Dagblaðið - 17.12.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 17.12.1979, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979. 22 I Bþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D . Keppnin í 2. deild handknattleiksins: KA tapaði að Varmá og síðan í Laugardalshöll — Þróttur sigraði Þór Vestmannaeyjum á laugardag Akureyrarliðift KA gerði slæma ferð hingað suður um helgina. Lék tvo leiki í 2. deildinni í handknattleik karla og tapaði báðum. Á laugardag gegn Afturelding í íþróttahúsinu að Varmá, þar sem Afturelding vann stórsigur 27—16. Það var athyglisvert í þeim leik að Afturelding skoraði 16 af mórkum sínum úr hraðaupphlaupum — og markvörður liðsins, Emil Karlsson, Staðan í 1. deild Staðan í I. deild íslandsmótsins í handknattleilk karla eftir leiki helgar- innar: Vikingur — HK 24—18 ÍR — Valur 26—22 Víkingur 5 5 0 0 112—89 10 FH 5 4 1 1 117—105 9 KR 6 4 0 2 135—126 8 Valur 6 3 0 3 123—113 6 llaukar 6 2 1 3 124—133 5 ÍR 5 2 0 3 104—105 4 Fram 5 0 2 3 100—111 2 HK 6 0 0 6 96—131 0 Markahæstu menn: Bjarni Bcssason, ÍR 34 Kagnar Ólafsson, HK 31/14 Haukur Ottesen, KR 28/2 Páll Björgvinsson, Vikingi 28/17 Ólafur I.árusson, KR 27/11 Atli Hilmarsson, Fram 25 Konráð Jónsson, KR 23 Kristján Arason, FH 23/9 Þórir Gíslason, Haukum 23/10 Andrés Bridde, Fram 23/20 Þorbjörn Guðmundsson, Val 22/11 Slcinar Birgisson, Vikingi 21 varði ein 17 skot i leiknum. Við hann réðu KA-menn illa. Fyrsta tap KA í 2. deild staðreynd. I gær mættu þeir svo aftur frábærum markverði, þegar liðið lék við Fylki í Laugardalshöll. Jón Gunnarsson var frábær í marki Árbæjarliðsins og hafði fyrir framan sig stórgóða vörn. Fylkir vann öruggan sigur 22—16 eftir að KA hafði byrjað með miklum látum. Hins vegar tókst leikmönnum liðsins ekki að halda þeim ógnarhraða lengi og Árbæjarliðið sterka náði undirtökun- um í leiknum. Lék yfirvegaðan hand- knattleik, þar sem aðall liðsins er vörnin. KA skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum — unglingalandsliðsmaðurinn Alfreð Gíslason hið fyrsta. Hann naut sín þó ekki í leiknum. Slæmur í fæti. Fylkir jafnaði i 2—2 og síðan var jafnt 3—3 og 4—4. En á næstu mínútum gerði Fylkir út um leikinn skoraði sex mörk gegn einu og komst í 10—5. Á þessu tímabili gerði Jón Gunnarsson sér litið fyrir og varði tvö vítaköst frá Þorleifi Annaníassyni. 1 hálfleik var staðan 12—6. Fylkir jók fljótt muninn í átta mörk, 15—7, og öll spenna var úr sögunni. Það stefndi i stórsigur Fylkis en loka- kaflann gaf liðið nokkuð eftir. Jón markvörður meiddist þá og KA minnkaði muninn í sex mörk. Fylkir lék þennan leik vel og enginn var betri en Jón Gunnarsson. Að vísu voru skot KA-manna ekki alltaf erfið en það dregur þó ekki úr frammistöðu Jóns, sem varði um 20 skot í Ieiknum. Vörnin var mjög sterk með Gunnar Baldursson, Einar Ágústsson, Óskar Ásgeirsson ásamt Hauki Magnússyni sem beztu menn. í sókninni var Einar Ágústsson mjög atkvæðamikill. Guðni sýndi líka góða takta. KA-liðið er ójafnt. Magnús Gauti varði vel i byrjun en síðan lítið og í siðari hálfleik lék Ólafur Haraldsson i marki og varði nokkuð vel þó smávaxinn sé. Knatt- spyrnukappinn Gunnar Gíslason var sterkur i leiknum, svo og Alfreð en skotnýting hans var slæm. Mörk Fylkis skoruðu Einar 6, Gunnar 3, Magnús Sigurðsson 3, Guðni Hauksson 3, Öskar 2, Ragnar Hermannsson 