Dagblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 13.07.1979, Blaðsíða 15
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1979. 19 d Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir I Landsliðið i tugþraut, sem keppir í Bremen um helgina. Frá vinstri: Þorsteinn Þórsson UMSS, Þráinn Hafsteinsson IR og Eiías Sveinsson FH. Á myndina vantarStefán Hallgrimsson UlA. DB-mynd Hörður SNÆFELL HAFÐIYHRBURDI Um siðustu helgi var geysilega mikið unglirtgamót haldið á Snæfellsnesi og voru þátttakendur um 150 talsins, frá 7 og upp í 14 ára. Keppt var í mörgum greinum frjálsra íþrótta og sendu fimm félög innan HSS keppendur til mótsins, sem fór fram í sæmilegasta veðri í Stykkishólmi. Svona mót var fyrst haldið árið 1974 og var nú haldið í 6. skipti og að venju var stigakeppni á milli félaganna. Að þessu sinni sigraði Snæfell úr Stykkishólminum með 115,5 stig. í öðru sæti varð Víkingur, Ólafs- vík, með 64,5 stig. Grundfirðingar urðu þriðju með 58 stig, Reynir frá Hellisandi fékk 19 stig, UMF Staðar- sveitar hlaut 15 stig og íþróttafélag Miklaholtshrepps rak lestina með 8 stig, en úrslit urðu þessi á mótinu: 13—14ára piltar Langstökk Mex Páll Ólafsson, Snæfelli, 4,66 m Sicmgr, Leils' Vikingi 4,58m Kristján Sigui 'sson, (irundarf., 4,55 m Guðmundur Bragasun Reyni 4,30 m /S Vakti athygli Það er ekki á hverjum degi sem kvenfólk stendur i ströngu við dómgæzlu i 1. deildarteikjunum í knattspyrnu. Á leik Víkinga og Skagamanna i vikunni vakti þessi stúlka, Guðbjörg Petersen, mikla athygli fyrir röggsemi og ákveðni á linunni. Er óhætt að segja að hún hafi skotið mörgum kolleg- um sínum af hinu kyninu ref fyrír rass með frammistöðu sinni þetta kvöld. 100 metra hlaup Alex Páll Ótafss., Snæfetli Krístján Sigurðsson, Grundarfirði, Steingr. Leifsson, Víkingi Böðvar Kristjánsson, Víkingi Hástökk Sævar Gíslason, Grundarfiröi Alex Páll Ólafsson, Snæfelli Guðmundur Bragason, Reyni Böðvar Kristjánsson, Víkingi, Krínglukast Björgvin Þorst.son, Snæfelli Þröstur Auöunsson, Staðarsveit Böðvar Kristjánsson, Víkingi Jóhann Hinriksson, Snæfelli Kúluvarp Björgvin Þorsteinsson, Snæfelli Krístján Sigurösson, Grundarf. Sævar Gislason, Grundarfirði Sigurður Bentsson, Snæfelli 800 metra hlaup Alex Páll Ólafsson, Snæf. Rafn Rafnsson, Snæfelii Þröstur Auðunsson, Staðarsveit, Metúsalem Hilmarsson, Vík. Spjótkast (aukagrein) Björgvin Þorsteinsson, Snæf. Bogi Bragason, Snæfelli Jóhann Hinriksson,*Snæf. Hlynur Harðarson, Grundarf. 13—14 ára stelpur Langstökk Lilja Stefánsd., Víkingi Bergþóra Sig.dóttir, Grundarf. Ásta Mósesd., Grundarf. Björg Björgvinsd., Snæfelli 100 metra hlaup LiljaStefánsd., Vik. Bergþóra Sigdóttir, Grundarf. Svala Loftsd., Miklahhreppi Erla Halldórsd., Miklahhreppi Krínglukast Lilja Stefánsd., Vík. DrífaÓttarsd., Vík. Jensey Skúlad., Vík. Elín Ólafsdóttir, Reyni, Kúluvarp Ásta Mósesd., Grundarf. Fjóla Jónsdóttir, Vik. Björg Björgvinsd., Snæf. DrífaÓttarsd., Vik. 14,4 sek 14,9 sek. 15,0 sek. 15,1 sek. l,50m 1,45 m 1,35 m l,30m 28,40 m 21,30m 20,96 m 19,30m 13,86 m 10,38 m 8,24 m 7,62 m 2:40,4 min. 2:45,1 min. 2:48,0-mín.. 2:49,5 mín. 32,90 m 30,68 m 22,80 m 22,70 m 4,67 m 4,13 