Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979. 7 Rúmenarenn Bandaríkin: með sér- afstöðu — ekki hrifnir af valdatöku Vietnama íKambódíu Rúmenar undirstrikuðu enn sérstöðu sina i gær meðal kommúnistarikja Aust- ur-Evrópu, þegar ráðamenn þar lýstu því yfir að innrás í annað riki væri aldrei afsakanleg. Eru þeir þar í andstöðu við Sovétríkin og önnur kommúnistaríki Evrópu, sem öll hafa fagnað valdatöku uppreisnarmanna i Kambódíu, sem studdir eru af Vietnam. Bandaríkjastjórn hefur lýst áhyggjum sinum yfir þvi að bardagar geti breiðzt út inn fyrir landamæri Thailands. Vance utanrikisráðherra Bandaríkjanna mun vera reiðubúinn að hitta Shianouk prins, fulltrúa stjórnar Pol Pots, að máli ef ósk- að væri eftir þvi. Olíufélögin sökuð um okur — talin hafa gef ið upp hærri f ramleiðslu kostnað en rétt var og þannig svikið af neytendum þúsundir milljarða dollara Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú gefið út ákæru á hendur mörgum bandarískum oliufélögum og öllum þeim stærstu um að þau hafi selt olíu og fleiri vörur mun hærra verði en þeim var leyfilegt. Á þetta að hafa gerzt allt frá árinu 1973. Málið hefur verið rannsakað i samvinnu við orkumálaráðuneytið í Washington og er þess krafizt að sá hagnaður sem fengizt hafi með of háu söluverði verði endurgreiddur auk vaxta og sekta. Opinberir aðilar telja sig hafa komizt að slíkum svikum sem nemi rúmlega tvö þúsund milljörðum doll- ara samtals en rannsóknin hófst i sept- ember árið 1977. Áður hafði komizt upp um sams konar svik hjá Exxon, stærsta oliufyrirtæki heims. Er það eitt af þeim málum, sem nú eru að hefja göngu sína fyrir rétti þar vestra. Einnig er höfðað mál á hendur Mobil, Texaco, Amoco, Shell, Philips, Gulf, Atlantic Ricfield ogCities Service.Eru þetta allt risará sviði olíu ogjarðgass. Fyrirtækin niu, sem samtals eru sökuð um að hafa svikið út einn millj- arð dollara, eru sögð hafa gefið upp of mikinn kostnað við vinnslu olíu og gass siðan 1973. Hefur það valdið of háu verði á afurðum þeirra. Einnig tclja opinberir aðilar að forráðamenn félaganna hafi gefið sér imyndað og falskt markaðsverð en ekki haft nægi lega hliðsjón af raunverulegum vinnslukostnaði. Olivia Newton-John var einn þeirra heimsfrægu skemmtikrafta sem kom fram á skemmtun þeirri sem haldin var i New York i tilefni upphafs barnaársins. Gefur hún sem aðrir kraftanna bæði vinnu sina og allan hagnað af plötusölu og til sjón- varps. Allur hagnaður rennur I Barnahjálparsjóð Sameinuðu þjóðanna. Myndin er frá hljómleikunum. Mikill hagnaður af ó- löglegum kvikmyndum —alþjóðleg rannsókn í gangi til að stöðva starfsemi svikahrappanna Rannsókn stcndur nú yfir á sölu og dreifingu ólöglegra eintaka af kvikmynd- um og taka aðilar frá áttatíu þjóðum þátt í henni. Er hér um að ræða að ein- hverjir aðilar hafa endurgert kvikmyndir án tilskilinna leyfa og hagnazt drjúgum. Talið er að kvikmyndaframleiðendur og aðrir, sem nærri framleiöslu þeirra koma, tapi í það minnsta átta hundruð milljónum dollara á ári vegna þessa framferðis lögbrjótanna. FBI bandaríska alríkislögreglan komst nýlega yfir fjörutíu og fjórar ólöglegar kvikmyndafilmur I Cleveland I Ohio. Var þar um að ræða ýmsar stórmyndir eins og Irma La Douce, Mary Poppins, Star Wars, Hrói höttur, Fýkur yfir hæðir. Einn aðili var handtekinn, þegar film- urnar fundust. Sem dæmi um hinn ólög- lega hagnað hefur verið sagt frá þvi að kvikmyndin The Exorcist hafi verið sýnd i Alaska í einn mánuð og hagnað- urin ólöglegi numið jafnvirði nærri þrjú hundruðmilljóna islenzkra króna. Meira skápa- og hillusamstæður • Mikiðúrvalaf íslenzkum húsgögnum • Berið saman verð og gæði • íslenzk listasmíð Teiknuð af íslenzkum hönnuði fyrir íslenzk heimili. Kr. 431.500/- Meira borðstofusett, verð með 6 stólum frá kr. 399.500/- Einnig er DROPA skápa- og hillusam- stæðan væntanleg næstu daga. Á.GUÐMUNDSS0N Húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4r Kópavogi. Sími 73100.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.