2, Ásmundur Kristins- son 2/2 og Sigurður Símonarson 1. Mörk KA skoruðu Gunnar 5/2, Alfreð 4, Þorleifur 2, Guðbjörn Gíslason 2, Guðmundur Lárusson, Magnús Birgis- son og Rúnar Steingrímsson eitt hver. Þróttur vann Þór Á laugardag léku Þróttur og Þór, Vestmannaeyjum, í 2. deildinni í Laugaradalshöll. Þróttur vann öruggan sigur 27—21 eftir 14—8 í hálfleik. Ólafur H. Jónsson , þjálfari og leik- maður Þróttar, meiddist í leiknum og meðan hann var utan vallar riðlaðist leikur Þróttar mjög. Sigurður Sveins- son var mjög atkvæðamikill í marka- skoruninni hjá Þrótti. Ellefu sinnum sendi hann knöttinn í mark Þórs, þar af fjórum sinnum úr vítum Páll Ólafsson skoraði 4 mörk, Sveinlaugur og Gísli 3 hvor, Ólafur H., Einar og Lárus 2 hver. Mörk Þórs skoruðu Herbert 6, Ragnar Hilmarsson 5, Albert og Ásmundur 3 hvor, Óskar Brynjarsson 2, Böðvar og Þór Valtýsson eitt hvor. hsim. Staðaní 2. deild Úrslit í 2. deild karla í handknatt- leiknum um helgina urðu þessi: Afturelding — - KA 27— 16 Þróttur — Þór, Vest. 27— 21 Fylkir— KA 22— 16 Staðan er nú þannig Fylkir 5 4 0 I 105- -90 8 Þróttur 6 4 0 2 131- -123 ' 8 Ármann 4 2 1 1 97- -78 5 Afturelding 4 2 1 I 83- -76 5 KA 4 2 0 2 74- -87 4 Týr, Vest. 2 1 0 1 45- -38 2 Þór, Vest. 3 0 0 3 52- -82 0 Þór, Ak. 4 0 0 4 72- -84 0 SÚKKULAÐI VANILLA NOUGAT ádag kemur skapinu ■ lag Jón Gunnarsson, hinn snjalli mark- vörfiur Fylkis, varði frábærlega gegn KA. DB-mynd Bjarnleifur. Staðan hjá konunum Staðan í 1. deild íslandsmótsins i handknattleik kvenna eftir leiki helgar- innar: Grindavik — FH 16- -23 KR — Víkingur 13- 16 Fram 6 6 0 0 113—64 12 KR 6 4 0 2 98—71 8 Víkingur 6 3 0 3 104—86 6 Valur 5 3 0 2 82—79 6 Haukar 6 3 0 3 88—90 6 Þór 5 2 0 3 84—85 4 FH 6 2 0 4 95—118 4 Grindavik 6 0 0 6 62—133 0 Markahæstar eru: Guðríður Guðjónsd., Fram 48/22 Margrét Theodórsd., Haukum 46/29 Kristjana Aradóttir, FH 37/16 Ingunn Bernódusdóttir, Vik. 31/11 Sjöfn Ágústsdóttir, Grindav. 30 Hansína Melsteð, KR 29/17 íris Þráinsdóttir, Vík. 24/6 Eiríka Ásgrímsdóttir, Vík. 23 Harpa Guðmundsdóttir, Val 22 Katrín Danivalsdóttir, FH 21 Enn kemur Vík- ingur á óvart — nú sigur yfir KR, 16-13 Víkingsstúlkurnar halda áfram að koma á óvart í 1. deild kvenna í hand- knattleiknum. í gærkvöldi lögðu þær KR að velli 16—13 í skemmtilegum leik í Höllinni. Víkingur leiddi allan tímann og í hálfleik var slaðan 8—6 þeim í hag. Það var íris Þráinsdóttir, sem kom Vikingi á bragðið með tveimur mörk- um í byrjun leiksins. KR tókst að jafna og síðan var mikið jafnræði með liðun- um. Ingunn Bernódusdóttir var í miklu stuði og margsinnis sendi hún knöttinn i netið hjá KR með heljarmiklum þrumuskotum. Víkingur átti fyrsta markið í síðari háldleiknum en KR svaraði fyrir sig. Tók nú að fara um Eggert, þjálfara Vikings, og hann spígsporaði eftir hliðarlínunni með vindil sem dautt var í i munnvikinu. Fljótlega lifnaði þó yfir honum því Víkingur tók leikinn alger- lega í sínar hendur. Þegar um 8 mín. voru til leiksloka var munurinn orðinn 6mörk, 16—10 Vikingi i hag. Þá loks var eins og KR vaknaði af dvala. Leikmenn komu vel út á móti sóknarmönnum Víkings og það gerði gæfumuninn. Sókn Víkings riðlaðist og KR skoraði þrjú síðustu mörk leiksins. Það var þó engan veginn nóg og Vik- ingur stóð uppi sem öruggur og sann- gjarn sigurvegari þessa leiks. Hjá Víkingi var Ingunn langbezt en þær Eiríka, Jóhanna í markinu og Sigurrós áttu allar góðan dag. Af KR- dömunum var Hansína Melsteð bezt óg þá átti Hjálmfriður góðan leik. Olga var óvenju róleg en systir hennar, Arna, var spræk framan af. Ása varði ágætlega i markinu. Mörk Vikings: Ingunn 7/3, íris 5/1, Eiríka 3, Sigurrós I. Mörk KR: Hansina 3/2, Karólina 3/1, Arna 2, Hjördís 2, Hjálmfríður 2 og Olga 1. - SSv. KR - Víkingur 13-16 (6-8) íslandsmótk) i handknattloik. 