m 3,86 m 3,82 m 14,2 sek. 14,8sek. 15,6 sek. 15,9sek. 24,64 m 18,77 m 18,45 m 18,45 m 8.43 m 8,04 m 8,00 m 7,64 m Hástökk Lilja Stefánsd., Vík. Margrét Ingimundard., Vik. Björg Björgvinsd., Snætélli Drífa Óttarsd., Víkingi 800 metra hlaup Bergþóra Sigdóttir, Grundarf. Margrét Ingimundard., Vík. Elín Óladóttir, Reyni Hugrún Ragnarsd., Reyni, Spjótkast (aukagrein) Drífa óttarsd., Vík. Jensey Skúlad., Vik. 11—12 ára stelpur 60 metra hlaup Eydís Eyþórsd., Snæf. Sigurdis G'islad., Grundarf. Anna Lóa Sigurjónsd., Snæf. iBrynhildurólafsd., Grundarf. Langstökk Eydís Eyþórsd., Snæf., Sigurdís Gislad., Grundarf. Margrét Jóhannsd., Reyni Rósa Svansd., Snæfelli 800 metra hlaup Eydís Eyþórsd., Snæf. Brynhildur ólafsd., Grundarf. Telma Eliasd., Vík. Guðrún Kristjánsd., Grundarf. Hástökk Eydís Eyþórsd., Snæf. Jóhanna Friðgeirsd., Grundarf. Þórdís Rúnarsd., Grundarf. Margréft Jóhannsdóttir, Reyni, Kúluvarp Oddfríður Traustad., Snæf. Þórdis Rúnarsd., Vik. Margrét Jóhannsd., Reyni Brynhildur ólafsd., Grundarf. 11—12árastrákar 60 metra hlaup Magnús Gylfason, Vik. Henrik Jónsson, Grundarf. Bárður Eyþórsson, Snæf. örn Þ. Andréssson, Grundarf. Langstökk MagnúsGylfason, Vík. Bárður Eyþórsson, Snæf. I,* ) m 1,30 m l,30m 1.30m 2:56,5 min. 3:03,8 mín. 3:09,5 min. 3:1§,2 min. 18,30m 17,71 m 9.4 sek. 9.5 sek. 9.6 sek. 9.7 sek. 4,07 m 3,93 m 3,83 m 3,67 m 2:52,5 min. 3:16,6 min. 3:23,8 min. 3:25,0 mín. 1,20 m l,I5m l,10m 1,10 m 6,27 m 6,18 m 6,12 m 5,91 m 9,5 sek. 9,7 sek. 9,7 sek. 10,0 sek. 4,13m 4,03 m Hólmgrímur Bragason, Reyni 3,71 m Henrik Jónsson, Grundarf. 3,62 m Hástökk Sig. Sigurþórsson, Snæf. 1,25 m Magnús Gylfason, Snæf. 1,20 m Báröur Eyþórsson, Snæf. l,20m Björgvin Páls., Miklahhreppi 1,15 m 800 metra hlaup Bárður Eyþórsson, Snæf., 2:45,2 min. Sig. Sigurþórsson, Snæf. 2:49,9 min. Karl Jóhannesson, Vik. 2:54,2 min. , ^óhann ísleifsson, Vík. 2:55,2 min. Kúluvarp Björgvin Pálsson, Miklahreppi, 8,88 m Ragnar Klementssson, Snæf. 8,88 m Elías Rögnvaldsson, Grundarf., 8,63 m Kristján Jónsson, Snæfelli 8,04 m Stúlkur 10 ára og yngri 60 metra hlaup Ester Unnsteinsd., Staöarsv. 10,2 sek. Ingunn Gíslad., Snæfelli 10,8 sek. Lilja Valdimarsd., Snæf. ll.Osek. Gerður G. Guðjónsd., Snæf. 11,3 sck. Langstökk Ester Unnsteinsd., Staðarsv. 3,31 m Jóhanna Vilbergsd., Snæfelli, 3,14 m Hildigunnur Smárad., Reyni 3,13 m Eyrún Gunnarsd., Snæfelli 2,99 m Boltakast Bylgja Baldursd., Snæfelli 33,10m Hildigunnur Smárad., Reyni 31,78 m Sigríður Bragad., Snæfelli 28,12 m Ester Unnsteinsd., Staðarsv. 23,25 Strákar 10 ára og yngri 60 metra hlaup Ellert ólafsson, Snæf. 10,5 sek. Stefán Sveinsson, Snæf. 10,6 sek. Sævar Ragnarsson, Snæf. 10,8 seK.. Stefán Guðmundsson, Staðarsv., 11,3 sek. Langstökk Bjami Ellertsson, Snæf. 3,21 m Guðmundu Þorgrímsson, Vik. 3,21 m EUert ólafsson, Snæf. 3,16 m Alexander Helgason, Snæf. 3,16 m Boitakast Amar Kristjánsson, Gmndarf. 