Dagblaðið - 08.05.1979, Qupperneq 24
Heilbrigðisráðherra:
Munum
kanna
málið
— ef viðfáum
viðbótargögn
„Ef við fáum viðbótargögn í máli.
þessu, munum við láta kanna málið
rækilega,” sagði Magnús H.
Magnússon, heilbrigðismálaráðherra
í viðtali við DB um Tjaldanesmálið.
„Þarna var eitt ákveðið mál í
gangi á sínum tíma og ég fól ráðu-
neytisstjóra mínum að kanna, hvort
eitthvað nýtt hefði komið fram, er
Réttarvernd ritaði mér fyrir skömmu.
Hann hefur talið, að svo væri ekki og
svarað samkvæmt því. ”
• Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri er
erlendis um þessar m undir. -HP.
Forstöðumaður Tjaldaness íviðtali við Dagblaðið:
„Þetta er allt
saman upplogið”
— „Fólk ofsækir mig og andar í símann að næturlagi”
,,Það ekki fótur fyrir þessu, þetta
er allt saman upplogið,” sagði Birgir
Finnson, forstöðumaður Tjaldanes-
heimilisins í viðtali við Dagblaðið.
Eins og DB skýrði frá í gær. hefur
Réttarvernd krafizt rannsóknar á
meintu misferli hans ístarfi. ,,Þaðer
ein kona sem stendur fyrir þessu og
ég verð að draga það verulega í efa,
að hún sé heil á geðsmunum.”
Birgir sagði, að á Tjaldanesi hefðu
aldrei farið fram neinar óeðlilegar
lyfjagjafir. „Hér er frekar gefið víta-
mín helduren hitt,” sagði hann.
,,Ég hafði mikið fyrir því að fá
drenginn, sem minnzt er á, sendan í
heilauppskurð og að ég hafi barið
hann, er tóm vitleysa, eins og fram
kom fyrir tveimur árum,” sagði
Birgir. „Drengurinn er mjög veikur
og hefur ekki stjórn á sér. Mig
minnir, að ég hafi einu sinni danglað
i hann með Morgunblaðinu.”
„Ég varð að víkja þessari starfs,-
stúlku héðan — hún var að gera allt
vitlaust hér ,” sagði Birgir er hann
var spurður um uppsagnir starfs-
fólks. „Hún lét eins og vitlaus mann-
eskja og ég efast satt að segja um, að
hún gangi heil til skógar. Og ég hef
ýmislegt fleirá- í pokahorninu um
hana. Þroskaþjálfanum náði
upphafsmanneskjan á sitt band og ég
rak hana ekki — hún sagði upp, en
hún vissi, að hún var ekki velkomin
hingaðeftir þetta.”
„Þetta er allt upplogið, — ég er of-
sóttur í tíma og ótíma”, sagði Birgir
ennfremur. „Það var hringt hingað á
nóttinni og andað í síma og þetta fólk
gerði það, — fólkið sem stóð að
þessari herferð gegn mér og forstöðu-
fólki fleiri stofnanna.
„Ég mun nú leita samráðs við lög-
fræðing minn,” sagði Birgir, er hann
var spurður að því hvort hann sjálfur
færi ekki fram á rannsókn á þessum
ofsóknum á hendur sér. „Þetta var
allt saman tekið til meðferðar fynir
tveimur árum, en ég sef alveg fyrir
þessu, ég hefhreina samvizku.” -HP.
Tjaldanesheimilið i Reykjadal í Mosfellssveit.
DB-mynd: Hörður.
Skógareldur
íHeiðmörk
— eftir gáleysislega
meðferð með eld
Hluti Slökkviliðs Reykjavíkur var
upptekinn við sinubruna nær allan dag-
inn í gærog fram á kvöld. Þýddi þetta
skert öryggi borgarbúa með bíla og lið
langt út í sveit í baráttu við bruna sem
ýmist voru kveiktir viljandi eða af hel-
beru kæruleysi.
