Dagblaðið - 08.05.1979, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAt 1979.
Námsstyrkir
Sjóðurinn „Gjöf Thorvaldsensfélagsins”
hefur það markmið að styrkja til sérmennt-
unar starfslið stofnana, þar sem eru afbrigðileg
börn og unglingar til dvalar, kennslu og þjálf-
unar.
Úr sjóðnum fer fram í sumar lokaúthlutun á
námsstyrkjum til þeirra, er stunda framhalds-
nám erlendis á ofangreindu sviði.
Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendar
undirrituðum fyrir 17. júní nk., ásamt upplýs-
ingum um fyrirhugað nám ogþjálfun.
Reykjavík, 5. maí 1979.
Jón Sigurðsson
Háuhlíd 18, Reykjavík,
formaður sjóðsstjórnar
Gjafar Thorvaldsensfélagsins.
KENNARAR
Kennara vantar að Gagnfræðaskóla
Húsavíkur. Umsóknum skal skilað
fyrir 20. maí. Upplýsingar veita skóla-
stjóri í síma 96-41166 og formaður
skólanefndar í síma 96-41440, einnig í
gagnfræðaskólanum í síma 96-41344.
SKÓLANEFND
AGOLF
með bílasöluna eftir
vorsýningartímabilið.
Komdu með bílinn þinn hreinan
og strokinn sem allra fyrst.
Hann selst hjá okkur.
SýningarhöHinni við Ártúnshöföa.
Símar 81199 og 81410
Aldrei fleiri sovézkar vígvélar við landið:
Vamarliðið hlaut
mikilsverða æfingu
— sagði utanríkisráðherra á Alþingi ígær
Þegar þessar æfingar stóðu sem hæst
voru suður og austur af íslandi mest 25
sovézk herskip og 27 sovézkir kafbátar,
allt skip af nýjustu og fullkomnustu
gerð,” sagði Benedikt Gröndal á
Alþingi í gær þegar hann greindi frá
flotaæfingum Sovétmanna hér við land
fyrir nokkrum vikum.
„Þessa sömu daga var umferð
sovézkra flugvéla austan og sunnar við
ísland meiri en nokkru sinni fyrr og
flugu sumar könnunarvélarnir til Kúbu
og þaðan til Angóla i Afríku,” sagði
Benedikt.
„Varnarliðið fylgdist nákvæmlegá
með öllu þessu og hlaut að sjálfsögðu
mikilsverða æftngu eigi síður en Sovét-
menn. Voru notaðar hinar nýju eftir-
lits- og ratsjárflugvéiar sem bækistöð
hafa á Keflavíkurflugvelli.”
Benedikt sagði einnig að æfingar
Sovétmanna hefði verið ,,í að verja
Sovétríkin” og ekki á nokkurn hátt
beintgegn íslandi. Þósýndu þærmikil-
vægi Íslandsí hernaðartilliti.
Sovétríkin hafa um árabil haldið
flotaæfingar á Norður-Atlantshafi á
hverju vori. Fyrst í stað voru þær
haldnar í Barentshafi en hafa færzt
sunnar og síðustu ár suður fyrir ísland.
að þé'ssu sinni voru æfingarnar hinar
mestu síðan 1975. Flotadeild undir for-
ystu flugvélamóðurskipsins Kiev sigldi
frá Gíbraltarsundi upp undir ísland,
síðan suðaustur af landinu áfram
norður eftir Noregsströnd og til Mur-
mansk. Jafnframt bættust við skip frá
Eystrasalti og úr norðurátt. Flotadeild-
in lék óvinaflota á norðurleið. önnur
sovézk herskip og kafbátar mynduðu
varnarlínur, fyrst austur af íslandi, rétt
utan við Rauða torgið svokallaða, og
síðan aftur við Lófót.
-HH.