42,42 m Bjami EUertson, Snæfelli 41,40 m HaUgrímur Pétursson, Vík., 40,40 m Aðalsteinn Þorvaldsson, Snæf. 39,00 m Sárdánægðir Eyjamenn Knattspyrnuráð Vestmannaeyja mótmælir harðlega óábyrgum og ósanngjörnum skrifum blaðamanna Morgunbiaðsins og Dagblaðsins á leik Fram og ÍBV þann 8. júli sl., þar sem með grófum og meiðandi hætti er ráð- izt á IBV-liðið og einstaka nafngreinda leikmenn þess og þeir sakaðir á einkar smekklausan hátt um allt að mann- skemmandi fúlmennsku á leikvelli. Blaðamenn verða að gera skarpan greinarmun á grófum leik og því að leika sterkt og ákveðið. Það er líka al- kunn staðreynd, að sá sem hikar eða gefur eftir í tæklingum er sá hinn sami sem tapar. öm Óskarsson er líkamlega geysisterkur ieikmaður sem ávallt fer i tækþngar til þess að vinna boltann og fær ákaflega sjaldan dæmt á sig brot, einfaldlega vegna þess að tæklingar hans em löglegar, boltinn er tekinn. Nokkrir biaðamenn hafa ákveöið að setja örn á „svartan lista” og nota ófögur orð svo vægt sé tíl orða tekið. Við lýsum yftr megnustu fyrírlitningu okkar á þvi hvernig þessir blaðamenn stilla Erni uppgagnvart almenningsálit- inu og dómurum sem einhverju fúl- menn á leikvelli, leikmanni sem ekki sé komandi nálægt í leiknum nema eiga það á hættu að „koma . . . fótbrotinn á báðum úr slíkri meðferð” (Dagblaðið 9/7, SSv.) eða með fótinn í „tætlum” (Morgunblaðið 10/7, gg). Svona skrif eru fyrir neðan allar hellur lágkúmnnar og áðurnefndum blaðamönnum og blöðum þeirra til mikillar vansæmdar. Þá er það Morgunblaðinu til lítils sóma að alhæfa um ÍBV-liðið: „Gilti stund- um einu hvort sparkað var í mann eða knött”. Við Eyjamenn leikum fast og ákveðið til vinnings í hverjum leik, réti eins og öll önnur lið sem ætla að ná ár- angri. Enginn okkar leikmanna ætlar sér vísvitandi að meiða eða slasa and- stæðinginn frekar en hann reiknar með að nokkur hans andstæðingur ætli sér eitthvað óheilt að yfirlögðu ráði. Knattspyrnan er ekki slík á Islandi í dag, sembeturfer. Við skorumst ekki undan gagnrýni Eyjamenn, en við ætlumst til þess að gagnrýni sé sett fram á heiðarlegan hátt. Er til of mikils ætlazt? Knattspyrnuráð Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum lO.júlí 1979. Eyjamenn leika fast, einum um of, * og gefa aldrci þumlung eftir. Einkum var örn Óskarsson óþarflega grófur í leik sinum og undarlegt er hvernig hann slcppur endalaust viö tiltal cins og hann fer i tæklingar. Mótheriinn má þakka guði fvrir að koma ekki fótbrotinn á báðum úr slikri meðferð. Annars var vðmin sterkari hluti liðsins, en frammi var Tómas Pálsson stórhættulegur. Óskar Valtýsson var sami ódrepandi dugnaðarforkurinn á miðjunni, en bezti maður liðsins var tvimælalaust Ársæll markvörður. Markvarzla hans var oft á tiðum stórglæsileg og e.t.v. má segja að hún hafi réttlætt að annað stigiðfór tilEyja. -SSv. Hinnóþekkti markakóngur - fæstir kannast við Carios Bianchi, sem skorar grimmt í Frakklandi Carlos Bianchi hefur skorað 120 mörk með argentínska liðinu Velez Sarsfield, 103 með Stade Reims og 64 með París St. Germain. Samt kannast ákaflega fáir við þetta nafn þegar á það er minnzt. Þessi þrítugi Argentínu- maður er búinn að vera einn af marka- hæstu ieikmönnum Evrópu í mörg ár en einhvern veginn hefur hann aldrei náð neinni verulegri frægð utan Frakk- lands. Hver er ástæðan? Hún er líkast til sú að tvivegis hefur Bianchi orðið í 2. sæti yfir markakónga Evrópu og hlotið