Dagblaðið - 11.02.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980.
7
Heimspekideild neitar að
verða við tilmælum ráðherra
— prófessorsembættið
í sögu komið
í hendur nýs
menntamálaráðherra
Eitl af síðustu verkum Vilmundar að vísu umsögn um prófessorsembætti
Gylfasonar sem dómsmálaráðherra var í sögu aftur til heimspekideildar
Bandaríski stórmeistarinn Browne á Hótel Holti á fimmtudagskvöld ásamt
Einari S. Einarssyni, forseta Skáksambands íslands, og Högna Torfasyni, sem
á sæti 1 varastjórn Skáksambandsins. DB-mynd: Ragnar Th.
SKÁKHÁTÍÐ í
SKAMMDEGI
— fyrsti keppandinn á Reykjavíkurskákmótinu
kominn til landsins
Fyrsti erlendi keppandinn á
Reykjavíkurskákmótinu kom til
landsins á fimmtudagskvöld. Það var
bandaríski stórmeistarinn Walter
Shawn Browne, sigurvegari á síðasta
Reykjavíkurmóti.
Hingað til lands kemur Browne
frá Hollandi þar sem hann tók þátt í
hinu sterka skákmóti í Wijk an Zee
þar sem hann varð efstur ásamt landa
sínum Seirawan. Þar lagði hann
meðal annars sjálfan Kortsnoj að
velli. Browne þykir mjög
skemmtilegur sóknarskákmaður og
nýtur sín vel í tímahraki enda hefur
hann látið svo um mælt að
„lcelandic Modern” kerfið sem teflt
er eftir á Reykjavíkurmótinu sé mjög
fyrir sinn smekk. Kerft þetta byggist
upp á nýjum og strangari tíma-
mörkum sem Friðrik Ólafsson fann
upp og gerir skákina líflegri fyrir
áhorfendur.
Einar S. Einarsson, forseti
Skáksambands íslands, hefur sagt,
að Reykjavíkurmótið sé eins konar
listahátíð skákmanna, sem hann vill
kalla skákhátíð í skammdegi. Mótið
hefst 23. febrúar en fram að þeim
tima mun Browne tefla fjöltefli og
halda skákfyrirlestra viðs vegar um
landið. -GAJ.
FJÓRIR SIGRUÐU
STÓRMEISTARANN
Bandaríski stórmeistarinn Walter
Shawn Browne tefldi sitt fyrsta
fjöltefli hér á landi sl. föstudags-
kvöld. Hann tefldi á 38 borðum,
vann 26 skákir, gerði 8 jafntefli og
tapaði 4 skákum.
Þeir sem lögðu bandariska stór-
meistarann að velli voru Páll
Þórhallsson, Egill Þorsteins, Gunnar
Freyr Rúnarsson og Björn Óli
Hauksson.
í þessari viku mun Browne tefla
fjöltefli við ýmsa starfshópa í
Reykjavík, bankamenn, lækna, rútu-
bílstjóra og ýmsa fleiri. Um næstu
helgi heldur Browne síðan til ísa-
fjarðar.
-GAJ.
Háskólans. Taldi Vilmundur að sú af-
greiðsla sem málið hafði fengið hjá
dómnefnd væri engan veginn full-
nægjandi. Nú á föstudag samþykkti
hins vegar deildarfundur í Heim-
spekideild að fallast ekki á þau um-
mæli ráðherra að umsögnin yrði
endurskoðuð.
Forsaga málsins er sú að auglýst var
eftir prófessor í almennri sögu við Há-
skóla íslands. Sóttu um þrír menn.
Allir eru þeir doktorar, einn frá
Oxford, annar frá Lundi og sá þriðji
frá Edinborg. Sveinbjörn Rafnsson,
sem lauk próft frá Lundi, hlaut
einróma stuðning dómnefndar þeirrar
sem kveða átti um hæfni umsækjenda.
Þeir Þór Whitehead, sem lauk prófi i
Oxford, og Jón Sigurðsson, sem tók
próf i Edinborg, eru viðurkenndir sem
hæfir í stöðuna en þó taldir mun síðri
kostir en Sveinbjörn. í dómnefndinni
sem þennan úrskurð gaf sátu þeir Björn
Þorsteinsson, formaður, Sigurður
Líndal og Heimir Þorleifsson. 29.
nóvember var gengið til atkvæða á
grundvelli hans í deildarráði heim-
spekideildar daginn eftir. Atkvæði
féllu þannig að 17 mæltu með
Sveinbirni, 7 með Inga og 3 með Þór.
