Dagblaðið - 08.01.1980, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1980.
<§
Útvarp
23
Sjónvarp
D
Krakkarnir eru ekki nógu duglegir að senda sögur i þáttinn Ungir pennar að þvi er Harpa Jósefsdóttir segir. Þessi ungi
snáði sendir kannski inn bréf, þegar hann fer að byrja að skrifa. DB-mynd Ragnar Th.
,,í þessum þætti verð ég með
upprifjun frá síðasta ári og ætla að
lesa tvær sögur aftur sem ég fékk þá.
Þær eru um álfa eða öllu heldur
huldufólk og dverga,” sagði Harpa
Jósefsdóttir Amin umsjónarmaður
Ungra penna sem er á dagskrá út-
varpsins í dag kl. 16.20.
„Ljóð ætla ég einnig að lesa og
kannski sitthvað fleira eftir því sem
timi vinnst til. Krakkarnir hafa ekki
verið nógu duglegir að skrifa nú í
jólafríinu en ég vona að það lagist
fljótlega. Ég fékk nokkrar jólasögur
fyrir jólin og meira að segja kom ein
stúlka til mín og |as söguna sína
sjálf.
Það hefur verið einhver misskiln-
ingur með fyrir hvaða aldur þáttur-
inn er ætlaður. Þátturinn er alveg
eins fyrir 16—17 ára unglinga. Ég hef
fengið bréf frá 18 ára unglingi og
mér finnst það eiginlega mjög gott.
Það koma lengri sögur frá þeim,”
sagði Harpa ennfremur.
— Verður þátturinn áfram í vetur?
„Hann verður áfram svo framar-
lega sem krakkarnir eru duglegir að
skrifa. Flest bréfm fæ ég utan af
landi en það kemur þó fyrir öðru
hverju að ég fæ bréf héðan af
Reykjavikursvæðinu. Ég hef einnig
haft það þannig að ef börnin vilja
lesa sínar sögur sjálf og treysta sér til
þess þá er það velkomið.
Ég hef líka reynt að gefa þeim
hugmyndir um efni sem þau síðan
geta skrifað um,” sagði Harpa. „Það
vill þó oft verða þannig að þau skrifi
mjög stuttar sögur sem ekki tekur
nema eina og hálfa mínútu að lesa,”
sagði Harpa Jósefsdóttir Amin að
lokum.
-ELA.
ÞJÓDSKÖRUNGAR TUTTUGUSTU ALDAR
— sjónvarp kl. 20.40:
Ahrif Nassers á Egyptaland
Eisenhower fyrrum forseti Bandarikjanna á tali viö Nasser fyrrum forseta Egyptalands.
„Þátturinn fjallar um Gamal
Abdel Nasser Egyptalandsforseta,
samskipti hans við stórveldin og
ísraelsmenn og þær breytingar sem
byltingarstefna hans hefur valdið,”
sagði Ingi Karl Jóhannesson þýðandi
myndarinnar Þjóðskörungar
tuttugustu aldar sem sjónvarpið sýnir
ikvö'dkl. 20,40.
„Einnig er i myndinni vikið að Súez-
deilunni frægu. Sagt er frá leiðtoga-
eiginleikum hans og þeirri persónu
sem hann hefur að geyma,” sagði
Ingi Karl ennfremur.
Gamal Abdel Nasser var óþekktur
ofursti þegar hann tók þátt i að
steypa af stóli Farúk, konungi
Egyptalands. Skömmu seinna varð
Nasser forseti Egyptalands og
ókrýndur leiðtogi Araba. Hugsjón
hans var að sameina Arabaríkin og
knésetja ísrael en það rættist ekki.
Það er þriðji þáttur af tuttugu og
fjórum sem sýndur verður í kvöld.
Þættirnir eru á dagskrá annan hvern
þriðjudag. Þulur myndarinnar er
Friðbjörn Gunnlaugsson. -ELA.
Karl Gústaf Sviakóngur. Sagt er að eina starf sem hann hafi nú orðið sé að veita
nóbelsverðlaunin. DB-mynd: Jim Smart.
SPEKINGAR SPJALLA
— sjónvarp kl. 21.55:
Nóbelsverðlaunahafar
ræða um kjamorkuver
„Þátiurinn er tekinn upp í Svíþjóð
og umræðunum stýrir Bengt Feldreich.
Hann hefur stjórnað umræðuþáttum
sem þessum í fjölda ára. Nóbelsverð-
launahaf°.r í raunvisindum 1979 eru
þátttakendur í umræðunum. Aðal-
úmræða þeirra er kjarnorkustöðvar og
hættan samfara kjarnorkunni,” sagði
Jón O. Edwald þýðandi umræðuþáttar
nóbelsverðlaunahafanna.
„Þeir minnast einnig á upphaf
heimsins og vitnar þar einn spekingur-
inn í Snorra-Eddu. Þrir þeirra sem þátt
taka i umræðunum eru Gyðingar og
snýst umræða þeirra upp í hve oft
Gyðingar hljóti nóbelsverðlaun,” sagði
Jón ennfremur.
„Þetta er skemmtilegur og fræðandi
þáttur þar sem greindir menn, að því er
maður verður að álíta, ræða hlutina.
Þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla fer
fram næsta sumar í Svíþjóð um kjarn-
orkuver snýst umræðan að mestu um
það mál en þeir eru hvorki með né á
móti.”
Þeir sem þátt taka i umræðunum eru
Sheldon Glashow, Steven Weinberg og
Abdus Salam, verðlaunahafar í eðlis-
fræði, Herbert Brown.verðlaunahafi í
efnafræði og Allen Cormack og
Godfrey Hounsfield, sem skiptu með
sér verðlaunum í læknisfræði.
-ELA.
Allar viðgerðir bíla og stillum bílinrt með
fullkomnustu tækjum.
Pantifl tíma í tíma.
Einnig bjóflum vifl Ladaþjónustu
LYKILLP
Bifreiðaverkstæði
Simi 76650. Smifljuvegi 20 — Kóp.
BifjBiÓasala
EGII
Laugavegi 118,
símar 15700 - 22240.
Til sölu
Concord station de Luxe árgerð 1978, ekinn 21,
þús. km. Bíllinn er 6 cyl., sjálfskiptur með vökva-
stýri og aflhemlum. Bíll með mjög gott útlit.