silfurskóinn frá France Football og einu sinni hefur hann hlotið brons- skóinn. Hins vegar hefir honum aldrei hlotnazt guiiskórínn, en hann er á meðal eftirsóttustu verðlauna í evr- ópskum knattspyrnuheimi. Það er greinilega dálitili munur á að vera beztur eða næstbeztur. „Ég hefi skorað mörk svo lengi sem ég man eftír mér,” segir Bianchi í við- tali við enskt blað fyrir skömmu. „Mér er alveg sama hvernig mörk ég skora — bara að boltinn fari í netíð.” Bianchi hefur skorað um 300 mörk frá því að hann hóf feril sinn — 18 ára síðhærður strákur — hjá argentínska liðinu Velez Sarsfield árið 1967. Hann vaktí mikla athygli í heimalandi sínu en aldrei þó eins og þegar hann skoraði öll mörkin fyrir lið sitt í leik gegn San Lorenzoí 1. deildarkeppninni. Árið 1973 fóru evrópsk félög að líta kappann hýru auga og það varð úr að hann færi til Stade Reims. „Mig lang- aði mest til að leika á Spáni, með ein- hverju félagi þar, og Valencia, Barce- lona og Real höfðu öll samband við félag mitt en samningar tókust ekki,” segir Bianchi. Bianchi hefur gengið allt í haginn síðan hann fór til Frakklands. „Ég veit ekki af hverju argentínskum sóknarmönnum hefur gengið jafn vel og raun ber vitni í Evrópu,” segir hann. „Það liggur kannski í því að við erum sneggri að koma boltanum frá okkur.” Cesar Luis Menotti, þjálfari argen- tínska landsliðsins, var mikið gagn- rýndur í heimalandi sínu fyrir að velja ekki Bianchi í lið sitt, en að sögn Menotti féll hann ekki inn í leikaðferj) liðsins og Leopoldo L.uque varð fyrir valinu og varð eins og aliir vita heims- frægur. „Að sjálfsögðu varð ég fyrir miklum vonbrigðum með að vera ekki valinn, en ég virði Menotti fyrir það að koma hreint fram og segja mér einfaldlega að ég félli ekki inn í hans leikaðferð.” „Mér hefur enn ekki tekizt að næla í gullskóinn, en það urðu mér ólýsanleg vonbrigði þegar ég varð markahæstur í Frakklandi 1977—78 með 37 mörk, að heyra að Hans Kranki hefði skorað 41 mark fyrir Barcelona.” „Ég er atvinnumaður og legg mig all- an fram í starfi mínu og ég á eftir að skora mikið þótt ég sé orðinn þritugur. Hver veit nema ég kræki í gullskóinn í vetur?” Nokkrir af þeim er sátu fundinn hjá HSt i gærdag. Þar voru lögð á ráöin fyrir veturínn og mikill hugur i mönnum. DB-mynd Bjarnleifur Lögð á ráðin fyrir næsta vetur —þjátfarar ogfulHrúar 1. deiktariiðanna finduðu hjáHSIígær í gærdag var haldinn fundur á veg- um HSÍ með forráðamönnum og þjálf- urum 1. deildarliðanna í handknattleik Enntapar Juantorena Allt gengur nú á afturfótunum hjá stórhlauparanum Alberto Juantorena frá Kúbu. Hann tapaði lengi vel ekki hlaupi eftir hina glæsilegu sigra sína á ölympiuleikunum i Montreal 1976, en nú er svo komið að hann á í vandræð- um með að vinna hlaup. í gærkvöldi tapaði hann rétt eina ferðina — nú fyrir Bandaríkjamannin- um Tom Darden í 400 metra hlaupi á Pan Am leikunum á Puerto Rico. Darden hljóp á 45,11, en Juantorena hljóp á 45,24. Willie Smith, landi Dardcn, hirti bronsverðlaunin á 45,30 sek. Fyrr i vikunni vann James Robinson Junatorena í 800 metra hlaupinu á Pan Am leikunuim og Bandaríkjamenn hafa haft meiri yfirburði en nokkru sinni fyrr. Hvenær