Dagblaðið - 08.05.1979, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1979.
AMIGO '77
Litur, rauður. Allur nýyfirfarinn, mjög góður,
og fallegur. Er á nýjum sumardekkjum og
nýleg vetrardekk fylgja. Sætishlífar.
Allar nánari upplýsingar í
síma 42099 eftir kl. 19.00.
BILAPARTASALAN
Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar
tegundir bifreiöa, tildæmis:
Plymouth Belvedere '67
Peugeot 404 '67 Moskwitch '72
Hillman Hunter '70 BMW 1600 '67
Einnig Hbfum við úrval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfiatimi 10 — Simi 11397
Útboð
Tilboð óskast í lagningu hitaveitu á ísa-
fírði.
Útboðsgögn verða afhent hjá Tæknideild
Orkubús Vestfjarða ísafirði og Fjarhitunhf.
Álftamýri 9, Reykjavík, frá 11. maí gegn kr.
30 þús. skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað til Tæknideildar Orku-
bús Vestfjarða eigi síðar en föstudaginn 25.
maí 1979 kl. 10 f.h. og verða þau opnuðaðvið-
stöddum bjóðendum.
Tæknideild
Orkubús Vestfjarða.
Kalifornía:
Menn slást við
bensíndælumar
—dæmi um að gallonið (ca 4 lítrar) sé keypt á 10 dollara
í stað 90 centa segir Sigurjón Sighvatsson, frétta-
ritari DB í Los Angeles
Frá Sigurjóni Sighvatssyni frétta-
ritara DB i Los Angeles:
„Líklega er skortur það eina, sem
fengið getur manninn til að gera sér
Ijóst hvernig spara á bensín og aðra
orku,” sagði Jimmy Carter Banda-
ríkjaforseti í heimsókn sinni til Kali-
forníu um helgina. Þar var honum
tekið fremur fálega og þeir voru ekki
margir Kaliforníubúarnir sem lögðu
lykkju á leið sína til að heilsa upp á
forseta sinn.
Aftur á móti komu margir þar-
lendir við á bensínstöðvunum og þar
kom meira að segja til slagsmála á
milli reiðra bifreiðaeigenda, sem ekki
vildu sætta sig við þá bensínskömmt-
un sem í raun er búið að koma á. í
Kaliforníuríki á því svæði heims þar
sem bifreiðar eru hlutfallslega flestar
í heiminum fæst ekki bensín nema
annan hvern dag og aðeins ef minna
en helmingur er eftir í tankinum.
Almenningur kvartar og er
óánægður. Olíusölufyrirtækin
segjast vera óánægð. Báðir aðilar
kenna öðrum en sjálfum sér um.
Neytendur og talsmenn þeirra segja
að nóg sé af olíu og skorturinn sé
aðeins tilbúinn af seljendum til að
hækka verðið.
Olíusölufyrirtæki telja að fólk hafi
tekið upp hamstur og nú séu viku-
birgðir á tönkum bifreiða. Einnig
benda þau á að byltingin í íran hafi
sett strik i reikninginn. Á móti er bent
á að aðeins 7% af heildarbensínnotk-
un Bandaríkjamanna hafi verið full-
nægt með bensíni frá íran.
Biðraðir við bens'mstöðvar í Kali-
forníu voru allt að þriggja kílómetra
langar um síðustu helgi. Hér hefur
bensín hækkað um 35% frá því í
haust. Til samanburðar má benda á
að verðbólga er um það bil 10% á ári.
Þess eru dæmi að fólk hafi keypt
bensín fyrir 10 dollara gallonið sem
selt er á 85 til níutíu sent á bensín-
stöðvum.
Mjög oft hefur korizt í odda á milli
fólks, sem hefur beðið í biðröðum
lengi með alls konar koppa og kirnur.
Brown ríkisstjóri Kaliforníu hgfur
tilkynnt að taka verði upp sams
konar skömmtun og í olíukreppunni
árið 1974. Búizt er við því að hver
bifreið verði aðeins afgreidd annan
hvern dag og verði þá farið eftir
skráningarnúmerum og til dæmis
jöfnu tölurnar afgreiddar annan
daginn og oddatölurnar hinn..
Eins og vænta mátti kemur bensín-
skortur mjög snemma fram í Kali-
forníu þar sem allir eiga bifreiðar og
almenningsfartæki eru lítil sem
engin. Neðanjarðarlestir eru ekki til
og strætisvagnakerfið lélegt mjög og
hefur ekki batnað neitt frá því um
aldamótin síðustu.
Reiði almennings er mikil í Kali-
forníu og ekki um annað meira talað
en bensínskortinn.
Eins og áður sagði kom Jimmy
Carter Bandaríkjaforseti til Kali-
forniu um helgina og var fálega
tekið. Ráðamenn fylkisins kvörtuðu
að sjálfsögðu við forsetann yfir
■bensínskortinum, sem vafalaust
hefur lofað að kanna málið.
Höfuðerindi hans var annars að
vinna að bættri sambúð Mexikana og
annarra Bandaríkjamanna. Ríkið í
suðri, Mexíkó, hefur raunar öðlazt
meira gildi í augum Bandaríkja-
manna, sem hingað til hafa litið
fremur smáum augum þangað. Nú er
ljóst að þessi mesta bensín notkunar-
þjóð heims verður að leita til
Mexikana til að fá bensín í framtíð-
inni. Þar eru taldar einhverjar mestu
olíulindir í heimi.
Gallaður
bensíntankur
íFordbílum
Tilkynnt hefur verið að fundizt hafi
galli við bensíntank bandarískra Ford
Maverick bifreiða af árgerðum 1970
til 1973 og Mercury Comet 1971 til
1973. Er þetta sagður sams konar galli
og kom fram í Ford Pinto 1971 til 1975
í fyrra. Þá voru 1,5 milljónir Pinto-
bifreiðar kallaðar inn til viðgerðar.
Verðbólgan
10,2 prósent
Verðbólgan í BandaríkjunUm er nú,
10,2% samkvæmt opinberri1
tilkynningu. Er það önnur mestá
verðbólga í hinum stóru iðnríkjum.
Aðeins Ítalía getur státað af hraðari
snúningi á verðhækkunarskrúfunni.
Grænland fær
fimm milljarða
í olíubætur
Grænlendingar fá á næstunni nærri
sjötiu og tvær milljónir danskra króna
eða jafnvirði hátt í fimm milljarða frá
þeim aðilum, sem án árangurs leituðu
eftir olíu við vesturströnd landsins á
undanförnum árum. Er þarna um að
ræða nokkur dönsk fyrirtæki og þó
sérstaklega alþjóðleg olíufélög.
Búizt er við að fjármagnið verði
notað til að bæta úr þeim vanda sem
margar hinna fornu byggða í Græn-
landi eiga við að stríða.
Grænlenzka landsráðið fær þó ekki
algjör umráð yfir hinum 72 milljónum
en nú er verið að ræða hvernig þeim
verði bezt varið.
Ástæðan fyrir því, að olíuleitarfyrir-
tækin eiga að greiða peninga til lands-
stjórnarinnar þrátt fyrir árangurslausa
leit að olíu við Grænland er sú, að þau
framkvæmdu ekki þær grundvallar-
rannsóknir sem þau höfðu skuldbund-
iðsigtil.
Hryðjuverkamenn i Róm á Ítalíu myrtu nýlega lögrcgluforingja og særðu tvo al-
varlega. Réðust þeir að lögreglumönnunum á götu og á myndinni sést hvar lik
þess sem féil liggur við hlið bifreiðar hans.