Dagblaðið - 08.01.1980, Síða 24

Dagblaðið - 08.01.1980, Síða 24
Harmleikurínn um borö í Tý: Leit áb gjömingsmamu og vopni árangurslaus „Harmleikurinn hófst í eldhúsi miðskips, en barst síðan fram á þver- gang og þar að bakborðsdyrum,” sagði ívar Hannesson rannsóknarlög- reglumaður við DB í gærkvöldi um hina hörmulegu atburði er áttu sér stað um borð í varðskipinu Tý i gær- morgun er tveir skipverja voru myrtir og sá er verknaðinn framdi hvarf síðan og þykir fullvist að hann hafi varpað sér fyrir borð. í eldhúsi skipsins voru að sögn Jóns Magnússonar, lögfræðings Landhelgisgæzlunnar, saman- komnir nokkrir menn rétt fyrir kl. níu i gærmorgun. Meðal þeirra var Jóhannes Olsen háseti og við hlið hans stóð bátsmaðurinn. Þeir og aðrir sem þarna voru voru að drekka kaffi. í eldhúsið kom þá Jón D. Guðmundsson, þriðji vélstjóri. Hafði hann nokkru áður lokið sinni unW VnrA an pkki frekari aðdraE- andi að því sem næst gerðist er hann lagði hnífnum að mönnum, sem voru í eldhúsinu og stakk honum í síðu Jóhannesar. Kom stungan aftan til í síðuna, nokkru ofan við mitti, og varð af mikið sár. Varð nú háreisti, sem heyrðist allt upp í brú, og hlupu menn ýmist frá eða að eldhúsinu. í matsal hafði verið unnið að því að taka niður jóla- skreytingar og var Einar Óli Guðfinnsson að undirbúa ryksugun salarins.' Á þvergangi framan við eldhúsið varð hann á vegi Jóns D. Guðmundssonar, sem enn hélt á eldhússhnífnum. Hafði Jón engin umsvif og stakk hnífnum i Einar Ólaf framan frá. , Hættuástand var tilkynnt um iskipið er menn höfðu áttað sig á orðnum hlutum. Fyrstu viðbrögð voru að huga að þeim særðu. Jó- hannes Olsen komst af sjáifsdáðum upp i brú, tveimur hæðum ofar eld- húsinu. Mjög fljótt náðist samband við lækni gegnum Siglufjarðarradíó, sem gaf leiðbeiningar um meðferð sáranna. Síðar var haft samband við Akureyri en eftir um hálftima voru mennirnir báðir látnir. Einhver tími leið frá árásunum þar til farið var að leita gjörnings- mannsins. Fannst hann ekki í skipinu við fyrstu leit og ekki við margar aðrar, sem gerðar voru á hafi úti. Eldhúshnifurinn hefurekki fundizt. Kolamyrkur grúfði yfir hafinu norðan Grímseyjar er þetta gerðist um borð. Þótti sýnt að til einskis væri að snúa skipinu við og leita hins týnda því þá var svo langur timi liðinn frá atburðunum að vonlaust þótti um árangur af leit og þar að auki tveir menn helsærðir um borð. Jóhannes Olsen Iézt af sári sínu eftir stutta stund, enda var strax ljóst hversu hættulegt það var. Einar Óli virtist lengi vel ætla að lifa af fimmtíu mílna siglingu suður til Grímseyjar, en skyndilega og óvænt fjaraði líf hans út. Er talið að innvortis blæðing hafi ráðið mestu um það. Gæzlan gerði þegar allar hugsan- legar varúðarráðstafanir. Búið var að leigja átján manna flugvél á Akureyri til Grírhseyjarflugs. Gauti Arnþórs- son yfirlæknir var tilbúinn til brott- farar ásamt öðrum lækni og hjúkrunarkonu er fréttir bárust um að báðir mennirnir væru látnir og að hinum þriðja þýddi ekki að leita. Týr kom til Akureyrar um sexleytið í gær- kvöld. Lik hinna látnu voru flutt frá borði, lögregluvörður settur um skipið og rannsókn þessa voðaat- burðar hafin þegar í stað. -ASt., Akureyri. ,, -, Týr leggst að bryggju á Akureyri í gærkvöld. Rannsókn málsins hófst þá þegar og hafa engir fengið að fara frá borði siðan nema til yfirheyrslu á lögreglustöðina. Ljósm. Guðm. Kristinsson, Akureyri. Leitarmenn í hrakningum: Bíllinn fylltist af kolsýringi Þrír menn úr Mývatnssveit er fóru inn á öræfi á mánudag að leita kinda lentu i talsverðum hrakningum og voru jafnvel í lifshættu á timabili. Mennirnir sem óku á jcppabifreið voru komnir að Felli, langt suður frá Jökulsáer þeir fundu skyndilega fyrir vanliðan og leið yfir einn þeirra. Hinir brugðu við