Dagblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979. r i 9 Margir í erfiðleikum með fasteignagjöldin —Albertflyturtillögu um stóriækkun gjaldaraia „Til mín er stanzlaus straumur fólks, sem ber sig illa vegna hárra fast- eignagjalda. Það er auðséð, að fast- eignamatið og fasteignagjöldin eru orðin svo há, að skilvíst fólk á erfitt með að standa í skilum. Þetta er að mínu mati eignaupptaka, þar sem fólk hefur byggt fyrir fé, sem það átti af- gangs eftir greiðslu skatta.” Þetta sagði Albert Guðmundsson borgarfulltrúi (S) í viðtali við DB í gær, þegar blaðið spurði hann um tillögu um lækkun fasteignagjalda, sem hann flutti í borgarráði í vikunni. Tillaga Alberts var þannig: „Þar sem fast- eignagjald í Reykjavík er nú orðið það hátt, að borgarbúar eiga í erfiðleikum með að standa í skilum þrátt fyrir góðan vilja, samþykkir borgarráð í um- boði borgarstjómar, að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að hún með borgar- stjórn Reykjavíkur endurskoði þegar í stað álagningu fasteignagjalda með það í huga, að álögð fasteignagjöld verði' stórlækkuðog gjalddögum fjölgað.” Albert Guðmundsson sagði, að þetta væri bæði mál ríkisins, sem bæri ábyrgð á háu fasteignamati, og borgar- stjórnar, sem stæði fyrir háum fast- eignagjöldum. Eins og menn muna hækkaði bæði mat á fasteignum og álagningarprósenta geysilega á þessu ári. Tillögu Alberts var vísað til meðferðar fjárhagsáætlunar borg- ‘arinnar. -HH. Súðavík: DH-myndJH. ElínogPollý Hún leynir sér ekki, vináttan milli Pollý tjáði húsmóður sinni ást sína hennar Elinar á Súðavík og hvolpsins með því að sleikja hana rœkilega í Pollýjar. Elín, sem er Jónbjörnsdóttir, framan. Pollý, sem nú er orðin þriggja og átta ára gömul, hitti blaðamann mánaða, stœkkar óðum og líklega DB á dögunum á Súðavík og sýndi verður orðið erfitt fyrir Elinu að lyfta honum þennan fallega hvolp. henni er ncer dregur hausti. Lffið er fiskur f Þorlákshöfn, þar sem 70% fbþanna lifa af þvf að veiða hann og verka. Hin 30% lifa svo að mestu af þjónustu við þessi 70%. tbúarnir eru nú um þúsund og það munar um það sem þeir lcggja f þjóðarbúið. En þó vinnan sé mikil gaf þetta unga fólk sér tfma til að skjótast út undir vegg f kaffitfmanum. Þeir áköfustu i fisk- vinnslunni gáfu sér þó ekki tima til að taka af sér svuntur eða fara úr gúmmfbuxum. DS/DB-mynd Bjarnleifur. Meingallað lánakerfí ff 'Ur_____________________ ástæðu þess að fólk vill ekki íbuðimar „Þótt löggjafinn ætlist tif þess að þessar íbúðir séu fyrir láglaunafólk er ekki nema allra ríkasta fólk sem getur búið í þeim,” sagði Ámi Emilsson, fráfarandi sveitarstjóri í Grundar- firði, i samtali við DB-menn, er þeir voru á ferð um Snæfellsnes fyrir skömmu. Umræðuefniö var nýbyggð blökk þar á staðnum með 8 ibúðum. Hefur gengið heldur illa að fá fólk til að flytja inn í íbúðirnar og kennir Árni „meingölluðu lánakerfi” um. Kostnaðarverð stærri íbúðanna er 24 milljónir en minni íbúðanna 13,5 milljónir. í íbúðunum er lánað 80%, en hækkun 30% á ári. Benti Ámi á að efdr þrjú ár ættu kaupendur minni íbúðanna enn eftir að greiða í þeim 10,8 milljónir og eftír 8 ár ættu þeirenn ógreiddar 10.381.855 kr. Varðandi stærri ibúðirnar væri svipaða sögu að segja. Eftirstöðvar eftir 3 ár væru 19,2 milljónir og eftir 8 ár ætti kaupandinn enn ógreiddar rúmlega 18,4 mUljónir. Allan þennan tíma hefði kaupandinn því aöeins verið að greiða vextí og vísitöluálag en sjálf kaupupphæðin stæði tUtölu- lega óbreytt. Árni sagðist telja að þetta væri meginástæðan tU þess að gætt hefði tregðu hjá fólki tU að flytj- ast í þessar íbúðir sem væm þrátt fyrir aUt ætlaðar láglaunafólki. -GAJ Blokkin f Grundarfirði sem ætluð var laglaunatotki en ao sögn Arna EmUssonar er það ekki nema „allra rfkasta fólk” sem getur búið i henni. DB-mynd Árni Páll. Erfíð lausafjárstaða bankama í júní: Mikil pressa á útlán, innlána- aukning ekki nægileg á móti —segirTryggvi Pálsson hjáhagfræðideild Landsbankans ,,Frá árslokum tíl mánaðamóta maí/júní höfðu innlán aukizt óvenju mikið hjá okkur, eins og hjá öðrum bönkum. En í júní hallaði undan fætí og lausafjárstaða okkar rýrnaði ört. Mikil pressa varð á útlánum, en inn- lánaaukning varð ekki nægileg á móti,” sagði Tryggvi Pálsson hjá hagfræði- og áætlunardeild Lands- banka íslands viö DB. „Farmannaverkfallið og olíu- verðhækkanir settu alvarlegt strik í reikninginn í júní. Olíufélögin hafa yfirdregið óvenju mikið á reikningum sínum og umræða um hugsanlega gengisbreytingu jók þrýsting á útlán. Farmannaverkfallið hafði mun meiri áhrif á innflutning en útflutning, sem þýddi lækkun vörubirgða og aukningu peningamagns í umferð. Þeta tímabil er andstæða við þann tímaífyrra sem útflutningsbann var í gildi. Þá stöðvaðist útflutningur en innflutningur gekk áfram. Stöðugt voru keyptar inn vörur, en peninga- magn í umferð rýrnaði að sama skapi.” í júni jukust heildarinnlán i Landsbankanum um 334 milljónir, sparilán jukust um 792 milljónir, gjaldeyrisinnlán um 174 milljónir og veltiinnlán (á hlaupa- og ávísana- reikningum) um 632 milljónir. Eins og kunnugt er hækkuðu innlánsvextir um 2 1/2% 1. júní sl., sem liður í þeirri viðleitni yfirvalda að auka sparnað og draga úr verðbólgu. En eru niðurstöður júníreikninga marktækar varðandi það hvort vaxtahækkunin hafi haft raunveruleg sparnaðaráhrif? ,,Nei, alls ekki,” sagði Tryggvi Pálsson. „Það þarf að kanna mun lengri tíma og taka fleiri atriði inn í myndina til að fá marktækan saman- burð. Vaxtaaðlögun að verðbólgunni á að gana yFir allt til ársloka 1980. Vextir skipta máli varðandi í hvaða formi sparnaður er. Fyrir bankana skiptir máli að sparnaðurinn breytist, að menn leggi peningana sína frekar í banka, en festa þá t.d. í innflutningi eða húsbyggingum.” -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.