Dagblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.12.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Em verstu kartöflumar teknar úr til þess að selja í verzlunum? Miklu betri kartöflur á boðstólum í „höfuðvíginu” Grænmetisverzluninni heldur en almenningi er boðið upp á „Getur það hugsazt að verstu kart- öflurnar séu tíndar úr og seldar í verzlunum, en skástu kartöflurnar séu síðan seldar í Grænmetisverzlun- inni sjálfri?” spurði viðmælandi Neytendasíðunnar á dögunum. — Viðmælandi okkar sagðist hafa rætt við nokkra aðila sem hefðu tækifæri „Ég vil helzt ekki kaupa skepnufóður og þess vegna kem ég hingað til þess að kaupa kartöflur,” sagði Steinn Guðmundsson knattspyrnudómari og fyrrverandi knattspyrnumaður, en hann var einn af þeim sem staddir voru í kartöflukaupum i Grænmetinu á mánudaginn. DB-mynd Bjarnieifur. til þess að kaupa mikið magn af kart- öflum í einu í 25 kg pokum. Þeim hefði öllum komið saman um að þær kartöflur sem á boðstólum eru í „höfuðvíginu”, Grænmetisverzlun- inni í Síðumúlanum, væru langtum betri og stærri en þær sem boðið hefur verið upp á i verzlunum. í útsölu Grænmetisins geta við- skiptavinirnir sjálfir valið sér kart- öflur í poka og notfæra menn sér það í ríkum mæli. Þar eru á boðstólum (mánud.) ágætar kartöflur, bæði rauðar, gullauga og hollenzkar bintje En nú er verið að keyra fínar erlendar „jólakartöflur” í búðir kartöflur. Tilfellið er að þær eru miklu stærri heldur en þær kartöflur sem hafa verið á boðstólum undan- farið í verzlunum. — Þær eru lika allar í I. flokki. I verzlunum hefur verið á boðstólum 2. flokkur, sem eru litlar íslenzkar kartöflur, kannski ekki beinlínis vondar á bragðið, en fljótlega eftir að þær eru keyptar kemur af þeim megnasta moldar- bragð. í Grænmetinu kostar kg af kartöfl- um kr. 270 kr. ef keypt er í „lausu”. En ef keyptur er 25 kg poki kostar Það færist I vöxt að fólk komi i Grænmetið og kaupi bæði kartöflur og grænmeti. Sennilega eru lélegustu kartöflurnar ekki valdar úr til að selja i verzlunum, en samt er það tilfellið að kartöflurnar sem eru á boðstólum í Grænmetinu sjálfu eru yflr- leitt miklu betri en þær sem eru i verzlunum. Þær hafa ekki farið i gegnum pökkunarkerfi einkasölunnar. Er þar kannski komin skýringin? DB-mynd Bjarnleifur. hvert kg 240 kr., pokinn kostar 6000 kr. Sparnaður er nánast enginn en aðalatriðið er að fá góðar kartöflur, en þá verður líka að vera fyrir hendi aðstaða til þess að geyma kartöflurn- ar, köld, dimm og þurr geymsla. A mánudaginn var byrjað að dreifa fínum hollenzkum kartöflum í verzlanir, þannig að borgarbúar geta fengið ágætar kartöflur með jóla- steikinni. Á mánudaginn var til alveg stórfínt hvítkál og rauðkál, laukur og gul- rætur i Grænmetinu. Hvítkálið kostaði 280 kr. kg, rauðkálið 300 kr. kg, laukurinn 326 kr. kg og gulræt- urnar, sem voru stórar og hreinar, kostuðu 760 kr. kg. -A.Bj. GYÐJAN 0G UXINN 1/2 dags starf Nefnd, sem skipuð var til að úndirbúa alþjóðaár fatlaðra 1981, óskar eftir að ráða starfsmann 1/2 daginn frá miðjum janúar næstkomandi. Um- sækjendur þurfa að hafa góð tök á ensku og norðurlandamálunum, kunna vélritun og geta unnið sjálfstætt. Þekking á málefnum fatlaðra æskileg. Umsóknin sendist nefndinni merkt „ALFA ’81”, Hátúni 12, Reykjavík, fyrir 5. janúar næstkom- andi. SJONVARPSBUDIN Neytendasíðunni hefur borizt skemmtilegt bréf frá lesanda sem kallast Gapuxi. Tilefnið er uxakjöt í Eldhúskróki síðunnar. Gapuxi segir: — Nautakjöt fæst víða en hvar fæst uxakjöt? ^Veit fólk í kjötbúðum nokkuð hvað uxakjöt er eða hvað uxi er? Dagblaðskokkapían veit það vafalaust! Svo mörg voru þau orð Gapuxa. Dagblaðskokkapían, sem reyndar í þetta sinn er tvöhundruðpunda karl- peningur, hefur þetta um málið að segja: Orðið uxi hefur frá fornu fari verið notað um vanaða nautgripi til aðgreiningar frá törfum, sem hafðir eru til undaneldis. Löggjafinn gerir til að mynda greinarmun á þessu tvennu í reglugerð nr. 442/1977 um slátrun, mat og meðferð sláturaf- urða. Þaðan er efni Eldhúskróksins fengið. Við nautgripaslátrun er enginn munur gerður á uxakjöti og nautakjöti við flokkaskipun. Þess vegna vita hvorki afgreiðslumenn í verzlunum né neytendur hvaðan hver einstakur kjötbiti er upphaflega runninn. Hlutverk Eldhúskróksins er meðal annars að benda neytendum á, að þegar keypt er kjöt í N-flokknum, má eiga von á bæði nautum, uxum og algeldum kúm. Nánari skilgreining er því miður ekki fyrir hendi af fram- leiðandans hálfu utan skipting í þrjá aldurs- og gæðaflokka. Beztu jóla- og áramótakveðjur frá Eldhúskróknunt. Frá Sauðárkróki: Gott salat með jólasteikinni Húsmóðir á Sauðárkróki sendi okkar eftirfarandi: Um leið og ég sendi ykkur nóvem- berseðilinn ætla ég að senda ykkur uppskrift af jólasalatinu mínu. Það er mjög gott með öllu kjöti, sér- staklega með hamborgarhryggnum. Þetta salat laga ég 22. eða 23. desember því það er betra ef það er búið að bíða í nokkra daga. Uppskrift dagsins Og ég laga svo mikið, læt það í lukt ílát og geymi í ísskápnum, að ég á það yfir öll jólin. Stundum einnig yfir áramótin, því eins og ég sagði, er þetta mjöggott meðöllummat. Ávaxtasalat með eggjum 1—2 egg. I—2 msk sykur 1/2 sítróna I 1/2 bolli rúsínur 1 1/2 bolli gráfíkjur 5—6 epli rjómi Egg og sykur er þeytt yfir gufu, sítrónusafanum bætt út í á meðan þeytt er. Þegar eggjahræran er orðin létt og dálítið þykk er hún tekin af hitanum og þeytt í við og við meðan hún kólnar. Rúsínur, gráfíkjur og epli skorið smátt og látið i glerkrukku og eggja- hrærunni hellt yfir. Látið bíða í ísskápnum. Áður en salatið er notað er þeyttum rjóma blandað saman við. Sennilega er bezt að blanda aðeins rjómanum saman við það sem borið er fram hverju sinni. Hráefniskostnaður er nálægt 2000 kr., en þá er ekki reiknað með þeytta rjómanum. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.