Dagblaðið - 11.01.1979, Page 24
Formaður Sjómannasambandsins um bolfiskhluta Færeyjasamninganna
\
v
Afskaplega varhugaverð
OAflfAiM ( ~ kolmunna- og loðnuhlutinn kann að j
dUftvív | vera eðlilegur J
„Að mínu mati var afskaplega óvar-
lega gert að semja um 17 þúsund
tonna bolfiskafla til handa Færeying-
um því það er fráleitt að við séum af-
lögufærir á bolfisk og það þvert á
móti,” sagði Óskar Vigfússon, for-
maður Sjómannasambands íslands í
viðtali við DB í morgun vegna samn-
inganna við Færeyinga I gær.
Samið var um sama bolfiskmagn og
i fyrra, nema hvað þorskaflahlutinn
var lækkaður um þúsund tonn og aðr-,
ar tegundir um leið hækkaðar um þús-
und.
Sjómenn og útgerðarmenn höfðu
harðlega mótmælt að slíkt samkomu-
lag yrði gert áður en gengið yrði til
þessara samninga, en Sjómannasam-
bandið hefur ekki ályktað um málið
enn.
Varðandi samningana um loðnu og
kolmunnaveiðar þjóðanna, var Óskar
ekki eins andsnúinn samkomulaginu:
„Ég loka a.m.k. öðru auganu fyrir
þeim samningum á þessu stigi”, enda
má benda á að Færeyingar gætu hugs-
anlega veitt loðnu norðan miðlinu
milli lslands og Grænlands og jafnvel
samið um viðNorðmennað fáaðveiða
loðnu við Jan Mayen, sem talin er úr
islenzka stofninum en utan 200 mílna
okkar. Einnig munu íslendingar vafa-
laust ná mun betri tökum á kolmunna-
veiðum alveg á næstunni og geta nýtt
aflann verulega.
TVÆR KONUR KÆRA SAMA MANNINN FYRIR NAUÐGUN
Tvær konur kærðu sama manninn
fyrir nauðgun í gærmorgun. Maðurinn
er utanbæjarmaður, gestkomandi á
Hótel Loftleiðum. Hann neitar því að
hafa nauðgað konunum.
Ljóst virðist að hann hafi haft kyn-
mök við aðra konuna. Hann segir að það
hafi hann gert með samþykki hennar og
hafi hann engri nauðung beitt.
Maðurinn fór siðar mjög ákveðið á
fjörurnar við hina konuna. Ekki er alveg
Ijóst, hvort honum hafi tekizt samfarir
við hana.
Sá sem kærður var. heldur þvi fram,
að konurnar báðar hafi nánast boðið sér
sjálfar inn I herbergi sitt en hann hins
vegar ekki hafnað félagsskapnum.
Áfengi var haft um hönd og var þetta
fólk eitthvað mismunandi drukkið en
allverulega ölvað. Málið er i rannsókn.BS
BMII |>ann niund. m.i rsiamwn, -fluíu .0 setj. upp hiltó.rs.ipmp og undirrit, fiskveidLs.mninS.n. r.k .f Þ«su *.rt A n.,ndinni eru fri vinstri Atti D.tn og Be^dÉkt Grtndjd .t.nrilthri6hem. *»»*•/>*
Alli Dam lögmrtur Færevja augun i eitlhv. rl .triöi i samningnum, sem hann taldi ekki haf. verift rætt. Voru aftan þ, eru Danjal P. Damelsen menntamilarafthen ., Ouftmundnr Eiriksson þjftftréttarfræftingur, Hennk
þ„ losnundara. reknir úi aflur og menn slungu saman nen„m um stund. Ekki reyndist þetta þft Wng töf sem Sv. Björnsson riftuneytisstjöri, Ólafur Egilsson deBdustjftn og J6n L. Arnalds riftuneytkstjón. ^ ^ ^
Óbreyttur botnfiskafli Færeyinga:
Fá að veiða sama magn hér
og þeir leyfa útlendingum
— þúsund tonna lækkun á þorskveiðikvóta og loðnukvóti lækkaður um 17.500 tonn en sama
magn af kolmunna í staðinn
Ljóst er að veiðihagsmunir Færey-
inga hér við land eru þeim mjög mikil-
vægir. Á síðasta ári fengu þeir fimmta
hluta botnfiskafla sins og tæpan þriðj-
ung af heildarloðnuafla innan is-
lenzkrar fiskveiðilögsögu. Ekki verður
þó annað séð af þeim upplýsingum,
sem gefnar voru á blaðamannafundi I
gær en að sá afii, sem Færeyingar
heimila Bretum, Vestur-Þjóðverjum
og Norðmönnum innan sinna fisk-
veiðimarka, samsvari nokkurn veginn
þeim afla, sem þeir fá að veiða hér við
land. Er þá átt við botnfiskafla.
