Dagblaðið - 08.05.1979, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1979.
Til sölu
vörubílar og Massey Ferguson traktors-
grafa. Uppl. í síma 44174 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Ólafsvík
Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Ólafsvík er
Jökull Barkarson
Brautarholti 16, sími 93-6373.
ÍBLAÐIÐ
Bíll f sérflokki til
Plymouth Valiant, 8 '« »
cyl., sjálfskiptur, með ’ ’
öllu, árgerð 1975.
Fluttur inn nýr I febrú-
ar 1977. Skipti mögu-
leg á ódýrari bil. Veð
3.9 millj. Uppl. í sima
52404.
Bifreiðasala
Laugavegi 188.
Notadir bílar til sölu
Wagoneer, árg. '76,
sjálfsk. Quadra Track vökvastýri, fallegur bíll.
Wagoneer, árg. '74,
ekinn 80.000 km, 8 cyl. sjálfsk. Quadra Track.
Cherokee „S", árg. '74,
beinsk. ekinn 70.000 km.
Hornet, árg. '77,
6 cyl, sjálfsk., vökvastýri, ekinn aðeins 19.000 km.
Hornet árg. '75,
beinsk., vökvastýri.
Hornet Hatchback, árg. '73,
ekinn 70.000 km, sjálfsk., vökvastýri.
Galant SL Hardtop, árg. '76,
ekinn 26.000 km, vél 1850 cc, fimm gira.
Galant Sapporo, árg. '78,
ekinn aðeins 7.000 km, sjálfsk. vökvastýri.
Lancer GL1400, árg. '77,
ekinn 28.000 km.
Lancer 1400 EL, árg. '74,
ekinn 65.000 km.
Hunter DL árg. '75,
ekinn aðeins 15.000 á vél.
Sunbeam 1500, árg. '73,
uppgerð vél.
Sunbeam 1500, árg. '72.
Sunbeam 1600 station, árg. '74,
ekinn 61.000 km.
Datsun 180 B, árg. '77,
ekinn 24.000 km.
Datsun 200 L, árg. '72,
ekinn 67.000 km.
Peugeot 304 station, árg. '74,
ekinn 67.000 km.
Cortina, 2000 E, sjálfsk. árg. '76,
ekin 45.000 km.
Bronco, árg.' '74,
8 cyl. beinsk, ekinn ca 100.000 km.
Rambler American, árg. '66.
Fiat131,árg. '76,
ekinn 37.000 km.
Volkswagen Fastback, árg. '73,
sjálfsk.
Flestir keppnisbátarnir i Sjóralli ’79 virðast ætla að verða 22 feta Flugfiskbátar
Vitað umlO báta erstefna að þátttöku íSjóralli 79:
„Slagurínnff
aðallega milli
„íslendinga”
Hafsteinn Sveinsson og Runólfur
Guðjónsson, sigurvegarar i Sjóralli DB
og Snarfara í fyrra, hafa fullan hug á
þátttöku í Sjóralli ’79 sem hefst l. júlí í
sumar. Segjast þeir að sjálfsögðu ætla
að keppa á 22 feta Flugfiskbáti eins og í
fyrra, hvort sem um sama bát eða
nýjan verður að ræða, það er ekki full-
ráðið enn. Það er vel skiljanlegt að þeir
ætli á sams konar báti þar sem Runólf-
ur er framleiðandinn og báturinn bar
þá til sigurs í fyrra.
Þá er Gunnar Gunnarsson, er varð í
öðru sæti í fyrra, á kafi þessa dagana
við að koma sér upp 23 feta nýjum báti
frá Mótun hf. í Hafnarfirði og hyggst
hann búa hann tveim vélum. Helzt vill
hann Björn Árnason aftur með sér.
Óstaðfestar fréttir berast frá Borgar-
nesi þess efnis að Hallur F. Pálsson
hyggist aftur keppa á 20 feta Draco-
báti sínum enda sýndi sá bátur mikla
hæfileika til úthafssiglinga. Ekki er DB
kunnugt um hvort hann hyggst aftur
hafa með sér Brynjólf Brynjólfsson
sem var vélstjóri um borð í fyrra. Það
fylgir með fréttum af Halli að þessa
dagana sé hann að undirbúa sig af full-
um krafti.
Bjarni Björgvinsson og Lára
Magnúsdóttir vinna nú að því að út-
vega sér 23 feta bát frá Mótun hf. í stað
19 feta Lárunnar í fyrra sem stóð sig
vel þótt hún væri einn báta knúin utan-
borðsvél.
Fréttir hafa borizt af þriðja 23 feta
bátnum frá Mótun en DB er ekki kunn-,
ugt um væntanlega keppendur á hon-
um. Kristján Pétursson tollvörður
hefur keypt Signýju Gunnars Gunnars-
sonar, sem er 22 feta Flugfiskbátur og
varð i 2. sæti i fyrra sem fyrr segir. Er
Kristján að „leggja netin” fyrir Hall-
dór Dagsson, starfsmann hjá Hafrann-
sóknastofnuninni, reyndan siglinga-
mann, vélamann og kafara.
í smíðum er nú 22 feta Flugfiskbátur
fyrir ónefndan aðila í Vestmannaeyjum
sem ætlar í keppnina og annar 18 feta
Flugfiskur er í smíðum fyrir aðila sem
DB er ekki enn kunnugt um, nema
hvað þeir ætla hringinn.
Þremenningarnir Hinrik Morthens,
Tryggvi Gunnarss >n og Eiríkur Kol-
beinsson, sem ætluðu á 18 feta Flug-
fiski sínum í keppnina í fyrra en fóru
ekki vegna skorts á undirbúningi,
munu hyggja á þátttöku nú. Fleiri
aðilar eru að íhuga keppni en í laumi
enn sem komið er.
-GS.
23 feta bátar frá Mótun hf. sem ekki hafa verið reyndir hér fyrr...
og 18 feta sterkbyggðir Flugfiskbátar. DB-myndir Ari og H.V.
Farmannaverkfalliö:
Tíu skip höfðu
stöðvazt f gær
— ýmsar undanþágur veittar
Við könnun sem fram fór á vegum
verkfallsvarða FFSÍ kl. 15 í gær kom
fram að tíu skip höfðu stöðvazt vegna
verkfallsins. Af þeim skipum er unnið
við viðgerðir í a.m.k. tveim. Búizt er
við að veittar verði undanþágur í vik-
unni fyrir önnur tvö af þessum tiu skip-
um til strandferða. Verkfallsnefnd
FFSÍ var að störfum i allan gærdag.
Borizt hefur erindi frá Sölusambandi
íslenzkra fiskframleiðenda um undan-
þágu til flutninga á saltfiski. Er hér um
að ræða flutninga sem fram eiga að
fara frá miðjum maí-mánuði til júlí-
loka. Beiðni þessari var synjað að svo
stöddu. Veitt var undanþága til að
Litlafell gæti lestað gas og olíu til los-
unar á Vopnafirði, Fáskrúðsfirði og í
Vestmannaeyjum. Synjað var um und-
anþágu fyrir Skógafoss til að losa i
Straumsvík og fa-a síðan til Reykja-
víkur. Helgafelli yngra var veitt leyfi til
að losa um lðO tonn af fóðurvörum á
Sauðárkróki vegna fóðurskorts. Aðilar
á vegum samninganefndar yfirfóru í
gær tilboð útgerðaraðila utan VSI um
drög að nýjum kjarasamningi. -GAJ-