Dagblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980.
7
Erlendar
fréttir
Tuttugu og
einn fórst
v Tuttugu og einn fórst í Mexikóborg,
þar af átján böm, þegar vegavinnuvél
(oryfírþá igær.
Fjórir blaða-
menn hand-
teknir í Perú
Lögreglan í Perú hefur handtekið
fjóra blaðamenn og beitt sprengjum til
að tvístra göngu starfsmanna prent-
smiðja. Kröfðust þeir leyfis til að fá að
gefa út blöðin sjálfir.
Afghanistan:
Sovétríkin stefna
að algjöru hemámí
— þegar komnir um það bil eitt hundrað þúsund sovézkir hermenn til
Afghanistan
Svo virðist sem fjöldi hermanna
Sovétríkjanna í Afghanistan sé að
nálgast eitt hundrað þúsund og allt
bendir til þess nú að stefnt sé að al-
gjöru og varanlegu hernámi landsins.
Er þetta eftir heimildum bandaríska
utanríkisráðuneytisins. Sagði tals-
maður ráðuneytisins að fjöldi
sovézkra hermanna og vopnabún-
aður þeirra benti eindregið til þess að
ekki væri hugsað til heimferðar aftur
i bráð.
Jimmy Carter forseti Bandaríkj-
anna sagði á fundi með fréttamönn-
um í gær að hann mundi beita sér
fyrir samstarfi nokkurra vestrænna
ríkja og í Miðausturlöndum um að
tryggja öryggi Pakistan eftir sovézkt
hernám í Afghanistan.
Carter sagði einnig að Bandaríkin
hefðu ákveðið að þiggja boð stjórna
Somalíu, Oman og Kenya um að-
stöðu fyrir herskip og flugvélar, sem
fá mundu það hlutverk að gæta
Persaflóa fyrir hugsanlegri frekari út-
þenslustefnu Sovétríkjanna.
Walter Mondale varaforseti sagði
að Bandaríkjastjórn mundi beita öll-
um ráðum í baráttunni gegn Sovét-
stjórninni í málefnum Afghanistan.
Mætti þar nefna takmörkun á fæðu-
sendingum, viðskiptatakmarkanir,
takmarkanir á fiskveiðiheimildum, á
tæknisviði, og einnig á sviði stjórn-
mála og menningarmála.
Mondaie varaforseti fullvissaði
bandaríska bændur um að þeir
mundu ekki biða tjón á takmörkun-
um á kornsölu til Sovétríkjanna.
Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til
að verja allt að 2,25 milljörðum doll-
ara vegna kornsölutakmörkunarinn-
ar og kaupa korn fyrir þá upphæð.
Kornmörkuðum i Bandarikjunum
hefur nú verið lokað í tvo daga til að
koma í veg fyrir verðhrun og einnig
til að gefa opinberum aðilum tæki-
færi á að gera sérgrein fyrir nauðsyn-
legum aðgerðum vegna stöðvunar á
kornsölu til Sovétrikjanna.
Ræða sjálf-
stjómPaU
estínuaraba
Menachem Begin forsætisráðherra
ísraels og Anwar Sadat forseti Egypta-
lands munu nú einbeita sér að umræð-
um um sjálfstjórn Palestínuaraba og
hvernig hún eigi að verða. Verulegur
ágreiningur er enn um þá mál á milli
ísraelsmanna og Egypta. Palestínuar-
abar eru um það bil 1,2 milljónir talsins
og eru á svonefndum vesturbakka ár-
innar Jórdan og Gazasvæðinu.
Einnig er nú rætt um framtíð austur-
hluta borgarinnar Jerúsalem, sem fram
að sex daga striðinu árið 1967 var undir
stjórn Jórdaniumanna en síðan hafa
ísraelsmenn ráðið allri borginni..
Jerúsalem er heilög borg bæði í augum
kristinna, gyðinga og múhameðstrúar-
manna.