skjótt og könnuðu málið. Þá kom í Ijósað útblástursrör bifreiðarinnar hafði brotnað og eitr- aður kolsýringur komizt inn í bíiinn. Sá er yfir leið hresstist skjótt og ákváðu þeir félagar að halda áfram fjárleitinni eins og ekkert væri. Þeir fundu þó aðeins eitt lamb sem þeir óku með til byggða. En nú urðu þeir að hafa bilinn opinn og var þeim orðið talsvert kalt er þeir komust á þjóðveginn til byggða. Brugðu þeir þá á það ráð að hafa talstöðvarsam- band við Grímsstaði á Fjöllum og biðja um aðstoð. Grímsstaðamenn höfðu svo aftur samband við Mý- vetninga sem sóttu hina hröktu menn. - DS Svartsýni um þjód i gær. Geir Hallgrímsson hélt í morgun fund með formönnum hinna flokk- anna um möguleika á þjóðstjórn. Voru það kallaðar „óformlegar við- ræður” um þjóðstjórn. - HH m •—> Formenn flokkanna og þingmenn á göngunum i Þórshamrí voru vondaufir um þjóflstjóm, þegar; foringjamir hlllust klukkan hilf tiu i morgun. Sumir löldu, aö Geir fœri aO skila af sír umboOinu. DB-mynd: HörOur. stjómarmyndun Geirs Stjórnmálamenn, sem DB hafði samband við í morgun, voru mjög svartsýnir á að Geir Hallgrímssyni tækist að mynda þjóðstjórn. Þeir voru sammála um að enn hefði ekki komið fram á hvaða grundvelli slík stjórn gæti verið mynduð. Á fundum vinstri flokkanna i gær rikti sú skoðun að ekki væri unnt að taka afstöðu til tillagna sjálfstæðis- manna, sem DB greindi frá í gær. Til þess væru tillögurnar of takmarkaðar og óskýrar. Búizt hafði verið við itar- legri tillögum frá sjálfstæðismönnum í gær svo og niðurstöðum útreiknings Þjóðhagsstofnunar á þeim. Hvorugt kom. Viðræðurnar hlupu þvi í baklás ÞRIDJUDAGUR 8. JAN. 1980. Dollarinn í 540 kr. fyrir næstu áramót? — verðbólgan 52% 1. nóvember nk. miðað við engar grunnkaupshækkanir Bandaríkjadollarinn mun hækka úr 395 krónum nú í 540 krónur í nóvem- ber nk. og ef til vill nokkru meir fyrir áramót, skv. dæmi, sem sett var fram í framhaldi af kjaramálaráðstefnu Vinnuveitendasambands íslands um miðjan okt. sl. Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri sambandsins, sagði í viðtali við DB í gær að ekki væri unnt að tala um spá í þessu tilviki, þar sem of margir óvissuþættir væru ríkjandi, heldur gæfi þetta dæmi nokkra hugmynd um þróun mála. Þegar dæmið var reiknað var tekið tillit til þeirra forsenda að verðbætur á laun héldu áfram i núverandi mynd, engar grunnkaupshækkanir yrðu á timabilinu né nokkrar hækkanir beinna og óbeinna skatta, olíuverð héldist óbreytt, sömuleiðis viðskiptakjör, fisk- verð hækkaði nú til samræmis við al- mennar launahækkanir í des. sl. og verðbótaþáttur vaxta hækkaði ekki umfram það sem nú er. Dæmið er byggt á viðskiptalögunum frá í apríl sl. eða svonefndum Ólafslög- um. Nánar tiltekið reiknar dæmið með að dollarinn fari upp i 425 kr. í næsta mánuði, 455 i maí, -496 í ágúst og 540 í nóvember. Miðað við að allar ofantaldar for- sendur haldist óbreyttar nú í ár og engar grunnkaupshækkanir komi til, sýnist verðbólgan ekki lækka nema úr 66% 1. febrúar nú miðað við sl. 12 mánuði, niður í 52% 1. nóvember, miðað við 12 undangengna mánuði. - GS Skákmótið í Prag: Margeir í fremstu röð „Ég hef ekki náð mér almennilega á strik i þessu móti eftir að ég tapaði tveimur fyrstu skákunum,” sagði Jón L. Árnason í samtali við DB frá Prag í morgun þar sem hann tekur þátt í al- þjóðlegu skákmóti ásamt Margeiri Péturssyni. Jón gerði í gær jafntefli við Rússann Spilher og Margeir vann Tékkann Janak. Efstir á mótinu að loknum 9 umferðum eru Vasjúkov, Sovétríkjun- um, og llic, Júgóslavíu, með 6 vinn- inga. Síðan kemur Margeir ásamt 3 öðrum skákmönnum með5,5 vinninga. Jón hefur 4 vinninga. -GAJ/JLÁ, Prag. LUKKUDAGAR: 8. JANÚAR: 29500. Hljómplötur aó eigin vali frá Fálkanum Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.