Dagblaðið - 04.05.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 04.05.1979, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1979. 15 Sjónvaip næstuvika... Sjónvarp Dagskrórliðir eru í litum nerria annað sé tekið f ram. Laugardagur 5. maí 16.30 fþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Heiða. Fimmti þáttur. Þýðandi Eirikur Haraldsson. 18.55 Enska knattspyrnan Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Stúlka á réttri leið. Bandarískur gaman- myndaflokkur með Mary Tyler Moore í aðal- hlutverki. Áttundi þáttur. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 20.55 Fleira þarf i dansinn en fagra skóna. Flytj- endur Dansstúdió 16. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.30 Pörupiltar (The Jokers). Bresk gaman- mynd frá árinu 1967. Handrit og leikstjóri Michael Winner. Aðalhlutverk Michael Craw- ford, Oliver Reed og Harry Andrews. Bræðrunum Michael og David finnst þeir hafa verið beittir miklum órétti. Þeir hyggjast ná sér niðri á stjórnvöldum með þvi að fremja stórkostlegt rán. Þýðandi Ingi Karl Johannes- son. 23.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 6. maf 17.00 Húsiö á sléttunni. 23. þáttur. Lokkandi veröld. Efni 22. þáttar: Ingalls-fjölskyldan er á heimleið frá Mankato, þegar óveður skellur á. Fólkið leitar skjóls í yfirgefnu húsi. En matur er af skornum skammti. Á sömu slóðum heldur sig indíáni, sem yfirvöld leita að. Hann bjargar Karli í veiðiferð og fær matarbita í þakklætisskyni. Leitarmenn koma skoti á hann og særa hann lítillega, og hann hverfur inn í skóginn. Þýðandi óskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaöur Svava Sigurjónsdótir. Stjórn upptöku Tage Ammen- drup. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Landsmót hestamanna að Skógarhólum í Þingvallasveit 1978. Segja má að þjónustu- hlutverki hestsins hafi lokið eftir síöari heims- styrjöldina og upp frá þvi hafi hann orðið manninum andsvar við hávaða, streitu og hraða atómaldar. Á hestbaki var unnt að hvcrfa á vit isl. náttúru. Landsmót hestamanna eru haldin á fjögurra ára festi, og , megintilgangur þeirra er að sýna og reyna bestu hesta í eigu landsmanna, kynbótahross og góðhesta. Myndina lét Sjónvarpið gera á landsmótinu á Þingvöllum I fyrrasumar. Sýnir hún sitthvað af flestum atriðum mótsins og hefst á sögulegum inngangi. Kvikmyndataka Sigurliði Guðmson og Baldur Hrafnkell Jónsson. Klipping Isidór Hermannsson og Baldur Hrafnkell Jónsson. Hljóöupptaka. Oddur Gústafsson. Texti Albert Jóhannsson o.fl. Ráðgjafí og þulur Gunnar Eyjólfsson. Stjórnandi Baldur Hrafnkell Jónsson. 21.25 Svarti-Björn. Sjónvarpsmyndaflokkur í fjórum þáttum, gerður I samvinnu Svia, Norð- manna, Þjóðverja og Finna. Annar þáttur. Efni fyrsta þáttar: Sagan gerist í norðurhéruð- um Sviþjóðar og Noregs um síðustu aldamót. Verið er að leggja járnbraut frá Kiruna til Narvikur. Þetta er umfangsmikið verk, sem veitir mörgum atvinnu. Ung, norsk kona kemur norður í atvinnuleit. Hún kveðst heita Anna Rebekka. Hún hittir flokksstjórann Ár- dals-Kalla, sem býður henni ráðskonustarf. Meðan hún biður þess að geta byrjað, kynnist hún lífsþreyttum spreng\manni, Söngva- Sveini. Hann styttir sér aldur, en áður fær Anna hjá honum nýtt, nafn, Svarti-Bjöm, og festist það við hana. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.25 Alþýðutóniistin. Ellefti þáttur. Bandarísk dreifbýlistónlist (C&W). Meðal annarra sjást í þættinum Minnie Pearl, Ernest Tubb, Roy Acuff, Roy Rogers og Tent Ritter. Þýðandi Þorkell Sigurbjörnsson. 23.15 Aö kvöldi dags. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sóknarprestur í Langholtspresta- kalli flytur hugvekju. 23.25 Dagskrárlok. Mánudagur 7. maí 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 íþróttir. Umsjónarm.aður Bjarni Felixson. 21.00 Á vængjum söngsins. Gamanleikrit eftir C. P. Taylor, byggt á leikriti eftir Þjóðverjann Carl Stemheim. Leikstjóri June Howson. Aðalhlutverk Felicity Kendal, Lynda Mar- chal, Gary Bond og Daniel Massey. Leikritið gerist um siðustu aldamót. Fjórir góðborgarar hafa lengi sungið saman við góðan orðstir. Einn sóngvaranna deyr óvænt, og eini maður inn, sem getur fyllt i skarðið, er bara pípu- lagningamaður og þar að auki fæddur utan hjónabands. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 22.20 Dagskrárlok. Þriðjudagur 8. maí 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Kjarnorkubyltingin. Fjórði og siðasti þátt ur. Kjarnorka til friðsamlegra nota. Þýðandi og þulur Einar Júlíusson. 