Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 22
JÓLAMYND 1978 Dauðinn á Níl AGATHA CHRISTKS mmó\m , PfllR USTIMOV • UHl BIRKIM • lOfi (HIUS BtTTlDAVK ■ MUfUROH' JOMHNCH OUVU HUSSEY ■ LS.KHU1 \ GfORGt KlHHtOY • iNGÍU LAHSBURV J SIMON MacCORKIHmil • DJVID NIVIH MAGGKSMIIH ■ UCKMUHKN .wmmm DíilH OH IHl Nllt Frábær ný ensk stórmynd, byggð á sögu eftir Agatha Christic. Sýnd við ntetað- sókn víða um heim núna. Leikstjóri: John Guillermin íslenzkur texli. Bönnuðbörnum. Sýnd kl. 3.6 og9. Hækkað verð. salur Convoy Spennandi og skemmtileg ný ensk- bandarisk Panavision litmynd, mcð Kris Kristofferson, Ali MacGraw — Leik- stjóri: Sam Peckinpah. íslenzkur texti. Sýndkl. 3.05, 5.40,8.30 og 10.50. ■ salur Chaplin Revue Tvær af hinum snilldarlegu stuttu myndum Chaplins sýndar saman: AXLIÐ BYSSURNAR og PÍLA GRÍMURINN Sýndkl. 3.15, 5.10, 7.10,9.10og 11.10. Baxter salur D. Skemmtilcg ný ensk fjölskyldumynd í iituin. um litinn dreng með stór vanda- mál. Britt Ekland Jean PierreCassel Leikstjóri Lionel Jeffrics Sýnd kl. 3.15. 5.15,7.15,9.15 og 11.15. 1 GAMIA BÍO Slml 1J475 Lukkubíllinn í Monte Carlo (Herbie Goes to Monte Carlo) D Skemmtilegasta og nýjasta gamanmynd Disney-félagsins um brellubílinn Herbie. Aðalhlutverk: Dean Joncs og Don Knotts. íslenzkur texti Sýnd kl.5,7 og9. I HAFNARBÍÓ S» An EMI films presentation A Lawience Goidon production RYAN O’NEAL BRUCE DERN ISABELLE ADJANI ökuþórinn Afar spennandi og viðburðahröð ný ensk-bandarísk litmynd. Leikstjóri WALTER HILL tslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5,7,9og 11. Kvikmyndir AUSTURBÆJARBÍÓ: 1 kúlnarcgni (The Gauntlet), aðalhlutverk; Clint Eastwcxxl kl. 5, 7.10 og 9.15. Bönnuð innan 16 ára. íslenzkur texti. liækkað verð. GAMLA BÍÓ: Lukkubíllinn i Monte Carlo kl. 3, 5, 7 og9. IIAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu. HASKÖLABIÖ: Himnariki má biða (Heaven Can Wait), aðalhlutverk: Warren Bcatty, James Mason og Julie Christie kl. 5, 7 og 9. Hækkað verð. íslenzkur texti. LAUGARÁSBÍÓ: Líkklæði Krists kl. 3. Ókindin 11 (Jaws II) kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 16 ára. lslenzkur texti. Hækkað verð. BÆJARBlÓ: Verstu • illinga. jestursins kl. 5. Billy Joe kl. 9. NÝJA BÍÓ: Silent Movie kl. 3,5.7.og 9. REGNBOGlNN:Sjáauglýsingu. STJÖRNUBÍÓ: Morð um miðnætti (Murder by Death), leikstjóri: Robert Moore. aðalhlutverk: Peter Falke, Truman Capote og Petcr Sellers. kl. 5. 7. 9 og 11. íslenzkur texti. Hækkað verð. TÓNABÍÓ: Bleiki pardusinn leggur ti! atlögu iThe Pink Panther Strikes Again), kl. 5,7.10 og 9.15. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Draumabillinn (The Van), leikstjóri: Sam Grossman, aðalhlutverk: Stuart Getz, Deborah White og Harry Moscs, kl. 9. ALÞÝÐU- LEIKHÚSIÐ Við borgum ekki! Við borgum ekki! Eftir Dario Fo í Lindarbæ. 3. sýning fimmtudag kl. 20.30. Miðasala i Lindarbæ kl. 17.00- 19.00 alla daga og kl. 17.00- 20.30 sýningardaga. ð DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979. Útvarp Sjónvarp DAGLEGT MÁL—útvarp kl. 19.35 í kvöld íslenzkt talmál D sprelllifandi „Ég reikna mcð að verða með þáttinn í kvöld og svo þátt næsta mánudag. Lengur var ég ekki ráðinn og ekki hefur verið rætt við mig um að halda áfram," sagði Eyvindur Eiriksson sem sér um þáttinn Daglegt mál. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að vera með þáttinn en það þarf meiri tíma en ég hef haft til þess að gera hann eins og ég hefði viljað gera. Ég hef mikinn áhuga á málinu og er menntaður upp á. þetta þannig að það liggur beint við að sjá um svona þátt. En timinn er líka nauðsynlegur.” — Þú lagðir til i þættinum fyrir viku að baráttunni við dönskusletturnar yrði hætt. Markar þetta ekki nokkur tíma- mót? „Varla held ég það. Þetta þýðir ekki að ég vilji að öllu eftirliti með dönsku- slettum, jafnt sem öðrum málslettum. verði hætt. Sjálfsagt er að hafa augu með þeim hlutum áfram þó ég leggi