Dagblaðið - 08.05.1979, Síða 3

Dagblaðið - 08.05.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1979. 3 BORN OG DYR góðbörn eru góðvið dýr I.aufey Jakobsdóttir skrifar: Það er margt og mikið ritað og talað um barnaárið 1979. En hvað um börnin sjálf? Hvað er gert til þess að vernda þessi blessuð börn fyrir því illa í þessum afbrota- og ofbeldis- heimi? Syndir feðranna Syndir feðranna koma harðast niður á börnunum. Aldrei í sögu ís- lands hefur æskar) gengið í gegnum spilltari samtíð en nú. Hvaðgera fjöl- miðlar? Sjónvarpið matar heimilin á glæpamyndum. Hver ræður þessum óþverrainnkaupum? Eiga heimilin enga vörn eða rétt gegn þessum sora? Er ekki kominn tími til að foreldrar fari að láta heyra frá sér í fullri al- vöru? Væri ekki hægt að fá eitthvað sem höfðar til þess góða í sálarlífi barna? T.d. dýramyndir, sem vektu meiri góðleik huga og handa? Dúfuungar Góð börn eru góð við dýrin. Gleymið því ekki að dýrin eiga líka börn sem þeim þykir vænt um eins og foreldrum ykkar um ykkur. Nú fara fuglarnir að koma með ungana sína. Mig langar alveg sérstaklega að biðja þá unglinga sem stunda þann Ijóta leik að veiða dúfur að hugsa betur um hvað þeir eru að gera. Ef dúfa sem þið takið á unga í hreiðri sinu deyja ungarnir úr hungri því dúfur gefa aldrei ungum annarra dúfna. Móðirin kemst ekki til unganna sinna vegna þess að þið hafið lokað hana inni í kofanum ykkar. Sinubrunar Annað langar mig til þess að biðja unglingana að hugsa um, og það eru sinubrunar. Hugsum okkur fug! sem hefur gert sér hreiður í hlýlegu mosa- barði. í sama mosabarði hefur haga- mús búið um sig og ungana sína. Sumarið er komið, þau lifðu af harð- an vetur og hlakka til lífs og sólar. En allt í einu verður allt svart. Það hefur verið kveikt í mosabarðinu. Við getum öll ímyndað okkur hvernig fer fyrir þessum litlu vinum okkar. Hringið isírna 27022 milli kl 13 og 15, eða skrifið Raddir lesenda Margir leika þann Ijóta leik að loka dúfur inni í kofum. Dýravinur er góður maður Eigum við ekki að taka höndum saman um allt land? Sýnum öllum börnum dýranna okkar hvað okkur þykir vænt um þau. Þakklæti sitt munu þau sýna okkur með vináttu og gleði sem þau fflunu veita ykkur. Ég vii benda öllum börnum á blaðið Dýraverndarann og að þau geta sjálf skrifað í blaðið. Heimilis- iæknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" ~i síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. ' BRENDA LEE ERÍ DISKÓTEKINU Láttu sjá þig... með ?-4 betri helminginn! Spurning dagsins Heldurðu upp á afmælið þitt? Kjartan L. Pálsson blaðamaður: Já. Ég verð fertugur og ætla að halda upp á afmælið á erlendri grund. Hér yrði maður drukkinn út á gaddinn. Helga Haraldsdóttir kennari: Nei, það geri ég ekki. Éger löngu hætt því. Einar Ásgeirsson verkamaður: Já, ég held upp á afmælið mitt. Ég býð fjöl- skyldunni heim en held enga stórveizlu. Halldór Vigfússon rafvirki: Aldrei. Ég erlönguhætturþví. Ingveldur Gisladóttir, nemi og af- greiðslumaður: Já. Ég held litla fjöl- skylduveizlu. Jakob Gunnarsson, vinnur hjá Eim- skip: Það fer nú eftir því hvort það ei stórafmæli eða ekki. Ég held að öllu jöfnu ekki upp áafmælið mitt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.