Nú var sem sagt boltanum kastað
frá heimspekideild og til ráðherra sem
samkvæmt venju hefði átt að veita
stöðuna eftir skamman tima. En það
gerði hann ekki. Á sjö vikum gerðist
ekkert í málinu annað en það að
fulltrúar heimspekideildar reyndu að
reka á eftir Vilntundi en ekkert gekk.
En hinn 23. janúar skrifar
Vilmundur hið sögulega bréf, þar sem
hann fer fram á að heintspckideild
fjalli um málið á nýjan lcik. Segir
Vilmundur m.a.: „í öðru lagi verður
ekki séð að sérálit formanns dóm-
nefndarinnar, sem virðist hafa ráðið
mestu um hvernig atkvæði féllu, um
umsækjendur í deildinni eigi neitt skylt
við hlutlaust álit fræðimanns, heldur er
það umbúðarlaus áróður fyrir einum
umsækjanda og gegn öðrum. Er svo
langt gengið að telja doktorspróf frá
háskólanum í Edinborg og Oxford ekki
fullgild doktorspróf.”
Deildarfundur í heimspekideild var
boðaður þegar þetta bréf barst. Var sá
fundur á föstudagseftirmiðdag og strax
á eftir honum deildarráðsfundur. Á
þeim fundum var ákveðið að verða
ekki við tilmælum Vilmundar sem þá
var orðinn fyrrverandi ráðherra. Jafn-
framt var skorað á menntamála-
ráðherra, Ingvar Gíslason, að afgreiða
málið á grundvelli fyrri atkvæða-
greiðslu.
Þannig stendur málið í dag. Ingvar
er ekki nema nýseztur í stólinn og hefur
varla fengið tíma til að hugsa um næsta
skref. Á meðan biður heimspekideild i
ofvæni því fyrr en Ijóst er hver hlýtur
stöðuna er ekki hægt að skipuleggja
kennslu næsta vetrar, sem hafði þó átl
aðvera búiðnúna.
-DS.
Þétt handtak á flokksráðsfundi
Þeir (ókust þétt í hendur, formaður
og varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
þegar flokksráðsfundurinn hófst í
Valhöll kl. 14 í gær. Þar gerði dr.
l
Gunnar Thoroddsen grein fyrir
stjórnarmyndun sinni og voru málin
rædd vitt og breitt. Á milli þeirra dr.
Gunnars og Geirs Hallgrímssonar er
Þorvaldur Garðar Kristjánsson al
þingismaður, framkvæmdastjóri þing
flokks sjálfstæðismanna.
DB-mynd: Bj. Bj
Taugaveiklun frekar en
vísvitandi ósannindi
Morgunblaðið slær i gærdag upp
viðtali við Sólveigu Pálmadóttur,
formann Sjálfstæðisfélags Nes- og
Melahverns, þar sem greint er frá
samtali er undirritaður átti við hana
og birti i Dagblaðinu á laugardag.
Ekki verður hjá því komizt að gera
athugasemd við þetta viðtal Morgun-
blaðsins þar sem þar er í megin-
atriðum farið rangt með.
Ég hef tilhneigingu til að álita, að
sú taugaveiklun sem er svo áberandi
innan Sjálfstæðisflokksins um þessar
mundir hafi villt Sólveigu Pálma-
dóttur sýn, er hún greinir ranglega
frá viðtali við okkur, frekar en þar sé
um vísvitandi ósannindi að ræða.
Annars þekki ég Sólveigu ekkert, og
ætti ég því e.t.v. ekki að geta mér til
um, hvers vegna hún greinir frá sam-
tali okkar á rangan hátt.
Samtal okkar Sólveigar var á þá
leið, að ég kynnti mig og kvaðst heita
Gunnlaugur Jónsson og vera blaða- veigu, hvort það séekki rétt, að hún
maður á Dagblaðinu. Þá spyr ég Sól- sé formaður Sjálfstæðisfélags Nes-
^^^^EMorsiðufréttir sinar
iieð þessum hætti ber eg ekki mikla|
slrðingu fyrir friálsri blaðamennsku
Scgir Sólveig Palmadottir
E K\ '»»«r í*»r'»A«
n ttir a þvnn«n h"11 Þ* h, r **
„u rkki mikla vir.Vnttu l>rir
IrjaUri hlaA«m«nn-ku.’ «aifAi
^.Iwití l’almadottir l vamtali
xið hlaðamann M..rKunhlað«in>
r. Sol' rÍK tr lurmaður
Sjáll'ta'ði-.frlaK' N«»-
w rll'. «>K I DaKl'laðinu i K» r
,. halt 'Ttir hrnni að hun x-
„,-kki til 'iðtal' um hruttrrk't-
ur Gunnar'" ur IrlaKÍnu. rn
t.unnar Thi.riald'rn lur'ati'-
raðhrrra rr rinn IflaKa i
h'rrlalrlaKÍnu.
