Dagblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 1
fiiálsi
úháð
daumað
5. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979. - lll.TBL.
RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI U.-AÐALSÍMI 27022.
Kratar hafna afskiptum
ríkisins af samningum
þingf lokksf undur til 3 í nótt
Þingflokkur Alþýðufiokksins sam- samningunum. Alþýðuflokksmenn munu enn- einn af forystumönnum flokksins i Þá hefur myndazt þverbrestur i
þykkti í nótt að hafna afskiptum Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- fremur kynna lagafrumvarp um viðtali við DB í morgun. ríkisstjórninni, þar sem bæði
ríkisvaldsins af kaupsamningum. ráðherra kynnti hugmyndir þing- frjálsa kjarasamninga. Þingflokksfundurinn stóð til Framsókn og Alþýðubandalag crú
Rikið ætti ekki með einum eða flokksins á ríkisstjórnarfundi laust „Mottóið í tillögum Alþýðuflokks- klukkan um þrjú i nótt. Skoðanir með tillögur um afskipti rikis-
öðrum hætti að skipta sér af fyrir hádegið. ins eru frjálsir samningar,” sagði voru talsvert skiptar. stjórnar. -HH.
Mjólkurverkfallið:
Hálfur
gangurá
mjólkur-
dreifingu
— gertfyrirtilmæli
landlæknis og
borgarlæknis — allf
íóvissu með næstu
viku, segir forstjóri
Samsölunnar
,,Það er ákveðið að mjólkur-
fræðingar munu vinna hér í dag og á
morgun,” sagði Guðlaugur
Björgvinsson framkvæmdastjóri
Mjólkursamsölunnar í samtali við
DB í morgun.
Ég tel að ef almenningur hegðar
mjólkurinnkaupum sínum skynsam-
lega þá muni verða næg mjólk fyrir
alla fram að helgi. Um áframhaldið
er allt óákveðið,” sagði Guðlaugur.
Fram að helgi yrði aðeins dreift
mjólk og súrmjólk í verzlaniren hvort
frekari dreifing yrði í næstu viku eða
mjólkurfræðingar héldu áfram
störfum sínum þá að óleystu verk-
falli, sagði framkvæmdastjórinn að
allt væri óvíst um.
Sigurður Runólfsson formaður
félags mjólkurfræðinga sagði í gær-
kvöldi að þeir hefðu fallizt á að leyfa
dreifingu á mjólk, sem svaraði til um
það bil 280 þúsund Utra á viku á
sölusvæði Mjólkursamsölunnar i
Reykjavík. Nær það frá Mosfellssveit
og út á Suðurnes, auk Vestmanna-
eyja.
Venjulega mun mjólkurneyzla á
þessu svæði vera nærri 480 til 490
þúsund lítrar á viku.
Sigurður Runólfsson sagði, að
undanþága þessi hefði verið veitt
fyrir tilmæli Ólafs Ólafssonar land-
læknis og Skúla Johnsens borgar-
læknis.
Ekki hefur enn verið tekin formleg
afstaða til beiðni ríkisstjórnarinnar
um að taka við 3% hækkun en for-
maður mjólkurfræðinga átti von á að
þeim tilmælum yrði hafnað.
-ÓG.
Karlinn var hinn rei ðasti þegar reynt var að lokka hann niður með korni og öðru góðgæti — hvxsti og urraói og sýndi beittar tennurnar.
DB-mynd Hörður.
Á apaveiðum í höf uðborginni - sjá bis. 8-9
Átta egg fundust
1 brunnu hreiðri
Slökkviliðsmenn að störfum við barnaheimilið.
DB-mynd Sveinn Þorm.
Strákar sáust hlaupa allt sem fætur
toguðu frá því að kveikja í sinu við
■gróðrarstöð Alaska við Miklatorg i
gær. Sinan skíðlogaði eftir fagran sól-
ardag og eldurinn lék brátt um trjá-
gróður gróðrarstöðvarinnar. Síðan
sótti eldurinn að nálægu barnaheimili
og tóku vegfarendur að berja eldinn
áður en slökkvilið bar að. Það urðu
snörp átök við að slökkva áður en eld-
urinn hafði náð barnaheimilinu. Og
þegar öllu lauk mátti auk brunninna
trjánna sjá leifar af hreiðri andar með
átta eggjum sem eldurinn hafði eyði-
lagt. Slökkviliðsmenn spurðu: Vilja nú
ekki þessir strákar er þarna kveiktu i og
aðrir sém sinudda kveikja viljandi.láta
staðar numið við þetta tjón á trjám og
fuglalífi? Það er löngu kominn tími til
aðhætta. -ASt.
Takið þátt í Ijósmyndakeppninni um sumarmynd DB 79