Dagblaðið - 08.05.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1979.
Erlendar
fréttir
REUTER
Washington:
Saltvið-
ræður enn
einu sinni
sigldar
í strand
Snurða virðist hafa hlaupið á þráð-
inn enn einu sinni í viðræðum Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna um svonefnt
Salt samkomulag. Sagt er að tveir
fundir þeirra Vance, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Dobrynin, sovézka
sendiherrans í Washington, í gær hafi
tekið af allan vafa i þessum efnum.
Mun vera útséð um að Saltviðræðun-
um ljúki núna. Þær hafa staðið undan-
farin sex og hálft ár.
Búizt er við opinberri tilkynningu um
málið i dag.
/.............. "
San Diego, Bandaríkjunum:
Mannræningi deyr
Þúsundir bandarískra sjónvarps-
áhorfenda horfðu á er lögreglu-
menn skutu ungan nígerískan
stúdent, Newman Osebor, til bana á
hraðbraut skammt frá San Diego i
Kaliforníu. Osebor þessi hafði tekið
sálfræðing sem gísl eftir að hafa myrt
vinnukonu hans og dóttur hennar.
Þetta var önnur árás Osebors á
fjölskyldu sálfræðingsins Richards
Townsends. Um miðjan apríl réðst
hann á konu sálfræðingsins, barði
hana og þvingaði til að fara með sér i
banka, þar sem hún átti að taka út
peninga og gefa honum. Peningana
ætlaði Osebor að nota til að komast
úr landi. — Þá voru bankar hins
'vegar lokaðir vegna páskahátíðar-
innar.
Eftir að Osebor hafði náð
sálfræðingnum beindi hann að
honum byssuhlaupi, þvingaði hann
upp i bíl sinn af Porche-gerð og lét
hann aka til næsta banka. Þar fór
Townsend inn og tók út 800 dollara.
En hann sagði jafnframt banka-
starfsmanni að hann væri þvingaður
til þessa og bað hann að kalla til
lögreglu.
Stuttu síðar tókst lögreglumönnum
að umkringja Osebor. Hann neitaði
að láta byssu sína af hendi og eftir
smátíma smeygði hann sér út úr bíln-
um með hlaupið á sálfræðingnum.
Skyndilega sneri hann sér við og
skaut á lögregluna, sem svaraði þeg-
Síðasta augnablikið í lifi Nígeriu-
mannsins Newman ^ebors. Hann er
að koma út úr Porchcbílnum og
miðar byssunni á fanga sinn. Skyndi-
lcga snýr hann sér að lögreglumönn-
unum, sem svara umsvifalaust i sömu
mynt og skjóta hann til bana.
ar í sömu mynt og banaði
morðingjanum. Bandarísk sjón-
varpsstöð sendi beint út frá staðnum
og urðu þúsundir vitni að átökunum.
Newman Osebor og Richard
Townsend höfðu þekkzt um nokkurt
skeið vegna rannsókna þess síðar-
nefnda á erlendum námsmönnum i
Bandarikjunum. — Townsend slapp
óskaddaður úr þessari viðureign.
7
N
Iran:
ÞRIR RAÐ-
HERRAR 0G
ÁTJÁN HER-
FORINGJAR
LÍFLÁTNIR
Tilkynnt var í íran í morgun að
tuttugu og einn fyrrum ráðamenn á
dögum keisarans hafi verið skotnir af
aftökusveitum í dag. Er þetta mesti
fjöldi sem líflátinn hefur verið á ein-
um degi frá því að Khomeini trúar-
leiðtogi og fylgismenn hans komust
til valda í íran í febrúar síðastliðnum.
,,Þetta er rödd hins íslamska lýð-
veldis,” tilkynnti útvarpið í Teheran,
þegar aftökurnar voru tilkynntar.
Meðal hinna föllnu eru fyrrum ráð-
herrar I stjórn keisarans.
Talið er að þá sé tala þeirra, sem
teknir hafa verið af lífi í íran, komin
upp í nærri tvö hundruð. Útvarpið i
Teheran tilkynnti að hinir látnu
hafi verið fundnir sekir um að hafa
barizt á móti guðlegum yfirboðurum
og verið gjörspilltir. Eru þetta hefð-
bundnar sakir á hendur þeim sem
dæmdir hafa verið af byltingarstjórn-
um í íran og teknir af lífi á síðustu
vikum.
Réttarhöldin yfir hinum 21, sem
teknir voru af lífi, tóku ekki nema
einn.dag og þau hófust snemma í
gærmorgun og lauk í gærkvöldi,
þegar hinir dæmdu voru leiddir fyrir
byssukjaftana.
Meðal þeirra dæmdu voru þrír
fyrrum ráðherrar og átján foringjar i
her landsins og hinni hötuðu leyni-
lögreglu keisarans.
Austurríki:
Bruno Kreisky heldur
kanslaraembættinu áf ram
Sósíalistaflokkurinn austurríski vann
enn einn kosningasigurinn i gær undir
forustu Bruno Kreisky kanslara. Mun
flokkurinn nú halda áfram setu i ríkis-
stjórn Austurríkis en hann hefur verið
við völd i níu ár og er Kreisky orðinn sá
leiðtogi i Vestur-Evrópu, sem lengst
hefur setið að völdum.
— fTiHiir —
NÚ
eru laus ýmis hverfi á Reykjavíkur-
svæðinu fyrir
BLAÐSÖLUBÖRN
BLAÐINU EKIÐ
HEIM TIL YKKAR
ÆT
A
HVERJUM MIÐVIKUDEGI
HAFIÐ SAMBAND VIÐ
AFGREIÐSLU
í síma 27022