Dagblaðið - 11.01.1979, Page 9

Dagblaðið - 11.01.1979, Page 9
9 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979^____ Oddvitinn steypti neimskautsbauginn fastan — svo það væri ekki eilíft hringl á honum Grímsey er lygileg byggð. Og um hana ganga margar kynjasögur, eins og þær að heimskautsbaugurinn liggi gegnum hjónarúmið á prestssetrinu og samkomuhúsið sé byggt fyrir ágóðann af hvítabjarnarfeldum. Og þegar maður kemur þangað verður maður steinhissa á þvi, hvað eyjan er flöt og lítil, aðeins rúmir fimm ferkílómetrar. Enda var allt útlit fyrir, að hún mundi Ieggjast í eyði upp úr 1950. Ibúunum fækkaði og fækkaði, voru ekki orðnir nema 57. En það hafði fyrr syrt i álinn á þess- um slóðum. Kannske aldrei eins óhugnanlega og árið 1793, þegar átta karlmenn dóu úr taksótt í eyjunni. Þeir sex, sem eftir voru, fóru i land á báti til að sækja karla í stað hinna, en drukknuðu sjálfir á leiðinni. Var þá enginn karlmaður eftir í eyjunni nema presturinn. En Grimseyingar réttu við eftir það áfall, og enn virðast þeir fjarri því að gefa sig. í staðinn fyrir að leggjast i eyði, eins og urðu örlög ýmissa byggð- arlaga á Hornströndum, þá er Grímsey að byggjast upp. Fyrir nokkrum árum var allur matur þar eldaður á kolavélum, ljós fengið af steinolíulömpum og vatn sótt í brunna. En nú er tæknivæðing þar ekkert síðri en á meginlandinu. Smábátaútgerðin blómstrar. Nærri allar fjölskyldurnar hafa sinn eigin bát, nema kaupfélagsstjórinn, kennar- inn, verkstjórinn í frystihúsinu og odd- vitinn. Alls eru bátamir fimmtán; fjórir þeirra tólf tonna. Aðeins örfáir Grímseyinga eru yfir sextugt. Flestir þeirra eru ungir og þeim fæðist mikið af börnum. íbúatal- an hækkar jafnt og þétt. Það var ágæt viðbót i fyrra, þegar í eynni fæddust þríburar. Nú búa þar 98 manns. Morgun- eða kvöldroði? Þegar Robert Jack, skozki knatt- spyrnuþjálfarinn, sem lærði guðfræði og gerðist prestur I Grimsey, fluttist til Kanada árið 1953, var söfnuðurinn, sem þá var orðinn mjög fámennur, lagður undir Akureyrarprestakall. Séra Pétur Sigurgeirsson hefur síðan farið þangað nokkrum sinnum á ári til að messa. Honum er hlýtt til þessara afskekktu sóknarbarna sinna og hefur skrifað fróðlega og skemmtilega bók um Grímsey. Sóknarbörnin að sínu Sigurður Aðalsteinsson flugmaður, al- búinn I Grfmseyjarflug. leyti færðu séra Pétri og konu hans (afi hennar, Matthias Eggertsson, var prestur i eynni í 42 ár) að gjöf veglegt litasjónvarp i fyrra, þegar hann kom i hundraðasta sinn að blessa þá. Blaðamaður DB var svo heppinn að fá að fljóta með, þegar séra Pétur flaug norður í eyna á þriðja í jólum til að messa. Með i förinni voru tónlistar- mennirnir Áskell Jónsson organisti og Jón Hlöðver skólastjóri og hugðust lyfta athöfninni með því að flytja stól- vers á orgel og flautu og aðstoða kór- inn. Ennfremur skyldi Jón ræða við eyjarmenn í sambandi við óskir þeirra um örlítið útibú frá Tónlistarskóla Akureyrar. Það var óskaplega fallegt þennan örstutta dag. Fjöllin við Eyjafjörðinn voru eins og risastórir skaflar. Um það bil sem við beygðum frá honum inn