Dagblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 32
Magnús Guðmundsson læknir:
„Fannst hrapið óratími
unz þyrlan brotlentí”
— átti allt eins von á að þyrlan spryngi í loft upp
,,Ég get ekki gert mér grein fyrir
hvernig þetta gerðist. Mér fannst líða
óratimi frá því vélin byrjaði að hrapa
þar til hún brotlenti,” sagði Magnús
Guðmundsson, aðstoðarlæknir á
Slysadeild Borgarspítala við Dag-
blaðið í sjúkrabil á leið til Reykja-
víkur í gærkvöldi.
Magnús, ásamt Ólafi Kjartanssyni,
einnig aðstoðarlækni á Slysadeild,
var um borð í bandarisku björgunar-
þyrlunni sem fórst á Mosfellsheiði.
Magnús kvartaði yfir meiðslum í
baki. Ólafur slapp hins vegar furðu
vel og tók fullan þátt í að hlúa að hin-
um slösuðu í þá tvo tíma er liðu frá
slysinu þar til björgunarsveitir komu
á vettvang.
„Það var ábyggilega mesta mildi
að ekki fór verr. Ég átti allt eins von á
að þyrlan spryngi í loft upp. Bensinið
lak út um allt og við sáum neistaflug
inni í véiinni,” sagði Magnús.
Læknarnir tveir voru mættir á
Reykjavíkurflugvöll í gærdag til að
taka á móti þyrlunni af slysstað
Cessna-vélarinnar. Þegar til kom
reyndist aðeins einn úr Cessna-vél-
inni um borð í þyrlunni. Læknarnir
fóru með henni i aðra ferð til að ná í
hina þrjá. Þyrlan fórst eftir flugtak á
Mosfellsheiðinni í þessari ferð með
læknana, sjúklingana og bandaríska
áhöfn innanborðs. Nýsjálendingur
og tvær finnskar stúlkur, sjúkraþjálf-
arar á Reykjalundi, sem voru í
Cessna-vélinni, lentu þar með í öðru
flugslysinu sama daginn. Þótti
sjónarvottum að síðari slysinu og
öðrum á slysstað i gærkvöldi með
ólíkindum að allir skyldu komast Itfs
af úr báðum slysunum.
- ARH
Lagt upp I örlagaríka ferö. Bandariska þyrlan á Reykjavíkurflugvelli i gær rétt áður en hún lagði af stað í siðari ferðina upp á Mosfellsheiði með læknana tvo
innanborðs. Þeir eru á miðri m.vnd, Magnús Guðmundsson til vinstri og Ólafur Kjartansson. DB-mynd: Sveinn
Heimila loðnuveiðar aftur 8. janúar
2300 til 4700 tonn á hvert skip samkvæmt kvóta yfir loðnu til hrognatöku
Sjávarútvcgsráðherra hefur
ákveðið að loðnuveiðar verði aftur
heimilaðar frá og með hádegi hinn 8.
janúar næstkomandi. Verður þá leyft
að veiða 100 þúsund tonn, þó með
fyrirvara um stöðvun með tveggja
sólarhringa fyrirvara ef mælingar
fiskifræðinga i byrjun ársins sýna
minni loðnu i sjónum en nú er
áætlað.
Rannsóknarskipið Bjarni
Sæmundsson mun fara í leiðangur
strax eftir áramótin. Aðeins þeim
skipum sem voru á loðnuveiðunt
siðastliðið sumar verður heimilað að
veiða i janúar auk tveggja skipa, sem
voru i smiðum og viðgerðum.
í framhaldi af fundi loönuhags-
ntunaaðila og sjávarúlvegsráðuneyt-
isins i gær hefur einnig verið ákveðið
hvernig hagað skuli kvótaskiptingu á
þcim 150 þús. tonnum, sem veiða á
við lok vertíðar, og þá sérstaklega til
hrognatöku. Var farið eftir tiliögum
LÍÚ í þeim efnum.
Hvert.skip fær að veiða 1500 tonn
og má aúk þess koma tvisvar með
fullfermi að landi. Má þvi segja að
tekið sé tillit til stærðar skipanna aö
hálfu leyti. Hin minnstu af loðnu-
skipunum fá þá að veiða um það bil
2300 tonn af loðnu til hrognatöku en
hið stærsta þeirra, Eldborgin, 4700
tonn. Einhverjar breytingar gefa
orðið ef sölumöguleikar á loðnu-
hrognum breytast frá þvi sem nú er.
Eínnig er áformað að leyfa veiði á
25 til 30 þúsund tonnum af loðnu til
frystingar en óákveðið hvernig henni
verður skipt rnilli skipa.. - ÓG
Steingrímur Hermannsson:
iki til Bessastaða á morgun”
— kratar bjóða vinstra samstarf í þingdeildum
„Samkomulag náðist í gærkvöld
milli vinstri flokkanna um samstarf
við formannskjör i að minnsta kosti
þeim nefndum efri og neðri deildar
sem kjósa formann í dag,” sagði
Steingrímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, í viðtali við
DB í morgun. Alþýðuflokkurinn
bauð í gærkvöld upp á slíkt vinstra
samstarf, en hann mun hafa sam-
vinnu við Sjálfstæðisflokkinn í fjár-
veitinganefnd, sem kosin er af sam-
einuðu þingi.