til að baráttan verði minnkuð eitthvað." — Hvernig finnst þér málið, t.d. á dagblöðunum, vera? - „1 heildina gott og eðlilegt. Það er helzt hægt að sjá hráar þýðingar á erlend- um greinum þar sem menn eru svo bundnir af því máli sem þeir eru að þýða úr að greinarnar skiljast ekki nema þær séu þýddar yfir á það mál aftur. Auðvitað verður blaðamönnum sem öðrúm á að fara með einstakar málvillur •en það er ef til vill meira óviljandi en viljandi. Þýðingarvillurnar eru verstar og hafa skólaþýðingarnar okkar ekki hjálpað uppá.” — Hvaðfinnst þér um þá fullyrðingu Ævars Kvaran í útvarpinu á þriðjudag- inn að islenzka væri dautt mál, álika dautt og latína? „Ég tek það fram að ég hef ekki heyrt þennan þátt. En þetta er bara fullyrðing hjá Ævari sem hlýtur að þurfa mikils rökstuðnings með. Islenzka talmálið er sannarlega sprelllifandi. Latínan, sem ég og fleiri lærðum í skóla, er töluvert ólík þeirri latinu sem töluð var i Róm undir það síðasta. Til þess að um ein- hvern samanburð á þessum málum geti verið að ræða hefði íslenzkan þurft að vera ritmál eingöngu í mjög langan tíma,” sagði Eyvindur. - DS ______________________________________/ TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHUÓMSVEITAR ÍSLANDS - útvarp ' kl. 20.30: Gestir frá Formósu og V-Þýzkalandi í útvarpinu i kvöld verður fluttur fyrri hluti Beethoventónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Verkin sem við fáum að heyra í kvöld eru 1. sinfónia hans og 3. píanókonsert. Sjötta sinfónían verður síðan flutt eftir helgina. Hljómsveitarstjórinn og einleikarinn koma að þessu sinni frá Vestur-Þýzka- landi. Að vísu er einleikarinn, Pi-hsien Chen, fædd á eynni Formósu (Taiwan), sem svo mjög er í fréttum núna, en hún hefur dvalið obbann af ævi sinni meðal Þjóðverja. Hljómsveitarstjórinn heitir Wilhelm Bruckner-Ruggeberg og er frá Hamborg. Hann hefur áður sótt okkur heim og stjórnaði meðal annars óperu- tónleikum hér á síðasta ári. Frá 1938 hefur hann verið einn af aðalhljóm- sveitarstjórum rtkisóperunnar í Ham- borg og hefur stjórnað þar á þriðja þúsund sýningum. Pi-hsien Chen er, eins og áður sagði, fædd á Formósu árið 1950. Verðlaunum hefur verið hrúgað á hana síðan hún lauk námi og hefur hún meðal annars fengið verðlaun í keppni þeirri sem kennd er við Elisabetu drottningu og einnig í keppni sem útvarpið í Munchen efndi til. - DS EINEGGJA TVIBURAR—útvarpsleikrit kvöldsins kl. 21.35: Týndi sonurinn eftir- sóknarverðari Róbert Arnfinnsson leikur bróðurínn. Útvarpsleikrit vikunnar er að því leyti ánægjuleg tilbreyting að það er ísienzkt, Eineggja tvíburar eftir Agnar Þórðar- son. Leikritið er 40 minútna einþáttung- ur og eru leikendur aðeins tveir. Leikritið greinir frá konu sem gift er manni sem á eineggja tvíburabróður. Þessi bróðir hans kemur óvænt í heim- sókn til konunnar eftir að ekki hefur sézt eða heyrzt til hans lengi. Það kemur í Ijós að sá bróðirinn, sem giftur er kon- unni, hefur staðið hinum framar á flest- um sviðum. Engu að siður virðist konan falla fyrir hinum týnda syni. Og þau fara að hittast á laun. En einn daginn heyra þau fótatak úti fyrir... Leikstjóri verksins er Benedikt Árnason. Kristbjörg Kjeld leikur eigin- konuna og Róbert Arnfinnsson bróður- inn. - DS V___________________________________/ HOFUNDUR VIXLA MEÐ AFFÖLLUM Höfundur Eineggja tvibura. Agnar Þórðarson, er fæddur i Reykjavik árið 1917. Hann varð stúdent árið 1937 og kandidat i islenzkum fræðum árið 1945. Síðar stundaði hann framhaldsnám í bókmenntum í Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Agnar hefur verið bókavörður við Landsbókasafnið síðan 1951. Agnar hefur samið allmikið af smá- sögum og skáldsögum en öllu þekktari er hann fyrir leikrit sín. Má þar nefna Vixla með afföllum sem flutt var sem framhaldsleikrit í útvarpinu árið 1958. ____________________________________/

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.