Hvalavatnsfjörð benti flugmaðurinn á nokkur hús við sjóinn, hálfsokkin i hvíta fönnina. „Grenivík,” sagði hann. „Nei, er það svona lítill bær,” datt upp úr mér. „Það er gott þeir heyra ekki til þín!” sagði hann. Loks yfirgáfum við meginlandið ná- lægt Þönglabakka. Yfir opnu hafinu létti til. Framund- an var Grímsey og yfir henni hvildi rósrautt ský! Klukkan var tuttugu minútur yfir eitt. Var þetta kvöldroði svosnemma? En Sigurður flugmaður sagði, að vísindalega rétt klukka væri nákvæm- lega tólf á hádegi. Vetrartíminn er klukkustund á undan og lengdarbaug- urinn, sem Grimsey — og Akureyri — liggja á, er vegna hnattstöðunnar tuttugu mínútum þar á undan. Bleika skýið — var það þá ekki morgunroði og aftanskin í einu lagi. Og samskeytin ósýnileg? Okkur bar óðfluga nær og lentum mjúklega á flugvellinum. Hann liggur við Bása, nyrzta bæ á íslandi. Á aðra hönd er vegvísir, staðsettur á heim- skautsbaugnum, og segir til um fjar- lægðina til Parisar, Rómar og New York. Á hina hönd kemur eini billinn, sem er i eyjunni, og út úr honum stekkur oddvitinn, Alfreð Jónsson á Básum, og virðist ekki kulvís, er á skyrtunni. Hann heilsar okkur, sem öll erum kappklædd, með mestu virktum. „Hann hastaði á vindinn" Allir bæirnir í Grímsey standa i ein- faldri röð meðfram ströndinni að vest- an. Það var rökkvað, þótt um hádag væri. Snjór var litill, drefjar hér og hvar. Aðeins þjóðvegurinn liðaðist eins og hvitur dregill eftir klettabrún- unum framan við bæina, fáa faðma frá svörtum bergþiljunum, sem ganga þverhníptar niður i freyðandi hafið. Og eftir þessari kynngimögnuðu land- ræmu kom gangandi fólk, tvennt og þrennt saman, og var á leið í jólamess-. una sína. Kirkjugestir voru 92, næstum hvert mannsbarn nema litlu þríburarnir og einn maður sem í grundvallarþánka sínum er andvigur kirkjusókn og sat heima og las morðsögu, meðan séra Pétur messaði. En hinir sátu þétt, eins og ein stór fjölskylda, í gömlu rekaviðarkirkjunni (hún er reist fyrir hundrað og ellefu árum), margir með börnin sín á hnján- um. Þrengslin og krakkarnir gáfu at- höfninni alveg sérstakan og mjög hlý- legan blæ — gagnstætt guðsþjónust- um þar sem nokkrar háaldraðar mann- eskjur sitja í hálftómu gímaldi, en presturinn þrumar úr prédikunarstó! langtfyrirofan þær. Stóllinn í Grímseyjarkirkju er lágur og einfaldur, gerður af Einari Einars- syni. Hann hefur einnig skorið á kirkjuhurðina hvernig Jesús lægir öld- urnar á Genesaret-vatni. „Hann vaknaði og hastaði á vindinn” stendur undir og hæfir vel á hafkirkjunni. Einar var vígður djákni 1961, þá sá fyrsti í 400 ár (sumir halda, að djákn- inn á Myrká hafi fælt menn frá), en hann er nú fluttur suður í Hveragerði. Eyjarbúar óska eindregið eftir því, að Grímsey verði aftur gerð að sérstöku prestakalli og gjarna veitt einhverjum, sem jafnframt getur verið kennari. Ópalá heimskautsbaug Eftir messu fengum við kaffi hjá kaupfélagsstjóranum, Steinunni Sigur- björnsdóttur. Steinunn er mjög huggu- leg kona, fædd í eynni, var síðan iþróttakennari i Reykjavik og á Akur- eyri í ein tíu ár, giftist Guðmundi Jónssyni íþróttamanni. 