Dagblaðið - 18.08.1979, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979.
DB á ne ytendamarkaði
Bakarar:
Raddir
»
neytenda
„I guðanna bænum ekki
mygluvarnarefni íbrauð”
Sigrún Davíðsdóttir hringdi:
Ég varð skelfingu lostin þegar ég sá
að DB var farið að berjast fyrir þvi
að brauð verði mygluvarin Ottaðist
ég jafnvel að einhverjir bakarar
myndu þegar í stað fara að oskun.
blaðsins.
Erlendis, þar sem brauð eru myglu-
varin, berst fólk nú mjög á móti
þessu og finnst útlendingum hátíð að
koma til íslands og fá brauðin án
mygluvarnar. Mönnum þykir orðið
nóg komið af aukaefnum í mat og
vilja fá hann sem hrcinastan og
náttúrlegastan.
Til þess að koma í veg fyrir myglu
er miklu nær að brauðum sé ekki
pakkað fyrr en þau eru orðin köld,
því það er rakinn i pökkunum sem er
Sunnudagssteikin
komin í rúmlega
700 kr. á
Nú er orðið dálitið langt síðan við
höfum verið með venjulega, hefð-
bundna sunnudagssteik á matseðlin-
um. Við skulum athuga hvað slík
steik kostar í dag með öllu tilheyr-
andi.
1 1/2 kg lambahryggur,
salt, pipar eða krydd eftir smekk,
ca 800 g kartöflur,
1/2 peli af rjúma i sósuna,
hveiti til að jafna með.
Væn skál af hrásalati úr:
1/4 haus hvítkál,
ca 3 gulrætur,
1—2 epli,
1/2 agúrka,
3—4 msk. mayones mcð 1/2 dós af
ými.
Sennilega kunna allir að matreiða
hrygg, en fyrir þá sem ekki muna
hvernig á að gera, má benda á að
hann á að láta inn í vel heitan ofn
(um 250—300°) og minnka hitann og
hella yfir hann sjóðandi vatni þegar
hann er orðinn vel brúnaður ofan á.
Þá á að minnka hitann, t.d. i 200°C.
Betra er að salta kjötið ekki fyrr en
búið er að matreiða það, því saltið
dregur safann úr kjötinu. Ausið af og
til yfir kjötið.
Þegar hryggurinn er steiktur er
búin til sósa (eftir u.þ.b. 1 1/2 tíma).
Soðinu úr ofnskúffunni er hellt í
pmi hveitið hrist nteð köldu vatni
í hristiglasiog hrært út í soðið (bezt er
að hclla jat'ningnum i gegnum fínt
sigti). Sósan er krydduð og látinn i
hana matarlitur og síðast rjóminn.
Svona venjuleg sunnudagsmáltið
kostar mjög nálægt 2890 kr. eða um
723 kr. á mann. Auðvitað má þá
reikna með smávegis afgangi af kjöt-
inu sem hægt er að nota í snarl með
öðru.
- A.Bj.
Fjölbrautaskólinn
á Akranesi
óskar að ráða starfsmann til þess að annast
mötuneyti í heimavist skólans. Umsóknir
berist skólanefnd fyrir 25. ágúst.
Skólanefnd.
Allar akreytíngar unnar af fag-
mðnnum._______
Na| kllaitall a.ai.k. ó kvölrfia
•IiIOMtAViXIIH
HAFNARSTRÆTI Simi 12717
Kennari
óskast að heimavistarskólanum að Laugum í
Dalasýslu.
Æskilegar kennslugreinar: Stærðfræði og líf-
fræði.
Húsnæði og mötuneyti á staðnum.
Uppl. gefur skólastjóri, Guðjón Sigurðsson,
sími 99—4472.
gróðrarstía fyrir mygluna. Eins geta
menn geymt brauð í bréfpokum, en
ekki plasti, því plastið heldur
rakanum að. En auðvitað verða þá
brauðin fyrr hörð og leiðinleg.
En hvað sem því líður ætla ég bara
að biðja bakará í guðanna bænum að
vera ekki að troða aukaefnum í
brauð.
Við þökkum Sigrúnu fyrir ábend-
ingu hennar. Til viðbótar má benda á
að menn geta fryst brauð í heimahús-
um og geymt þau þannig nærri enda-
laust. Bezt er að kaupa annaðhvort
niðursneidd brauð eða þá að sneiða
þau niður áður en þau eru fryst. Svo
má þá taka út þær sneiðar sem nota á
hverju sinni því þær þiðna á örfáum
mínútum og brauðið er alltaf sem
nýtt. - DS
MYGLUVARNAREFNIN
SKAÐLAUS MED ÖLLU
—segja Matvælarannsóknir ríkisins
Á meðan Matvælarannsóknir
ríkisins fullyrða að mygluvarnarefni,
sem bætt er í brauð, séu skaðlaus
með öllu, get ég ekki séð ástæðu til
annars en að hvetja bakara til þess
að bæta slíkum efnum í brauðin.
Auðvitað mætti vel hugsa sér að á
boðstólum séu tvenns konar brauð,
annars vegnar ómygluvarin og hins
vegar mygluvarin. Þannig vil ég enn á
ný leyfa mér að hvetja bakara til að
mygluverja brauðin. Sennilega getur
Sigrún Davíðsdóttir andað alveg
rólega. Bakarar fara örugglega ekki
eftir tilmælum Neytendasiðunnar í
þessu efni.
-A.Bj.
Þótt komið geti fyrir að óboðnir gestir leynist i appelsinum er ekki ástæða til að óttast. Skerið ávextina i báta eða bita
áður en þeirra er neytt.
Oboðnir
gestirí
appelsínum:
-
Skerið
íbáta
Í vikunni hafa tveir aðilar haft
samband við Neytendasíðuna og
greint frá því að þeir hafi orðið fyrir
þvi að kaupa appelsínur sem í voru
óboðnir gestir. — Kristín í Garðabæ
kom til okkar með sína appelsínu scm
var með ormi, en myndatakan mis-
tókst svo við getum ekki sýnt ykkur
kvikindið. En við getum staðfest að
ormurinn var bráðlifandi. Ekkert
sást utan á appelsínunni og hún var
ekki skemmd að öðru leyti.
Kristín sagðist oft gefa börnum
sínum appelsínur og skera þá aðeins
toppinn ofun af. Að þessu sinni skar
hún appelsinuna i bita og þá kom
ormurinn í ljós.
Hinn aðilinn, Hlynur i Kópavogi,
sagði að kona hans hefði gefið ungu
barni, þeirra hjóna safann upp úr
appelsínu með skeið. Síðan var á-
vöxturinn skorinn í sundur og komu
þá í Ijós lirfur inni í appelsínunni.
Taldi hann ekki að þetta væri hættu-
legt, en hins vegar óneitanlega dálítið
ógeðfellt til átu.
Alltaf má gera ráð fyrir að ormar
eða lirfur geti leynzt í ávöxtum, þótt
það sé sennilega frekar sjaldgæft. Ef
ávextirnir eru teknir í sundur áður en
þeir eru snæddir sést strax hvort þeir
eru óskemmdir.
-A.Bj.