Stærsti bruninn varð í Heiðmörk
skammt frá Elliðavatnsbænum. Þar
var háð Iöng bárátta við víðáttumikinn
eld sem eyddi gróðri á stóru svæði og
eyðilagði margra ára skógræktarstarf á
stóru svæði. Þrír 15 ára piltar í
útrreiðartúr voru uppvisir að að hafa
orðið valdir að eldinum. Kváðust þeir
hafa fengið sér að reykja og hent eldi
öviljandi. Ekki vildu þeir þó við
lögreglu tala og gerðu hvað þeir gátu til
að komast undan henni.
Þá urðu miklir eldar í Dísardal og í
Vatnsenda og við Rauðavatn komst
eldur sem kveiktur hafði verið í skúr í
sinu og varð eldhaf af. AUs urðu brun-
arnir 15 talsins. -ASt.
' Kveikt var i skúrræfli við Rauðavatn og brann hann án mikillar eftirsjár. En eldurtnn komst i sinuna og þar var erfiðara við
allt að eiga og Ijótari sárín. DB-mynd Sveinn Þorm.
frfálst, óháð dagbJað
ÞRIÐÍUDAGUR 8. MAl 1979.
Raufarhöfn:
Haffsinn
kostaði
grásleppu-
karlana
100 millj.
fsinn hefur leikið menn grátt við
norðaustánvert landið. Á Raufarhöfn
hefur isinn eyðilagt grásleppuvertíðina
fyrir mönnum og valdið þannig miklu
tjóni.
í samtali DB við Arnþór Pálsson á
Raufarhöfn kom m.a. fram að ís
lokaði öllum leiðum 15. marzsl. og fór
ekki frá fyrr en 28. apríl sl. íshroði er
enn í Þistilfirði. Þorskanetabátar
höfðu aflað allvel fram að þeim tíma er
ísinn setti strik í reikninginn.
Harðast hefur ástandið komið niður
á þeim, sem stundað hafa grásleppu-
veiðar. Talið er að skaði þeirra manna
sé um 100 milljónir króna, bæði af
veiðitapi og veiðafæratjóni.
Sextán bátar hafa stundað grá-
.sleppuveiðar og á þeim vinna um fjórir
tugir manna. Tekjur af grásleppuveið-
um hafa undanfarin ár numið um
þriðjungi árstekna þessara manna.
Á meðan isinn var landfastur komst
Raufarhafnartogarinn Rauðinúpur
ekki inn til löndunar og varð þess í stað
að landa á Húsavík. Afla var síðan ekið
á milli og gekk það brösótt, þvi ryðja
varð snjó af leiðinni á milli staðanna.
Aðeins er rutt einu sinni i viku og
þykir mönnum á Raufarhöfn Vega-
gerðin ekki standa sig sem skyldi og
súrt í broti að fá mjólk aðeins einu
sinni í viku.
Um helgina var norðvestan stórviðri
á Raufarhöfn. Unnu menn við snjó-
mokstur af þökum þrátt fyrir það að
sumar sé komið á almanakinu. „jh.
Farmanna- og
fiskimannasambandið:
Ráðherrarspilla
fyrir samningum
„Það hefur ekkert verið ræðzt við
síðan 30. apríl og ekki verið boðað til
fundar enn,” sagði Ingólfur Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Farmanna- og
fiskimannasambandsins í viðtali við
DB í morgun og taldi um leið horfur á
að verkfallið mundi enn dragast
nokkuð á langinn. Eitthvað um tíu skip
hafa nú stöðvazt og mörg munu
stöðvast næstu daga.
Sambandið telur að sífelldar yfirlýs-
ingar ráðherra I fjölmiðlum um deiluna
hafi orðið þess valdandi að vinnuveit-
endur neiti öllum viðræðum. Einnig
megi ætla að þeim hlæi hugur í brjósti
er þeim leggst svo fljótt og óvænt lið-
veizla ríkisstjórnar, sem kennir sig við
verkalýð.
Loks telur framkvæmdastjórn sam-
bandsins éngin dæmi slíks, þótt far-
menn hafi áður orðið fyrir árásum
fjandsamlegs ríkisvalds og svarað
þeim, hvað til stendur aftur ef þörf
krefur. Engar aðgerðir lágu þó á
borðinu í morgun. „GS.