Dagblaðið - 18.08.1979, Síða 6

Dagblaðið - 18.08.1979, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979. Kvartmfluæfing verður á braut klúbbsins í Kapelluhrauni sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 2 eftir hádegi. Verðlaunaafliending fyrir keppnirnar sem haldnar hafa verið i sumar, verður fimmtudaginn 23. ágúst í Hollywood, klukkan 8.00. Þá verða einnig afhent viðurkenningarskjöl. Allir þátt- takendur og starfsmenn í báðum kvartmílukeppnunum og sandspyrnunni eru hvattir til að mæta. Stjórnin. A ÖFNA Hárgreiðslustofa -íl-I JLfl ▼ -tl Lainibakka 36, simi 72053. ' :% Tízkupermanent. Dömuklippingar. Lokkalýsingar. Blástur. Glansvask. Næringarnudd o.fl. Opið virka daga frá 9—6, laugardaga 8—3. Lára Davíðsdóttir, Björk Hreiðarsdóttir. Antik til sölu Hátt, gamaldags skrifpúlt, ætlað tveim skrifur- um að standa við. Stóll fylgir. Uppl. í síma 53163. HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi. Verð frá 6.500—12.000. Morgunverður 1.650. Næg bílastæði. Er í hjarta bæjarins. Finlux Toppurínn i litsjónvarpstækjum. SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 HREVFJLL Stmi 8 55 22 „Kaupmátturinn rýmar um 2—4 prósent frá 1. marz til 1. sept.” — segir Asmundur Stefánsson framkvæmdastjöri ASÍ Rýrnun kaupmáttarins verður orðin um tvö prósent á tímabilinu 1. marz til 1. september hjáalmennum launþegum í ASÍ og meiri, eða um fjögur prósent, hjá hinum hærra launuðu, að sögn Ásmundar Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Alþýðusambandsins, í viðtali við DB. Ásmundur sagði, að áætla mætti að verðlagið hækkaði um tæplega 28 pró- sent á þessu tímabili en kaup almennra launþega um rúm 25 prósent. Ásmundur taldi fráleitt að einhverjir létu sér til hugar koma að skerða kaup- hækkunina 1. september frekar en þegar hefur verið gert. Hann benti á, að kaupmáttur hefði síðast verið og yrði næst skertur vegna olíuhækkana og rýrnandi viðskiptakjara. Annar frá- dráttur hefði verið magnaður, svo sem Ásmundur Stefánsson. búvörufrádráttur og frádráttur vegna áfengis og tóbaks. ,,Það liggur ljóst fyrir, að verkalýðs- hreyfingin hefur ekki sem markmið að kaupið verði sem hæst i krónum heldur að kaupmátturinn verði sem mestur. Það er alveg ljóst, að meðan verðbólg- an geisar er það vafasöm lausn að fara að stöðva kauphækkanir einar,” sagði Ásmundur. „Við minnumst þess, að árið 1975 féll kaupmátturinn en verð- bólgan náði um leið toppi. Stöðvun verðbóta leysir engan vanda, menn verða að stöðva verðbólguna jafn- framt. Menn skyldu athuga, að vísi- tölukerfið leiðir auðvitað ekki til kaup- hækkunar fyrr en verðhækkun hefur orðið. Ég treysti því, að þessi ríkis- stjórn fari aðrar leiðir en að klippa sí- fellt á kaupið,” sagði Ásmundur. - HH „ÞETTA ERU BARA VERDBÓLGUKRÓNUR” — segir Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambaridsins um kauphækkun 1. sept. „Þetta eru bara verðbólgukrónur en ekki kjarabætur,” sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, í viðtali við DB um kauphækkunina, sem verður I. sept- ember. „Það er Ijóst, að við teljum að það séu engar efnahagslegar forsendur fyrir þessum