nýju lýðræðis- stefnuskrá sína. Til að hann verði að fullu viðurkenndur sem forsætisráð- herra verða deildirnar að veita honum traust. Talið er að keisarinn muni ekki fara í sitt árlega vetrarleyfi fyrr en Baktiar hefur fengið traust þingsins. Sagt er að margir fylgismenn keisarans leggi nú fast að honum að fara hvergi. Óttast þeir að sögn, að fari hann úr landi núna verði honum aldrei heimilað að snúa til baka. Fyrir nokkrum dögum tilkynnti keisarinn að hann hefði ákveðið að gefa allar eigur sínar i íran til þjóðar- innar. Þær munu vera gífurlega miklar og mun ætlunin vera að verja þeim til ýmissa umbóta í félagsmálum. Keisarinn og fjölskylda hans mun þó engan veginn á vonarvöl þar sen\ eignir hans erlendis munu heldur ekk ert smáræði. Erlendar fréttir Tókaftur saman við nauðgarann Þau tíðindi bárust í gær frá Bandaríkj- unum að hjónakornin sem deildu hart fyrir rétti vegna ákæru eiginkonunnar um meinta nauðgun eiginmannsins hafi sætzt heilum sáttum. Mun málið hafa verið afturkallað en fyrir héraðsdómi var eiginmaðurinn sýknaður af ákær- unni. Neitaði skilnaði vegna hundanna Dómari einn i Chicago — hundavinur að því er virðist — neitaði að veita hjónum einum skilnað. Eiginkonan krafðist skilnaðar á þeim forsendum að eiginmaðurinn léti ellefu smáhunda hlaupa að vild um íbúð þeirra. Dómar- inn neitaði beiðni konunnar og skipaði þeim að reyna að sættast. — Ég ætla ekki að láta þetta hjónaband fara beint í hundana — sagði hann um leið og hann visaði málinu frá. FARA130 ÞUS. BÍLSTJÓRAR í VERKFALL? Miklar líkur er á þvi að verkfall afskornum skammti vörubifreiðastjóra í Bretlandi verði opinbert og stjóm samtakanna lýsi sig sammála þeim kröfum, sem frammi eru hafðar. Mundi það þýða að um það bil 130 þúsund bílstjórar tækju þátt i verkfallinu. Mundi ástandið þá mjög versna og fljótlega fara að bera á enn meiri vöruskorti en hingað til. Erfitt mun að sögn að fá leigubifreiðar i London vegna þess að bensín er orðið Forráðamenn stærsta iðnfyrirtækis Bretlands ICI efnahringsins, sögðu í gær að ef 130 þúsund bifreiðastjórar færu i verkfall yrði fyrirtækið að stöðva framleiðslu sína í lok næstu viku. Margrét Thatcher, formaður thalds- flokksins brezka, hefur krafizt þess að James Callaghan forsætisráðherra lýsi yfir neyðarástandi en þá mundi vera hægt að kveðja hermenn til að sinna störfum verkfallsmanna. Callaghan segist þó alls ekki á þeim buxunum og sver af sér allar ráðagerðir þar um. Auk bifreiðastjóranna eru blaða- menn á landsbyggðablöðum i verkfalli og lestarstjórar hóta verkfalli í næsta mánuði. Bifreiðastjórarnir krefjast 65 punda á viku. Þeim hafa verið boðið 60 pund. Laun þeirra áður en til verk- falls kom voru 53 pund. BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: Franskur Chrysler '71 Fiat128 '73 Toyota Crown '67 BMW 1600 '69-70 Volvo Amazon'65 Fiat125'73 Einnig höfum vid úrval afkerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um alltland. BÍLAPARTASALAN Hófbatúni 10 — Sími 11397 Þotusveit send til að róa geð Saudi-Arabíumanna Tilkynnt var í Washington að sveit F- 15 orustuþotna muni fljúga til Saudi- Arabíu til að undirstrika stuðning sinn við stjórn landsins. Mun þetta að sögn vera að beiðni Saudiarnba sjá^ra, sem mun ekki rótt vegna ótryggs ástands i sinum heimshluta. Er þá einkum að nefna ástandiðí Íran. Að sögn sérfræðinga eru Saudi-Arabía og iran og næsta nágrenni mjög mikil- vægur heimshluti bæði fyrir Bandarík- in ogöll ríki Atlantshafsbandalagsins. Saudi-Arabía hefur pantað sextíu F- 15 þotur en þær verða ekki afhentar fyrr en árið 1982. HREYFMi 5(mj 8 55 22

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.