Dagblaðið - 18.08.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979.
Verðið verð-
uraðtaka
heljarstökk
— segja útgerðarmenn
„Miðað við söluverð á lýsi og
mjöli nú koma 34 til 35 krónur til
skiptanna á milli verksmiðjanna og
bátanna, eða álíka upphæð og
norsku bátarnir fá einir í Noregi nú,
svo ljóst er að loðnuverðið hér verður
að hækka verulega til að unnt verði
að gera út á íoðnu,” sgði Ágúst
Einarsson, viðskiptafræðingur hjá
LÍÚ, í viðtali við DB i gær.
Norskir útgerðarmenn og verk-
smiðjurekendur njóta margvíslegra
opinberra styrkja til að halda at-
vinnugreininni við.en hérer þvi öfugt
farið. T.d. eru hér gretud útflutnings-
gjöld af loðnuafurðum.
Vegna geysilegs kostnaðarauka,
svo sem 250% olíuverðshækkunar
frá í fyrra, og núverandi afurðaverðs,
er óvenju erfitt að koma saman nýju
loðnuverði. Að vísu munu tveir til
þrír milljarðar vera til frá í fyrra i
loðnudeild verðjöfnunarsjóðs sjávar-
útvegsins, en ekki hefur verið tekin
ákvörðun um notkun þeirra fjár-
muna.
í gær hélt yfirnefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins enn einn fundinn á
skömmum tíma um málið. Er DB
frétti síðast af fundinum undir
kvöldið var niðurstöðu ekki að vænta
á honum.
- GS
Prestskosningá Raufarhöfn:
Umsækjandinn hlaut öll
greidd atkvæði
Prestskosning var í Raufarhafnar-
prestakalli siðastliðinn sunnudag og
voru atkvæði talin á skrifstofu biskups
igær.
Umsækjandi var einn, séra Guð-
mundur Örn Ragnarsson, settur
prestur í Raufarhafnarprestakalli. Á
Færeyingamir að kanna viðbrögð okkar og
Norðmanna við Jan Mayen-veiðunum:
Við getum ekkert
við þessu gert
— segir sjávarútvegsráðherra Noregs
Færeysku bátarnir tveir, Kristján í
Grjótinu og Sigmundur Brettingsson,
sem nú eru á leið til loðnuveiða á Jan
Mayenmiðunum, hafa hvorki leitað
umsagnar né leyfa hjá neinum yfír-
völdum til veiðanna. Báðir bátarnir eru
um þúsund tonn.
Að sögn eins landsstjórnarmanns í
Færeyjum í gær munu útgerðar-
mennirnir fyrst og fremst vera að þessu
til að kanna hugsanleg viðbrögð
norskra eða íslenzkra yfirvalda.
Jafnframt líta sumir Færeyingar svo
á að með því að taka þátt í þessum
veiðum nú auðveldi þeir sér að ná ein-
hverjum kvóta þar í framtíðinni, er
íslendingar og Norðmenn fari að skipta
veiðunum á milli sín.
„Við getum ekkert við þessu gert,”
segir Eyvind Bolle, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs í samtali við blaðið
Sunnmörs Posten. „Það kemur okkur
ekki á óvart að færeysk skip skuli vera
þarna við veiðar, þvi það var um það
talað í samningaviðræðunum í Reykja-
vik í júní sl.”
Norðmenn virðast hafa frétt um
fleiri færeysk skip á miðunum en
Færeyingar segjast hafa sent þangað
því samkvæmt NTB frétt fráÁlasundi,
sem greint er frá í eftirmiðdagsútgáfu
Aftenposten í gær, eru nú 10—15
færeyskir loðnubátar á veiðum við hlið
norsku veiðiskipanna á Jan Mayen-
miðunum.
Ennfremur eru þarna að veiðum
stórt brezkt loðnuveiðiskip, St.
Lawman, sem getur borið 17 þúsund
hektólítra og annað minna brezkt skip.
Aftenposten segir að þegar norsku
skipin hverfi af miðunum geti þessi
skip haldið áfram veiðum þar.
-G.S.-J.H./S.J. Osló.
AfVísisralli:
Fjórir úr leik á
Akureyri
Rallbilar í Visisralli komu í gær um
klukkan fjögur til Akureyrar. Þangað
komu 13 bilar af þeim 17 sem lögðu
upp i keppnina. í fyrsta sæti eftir
legginn til Akureyrar voru Halldór
Úlfarsson og Tryggvi Aðalsteinsson
með rásnúmer 7 og í öðru sæti Ómar og
Jón Ragnarssynir, með rásnúmer 2.
