Dagblaðið - 09.11.1979, Síða 1

Dagblaðið - 09.11.1979, Síða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979. 15 Laugardagur 10. nóvember 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Villiblóm. Franskur myndaflokkur í þrettán þáttum um lítinn dreng, sem elst upp hjá vandalausum. Annar^ þáttur?--t>ýöandi Soffía Kjaran. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veóur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Leyndardómur prófessorsins. Norskur gamanmyndaflokkur. Tíundi þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 20 45 Berllnarkvöld. Skemmtiþáttur, tekinn upp i Berlín. Þessir skemmta: Liza Minelli, Udo Júrgens, Ben Vercen, Lola Falana, Wayne Newton, Harlem Globetrotters, Prúðu skrimslin (The Muppet MonstersVdansflokkur Anitu Mann, James Last og hljómsveit hans og John Harris og hljómsveit hns. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. (Evróvision — Þýska sjónvarpið). 22.25 Sendiboðinn. (The Go-Between). Bresk biómynd frá árinu 71. Handrit Harold Pinter (byggt á skáldsögu eftir L.P. Hartley). Leik- stjóri Joseph Losey. Aðalhlutverk Julie Christie, Alan Bates, Margaret Leighton og Michael Redgrave. Sagan hefst árið 1900. Leó, tólf ára drengur, dvelst i sumarleyfi hjá Markúsi skólafélaga sinum, syni auðugra hjóna. Það kemur brátt í hlut Leós að flytja boð milli ungra elskenda, fátaéks leiguliða og systur Markúsar. Þý^andi Óskar Ingimarsson. 00.15 Dagskrárlok. Sunnudagur 11. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur, Reynivöllum i Kjós, flytur hugvekjuna. 16.10 Húsió á sléttunni. Bandariskur mynda flokkur. Annar þáttur. Fjögur augu. Efni fyrsta þáltar: I yririæki i Mankato, sem Karl Ingalls hefur lagt fé i verður gjald þrota og hann missir tveggja mánaða laun. Ekki bætir ur skák að hann skuldar búðinni og frú Olsen er alltaf að ganga eftir greiðslu. Karl fær vinnu óvænt og fjölskyldan hjálpar honum. Maria hættir i skólanum til að geta lagt sitt af mörkum. Skuldin er greidd, meira að segja er afgangur, svo að þau geta keypt ýmsar nauðsynjar sem þau vanhagar um. Þýðandi óskar Ingimarsson. 17.00 Tigris. Fyrsti þáttur af fjórum, sem gerðir voru í samvinnu norrænu sjónvarpsstöðvanna og allmargra annarra, um svonefndan Tigris- leiðangur sem Thor Heyerdahl stóð fyrir. Leiðangurinn lagði upp i nóvember 1977 frá borginni Qurna í Suður-írak, en þar var gerður bátur úr ævafornu skipasmiðaefni, sefi, og ferðinni lauk fjórum mánuðum siðar eftir 6.800 km siglingu, við strönd Djibouti í Austur-Afriku. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. (Nordvision). 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis: Litið inn i Listdansskóla Þjóðleikhússins, rætt við Ingi- björgu Björnsdóttur, skólastjóra, nokkra nemendur og Ásdisi Magnúsdóttur, list- dansara. Brugðið er upp myndum úr ævin- týrum H.C. Andersen og sýnd er dönsk teikni- mynd um Hans klaufa. Barbapapa og banka- stjóri Brandarabankans verða sem fyrr á sínum stað. Umsjón: Bryndís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 20.00 Fréttir og veóur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 tslenskt mál. Sjónvarpið brýtur nú upp á nýmæli, stuttum fræðsluþáttum um mynd- hverf orótök i islensku máli, i framhaldi af tveimur lengri málþáttum almenns eðlis und- anfarin sunnudagskvöld. Höfundur texta og umsjónarmaður er Helgi J. Halldórsson, íslenskukennari, og fjallar hann um uppruna orðtakanna, merkingu þeirra og notkun. Að meginhluta til veröur stuðst við íslenskt orö- takasafn eftir prófessor Halldór Halldórsson og doktorsritgerð hans um islensk orðtök. Framan af verður einkum fjallað um mynd- M ARMARAHÚSIÐ — sjónvarp á föstudagskvöld 16. nóv. kí. 22.15: Reynir að kaupa telpu „Hún er reglulega skemmtileg fannst mér,” sagði Pálmi Jóhannes- son þýðandi um myndina Marmara- húsið sem sjónvarpið sýnir okkur á föstudagskvöld í næstu viku. Myndin er ný sjónvarpskvikmynd frá Frakklandi með þeim Dany Carrel, Giséle Casadeus og Catherine Creton í aðalhlutverkum. Myndin greinir frá ungri einstæðri móður. Reyndar er hún gift en faðirinn er nær aldrei heima og styrkir fjölskyldu sína nær ekkert. Mánaðamótin eru því oft erfið fyrir móðurina sem vinnur fyrir lágum Iaunum i kjörbúð. Fn einn daginn kemsthún að þvi að búið er að borga húsaleiguna fyrir næsta mánuð lyrir hana. Hún kemst að þvi að þar er að verki roskin kona sem vill seilast til áhrifa á dóttur hennar. Meira held ég nú að sé ekki vert að segja,” sagði Pálmi. Þessi mynd er eins og áður sagði alveg glæný. Sjónvarpið hefur núna fengið töluvert af nýjum myndum sem það er reyndar þegar byrjað að syna. Myndin á laugardagskvöldið í næstu viku er einnig sem ný, frá árinu 1973. -DS. Gamla konan vill með peningum sinum seilast til áhrifa á dóttur aðalpersónu myndarinnar á föstudagskvöld. MONIKA — útvarp á mánudagskvöldið kl. 21.35: SVEITAUFSSAGA — spennandiog rómantísk Lestur nýrrar útvarpssögu hefst á mánudagskvöldið. Er það sagan Monika eftir Jónas Guðlaugsson í þýðingu Júníusar Kristinssonar. Guðrún Guðlaugsdóttir les söguna en áður en fyrsti lestur hefst flytur Gunnar Stefánsson smáspjall um höfundinn. Gunnar var spurður um hann og söguna. „Jónas Guðlaugsson var einn af þeim höfundum sem fóru til Dan- merkur á fyrsta tug aldarinnar og skrifaði á dönsku. Hann var fæddur 1887 og dó 1916, tæplega þritugur að aldri. Jónas heitinn Guðlaugsson rithöfund- ur. Hann orti nokkuð af Ijóðum, bæði á dönsku og íslenzku, og skrifaði nokkrar sögur. Monika hefur aldrei verið þýdd á íslenzku fyrr en núna en henni var vel tekið I Danmörku á þeim tima sem hún kom þar út. Enda var island þá óþekkt iand og spenn- andi. Sagan gerist á íslandi og er svona sveitasaga, dramatísk og rómantísk j senn. Eins og gefur að skilja eftir þeim tima sem hún kemur út á lýsir hún gömlum tíma sem nú er horfinn. Mér finnst svolítið gaman að því að heyra þá lýsingu,” sagði Gunnar. Og við verðum að vona að fleiri séu hon- um sammála. - DS hvcrf orðtök, sem lúta að fyrri ttðar sjósókn og siðar orötök sem lýsa llfi og starfsháttum sveitafólks. Myndstjórnandi Guðbjartur Gunnarsson. 20.45 Boðskapur heiðlóunnar. Dönsk mynd um Islenska listmálarann Mariu Ólafsdóttur. Maria fluttist ung til Kaupmannahafnar og starfaöi þar lengst af ævi sinni. Listakonan andaðist 24. júli I sumar, hálfu árí eftir að þessi þáttur var gerður. Þýðandi Hrafnhildur Schram. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 21.20 Andstreymi. Ástralskur myndaflokkur. Fjórði þáttur. Efni þriðja þáttar: Mary verður vinnukona á heimili höfuðsmanns nokkurs Polly fer til vingjamlegs kráreiganda sem Will Price heitir. Mary mætir alls staðar kulda og fjandsemi á býli höfuðsmannsins. Einn maður reynist henni þó vel, enskur fangi, Jonathan Garrett. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.10 Bowles Brothers. Léttur tónlistarþáttur með samnefndri hljómsveit. Mánudagur 12. nóvember 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 íþróttir. Umsjónarmaöur Bjami Felixson. 21.05 Faöirinn. Breskt sjónvarpsleikrit eftir Deborah Mortimer. Leikstjóri: Valerie Hanson. Aðalhlutverk Paul Daneman, Eliza- beth Bodington, James Kerry og Janet Ellis. Alison, átján ára stúlka, kemst að þvl að maður sá, sem hún hefur alltaf talið föður sinn, er það ekki, heldur er hún dóttir manns sem móðir hennar bjó með áður en hún gifti sig. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 21.55 Miriam Makeba. Tónleikar með suður- afrísku söngkonunni Miriam Makeba, sem haldnar voru á vegum Menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuöu þjóðanna árið 1978, en það ár var helgað baráttu gegn kynþáttaað- skilnaði. Þýðandi Ragnar Ragnars. 22.20 Alþjóðalögreglan. ísland og flest önnur lýðræðisríki Vesturlanda eiga aðild að Alþjóðalögreglunni, Interpol, ásamt löndum, sem búa við harðstjórn af ýmsu tagi. Interpol nýtur mikils sjálfstæðis gagnvart stjórn- völdum aðildarríkjanna, og i þessari mynd eru leiddar líkur að því að stofnunin virði ekki alltaf lýðræði og mannréttindi. Þýöandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 13. nóvember 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Hefndin gleymir engum. Franskur saka- málamyndaflokkur. Annar þáttur: Efni fyrsta þáttar: Ungur maöur, Jean Martin, kemur að unnustu sinni látinni. Hann telur vist að hún hafi orðið fyrir flösku sem varpað hefur verið úr flugvél. Eftir langa leit finnur hann flug- vélina og lista yfir farþega daginn sem slysið varð. Flugmaðurinn er látinn og efsti maöur á listanum er iðnrekandinn Georges Garriset. Kona hans lætur lífið með sviplegum hætti. Þýðandi Ragna Ragnars. 21.35 Framboðskynningar. Fulltrúar þeirra aðila, sem bjóða fram til alþingiskosninga 2. og 3. desember svara spumingum Sigrúnar Stefánsdóttur fréttamanns. Rætt verður við fulltrúa hvers flokks I 15 minútur. Stjórn upptöku RúnarGunnarsson. 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. nóvember 18.00 Barbapapa. Endrsýndur þáttur úr Stundinni okkar frá síðastliðnum sunnudegi. 18.05 Fuglahræðan. Breskur myndafiokkur. Lokaþáttur. Dansleikurinn. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.30 Fellur tré aö velli. Fyrsta myndin af þrem- ur sænskum um lif barna í afrisku þorpi og þær breytingar sem verða á högum þorpsbúa þegar hvítir menn taka til starfa í nágrenninu með vinnuvélar sinar. Þýðandi og þulur Jakob S. Jónsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaöur örnólfur Thorlacius. 21.05 Tónstofan. Fyrirhugað er að tónlistar- þættir með þessu heiti verði á dagskrá um það bil einu sinni á mánuði i vetur. I fyrsta þætti leika Gunnar Kvaran og Gisli Magnússon sónötu fyrir selló og píanó op. 40 eftir Sjostakovits. Kynnir Rannveig Jóhannsdóttir. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.35 Vélabrögð I Washington. Bandariskur myndaflokkur. Fjórði þáttur. Efni þriðja þáttar: Bill Martin,forstjóri CIA, býr nú með Sally Whalen. Honum líst ekki á blikuna þegar Monckton forseti biður um skeyti, sem fór milli þeirra Currys skömmu áður en forseta Vietnams var steypt af stóli. Myron Dunn fjármálaráðherra gerir samning við hótel- og spilavitiseiganda sem vill láta flokknum í té hótel og greiða allan kostnað við flokksþingið gegn þvi að kona hans verði gerð að sendi- herra i Evrópu. Atherton öldungadeildarþing- maður vill afhjúpa þessi hrossakaup. Sally Whalen er gömul vinkona hans og hún fær Martin til að afia upplýsinga um hóteleigand-. ann. Esker Scott Anderson, fráfarandi forseti, andast og allir æðstu menn í Washington fara með fiugvél forsetans til að vera við útförina. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 23.05 Dagskrárlok. Föstudagur 16. nóvember 20.00 Fréttir og veöur. 2030 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir vinsæl dægurlög. 2l.l0 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson frétta- maðurl. Stjórn upptöku Valdimar Leifsson. 