Dagblaðið - 18.08.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979.
7
í afmælisveizlu hjá
(Jtimarkaðnum
„Heyrðu
lögga,
geturðu
hreyft
íþér
augun?”
„Hann á afmæli Útimarkaðurinn,
hann á afmæli í dag,” sungu krakkar
hástöfum niðri á Lækjartorgi í gærdag.
Sönginn leiddu tvær eldhressar fóstrur
úr Kópavoginum.
Og satt var það, Útimarkaðurinn átti
afmæli, varð eins árs. Og eins og af-
mælisbarna er siður bauð hann til
veizlu. í feiknastóru tjaldi sem reist
hafði verið efst í Austurstræti var kök-
um og trópíkana dreift meðal bam-
anna. Hvert barn fékk böggul sem í
var lítið leikfang, kökubiti og sælgæti.
Sumir afmælisgestanna voru þó ögn
hræddir um að verða útundan og ruðn-
ingur við tjaldið var mikill. Lögreglu-
þjónar í sparifötunum stóðu hjá og
reyndu að bægja frá mesta troðningn-
um. „Heyrðu, lögga,” sagði lítill gutti,
„geturðu hreyft augun?”
Sjóvettlingapolki
og bfllinn hans Konna
Á torginu hafði verið reistur pallur
að hafa á skemmtiatriði. Fóstrurnar
tvær úr Kópavogi sem áður var getið
stjórnuðu fyrst fjöldasöng miklum. Á
eftir þeim kom fram Jón Sigurðsson
bankamaður og lék Tvær úr tungunum
á harmóníku. Einnig lék hann lag sem
hann hafði samið og kallaði Sjóvettl-
ingapolka. Ástæðan fyrir nafngiftinni
er sú að Jón spilar orðið á nikkuna með
sjóvettlinga á höndunum.
Á eftir Jóni komu þeir félagarnir
Baldur og Konni. Þeir höfðu tafizt þar
sem Konni lenti i vandræðum við lögg-
una. Konni hafði séð fyrirtaksbíl,
akkúrat þennan sem hann vantaði,
fyrir framan kirkjugarð og eðlilega
talið að eigandinn væri dáinn og hverj-
um sem væri væri frjálst að taka bílinn.
En því miður eru lögin honum ekki
sammála í því efni.
- DS
Beðið eftir afmælisveitingunum. „Taktu mynd af mér,” sögðu allir við Ragnar ljösmyndara.
Kvenfélagið Hringurinn gaf allar kök-
urnar i afmælisboð Útimarkaðsins. Héi
„Hann á afmæli Útimarkaðurinn,” söng eru Hringskonur i miklum önnum við
allur hópurinn. Forsöngvarar voru tvær að skipta þeim á milli krakkanna.
fðstrur úr Kópavogi. DB-myndir R.Th.
LOÐNUBÁTAR AÐ
LEGGJA AF STAÐ
—og sfldarbátamir í startholum
Nokkrir loðnubátar eru þegar lagðir
úr höfn og halda i átt til vænlegra
loðnumiða norðan lands, þar sem veið-
arnar mega hefjast á mánudaginn. Enn
aðrir eru rétt að verða tilbúnir og
hyggjast sigla um eða eftir helgina og er
búizt við að 50 til 60 bátar stundi veið-
arnar.
Þær hefjast nú liðlega mánuði síðar
en í fyrra. Aðalorsökin er sú að loðnan
varð ekki hentug til vinnslu fyrr en um
þettaleyti undanfarin ár.
Að undanförnu hafa 3 bátar verið á
síldveiðum i reknet skv. undanþágu
ráðuneytis, tilaðafla sýna. Rannsóknir
á sýnum hafa leitt í ljós að fitumagn
sildar, einkum stærri flokka, er lægra
en á sama tíma undanfarin ár og verður
veiðunum frestað til næstu helgar.
Munu fleiri bátar hyggja á rekneta-
veiðar en loðnuveiðar. Þeir eru hins
vegar miklu minni, eða frá 50 tonnum
upp i nokkur hundruð tonn, en loðnu-
bátarnir frá nálega 500 tonnum upp i
Iiðlega 1500tonn.
- GS
/
SÖLU- OG
HÚSGAGNASÝNING
ÍDAGKL.10-4.
HÚSGAGNAMIÐSTÖÐIN
SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 31633