Síðastliðið ár veiddu Norðmenn
6500 tonn við Færeyjar, aðallega ufsa
og löngu. Vestur-Þjóðverjar voru með
7000 tonn af karfa og 2000 tonn af
ufsa. Bretar munu hafa veitt 7600
tonn við Færeyjar í fyrra, þar af 2500
tonn af borski.
Fiskveiðisamningar þessara þjóða
við Færeyinga eru nú í endurskoðun
og munu viðræður hefjast síðar i þess-
um mánuði.
Fiskveiðisamningur Islands og Fær-
eyja, sem undirritaöur var i gær, felur
i sér að þeir mega veiða 6000 tonn i ár
af þorski en það er minnkun um 1000
tonn frá fyrra ári. Botnfiskafli þeirra
er aftur á móti óbreyttur i heild sinni
eða 17.000 tonn.
Gagnkvæmt samkomulag þjóðanna
um loðnu og kolmunaveiðar er
óbreytt, nema að því leyti að Færey-
ingar mega veiða 17.500 tonn afloðnu
og sama magn af kolmunna hér við
land I stað 35.000 tonna af loðnu á
fyrra ári. íslenzk skip mega veiða
35.000 tonn af kolmunna við Færeyj-
ar. ■
Hert er á reglum um eftirlit með
veiðum færeyskra skipa við ísland.
Má færa þau til hafnar til skoðunar,
þeim ber að halda afladagbók og
einnig ber þeim nú að koma beint til
hafnar I Færeyjum eftir veiðiferð á ís-
landsmiðum. Veiði þau jafnhliða við
Færeyjar skal sá fiskur teljast veiddur
við tsland. Er þessi síðasta regla sett til
að koma í veg fyrir þá tortryggni sem
gætt hefur um að afli veiddur við ts-
land sé gefinn upp sem veiddur við
Færeyjar.
-GS.
frfálst, óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 11. JAN, 1979.
Laumufarþegarnir
íBakkafossi:
Ætluðu
íVillta
vestrið
Strákarnir tveir, sem fundust laumú-
farþegar i Bakkafossi í fyrradag eftir
mikla leit hérlendis i kjölfar hvarfs
þeirra á laugardaginn var, munu hafa
ætlað til Villta vestursins að þvi er segir í
fréttaskeyti Reuters i morgun.
Segir I skeytinu að þeir hafi með því
ætlað að láta gamla drauma sína rætast,
en drauma um hvað var ekki nánar til-
tekið i skeytinu.
Óvist er enn hvort þeir verða látnir
koma aftur heim með skipinu eða verða
ferjaðir á flugvöll i Bandaríkjunum,
þegar skipið kemur þangað á mánudag,
og flogið með þá heim.
- GS
Skákmótið íHamar:
Margeir með
góða stöðu í
2 biðskákum
Tefldar hafa verið 3 umferðir á al-
þjóðlega skákmótinu í Hamar i Noregi.
Tveir lslendingar eru meðal keppenda,
þeir Jón L. Árnason og Margeir Péturs-
son. Margeir er með 1/2 vinning og 2
biðskákir gegn Goodman frá Englandi
og Berkell frá Svíþjóð. Hefur Margeir
betri stöðu i báðum þessum skákum. Jón
hins vegar hefur ekki enn hlotið vinning
en á tvær biðskákir, aðra sennilega
tapaða, en jafnteflismöguleika gegn eina
stórmeistaranum i mótinu, Westerinen
frá Finnlandi. Staðan í mótinu er mjög
óljós vegna hins mikla fjölda biðskáka
og hefur enginn skákmannanna hlotið
meiraen 1 1/2 vinning.
-GAJ
Blaðberi DB
týndi
160 þús.
Litill drengur, einn blaðbera Dag-
blaðsins, varð fyrir því afleita óhappi síð-
degis I gær, að tapa um 160 þúsund
krónum þegar hann var á leið með pen-
ingana á afgreiðslu blaðsins til að ganga
frá uppgjöri sinu.
Hann telur sig hafa týnt peningunum
á leiðinni frá bifreiðastæði Hreyfils við
Hlemm að afgreiðslu DB í Þverholti 11.
Hann og fleiri leituðu af sér allan grun,
þannig að augljóslega hefur einhver
fundið peningana. Þetta gerðist um kl.
17.
Finnandi er vinsamlegast beðinn að
hafa samband við áskriftardeild Dag-
blaðsins i síma 27022.
ÓV
r^yKaupið\
,3 TÖLVUR í
I* OG T.öl
BANKASTRÆTI8
£1*11