„Þú mátt hafa eftir mér, að ég fari
örugglega ekki til Bessastaða á
morgun,” sagði Steingrímur. „Ég
hef beðið Alþýðubandalag og
Alþýðuflokk um skriflegar athuga-
semdir við grundvöllinn sem við
höfum lagt fram í efnahagsmálum.
Ég stefni að nýjum viðræðufundi um
stjórnarmyndun siðdegis i dag.
Flokkarnir voru beðnir að svara
skriflega í dag eða á morgun.” Stein-
grimur sagði, að horfur á myndun
vinstri stjórnar væru þó harla slakar.
Alþýðuflokkurinn hefur eins og
fram hefur komið starfað með Sjálf-
stæðisflokknum i nokkrum tilvikum,
svo sem við kosningu formanns utan-
ríkisnefndar í gær. Á hinn bóginn
hefur Alþýðuflokkurinn tekið vel
efnahagstillögum Framsóknar en
Alþýðubandalagið illa.
„Forystuleysi
Benedikts"
„Þessir atburðir á Alþingi hafa
nánast gert vonir um vinstri stjórn
að engu,” sagði Ólafur R. Gríms-
son alþingismaður (AB) í viðtali við
DB í morgun um afstöðu Alþýðu-
flokks. „Þegar Alþýðuflokkurinn er
búinn að gera samkomulag við Sjálf-
stæðisflokkinn um mikilvægustu
nefndir þingsins, skiptir minnstu,
þótt Alþýðuflokkurinn bjóði sam-
komulag um minni háttar nefndirn-
ar,” sagði Ólafur Ragnar. Hann
sagði að forystuleysi Alþýðuflokks-
ins hefði spillt fyrir í vinstri viðræð-
unum. Benedikt Gröndal kæmi ekki
fram sem forystumaður flokksins og
flokkurinn væri klofinn. -HH
m
frjálst, nháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 19. DES. 1979.
Erling var einn aðstandenda „sjó-
ræningjastöðvarinnar” í Njarðvík sem
DB sagði frá á dögunum. Nú er stöðin
úr sögu í bili.Hún náði tilog var í eigu
30 einbýlí'shúsa í bænum í 400 metra
radius frá húsi Erlings. Þar var stöðin
til húsa.
fjölbýlishúsum,” sagði Erling.
Erling hefur verið boðaður í yfir-
heyrslu hjá fógeta vegna þessa máls.
Aðstandendur sjónvarpsstöðvarinnar
hafa falið lögfræðingi að kanna stöðu
- ARH
Eiður Guðna-
son formaður
í fjárveitinga-
nefnd
„Um það var samkomulag, að
Alþýðuflokkurinn fengi formann fjár-
veitinganefndar, þegar í hana var kosið
í sameinuðu þingi,” sagði einn þing-
manna sjálfstæðismanna í nefndinni í
viðtali við DB. Hann bætti við: „Við
það verður staðið af okkar hálfu.”
Eiður Guðnason alþingismaður
verður þvi kjörinn formaður í f iár-
veitinganefnd þegar hún kemur saman
til fundar kl. 13 í dag. Fundi sem halda
átti i gær var frestað þar til i dag.
Nendarmenn voru yfirleitt allir mjög
timabundnir. Þegar Friðrik Sophussyni
seinkaði litillega alveg ófyrirséð, varð
samkomulag um frestun fundar.
Um kosningu embættismanna
öðrum nefndum, sem koma saman
dag, varð samkomulag milli vinstr
flokkanna, eins og getið er í annarri
frétt íDB. -BS.
Kviknaði
í bókabíl
0
0
Njarðvík:
Yfirvöld gerðu
„sjóræningja-
stöðina”
upptæka
„Menn frá Landssímanum og lög-
reglunni komu og leituðu um allt hús.
Þeir hirtu tæki, myndsegulband, loft-
net á þaki, magnara.'spólur með mynd-
efni og fleira, að verðmæti allt að 2
milljónir króna,” sagði Erling Ágústs-
son í Njarðvík við DB.
„Þetta truflaði á engan hátt íslenzka
sjónvarpið og við getum ekki séð að
stöðin hafi brotið meira í bága við lög
t.d. sameiginlegt sjónvarpskerfi í
Laust fyrir kl. 6 í morgun kom upp
eldur í bókabíl sem stóð inni á
Kirkjusandi. Virðist eldurinn hafa
kviknað út frá tengikassa sem var í
sambandi. Eldurinn breiddist út um
gólfið og skemmdi leiðslur. Slökkvi-
liðið var þegar kvatt á staðinn og gekk
mjög greiðlega að ráða niðurlögum
eldsins og var þannig komið í veg fyrir
meiri háttar skemmdir á bílnum.
-GAJ-
10
í