skora liðin? —DB fer ofan f saumana á íslandsmótinu Flestir fjölmiðlanna hafa á undan- förnum vikum birt ýmiss konar vanga- veltur varðandi 1. deildarkeppnina í ár og sýnist þar sitt hverjum eins og eðlilegt má telja. Megnið af þessum greinum hefur verið um atriði eins og hversu sterk einstök lið séu eða þá á hvaða hátt þau séu sterkust, sóknar- eða varnarlið. Nú er 8 umferðum lokið í 1. deildar- keppninni í ár og er keppnin eins og alir vita með jafnasta móti og aðeins íslandsmótið 1969 kemst i hálfkvisti hvað þetta atriði varðar. Talsvert hefur verið skoraðaf mörkum fram til þessa, eða alls 110 mörk i 40 leikjum, eða að meðaltali 2,75 mörk í leik, sem er ágætt. Flest urðu mörkin í 5. umferð- inni, 18, en fæst í þeirri 4., 10 talsins. Okkur datt þvi í hug að gaman væri að velta þvi fyrir sér hvenær mörkin hafa verið skoruð í þessum 80 leikjum, í 1. deildinni. Við settum því upp mjög auðskiljanlega töfiu þar sem leiknum er skipt niður í 8 hluta. Kemur þar fram að flest mörkin í leikjunum koma í upphafi síðari hálf- leiks eða frá 46. minútu til þeirrar 60. Á þessum kafla hefur verið skorað 21 mark og hafa Vikingar og Keflvíkingar verið manna iðnastir við að skora á þessum kafla. Þá kemur einnig skýrt fram á töfiunni að upphafskafli leikjanna hefur reynzt Þrótturum sérlega vel þar sem þeir hafa skorað 7 marka sinna á tímabilinu frá 1.-25. mínútu. Víkingar hafa aðeins skorað tvívegis í öllum sín- um fyrri hálfleikjum, en hins vegar 9 sinnum í síðari hálfleik — 11 mörk alls. Alls hafa verið skoruð 49 mörk í fyrri hálfleik í 1. deildinni í sumar en 61 mark I þeim síðari. KR-ingarnir eru einna fastheldnastir á venjuna og þrí- vegis hafa þeir skorað mark á 30. minútu og tvívegis á 37. mínútu. Að öðru leyti ætti taflan að skýa sig algerlega sjálf. hm 3 m k. Mín. 2 2 3 (0 Z w# c ■■■ 1 Fram GC £ Valur * GQ < i !■ A > GQ 1.-15. 1 0 2 1 1 1 2 3 3 0 = 14 16.-25. 1 0 0 1 0 1 0 0 4 1 = 8 26.-35. 2 1 0 1 3 1 2 1 3 2 = 16 36.-45. 1 2 0 1 2 1 1 0 0 3= 11 s ■ i s ■ 1 0 5 3 1 2 4 1 1 3 = 21 61.-70. 1 0 1 b 2 2 1 2 1 1 = 11 71.-80. 1 0 1 2 1 2 0 1 0 1 = 9 81.-90. 1 3 2 3 1 3 3 3 1 0 = 20 þar sem lögð var á ráðin fyrir veturinn og vetraráætlun HSÍ lögð fyrir. Á fundinum voru fulltrúar nær allra lið- anna og var ætlunin að leggja drög að íslandsmótinu næsta vetur. íslandsmótið mun að öllum líkindum hefjast þann 10. nóvember eða nokkru síðar en venja er til en nú mun einnig ætlunin að keyra mótið í gegn í einni lotu og ekki slíta það í sundur eins og gert hefur verið undanfarin 2 ár. Þetta sundurslit íslandsmótsins hefur öðru fremur veri ástæðan fyrir því að að- sókn að leikjunum fór hraðminnkandi. Nú er hins vegar mikill hugur í mönn- tim um að rífa ísiandsmótið upp úr þessari deyfð og leggja meiri áherzlu á gott skipulag. Líkast til verður leikið á fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum í mótinu og verður af fremsta megni reynt að forðast að tveir leikir séu á sama kvöldi. Þá var 45 sekúndna reglan kynnt á fundinum í gær og lagt til að hún yrði reynd í Reykjavíkurmótinu svo og Reykjanesmótinu í handknattleik, en þessi mót fara fram síðast í september og í byrjun