St jórnmálayf irlýsing sjálf stæðismanna:
„MARGHÁTTAÐAR BREYT-
INGAR í FRJÁLSRÆÐISÁTT”
„Margháttaðar breytingar í frjáls-
ræðisátt” var megininntak stjórnmála-
yfirlýsingar landsfundar sjálfstæðis-
manna. „Draga verður úr skattheimtu
á bæði einstaklinga og fyrirtæki og al-
mennar launatekjur, þar með talinn
ellilífeyrir, verði tekjuskattsfrjálsar,”
segir í ályktuninni.
„Virðisaukaskattur þarf að koma i
stað söluskatts. Niðurgreiðslur verða
að lækka.” Þá segir og: „Ríkisvaldið
hefur gengið of langt í afskiptum af
störfum manna og ráðstöfun fjármuna
þeirra og tekið að sér margs konar
verkefni sem það er síður fært um að
leysa af hendi en einstaklingar sjálfir og
samtök þeirra.”
-HH.
»
Formaður og varaformaður að loknu
kjöri um helgina: dr. Gunnar Thorodd-
sen og Geir Hallgrímsson.
—DB-mynd Hörður.
Höfundur lögmáls
Parkinsons í heimsókn
Cyril Northcote Parkinson prófessor
hefur lagt fyrir sig málastörf, kennslu,
hermennsku, blaðamennsku, sagn-
fræði og skáldsagnagerð. Hann fer
heldur ekki troðnar slóðir í kenningum
sínum og hefur vakið almenna athygli
fyrir þær.
Höfundur hins þekkta lögmáls Park-
insons verður gestur Stjórnunarfélags
íslands dagana áttunda til ellefta þessa
mánaðar. Mun hann ræða þar um —
list tjáskipta — eða The Art of
Communication.
Lögmál Parkinsons vakti mikla at-
hygli á sínum tíma. Fjallar það meðal
annars um það að hvert verk hafi til-
hneigingu til að taka þann tíma sem til
umráða sé hverju sinni. Auk þess fjall-
ar það um stöðuga tilhneigingu til auk-
ins starfsmannafjölda fyrirtækja og
stofnana án tillits til umfangs þeirra
verkefna sem leysa þarf. Bókin um lög-
mál Parkinsons kom út á íslenzku árið
1957 í þýðingu Vilmundar Jónssonar
fyrrverandi landlæknis.
C. Northcote Parkinson hefur eink-
um lagt stund á kennslu í sagnfræði
víðsvegar um heim. Auk bókarinnar
um lögmál það sem kennt er við hann
hefur hann gefið út bækur um stjórn-
unarmál og nokkur skáldverk.
Kenningar og fyrirlestrar Parkinsons
þykja mjög nýstárlegir og skemmtilegir
auk þess að vera fræðandi. Fyrirlestur
hans verður að Hótel Sögu fimmtudag-
inn 10. maí klukkan 12á hádegi. -ÓG.
/wallteltthvaö
gott í matinn
_ úr-
STIGAHLÍÐ 45^47 SÍMI 35645
Sumardagar
kirkjunnar
á Álftanesi
Síðastliðið sumar bauð Garða-
söfnuður börnum til Sumardaga í
Bjarnastaðaskóla á Álftanesi.
Komu börnin saman á hverjum
morgni um tveggja vikna skeið og
nutu fræðslu, tóku þátt i helgi-
haldi, útileikjum og föndri undir
stjórn Kjartans Jónssonar guð-
fræðinema og sex kvenna úr söfn-
uðinum. Var börnunum skipt í
flokka eftir þroska og dagskráin
miðuð við það. Gafst þetta ný-
mæli svo vel að ákveðið er að
bjóða að nýju til Sumardaga á
vegum Garðasafnaðar í sumar.
-GAJ-
Davíð f orstjóri
ríkisspítalanna
Davíð Á. Gunnarsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri ríkisspítal-
anna, hefur verið skipaður fram-
kvæmdastjóri þeirra. Hann hafði
verið aðstoðarframkvæmdastjóri
í sex ár.
Davíð er aðeins 34 ára gamall.
Tvær umsóknir bárust um
stöðuna, frá Davíð og Steinari
Benediktssyni rithöfundi.