Dagblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 2
OPNUNARTÍMI
VEITINGAHÚSA
— hálf-tólf reglan mætti f júka
R. R. hringdi:
Mig langar til þess að leggja orð í
belg varðandi breyttan opnunartíma
veitingahúsa. Nú stendur jafnvel til
að hafa veitingahúsin opin til kl. 3,
og er ég ánægður með þá ráðstöfun.
Ekki hefur þó enn fengizt úr því
skorið hvort hálf-tólf reglan eigi að
standa eða ekki. Mér finnst það að
mörgu leyti fáránlegt að ætla að
hætta að hleypa gestum inn kl.
11,30 þegar dansleikirnir standa til
kl. 3. Ég hef grun um að fáir verði
eftir inni kl. 3, þvi ég held að fáir
nenni að hanga svona lengi á sama
skemmtistaðnum. Núna, þegar
aðeins er opið til kl. 2, er reynsla mín
sú að þegar sé hópurinn allmikið
farinn að þynnast fyrir þann tíma.
Með lengingu opnunartímans finnst
mér því nauðsynlegt að gera fólki
kleift að skokka svolítið á milli staða
en vera ekki rigbundið við sama
staðinn í þrjá og hálfan klukkutíma.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979.
Væntanlega gefst gestum skemmtistaðanna bráðlega kostur á að dansa til kl. 3.
Tlllitssemi i umferðinni er nauðsynleg.
notið þá
vinstri til
framúraksturs
Lesandi hringdi:
Mikið skelfing fer það i taugarnar
á mér þegar ökumenn nota bæði
hægri og vinstri akreinar til þess að
komast leiðar sinnar. Það hefur nú
eitthvað verið skrifað um þetta áður í
blöðin, en það er eins og fólk taki
bara ekkert mark á því.
í morgun var ég t.d. á leið minni í
vinnuna og burfti að fara inn alla
Miklubrautina. Ég er sannfærður um
að ég hefði getað sparað mér nokkrar
mínútur i þessari ferð ef ökumenn
hefðu ekið á hægri akrein og aðeins
notað þá vinstri til framúraksturs.
Lumeniti
BEZTI MOT
LEIKURINIM GEGN
HÆKKANDI
BENSÍNVERÐI
HABERG ht
Raddir
lesenda
Hringið
í síma
27022
milli kl.
13 og 15,
eða skrifið
Dóra Jónsdóttir umsjónarmaður
Popphorns á föstudögum.
Sumarf rí sjónvarpsins:
Kemur illa við gamla fólkið
Skartgripir
við öll tœkifœri
SIGMAR 6. MARÍUSSON
Hverfisgötu 16A - Sfmi 21366.
Sjónvarpsáhorfandi skrifar:
Margir eru að vonum mjög undr-
andi vegna nýlegra frétta af stórkost-
legu fjársvelti útvarps og sjónvarps
og ýmiss konar sparnaðaráformum
þessara fyrirtækja. Þetta er vitaskuld
mál sem þarf að leita lausnar á hið
bráðasta þannig að ekki þurfi til þess
að koma að skera verði niður efnið
sem hefur hingað til verið sizt of
mikið.
Ein er sú hugmynd sem hefur
skotið upp kollinum í sambandi við
þessa umræðu. Hún er sú að sumar-
frí sjónvarpsins verði lengt. Þessa
tillögu lízt mér vægast sagt mjög illa
á. Ég var þvert á móti farinn að gera
mér vonir um að þessi ósiður sjón-
varpsins legðist niður af því að þó að
það séu fjölmargir sem telja sig geta
verið án sjónvarpsins í nokkurn tíma
þá má ekki gleyma hinu að
sjónvarpsleysið kemur illa við marga
aðra. Ég minnist þess sérstaklega, er
ég vann á elliheimili hér í borg um
hrið, hve gamla fólkinu leiddist oft á
kvöldin í sjónvarpslausa mánuðinum
og ráfaði eirðarlaust um gangana.
Þannig er ástatt um margt fólk sem
ekki hefur við mikið að vera, þó ungt
og fullfrískt fólk telji sig geta verið
án þessarar dægrastyttingar enda
getur það bætt sér það upp með
margs konar skemmtunum öðrum
sem gamla fólkið og ýmsir aðrir
hópar eiga ekki kost á. Því vil ég
skora á yfirvöld að stefna að því að
sumarfrí sjónvarpsins verði afnumið
og sjónvarpað verði alla daga vik-
unnar i stað þess að leiða hugann að
lengra fríi.
Sjónvarpsleysi kemur sér vafalaust
illa fyrir þá sem bundnir eru heima
við öll kvöld.
hægri
Anægður með
föstudagspopp
þatturinn vinsæll meðal tonlistarmanna
Friðrik Karlsson hringdi:
Á lesendasíðu Dagblaðsins 15. maí
sá ég skrif um hve föstudagspoppið i
útvarpinu væri lélegt. Ég er svolítið i
tónlist sjálfur og er mjög ánægður
með þennan þátt. Þetta jass-rokk er
ný stefna hér og er að ryðja sér braut
inn á hérlendan markað. Mér ftnnst
því mjög sárt að sjá þessa tónlistar-
stefnu rakkaða niður í upphafi. Ég
veit að meðal minna kunningja, sem
eru margir hverjir tónlistarmenn, er
þessi þáttur mjög vinsæll og vil ég
færa stjórnanda hans, Dóru Jóns-
dóttur, þakklæti mitt og minna
kunningja fyrir þáttinn.
Akið
akrein