21.25 Umheimurinn. Viðræðuþáttur um erlenda viðburði og málefni. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson. 22.15 Hulduherinn. Syrtir í álinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 23.05 Dagskrárlok. Miðvikudagur 9. maí 18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stund- inni okkar frá síðastliðnum sunnudegi. 18.05 Börnin teikna. Kynnir Sigríður Ragna Sigurðardóttir. 18.15 Hláturleikar. Bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Knattleikni. Fjórði þáttur er um stöðu tengiliðar. Leiðbeinandi Trevor Brooking. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Vaka. í þættinum verður m.a. fjallað um Listahátið barnanna að Kjarvalsstöðum. Stjórnupptöku Þráinn Bertelsson. 21.15 Valdadraumar. (Captains and The Kings). Bandariskur myndaflokkur i átta þáttum, byggður á metsölubók eftir Taylor Caldwell. Aðalhlutverk Richard Jordan, Joanna Pettet, Charles Durning, Barbara Parkins og Vic Morrow. Fyrsti þáttur. Sagan hefst um miðja nitjándu öld. lrinn Joseph Armagh flyst ásamt yngri systkinum sinum til Bandaríkjanna eftir lát móður þeirra. Hann kemur börnunum fyrir á munaðarleysingjaheimili og byrjar að vinna i kolanámu. Fyrsti og siðasti þáttur mynda- flokksins eru um 90 mínútna langir, en hinir eru um 50 minútur hver þáttur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.50 Dagskrárlok. Föstudagur 11. maí 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir ný dægurlög. 2I.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 22.10 óhxfur vitnisburöur (Inadmissible Evi- dence). Bresk bíómynd frá árinu 1968, byggð á leikriti eftir John Osborne. Aðalhlutverk Nicol Williamson. Lögfræðingurinn Bill Maitland á við margvisleg eigin vandamál að striða: Hann á erfitt með að taka ákvarðanir, er gersamlega háður öðrum, drekkur óhóflega og er óþolandi fjölskyldufaðir. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 23.40 Dagskrárlok. —-3 4 * ÓHÆFUR VITNISBURÐUR — sjónvarp föstudag 11. maí: Ekki upplífgandi mynd „Myndin er byggð á leikriti eftir John Osborne og það er dálítið erfitt að átta sig á hvað verið er að fara í henni eins og oft er í leikritum eftir Osborne og Pinter til dæmis,” sagði Heba Júlíusdóttir, þýðandi myndarinnar Óhæfur vitnisburður. „Myndin hefst á því að verið er að fara með lögfræðinginn Bill Maitland í fangelsi. Hann er síðan leiddur fyrir rétt og þegar komið er að þvi að taka eið af honum óskar hann eftir að gefa yfirlýsingu í stað eiðsins. Síðan er sýnt úr einkalífi hans og það er eins og verið sé að lýsa ævi hans sem einhvers konar réttlætingu,” sagði Heba. Maitland á við margvísleg vandamál að stríða, á erfitt með að taka ákvarðanir, drekkur óhóflega og er óþolandi fjöiskyldu- faðir. Að sögn Hebu getur myndin vart talizt upplífgandi. -GAJ- *► Úr myndinni Óhæfur.vitnisburöur. EDWARD KIENHOLZ—sjónvarp laugardaginn 12. maí: Lífshættuleg sýning — lögreglan bægði hættunni f rá „Edward Kienholz er Bandaríkja- maður af þýzkum ættum. Þessi mynd var tekin á sýningu á verkum hans í Louciana á N-Sjálandi,” sagði Hrafn- hildur Schram listfræðingur en hún þýðir þessa mynd, þar sem Kienholz spjallar um verk sín. „Kienholz setur verk sín gjarnan þannig upp, að þau líkjast flóknum leikverkum og áhorfandinn eins og getur gengið inn í verkin. Hann fjallar mikið um sundrungu og spillingu þjóð- félagsins. Tíminn, minningin, nútím- inn og fortíðin er aðal „tema” hans. Manni finnst oft eins og hann sé að ásaka fólk fyrir að hafa mistekizt að lifa með tímanum. Kienholz safnar saman alls konar drasli sem hann setur saman og býr til manneskjur. Hann hefur unnið mikið með konuna sem fórnarlamb og notar til dæmis þvotta- bretti sem tákn fyrir konuna. Þá spjallar hann um nasistatímann og hefur byggt upp verk í kríngum það tema og notar lítið viðtæki sem tákn þýzka mannsins,” sagði Hrafnhildur. Hún sagðist telja að þessi mynd kæmi til með að vekja mikla athygli þar sem þetta væri eiginlega heil „uppákoma”. Hún sagði að mikla athygli á þessari sýningu hefði vakið stóll sem sýningargestum bauðst að setjast í en þeir yrðu að gera það alger- lega á eigin ábyrgð því að byssuhlaupi var beint að stólnum og ákveðinn „mekanismi” útbúinn þannig að skot gat hlaupið úr byssunni þó að á því væru mjög litlar líkur. Þetta varð til þess að lögreglan heimsótti sýninguna og lét setja skothelt gler á milli stólsins ogbyssuhlaupsins. -GAJ- Eitt af verkum Kienholz, Stríðsminning frá 1968. M

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.