sjálfvirku visitöluhækkunum,” sagði Þorsteinn. „Við lögðum til að farið yrði eins með allar verðhækkanir og gert er með landbúnaðarvörur.” Þá kæmi til frá- dráttar, þegar verðbætur hækkuðu, sá hluti verðhækkunar sem stafaði af hækkun launakostnaðar. „Fyrst rök eru fyrir þessu varðandi landbúnaðar- vörur, hljóta þau að gilda fyrir ann- að,” taldi Þorsteinn. Ennfremur sagði hann að vinnuveitendur vildu að verð- bætur yrðu reiknaðar tvisvar á ári i stað fjórum sinnum. - HH ► Þorsteinn Pálsson. Merkingarnar í skralli, en... MESTALLT LAG- METISÖLUHÆFT! — 3% ósöluhæft vegna gerlagróðurs, önnur sýni ósöluhæf vegna elli. Nær fjórðungur með of mikið af aukaefnum Þarna má sjá umbúðirnar utan af sVnishornunum sem tekin voru tii rannsóknar. A bak við eru forráðamenn heil- brigðiseftirlitsmálanna, talið frá vinstri: Inei Beremann heilbrinðisfulltrúi. Þðrhallur I lalldðrsson, torstððumaðor heilbricðisettirlits Reykjavikur, Hrafn V.Friðriksson.forstöðumaður Heilbrigðiseftirlists rikisins og Oddur Rúnar Hjaltason hcilbrigðisfulltrúi. DB-mynd Arni Páll Af 70 sýnum sem starfsmenn heil- brigðiseftirlits Reykjavíkurborgar tóku af niðurlögðu lagmeti á boðstólum i verzlunum í Reykjavík reyndust 87% vera söluhæf. Einnig fór fram rann- sókn á niðursoðnu lagmeti. Var út- koman heldur verri þar, þvi aðeins 64% þess reyndist söiuhæft. 3% sýnanna af niðurlagða lagmetinu reyndust ósöluhæf vegna gerlagróðurs, Voru þau innflutt. 10% voru ósöluhæf vegna aldurs og útlits. 26,2% innihéldu of mikið magn aukaefna. Þar af voru aðeins 10% frá innlendum aðilum. Voru hin sýnin útlend. Ein tegundin frá innlendum aðila innihélt allt að ellefu- falt magn leyfilegra aukaefna. — Þessar upplýsingar komu fram á blaða- mannafundi hjá Heilbrigðise ftirliti ríkisins í gær. Ólögleg merking Merking innflutts lagmetis er öll ólögleg, samkvæmt gildandi reglum með tilliti til tungumáls. Merkingu um- búða innlenda lagmetisins er yfirleitt ábótavant og ekki í samræmi við gild- andi ákvæði reglugerðarinnar um til- búning og dreifingu matvæla. Geymsla lagmetis í verzlunum var hins vegar viðunandi með fáum undan- tekningum. Sýnishornin voru tekin í ehef'.i smá söluverzlunum í Reykjavík, hjá iimn. dreifingaraðilum og hjá einum fram- leiðanda. Upplýsingar um ftamleiðslu- dag vantaðL að hluta til á sýnishorn af niðursoðnu lagmeti og þvi ástæða til að ætla að þau hafi verið gömul. Hins vegar er ekki skyit að merkja fram- leiðsludag niðursoðins lagmetis á um- búðirnar. Niðurstöðurnar af rannsókninni benda til þess að ekki sé nægilega vel farið eftir gildandi ákvæðutn. Merk- -t' iclaumhóð-- "r sér$ta!:lega t.úótavnnt. Að svo komnu máli hyggst Heil- brigðiseftirlitið ekki gefa upp nöfn þeirra sem framleiddu eða fluttu inn hin ósöluhæfu sýni. Er þeim hins vegar gert viðvart og þeim gefið tækifæri til þess að bæta ráð sitt. En ef um endur- tekin og alvarleg brot er að ræða eru viðkomandi kærðir til saksóknara ríkisins. Reynt hefur verið að fjarlægja hinar ósöluhæfu vörur úr verziunum. Þó er aldrei hægt að fullyrða að það hafi tek izt nteð öllu. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.