22.15 Marmarahúsiö. Ný, frönsk sjónvarpskvik- mynd. Aöalhlutverk Dany Carrel, Giséle Casadesus og Catherine Creton. Colette er einstæð móðir og á tiu ára gamla dóttur. Hún vinnur i verslun og hefur lág laun Dag nokkurn kemst hún að þvi að óþekkt kona hefur fengið áhuga á velferð mæðgnanna og greitt húsaleigu þeirra. Þýðandi Pálmi Jóhann esson. 23.40 Dagskrárlok. Laugardagur 17. nóvember 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Villiblóm. Franskur myndaflokkur. Þriðji þáttur. Þýðandi Soffía Kjaran. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Leyndardómur prófessorsins. Norskur gamanmyndafiokkur. Ellefti þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 20.45 Flugur. Fjórði og siðasti þáttur. Kynnir Jónas R. Jónsson. Umsjón og stjórn upptöku Egill Eðvarösson. 21.15 ELO. Tónleikar hljómsveitarinnar Electric Light Orchestra, haldnir i Wembley- höll í Lundúnum til ágóða fyrir Styrktarfélag fatlaðra. Kvikmyndaleikarinn Tony Curtis fiytur stuttan formála. Þýðandi Björn Baldurs- son. 22.15 Framkvæmdastjórinn (Man at the Top). Bresk bíómynd frá árinu 1973. Aðalhlutverk Kenneth Haigh, Nanette Newman og Harry Andrews. Joe Lampton hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lyfjaverksmiöju. Hann kemst brátt að þvi aö honum er ætlað að bera ábyrgð á því að sett var á markað lyf sem haft hefur hryllilegar afieiðingar fyrir þúsundir kvenna. Þýðandi: Ragnar Ragnars. 23.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprestur, Reynivöllum i Kjós, fiytur hugvekjuna. 16.10 Húsió á sléttunni. Bandarískur mynda- fiokkur. Þriðji þáttur. Ebenezer. Efni annars þáttar: Mariu Ingalls fer að ganga ótrúlega illa í skólanum. Fyrir dyrum stendur sögupróf þar sem veita á verðlaun og Maríu finnst hún alls ekki fær um að taka þátt í þvi. Faðir hennar kemst af tilviljun að því að hún er farin að sjá mjög illa, og Maria fær gleraugu hjá lækni i Mankato. En skólasystkin hennar striöa henni óspart á þeim. Minnstu munar að það eyðileggi fyrir henni námið en þó fer allt vel að lokum og hún verður efst á söguprófinu. Þýðandi óskar Ingimarsson. 17.00 Tigris. Annar þáttur um leiðangur Tors Heyerdahls og félaga hans á sefbáti frá írak um Persafióa og suður með austurströnd Afríku. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. (Nordvision). 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis: Hvað ætla ég að verða? Nemendur í Hlíðaskóla og börn í Tjarnarborg tekin tali. Flutt verður tyrkneskt ævintýri með teikningum eftir Ólöfu Knud- sen, öddi og Sibba og Barbapapa lita við og bankastjóri Brandarabankans glímir við kross gátu. Umsjónarmaður Bryndis Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veóur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 fslenzkt mál. Fjórði þáttur. Haldið verður áfram að skýra myndhverf orðtök úr islensku sjómannamáli. Textahöfundur og þulur Helgi J. Halldórsson. Myndstjórnandi Guðbjartur Gunnarsson. 20.45 Maður er nefndur. Jón Þórðarson prentari. Jón Þórðarson er einn af vígreifustu prenturum landsins og er nú að verða níræður. Hann var með afbrigðum næmur á íslenskt mál og leiðrétti gjarnan handrit manna svo lítið bar á. Hann var t.d. sá eini sem lesið gat og sett eftir handritum Jónasar frá Hrifiu. Jón Helgason blaðamaður ræðir við nafna sinn. Myndstjórnandi Guðbjartur Gunnarsson. 21.45 Andstreymi. Ástralskur myndafiokkur. Fimmti þáttur. Samkomulagið. Efni fjórða þáttar: Jonathan og Mary kynnast þjáningar- bróður sínum, Dinny O’Byrne. Hann hvetur þau til að reyna að sætta sig viö refsivistina. Mary fer að ráðum hans en Jonathan lendir saman við harðlyndan eftirlitsmann og er stefnt fyrir Samuel Marsden, „prestinn með vöndinn”. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.