Fjórir bílar höfðu þá helzt úr á
leiðinni. Datsun bíll þeirra Birgis
Bragasonar og Hafþórs Guðmunds-
sonar drifbrotnaði á Kaldadal og
komst ekki lengra. Hann var með rás-
númer 12. Magnús Jensson og Indriði
Þorkelsson á bíl númer 18 höfðu verið
dæmdir úr leik vegna þess að þeir fóru
yfir hámarkshraða á einum kafla
leiðarinnar. Þá voru einnig dæmdir úr
leik þeir Hafsteinn Aðalsteinsson og
Magnús Pálsson á bíl númer eitt fyrir
of mörg mínusstig. Þvi lögðu aðeins 14
bílar upp frá Sauðárkróki i morgun.
Á leiðinni til Akureyrar bræddi svo
úr sér bíll þeirra Halldórs Þ.
Sigurþórssonar og Einars Óskarssonar,
hann hafði rásnúmer 14.
Eina óhappið sem gerðist að
öðru leyti var að bíll þeirra Braga
Guðmundssonar og Björns Ólsen
(númer 16), endastakkt rétt hjá einni
tímamælingastöðinni. En þeir
félagarnir héldu ótrauðir áfram og
töpuðu ótrúlega litlum tíma. Þeir voru í
4. sæti við komuna til Akureyrar.
Bilamir fóru frá Akureyri kl. 17 í
gær og voru væntanlegir til Húsavíkur
um eittleytið í nótt.
-DS.
Vínveitingar
á Bautanum?
Eigendur veitingastaðarins Bautans
við Hafnarstræti á Akureyri hafa sótt
um leyfi til vínveitinga á staðnum.
Dómsmálaráðuneytið óskaði eftir um-
sögn bæjarráðs sem mælti ekki gegn
veitingu leyfísins.
Að sögn Islendings á Akureyri munu
vínveitingarnar fyrirhugaðar í nýjum
og vistlegum sal, svonefndri Smiðju,
sem nýlega hefur verið tekinn í notkun.
-GM
Plnstos lif <353UP
PLASTPQKAR
82655
amorgun
Abbott og Costello verða aðal-
leikarar í kvikmynd Dagblaðs-
bíósins í Hafnarbíói klukkan 3
á sunnudag. Myndin heitir
Ósýnilegi hnefaleikarinn.
kjörskrá voru 314. Atkvæði greiddu
178 og hlaut umsækjandinn öll at-
kvæðin. Kosningin var lögmæt.
Það er mjög,óvanalegt að umsækj-
andi hljóti öll atkvæðin í prestskosn-
ingum.
-GAJ
Falleg
í fögru umhve
sýning
imhvem
Ævintýraheimur gróðurskálans
GarÖyrkjusyning
að Reykjum 1 Ölfusi
19.til26.ágúst
Á morgun opnar Garðyrkjuskóli ríkisins stóra og fallega sýningu að
Reykjum í Ölfusi (við Hveragerði) í tilefni 40 ára afmælis skólans.
Sýningarsvæðið spannar 100.000 m2, þar 6.000 m2 undir gleri, þar sem
sjá má m.a. ævintýralegar hitabeltisþlöntur og kínakál!
Græna veltan
Sérstakur grænmetismarkaður verður opinn fyrir sýningargesti allan
sýningartímann, auk grænu veltunnar, - hlutavelta með blómum,
plöntum og grænmeti í vinninga!
Fjölskyldusýning
Þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna, enda fjölmargt að sjá og skoða
fyrir eldri sem yngri. Hestaleiga fyrir unglinga. Gönguleiðir um
nágrennið. Geysir í Ölfusi. Gamli skólinn. Kaffiveitingar í Fífilbrekku.
Kaffi, kökur, og brauð í ævintýraumhverfi gróðurskálans.
Garðyrkjusýning
Grasagarður og trjásafn.
Bananagróðurhús ,,Afríka“ og hitabeltisgróður.
Uppeldisgróðurhús og tæknibúnaður.
Tómatar, krydd og krásjurtir.
Pottaplöntusafn, paprikur, agúrkur.
Gamlar vélar, ný tæki og tæknibúnaður.
Vatnsræktun, lýsing og þokuúðun.
Alls kyns grænmeti og fjölmargt fleira!
Velkomin að Reykjum.
Njótið sveitasælunnar, skoðið og kynnist undraheimi
Garðyrkjuskólans.
Opið daglega 13 - 21 Laugardaga og sunnudaga 10-21
40 mín. akstur frá Umferðamiðstöðinni
Aðgangseyrir kr. 2000.- Ókeypis fyrir börn innan 12 ára aldurs.
Garóyrkjuskóli ríkisins
q&t Reykjum Olfusi -við Hverageröi