Dagblaðið - 08.05.1979, Síða 9

Dagblaðið - 08.05.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1979. /" " Snúum okkur að vetni til að forðast vanda 9 - segir í grein í De rerum natura um vetni og orkumöguleika okkar í f ramtíðinni Ef við íslendingar hefjumst ekki fljótlega handa við nýtingu fram- leiðslu vetnis munum við að öllum líkindum lenda í miklum vandræðum á komandi árum. Orkugildi þeirrar olíu, sem nú er flutt inn árlega, er talið svipað og 1200 megavatta orkuver afkasta. Þennan olíuinnflutning er talið nauð- synlegt að skera niður auk þess sem olia sé hverfandi í heiminum. Til að vinna upp á móti þeim 1200 megavöttum, sem fáist úr innfluttri olíu, verði að auka innlendar virkj- anir, sem nú séu aðeins um það bil 500 MW að orkugildi. í grein úr tímaritinu De rerum natura, sem gefið er út af Vísinda- félagi Framtíðarinnar við Mennta- skólann í Reykjavík, er komizt að þeirri niðurstöðu að hreint vetni sé hagkvæmast og bezt allra þeirra elds- neytistegunda, sem til greina koma. Höfundur greinarinnar í tímaritinu er Ólafur Guðmundsson nemandi í Menntaskólanum og vitnar hann i margar heimildir máli sínu til stuðn- ings. Má meðal annars nefna vísinda- mennina Ágúst Valfells, Braga Árnason og Gisla Jónsson prófessor, sem allir hafa látið sig orkumál miklu skipta. Bent er á að vetni hafi verið fram- leitt með gamalli aðferð í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi um langt skeið. Aftur á móti sé bandariska fyrirtækið General Electric að hefja byggingu verksmiðju, þar sem ný tækni verði notuð við vetnisfram- leiðsluna. Sé líklegt að sú aðferð muni ryðja hinum eldri á brott. Auk margra fleiri atriða er komizt að þeirri niðurstöðu varðandi orku- möguleika íslendinga að beztu kost- irnir séu hitaveita til húshitunar, fljótandi vetni fyrir flugvélar fram- tíðarinnar, enginn kostur sé jafnálit- legur fyrir einkabila og rafmagnið, fljótandi vetni fyrir stærri bifreiðar nema strætisvagna, sem nota ættu rafmagnsorku. Varðandi skipaflotann er kornizt að þeirri niðurstöðu að auðvelt eigi að vera að nota vetni sem orkugjal'a. Yrði það geymt sem málmsvampur i kjölfestu skipanna. DB-mynd: Bj.Bj. 30 átta ára í heimsókn: „Fær hún borgað fyrir að lesa DB?” „Heitir hann ritstjóri?” var spurt, þegar einn átta ára bekkur úr Mýrar- húsaskóla kom í heimsókn á Dagblaðið núna fyrir helgina og var kynntur fyrir ritstjóra blaðsins. Hópurinn kom í fylgd kennara síns og fékk að skoða hvernig eitt eintak af DB er búið til, frá því að frétt er skrifuð og þar til hún kemur á þrykk. Gengu börnin um prentsmiðjuna og eins sáu þau alla þá tækni, sem beitt er' við nútímaprentun. En einn gat samt ekki á sér setið, þegar honum var sagt, að prófarkalesarar læsu allt blaðið: „Fær hún borgað fyrir það?” -HP. Blikksmiðir sniðgengnir Á sameiginlegum fundi Félags blikk- smiða og Félags blikksmiðjueigenda 2. maí sl. var samþykkt að fela Kristjáni Ottóssyni, Ingimar Sigurtryggvasyni og Ólafi Jóhannessyni að fylgja eftir sam- þykkt fundarins er varðar hina nýju byggingareglugerð. Fundurinn harmar þau vinnubrögð er nefndin sem samdi byggingareglugerðina hefur tamið sér, í framkvæmd, að sniðganga blikksmiða- stéttina með því að virða hana ekki viðtals á meðan á samningi reglu- gerðarinnar stóð og áður en bygginga- reglugerðin var send út til umsagnar hinum ýmsu aðilum. En þó hefur hún ekki enn verið send blikksmiðastétt- innitil umsagnar. -GAJ- Útboð Tilboð óskast í gatnagerð á Húsavík. Útboðsgögn verða afhent á skrrfstofu bæjarins Ketilsbraut 9, Húsavík gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 25.5. næstkomandi kl. 14.00. Bæjarverkfræðingur Húsavík Könnun á hlustunaraðstöðu í kirkjum Kristín Sverrisdóttir, sem vinnur kristið starf á meðal heyrnarskertra, kannar um þessar mundir heyrnar- og, hátalarakerfi kirknanna í Reykjavík og nágrenni og svo lýsingu, með tilliti til þess hvernig heyrnarskertir geti sem bezt notið þesser þar fer fram. Hefur hún ekki sízt i huga eldra fólk, sem býr við minnkandi heyrn. Mun hún koma niðurstöðum sínum á fram- færi til kirknanna og til hinna heyrnar- skertu. Þá eru áformaðar guðsþjónust- ur fyrir fjölskyldur heyrnarskertra barna. Kristín vinnur einnig að al- mennu félagsstarfi meðal heyrnar- skertra barna og unglinga. Þess má geta að 26 fjórtán ára börn búa við skerta heyrn og 8 sex ára börn. Yfirleitt eru þó aðeins 1 —2 börn heyrn- arskert í hverjum árgangi. - GAJ Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.