1. deild kvonna. KR — Víkíngur 13—16 (6—8). Laugardalshöll 16. desember. Beztu leikmenn: Ingunn Bemódusdóttir, Víkingi, 8, Eiríka Ásgrímsdóttir, Vikingi, 7, Hjólm- fríður Jóhannosdóttir, KR, 7, Jóhanna Guðjónsdóttir, Vikingi, 6, Hansína Melsteð, KR, 6. KR: Ása Ásgrímsdóttir, Hjólmfríður Jóhannesdóttir, Ama Garðarsdóttir, Ogla Garðarsdótt- ir, Bima Benediktsdóttir, Hjördis Sigurjónsdóttir, Hansina Melsteð, Helga Bachmann, Karó- lína Jónsdóttir, Anna Lind Sigurðsson. Víkingur Jóhanna Guðjónsdóttir, Hlin Baldursdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Iris Þróinsdótt- ir, Eiríka Ásgrímsdóttir, Agnes Bragadóttir, Ingunn Bemódusdóttir, Vilborg Öaldursdóttir, Sigrún Olgeirsdóttir, Sigurrós Bjömsdóttir, Anna Bjömsdóttir. Dómarar Bjöm Jóhannesson og Ragnar Gunnarsson. Tveimur var vikið af leikvelli, Eiríku úr Vikingi og Hjördisi úr KR. Áhorfendur um 50. STJÖRNUFANS í UÓNAGRYFJUNNI — „körfuhátíð” í Njarðvík í kvöld íþróttafrétlamenn halda innreið sina í Njarðvík i kvöld og er því eins gott að vera á varðbergi. Úndir forystu Her- manns Gunnarssonar, margfalds lands- liðsmanns i handknattleik og knatt- spyrnu, munu íþróttafréttamenn sýna listir sínar i hatrammri baráttu við körfnknattleiksdómara. Ekki er að efa að dómararnir munu lúta í lægra haldi enda er lið iþróttafréttamanna enn ósigrað á löngum og glæsilegum ferli sinum. Skemmst er að minnast jafntefi- ist gegn íslandsmeisturum Vals í knatt- spyrnu. Eins og við greindum stuttlega frá hér i DB á föstudag verður fjör og húll- umhæ í íþróttahúsinu i Njarðvík i kvöld. Strax kl. I9.30 verður Rúni Júl. mættur við fóninn og mun hann fremja alls kyns diskótónlist fram til kl. 20. Þá hefst fyrsta atriði kvöldsins og ekki er bqðjð,upp á neitt slor. Njarðvíkingar og úrvalslið Bób' Starr-munu leiða saman hesta sina. Síðan kemur aðalatriði kvöldsins, er íþróttafréttamenn taka körfuknatt- leiksdómara i karphúsið. Valinn maður verður í hverju rúmi hjá íþróttamönn- um, en lið þeirra verður skipað eftir- töldum: SOS (Timanum) Hemma Gunn (útvarpinu), IngH (Þjóðviljan- um) SSv (Dagblaðinu), gg (Morgun- blaðinu) og þr (Morgunblaðinu). Auk þess mun „rauða Ijónið”, Bjarni'Felix- son, mæta með liðinu og verða þvi til trausts og halds. Þá leikur islenzka landsliðið, styrkt af Mark Christensen, gegn þvi liði er tapaði fyrst, þ.e. Njarðvik eða Bob Starr „all-star”. Að þeim leik loknum mun stjörnulið Ómars Ragnarssonar leika við bæjarstjórn Njarðvíkur í knattspyrnu og er ekki að efa að þar verður ekkert gefið eftir. Kvöldinu lýkur svo með leik Islands og þess liðs er bar sigur úr býtum í fyrsta leik kvöldsins. Inn á milli atriða munu iþróttafrétta- menn etja kappi við dómara í vita- keppni undir dúndrandi diskómúsík frá Rúna Júl. Það verður því áreiðanlega fjör i „Ijónagryfjunni” í kvöld. A.m.k. skortir ekki stjörnufansinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.