1957 fluttust þau út í Grímsey, og hún tók þar við kaupfélaginu. Þá fór fólki sifækkandi í eyjunni, og vinirnir sögðu, að það tæki því ekki að kveðja þau. Það mundi ekki líða á löngu áður en þau kæmu aftur. En upp úr þvi fór þróunin að snúast við. Hin góðu fiskimið höfðu þrátt fyrir allt ómótstæðilega töfra. Og allur fiskaflinn, á þessu ári um 7—800 tonn, fer um hendur kaupfélagsins, sem jafnframt sér fyrir nær allri þjón- ustu. Og framkvæmdir hreppsfélagsins aukast sí og æ. Það er oddvitinn og flugmálastjórinn, Alfreð Jónsson, sem sér um þær. Síðastliðið sumar var höfnin endurbætt fyrir 50 milljónir. Og aðalgatan í eynni var raflýst og flugvöliurinn fékk Ijós, sem eykur mjög notagildi hans í skammdeginu. Það er annars ekki sérlega snjallt að heimsækja Grimsey á einum af styztu dögum ársins, því þarna er svo ævin- týralegt að vera að áreiðanlega veitti ekki af viku. Þessi litla eyja er svo hrikalega berskjölduð fyrir náttúruöfl- unum að maður verður ekkert hissa, þegar Steinunn segir: „Ég mundi fá hræðilega innilokunarkennd i blokk! Mér finnst svo gott að geta séð yfir allt umhverfi mitt.” Hún segist aldrei finna til einangr- unar, en dýrðlegust sé eyjan á vorin, þegar nóttin verður björt. Á þennan þriðja jóladag er nóttin hins vegar kolsvört og skellur á meðan fólk er að drekka eftirmiðdagskaffið. Okkur er ekki til setunnar boðið og drífum okkur út að flugvél. Og þar í þreifandi myrkrinu minnumst við þess, hálfskjálfandi af kulda, að við stöndum á heimskautsbaugnum. Þegar siglt er yfir miðbaug er oft drukkið kampavin — en ekki hafði mér hugkvæmzt að hafa það í vega- nesti — og hvorki mundum við hafa fengið þarna þurrt né vott, hefði ekki Áskell organisti dregið tvo ópal-pakka upp úr vasa sínum. Og á þessum litlu svörtu töflum hresstum við okkur á hátíðlegri stund. Síðan flugum við brott frá þessari merkilegu eyju. En um heimskautsbauginn er það annars að segja, að hann flyzt um fjórtán metra á ári í norðurátt — að því visindamenn herma. Hann er löngu kominn út úr hjónarúminu á Miðgörðum, prestssetrinu gamla, og uppfyriralla bæi. Á sama tíma færist Grimsey ögn sunnar, og verið er að gizka á, að með tíð og tíma hefðum við öll endað í hita- beltinu, ef oddvitinn í eynni hefði ekki tekið í taumana. Honum fannst þessi sífellda hreyfing á baugnum svo óþol- andi, að hann tók sig til og steypti hann fastan. Eða svo segir sagan. -IHH- Kaupfélagið I vetrarveðri. 1 Grimsey er þessa stundina einn bfll, en traktorar eru aðalfarar- og flutningstæki heimamanna. Hvitabjörninn, sem felldur var I Grimsey fyrir nokkrum árum, var seldur og ágóð- inn settur I byggingu samkomuhússins. Það heitir Múli og er myndskreytt af Frakkanum Robert Guillemette. Gamla og yndislega rekaviðarkirkjan þeirra Grimseyinga verður of Util handa þeim — ef þeim heldur áfram að fjölga. Vonandi fsr hún samt að standa önnur hundrað árin. Höfnin var endurbætt fyrir 50 milljónir siðasta sumar og verður þvi verki haldið áfram. Myndin Borgþór Kjærnested, Visir o.fl.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.