Dagblaðið - 23.04.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.04.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. APRÍL 1979. Flankastaðamálið: Orð Hæstaréttar ekki í samræmi við r' staðreyndir málsins — segir dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. Úr forsendum lundamerkjadómsins, Hæstard. XXXII, 768—9: „Þær upplýsingar, sem aflað hefur verið um landamerki annarra jarða á þennan hátt, hafa að sjálfsögðu tak- markað gildi, en tala þó sínu máli. Þær sýna, að skipting heiðarinnar á milli hinna einstöku jarða er mjög misjöfn og stefna merkjanna mis- munandi. Virðist svo sem landsvæðið utan heimahaga jarðanna hafi ekki verið talið skipta miklu máli fyrr á tímum.” „Það er alkunn staðreynd, að áttarskynjan manna er mjög ólík, jafnvel hjá þeim, sem búa á sömu slóðum. Það er því ekki sennilegt, að áttartáknan landamerkjabréfanna hafi verið ætlað að tákna nákvæma stefnu, heldur sé hún aðeins til al- mennrar leiðbeiningar um áttina. I málinu hefur ekki verið sýnt fram á dæmi þess, að landamerkin hafi verið ákveðin með nákvæmri áttar- táknan.” Úr forsendum hæstaréttardómsins XXXII, 762: „Svo sem í héraðsdómi greinir, var hinn 29. apríl 1957 sætzt á landa- merki milli Suður- og Efri-Flanka- staða og Norður-Flankastaða, Klappar og Arnarbælis. Samkvæmt merkjaákvörðun þessari lendir heiðarskiki, sem samkvæmt landa- merkjabréfi Sandgerðisjarða telst til þeirra jarða, innan lands Klappar. Hvorttveggja er, að landamerkja- ákvörðunin frá 29. apríl 1957 bindur eigi gagnáfrýjendur, sem hafa mót- mælt henni, og landamerki Klappar og Suður-Flankastaða eru eigi það glögg, hvorki eftir landamerkjabréfi Suður-Flankastaða né landamerkja- bréfi Klappar frá 17. júní 1889, að þau fái hrundið ákvæðum landa- merkjabréfs Sandgerðisjarða.” Um þetta segir m.a. í forsendum dr. Gunnlaugs: „Eigendur Sandgerðis voru ekki tilkvaddir, er mörk þessi voru ákveðin, og hafa þeir mótmælt þeim.” Þessi orð Hæstaréttard. og landa- merkjad. eru ekki í samræmi við staðreyndir málsins. Því fulltrúi Sandgerðisjarða var viðstaddur og skrifaði undir samkomulag um upp- rifjun landamerkjanna frá 1889 og mótmæli eru hvergi bókuð. Þess ber að geta aö Sandgerði hafði aldrei átt land að nyrðri helmingi Flankast.- jarðatorfu, þ.e. m.a. ekki að KIöpp. Óvíst er að neinn hafi þá áttað sig á því, að dómlínan gengi svo langt inn á land Fjankastaða að hún færi í gegnum landi Klappar og inn á land Fitja, því þau landamerki voru ekki útfærð á uppdráttum fyrir dómst. Rétt er að vekja athygli á hinum einkennilegu orðum Hæstaréttar hér að framan, sem eru e.t.v torskiljanleg venjulegu fólki; en í þeim felst viður- kenning á að heiðarskiki, sem er i landi Klappar, lendi innan landa- merkja Sandgerðisjarða. Um eigna- tilfærsluna er orðalagið skýlaust. Gunnlaugur Þórðarson, hrl.. EKKIKLAM Unglingur hringdi: ,,Ég las lesendabréf í Dagblaðinu miðvikudaginn 18. apríl frá manni sem var yfir sig hneykslaður á því að sjónvarpið skyldi sýna krabbadýr eðla sig. Á hverju er maðurinn hneykslaður? Nlér finnst nú hugsunarháttur hans nokkuð gamal- dags, því að ég lít ekki á þetta sem klám. Á þennan hátt fjölga dýrin sér og mennirnir lika. Ég er sannfærður um að unglingar stæðu betur að vígi gagnvart kynferðismálum og afleiðingum þeirra ef foreldrarnir — þóttkrabbadýr fjölgi sér gerðu meira að því að fræða okkur unglingana í stað þess að taka á mál- unum eins og þessi maður gerir. Ég get ómögulega séð neitt ljótt við þessa mynd og ég er viss um að fáir hafa séð það.” Klæðizt eftir veðri —ekki tízku Einar I. Magnússon skrifar: Mönnum hefur löngum þótt gaman að klæðast vel, enda er stað- reyndin sú að meginþorri fólks lítur fremur á ytra útlit náungans en hjartalagið og er hann því i fullu gildi enn málshátturinn, fötin skapa manninn. En hér og nú ætla ég ekki að ræða um heimspekileg mál heldur vil ég gjarnan og tel ekki vanþörf á að fjalla um tízkuna í klæðaburði ungs fólks hér á landi. Um tízkuna er stór misskilningur ríkjandi hér á íslandi. Unga fólkið virðist ekki skilja það að ísland liggur á mörkum hins byggi- lega heims þar sem vetur eru kaldir og sumur svöl og þar sem landið ligg- ur undir mikilli umferðarbraut lægða er hér einnig mjög umhleypingasamt. Tel ég því afar mikilvægt að vekja ungt fólk til umhugsunar um klæða- burð sinn sem heyrir undir tizku- fatnað suðrænni landa. Unga fólkið hér gengur í slíkum klæðnaði hvernig sem viðrar og getur slíkt háttalag beinlínis verið mjög hættulegt bæði heilsu manna og lífi. Ekki er óalgengt að sjá ungt fólk klætt bol og jakka úti í hörkugaddi og norðanbáli og svona til málamynda setja sumir upp viðeigandi trefla sem vitanlega er ekki nægilegt skjól í. Allt þetta myndarlega fólk, sem likast er krókn- andi fólki illa klætt i vondu veðri, leggur þetta á sig til þess að vera ekki hallærislegt í augum annarra. Mér finnst nú að fólk ætti að fara að láta skynsemina ráða og klæða sig eftir veðri. Það er því ósk mín að þetta bréf geti greitt úr þessum misskilningi hjá sem flestum og víst er að margir, sem koma auga á þennan stóra misskiln- ing, finna sig koma úr kuldanum inn í hlýjuna. Raddir lesenda firt't/mr C m \ Kortið sýnir jarðarmörk skv. dómlínu og hvernig þau ganga yfir á lönd annarra jarða. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Ennaukin þjónusta! Eftirtalin eyðublöð bjóðast nú auglýsendum ókeypis hjá smáauglýsingaþjónustu Dagblaðsins: 1. Vegna bifreiðaviðskipta: 2. Vegna lausafjárkaupa: Sölutilkynningar, tryggingarbréf og víxileyðublöð auk Kaupsamningar og víxileyðublóð afsalseyðublaða og fjölritaðra leiðbeininga um frágang 3. Vegna leigu íbúðarhúsnæðis: bifreiðaviðskipta, sem við höfum lengi boðið. Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 BIAÐIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.