SolsrtK saKði i ítamiall 'lð
M„rKunhlaðið . K»r. að rkkt haf.
minnxt á hruttrrkxiur
....lars i samlali hrnnar við
lil.iðamann DaKblaösins .Blaða-
niaðurinn kynnúj
i kvaöat
......... -.lauK*»r."
l*r
|>rjar s|>urninK»r. I tyr'ia
'inirði hann h'i.ri «-K ';,'r« ..
fi.rmaður . \*r**u h'.rí. h. r, ««
kvað ÚK ji 'ið |.vi «,;« 'P"r'’1
ii..nn hvort til 'ta-ði að hahla
fund hrr i hurfinu Svarað. rK
,1V1 nritan.li. 'likt hrfð. rkk.
komið til umr.i'ðu l»á 'l'"rAl
hann hvort Gunnar Thor.nl«l'»,n
vjrrt rkki i frlaKÍnu. «ní s'arað.
þvi játandi. rn saKÖt'l rkki
vrra til viðtaU um þrssi mál. \ ið
fylKdumst bara mrö framvindu
mála rins int aörir .
“Það srm itrrist n*st er að rK
rrk auKun i þrssa forsiöuíritt. ok
r.nnst mrr þrlta 'W»l
óforskammaö hjá blaöinu.
Rlaöamaöurinn tninnm^ekKi
Égeirekki til wðtals um
brotirtík^urGuSS^.
Eorsiöufrrtt UaKhlaðsln' i Ka-r.
einu orði á brollrrk'tur Gunn-
ars. þaö rina srm hann nrfndi i
sambandi viö nafn Gunnars
Thoroddsrns. var það aö hann
spuröi hvort hann '*ri rkki i
bessu hvarfafrlagi Er_mét_6_
ini.KulrK' aö skilja hvrrnÍK n|
Krta snúiö hlutum viö a þeij
hátt- saKÖi SólvrÍK aö
þass. .frétf DaKblai
Krfur alranK»r huKmyndiB
samtalinu ”
og Melahverfis. Hún kveður svo
vera. Ég spyr hana þá, hvort félag
hennar haft eitthvað fjallað um þá
stöðu sem nú er komin upp innan
Sjálfstæðisflokksins. Hún segir það
ekki vera. „Við fylgjumst bara með
þessu eins og aðrir. Við höfum ekki
tekið neina afstöðu til þessara at-
burða,” segir Sólveig.
Aðspurð segir Sólveig síðan, að
ekki sé í bígerð að boða til fundar eða
aðhafast annað vegna þessarar stöðu.
Þá loks var ég kominn aðhinueigin-
lega tilefni jiess, að ég hringdi í Sól-
veigu.
Ég hafði þann formála að spurn-
ingu minni, að segja að það hefði
komið fram, að ekki væri mögulegt
að visa einstaklingum úr Sjálfstæðis-
flokknum sem slikum, hins vegar
værí slík heimild í félagslögum hinna
ýmsu félaga innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Ég spurði því, hvort hennar félag
svar til Sól-
veigar Pálma-
dóttur vegna
f réttar í Morg-
unblaðinu í gær
hefði eitthvað slikt í hyggju gagnvart
dr. Gunnari.
Svar Sólveigar var: „Nei, ég er
ekki til viðtals um neitt slíkt.” Þetta
svar Sólveigar var síðan túlkað í Ijósi
spurningarinnar og skilið þeim aug-
ljósa skilningi, að hún væri ekki til
viðtals um brottrekstur Gunnars.
Eftir á að hyggja kann það að vera
rangur skilningur. Það breytir þó því
ekki, að það er furðulegt, að Sólveig
skuli leyfa sér að halda því fram í
Morgunblaðinu, að ég hafi aldrei
spurt hana þeirrar spurningar sem
var tilefni þess að ég hringdi í hana.
Ef ég hefði ekki haft annað erindi
en að bera upp þær spurningar scm
Sólveig segir mig hafa borið upp, þá
gat ég eins sleppt þvi að hringja í
hana. Það hljóta allir aðsjá.
Gunnlaugur A. Jónsson,
blaðamaöur á
Dagblaöinu .