október. Þessi regla er í stuttu máli sú, að sóknir hjá liðum mega ekki standa lengur en í 45 sek. Þetta var fyrst innleitt í Sovétríkjunum og hefur gefið mjög góðan árangur og leitt af sér mun hraðari og skemmtilegri handbolta á allan hátt. í annarri viku ágústmánaðar verður svonefnt fjórpróf og gefur HSÍ öllum félögunum í 1. deild kost áað senda 10 beztu Ieikmenn sína í þetta próf og sjá hvar þeir standa hvað þrek snertir. Verður fyrst 3000 metra hlaup, þá 40 metra sprettur og síðan verður stökk- kraftur mældur. Tvö fyrstnefndu at- ,riðin eiga að mæla þol og snerpu. Loks er fjórða atriðið handboltapróf og er það fólgið í hraðaæfingum á leik- velli með hjálpartækjum. Mörg 1. deildarliðanna eru nú komin á fulla ferð við æfingar og greinilegt er að allir vilja vera samtaka um að rífa handknattleikinn upp úr þeirri lægð sem óneitanlega hefur einkennt hann sl. tvo vetur. íþróttir Tryggja sér verkamanna- iaun atvinnumönnum gærkvöldi tryggð Hoilenzkum knattspyrnu var daga vinnuvika, lágmarkslaun verka- manns og þar að auki bónusa eftir at- vikum í samningi sem eigendur knatt- spymuliða og samband hollenzkra at- vinnuknattspyrnumanna gerðu i gær. Samningurinn var undirritaður af fulltrúum félaganna og eigendunum og gildir í 1 ár. Það tók hins vegar rúm 2 ár að undirbúa samninginn þannig að, gildistíminn er heldur betur skammur. Samningurinn felur það í sér að leik- menn þurfa að skila 36 stunda vinnu- viku og leikmenn eiga einnig að fá orlof, sem nemur 8 prósentum af árs- tekjum þeirra. Þykir vafalítið mörgum mestí sjarminn fara af atvinnumennsk- unni meðslíkum samningum. FERSKUU TIL ÞORLÁKSHAFNAR? — Allar líkur á að Skúli Óskarsson, íþróttamaður ársins með meiru, f lytjist til Þorlákshafnar og æfi þar og þjátfi Miklar likur eru nú taldar á þvi að Skúli Óskarsson flytji sig um set og setjist að f Þorlákshöfn. Skúli hefur um járabil búið hér í höfuðborginni en ætíð keppt fyrir sina heimabyggð undir merki ÚÍA. DB tókst ekki að ná tali af Skúia í gærkvöldi til að bera þetta undir hann en þetta er haft eftir áreiðanlegum heimildum. Skúli mun eiga að þjálfa upp lyftingamenn hjá Ungmennafélaginu Þór i Þorlákshjöfn og einnig mun hann stunda íþrótt sina af kappi sem fyrr. Væntanlega getur hann þó haft betra næði þar suðurfrá, en eins og allir vita vinnur Skúli, eins og flestir íþrótta- menn, 10 tima á dag áður en hann fer á æfingar. Tveir aðrir lyftíngamenn úr höfuð- jborginni hafa á undanförnum árum lagt land undir fót og haldið úr Reykja- vík til að útbreiða íþróttina. Óskar Sigurpálsson hélt til Eyja og þar er nú kominn upp einhver harðsnúnasti lyftingamannahópur á landinu. Meira að segja er Óskar orðinn formaður ÍBV og hefur hann haft mjög jákvæð áhrif á íþróttastarfsemi í Eyjum. Þá fór Kári Elísson til Akureyrar og hann hefur náð að skapa þar mjög sterkan kjarna úrvals lyftíngamanna á tiltölulega skömmum tima enda norðanmenn metnaðargjarnir með ólíkindum. Ekki þarf því að draga í efa að Skúli á eftir að rífa upp lyftíngastarfsemina í Þorlákshöfn með miklum krafti og !hver veit nema þeir eignist Íslands- meistara á næsta íslandsmóti? Island í riðli með Finnum Í fyrrakvöld var drcgið