Dagblaðið - 11.01.1979, Page 15

Dagblaðið - 11.01.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979. 15 DOMNEFNDIR SKIPAÐAR VEGNA MENNINGARVERDLAUNA DB Nú hefur verið gengið frá því hverjir munu sitja í dómnefndum vegna menn- ingarverðlauna Dagblaðsins sem afhent verða seinni hluta febrúarmánaðar, en eins og áður hefur verið tilkynnt mun Jónina Guðnadóttir leirkerasmiður hanna verðlaunagripina. í bókmennta- nefnd munu sitja: Ólafur Jónsson, gagn- rýnandi DB og háskólakennari, Gunnar Stefánsson, bókmenntagagnrýnandi DB og dagskrárfulltrúi í hljóðvarpi, og Aðal- steinn Ingólfsson, ritstjóri menningar- mála á DB. 1 dómnefnd fyrir leiklist verða: Ólafur Jónsson, Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Landsambands áhugaleikfélaga, og Sverrir Hólmarsson, leiklistargagnrýnandi Þjóðviljans og há- skólakennari. í dómnefnd fyrir tónlist verða: Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, Guðmundur Emilsson, tónlistargagn- Páll V. Bjamason rýnandi á Morgunblaðinu, og Fjölnir Stefánsson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs. 1 myndlistarnefnd sitja: Aðalsteinn Ingólfsson, Hrafnhildur Schram listfræðingur og Magnús Tóm- asson myndlistarmaður. 1 dómnefnd fyrir byggingar eru svo Páll V. Bjarna- son arkitekt, Gisli Sigurðsson, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, og Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur. Væntir DB sér góðs af samstarfi við þessa starfs- krafta sem allir hafa látið að sér kveða í hinum ýmsu listgreinum. Munu þeir væntanlega skila áliti sínu í fyrstu viku febrúarmánaðar og verður þá vonandi Ijóst hvaða skoðanir lesendur DB hafa á því hverjir séu verðlauna verðir meðal listamanna. Verða svo atkvæðaseðlar vegna menningarvcrðlauna birtir í DB strax að Stjörnumessu lokinni. A.I. Guðmundur Emilsson Fjölnir Stefánsson Gestur ÓJafsson Gísli Sigurðsson Þorkd Sigurujörnsson Hrafnhildur Schram Sverrir Hólmarsson Aðalsteinn Ingólfsson Gunnar Stefánsson Leiklistargyðjan — leikurfyrirdansi Ný hljómsveit hefur tekið til starfa i m.a. kunnur sem listmálarinn Tarnús, Leikhúskjallaranum. Heitir hún og loks Sigurður Þórarinsson á píanó Thalia einsog leikgyðjan. og orgel. Sigurður hefur lengi fengizt Thalia leysir af hólmi hljómsveitina við hljóðfæraleik, m.a. með Lúdó-sext- Skugga sem léku í kjallaranum hálft ettogsíðastmeðSkuggum. fjórða ár. 1 Thaliu eru þeir Garðar Söngkona með hljómsveitinni er Karlsson, á gitar og bassa, en hann var Anna Vilhjálms sem ekki hefur sungið áðurmeðhljómsveitumSvavarsGests lengi hér heima. Hún dvaldi um og Magnúsar Ingimarssonar og hljóm- þriggja ára skeið i Bandaríkjunum og sveitinni Stormum; Grétar Guð- söng þar m.a. inn á plötur fyrir þar- mundsson söngvari og trommuleikari, lendan markað. en hann hefur komið víða við og er -ÓV. Hljómsveitin Thalia án önnu Vilhjálms söngkonu. Sigurður Þórarinsson. vinstri: Garðar Karlsson, Grétar Guðmundsson og DB-mynd Ragnar Th. Eins og kunnugt er voru hér á ferð sjónvarpsmenn frá BBC Skotlandi síð- astliðið sumar til að kvikmynda eftir njósnasögu Desmond Bagley, Runn- ing biind, sem á íslenzku hefur hlotið nafnið Út i óvissuna og gerist hér á landi. Voru ýmis stirni úr brezka sjón- varpinu í aðalhlutverkum — eins og I Stuart Wilson, George Sewall og Vlad- ek Sheybal en einnig voru íslenzkir kraftar fengnir til leiks og er þar þáttur Ragnheiðar Steindórsdóttur einna stærstur. Leikur hún islenzka lags- konu söguhetjunnar, Elinu. Einnig koma Steindór Hjörleifsson og fleiri við sögu. Leikritinu stjórnaði Jack Gerson og verður það sýnt I nokkrum þáttum út þennan mánuð í BBC. Síð- astliðinn föstudag var fyrsti þáttur sýndur og nú hafa DB borizt nokkrar umsagnir um hann. Þykir mörgum sem þarna sé harla léttvægt efni á ferð- inni þar sem flest gamalkunn brögð séu notuð. Daily Telegraph kallar þáttinn „knockabout spy story” og „nonsensical” en gefur þó í skyn að hann sé ekki leiðinlegur. Helzt sé það íslenzka landslagið sem hafa megi ánægju af og gefi eltingaleikurinn ýriiis tækifæri til náttúruskoðunar. ari viðbrögðum brezkra fjölmiðla við Ekkert hafa menn út á leik að setja i þessum þætti. þættinum. DB mun fylgjast með frek- ^ Unnið við kvikmyndun i Austurstræti sl. sumar. Aðalieikarinn kemur gangandi eftir Austurstræti, kaupir blað af sölustrák og fer inn á Hressó I kaffi. DB-mynd Hörður Út í óvissuna — viðbrögð brezkra gagnrýnenda við fyrsta þætti

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.