Að sögn talsmanns ísraelskra aðila á
fundinum í Aswan í Egyptalandi fór
fyrsti fundardagurinn algjörlega í að
ræða ástand mála í íran og Afghan-
istan. í ræðu sem Begin hélt við kvöld-
verð í gærkvöldi gaf hann í skyn að
æskilegt væri að Egyptar og Israels-
menn tækju sameiginlega afstöðu til
beggja þessara mála. Begin fordæmdi
aðgerðir Sovétmanna i Afghanistan
sem aðgerðir heimsvaldasinna og nakta
yfirgangssemi. Um íransmálið og gísl-
ana 50 i bandaríska sendiráðinu i
Teheran sagði hann að þar hefði
mikilhæf þjóð verið litilsvirt. Þar á
hann við Bandaríkin.
Afghanistar hafa viða um heim staðið fyrir mótmælaaðgerðum vegna aðgerða Sovétstjórnarinnar I heimalandi sínu. Myndin
er frá Denver I Bandarikjunum þar sem nokkrir þeirra hafa safnazt saman og óska Rússum dauða ef ráða má af mótmæla-
spjöldunum.
Indversku kosningamar:
ALGJORSIG-
URINDIRU
Ljóst er nú að sigur Indiru Gandhi
og flokks hennar, Kongressflokksins,
er mun glæsilegri en búizt var við
fyrirfram og verður hún án nokkurs
vafa næsti forsætisráðherra landsins
eftir rúmlega tveggja ára hlé. Sjálf
sigraði Indira í þeim tveim kjördæm-
um, sem hún bauð sig fram í og
munu fara fram aukakosningar í
öðru þeirra innan skamms þar sem
Indira heldur aðeins öðru þingsæt-
inu.
Aðrir stjórnmálaflokkar en Kon-
gressflokkur Indiru eru í rúst að
loknum kosningunum ef undan er
skilinn kommúnistaflokkur landsins.
Þeir hafa forustu í flestum kjör-
dæmum í Vestur-Bengal en þar var
talningu ekki lokið í morgun.
Indira Gandhi, sem er orðin 62 ára
og hefur til þessa verið forsætisráð-
herra Indlands í ellefu ár, sagði að
það sem ríkið skorti helzt væri traust
og örugg stjórn. Hún á að hafa alla
möguleika á að stuðla að slíku eftir
að hún kemur til valda þar sem flokk-
ur hennar hefur möguleika á að
hljóta rúmlega tvo þriðju hluta þing-
sæta í neðri deild þingsins. Þingmenn
eru 544 en í morgun hafði Kongress-
flokkur Indiru hlotið'281 þingsæti af
þeim 369 sem búið var að ljúka taln-
ingu um.
Eftir kosningarnar árið 1977,
þegar Indira féll, hafði flokkur
hennar aðeins 154 þingsæti í neðri
deildinni. Þeir voru síðan komnir
niður, í 80 fyrir kosningarnar, sem
hófust i síðustu viku, þar sem svo
margir þingmenn höfðu sagt sig úr
flokknum vegna andstöðu við stefnu
og stjórn Indiru.
Sonur hennar, Sanjay, þrjátíu og
þriggja ára að aldri, vann einnig mik-
inn sigur í kosningunum og var kjör-
inn með 128 þúsund atkvæða meiri-
hluta eftir að hafa tapað með 75 þús-
und atkvæða meirihluta í kosningun-
um árið 1977.
Framtíðastefna Indiru að sögn
hennar í gær er sú að koma á lögum
og reglu i landinu og endurreisa efna-
hagslíf landsins. Hún sagði blaða-
mönnum að hvorki Janataflokkur-
inn, sem nú beið algjöran ósigur, né
neinn annar flokkur gæti blekkt
þjóðina endalaust. Fólk hefði áttað
sig á þeim mistökum, sem það gerði í
kosningunum árið 1977.
Kongressflokkur Indiru fær aó öllum
likindum rúmlega tvo þriðju þingsæta
á indverska þinginu en hafði ekki nema
áttatfu sæti af 544 áður en gengið var
til kosninga.