f riðla í Evrópukeppni ung- lingalandsliða I Zúrích I Sviss I höfuðstöðvum UEFA. Úrslitakeppnin fer fram i A-Þýzkalandi á næsta ári og að þessu sinni drógust íslendingar gegn Finnum. Á sl. ári fengum við Hollendinga og töp- uðum báðum leikjunum 0-1. Annars drógust þessi lið saman: 1. riðill: Belgía, Frakkland, íriand 2. riðill: N-íriand, Wales 3. riðill: Noregur, Svíþjóð 4. riðill: Finnland, Ísland 5. riðill: Holland, Skotland 6. riðill: Danmörk, England 7. riðill: Luxemburg, V-Þýzkaland 8. riðill: Portúgal, Malta 9. riðill: Spánn.Sviss 10. riðill: Ítalía, Austurriki 11. riðill: Kýpur, Pólland 12. riðill: Búlgaría, Tékkóslóvakía 13. riðill: Grikkland, Ungvcrjaland 14. riðill: Rússland, Júgóslavía 15. riðill: Tyrkland, Rúmenia Góðurtími Í800 metrunum Á frjálsiþróttamóti sem fram fór í Celje í Júgó- slavíu í gærkvöldi náði Kenýabúinn Maina mjög góðum tima I 800 metra hlaupí — hljóp á 1:44,70 mín., -en nýja heimsmetið hans Sebastian Coe er. 1:42,33 mín. Í langstökki stökk James Robinson Bandarikjunum 7,98 m og Haines, landi hans, stökk 7,70 metra. Kinverjinn Chan Tao varð þriðji með 7,62 metra. Borzovhleypuráný eftir uppskurð Sovézki spretthlauparinn Vaieri Borzov mun taka þátt i hinum miklu Spartakiade leikum, sem fram fara I Moskvu I lok þessa mánaðar. Borzov, sem gckkst undir uppskurð i september á sl. ári, hóf æfingar að nýju I nóvember og hefur mikinn hug á að ná sér á strik aftur. Hætt er þó við að kappinn sé að nálgast efri mörkin á ferii sínum þar sem hann er nú 30 ára. Hann átti við meiðsli að striða i báðum hásinunum en telur sig nú vera kominn í ágæla æfingu á ný. Hann mun keppa í 4x 100 metra boð- hlaupi og svo 200 metra hlaupinu ef hann telur sér það fært. Senekowitsch tilBilbao Austurríkismaðurinn Helmut Senekowitsch var i gær ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá Atletico Bil- bao á Spáni. Senekowitsch, sem er 46 ára gamall, var m.a. þjálfarí austurríska landsliðsins á HM í fyrra og þótti landsiið hans sýna mjög skemmtilcga knattspymu. Bobby Robson, framkvæmdastjóri Ipswich, datt út úr myndinni þegar Ipswich fór fram á að Bilbao greiddi því 210.000 sterlingspund i skaðabætur þar sem Robson var nýlega búinn að undirrita 10 ára samning við félagið. Einherji marði Val í fyrrakvöld fór fram einn leikur I Austfjarða- riðlinum I 3. deildinni. Léku þá Valur og Einherji á Reyðarfirði. Leiknum lauk með sigri Einherja, 2-1, en Valsmenn komu verulega á óvart í leiknum því á l(L_minútu náði Viðar Olafsson forystu fyrir heima- menn með góðu marki. Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan i leikmenn Einherja og greip um sig mikið fum og fát, en rétt fyrir hálfleik tókst þeim að jafna metin með marki Kjartans Kjartanssonar úr vítaspyrnu. Snemma i síðari hálfleik skoraði síðan Krístján Daviðsson sigurmark Einherja. Rétt er að nota tæki- færíð hér og leiðrétta smámisskilning sem kom fram i DB um daginn. Þar var markvörður Einherja sagður vera Einar Guðieifsson, en hann heitir Einar Guðlaugsson og er alls óskyldur hinum. Biðjum við þann rétta Einar Guðlaugsson velvirðlngar á þessu. -VS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.