Dagblaðið - 11.02.1980, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980.
13
r
Júlía og Snorri
Höf: Anna Kristín Brynjúlfsdóttir
Útgefandi: Hergill sf. 1979
Oft er talað um, að okkur vanti
bækur, sögur um börn, sem gerast í
þvi umhverfi, sem börnin þekkja —'
eða eins og vitru mennirnir segja:
„Börnin þurfa sögur um það efni,
sem þau geta samsamast. ”
í þessari bók er fjallað um daglegt
líf, í rauninni hversdagslega atburði,
íslenskt líf, sem flest börn hér á landi
þekkja af raun eða afspurn. Bókin
gæti þess vegna verið um barnið þitt
eða barnið i næsta húsi. Á látlausan
hátt er sagt frá lífi og samveru
fjölskyldu. Börnin fara oft með for-
eldrum sínum að heimsækja afa og
ömmu, bæði þau sem búa i Hafnar-
firði og þau sem búa i Reykjavík.
Þau fá að drekka hjá ömmu. Hún
gefur þeim kleinur, pönnukökur og
hvíta tertu með sultu. Svo fer
fjölskyldan saman í Árbæ. Þar er
minjasafn. Ungu hjónin bjóða
ömmu, afa og langömmu með.
Lesendum er í einni setningu sögð
iöng og mikil saga.
„Þegar langamma var ung stúlka
og kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur á
hestum ásamt fleira fólki var gist i
Árbæ, áður en haldið var til Reykja-
víkur sem þá var ekki stærri en það,
sem nú er kallað gamli miðbærinn. ”
Hér kastar höfundur upp bolta, ■
sem gefur tækifæri til að rætt sé við
lesendur í eðliiegu samhengi um það
líf.sem var í landinu okkar og ekki
má gleymast. öll finnst mér lýsingin
af heimsókninni í Árbæ til fyrir-
myndar. Fjölskylda Júlíu og Snorra,
sem situr yfir kaffi, mjólk og kökum
I Dillonshúsi er hamingjusöm
fjölskylda. Á leiðinni til Hafnar-
fjarðar aftur er svo keyptur Is með
súkkulaði.
Aðspjalla
við börnin
Júlia fékk hálsbólgu og hita hvað
eftir annað. Hvaða barn þekkir þetta
ekki á vissu aldursskeiði? Börnin fá
ógrynni af gömlum fötum til að leika
sér með. Munum við ekki enn, hvað
það var gaman að klæða sig í föt af
fullorðnu fólki og „vera” þessi eða
hinn?
Hvergi predikar höfundur en
kemur þó ýmsu að. Júlía fær t.d.
stein í ennið á róluvellinum. Hún fer
á slysavarðstofuna og þar eru
saumuð 6 spor í ennið á henni. Óli
hét sá, sem kastaði steininum.
„Honum fannst hann vera aleinn í
öllum heiminum. Mamma var langt i
burtu, pabbi líka, allir, sem hann
vildi vera hjá núna.”
Um atvikið var ekkert fjasað. En
— „um kvöldið hringdi mamma í
mömmu hans Óla og sagði henni, að
Júlíu liði vel. Hún bað hana líka að
útskýra fyrir Óla, hve grjótkast væri
hættulegt.” — Samúð með þeim,
sem ólukkunni olli og liklega leið illa,
tilraun til að beina honum á rétta
braut.
Höfundur gerir ekkert veður út af
því, vort foreldranna hættir að vinna
úti, þegar Júlía fær hálsbólguköstin.
V
Anna Kristín Brynjúlfsdóttir.
Mamma hættir að vinna úti og okkur
er sagt, af hverju. Pabbi hafði meira
kaup á bílaverkstæðinu en mamma á
Blaðinu. Fleira segir höfundur ekki
um þetta enda ekki meira um það að
segja. Ég vildi her með koma því á
framfæri við höfundinn, að hún á
sinn Ijósa hátt spjalli við börnin og
okkur um, af hverju Jónarnir fá yfir-
leitt meira kaup á „bílaverk-
stæðunum” en Jónurnar á
„blöðunum”.
Áhuginn
virkjaður
l bókinni er fjallað á einkar at-
hyglisverðan hátt um skóinn í
glugganum. Siðurinn að láta skó i
glugga á jólaföstu hefir einhvern
veginn borist hingað til lands — ekki
veit ég hvernig. En hitt veit ég, að
margir foreldrar eru óhressir yfir
þessum sið vegna kröfunnar, að
sælgæti sé sett i skóinn hverja nótt.
En eins og Júlia segir i sögunni —
„láta Bjarni og Björk alltaf skóna
sína út i glugga á kvöldin. Svo kemur
Jólasveinninn á nóttunni og setur
gott i skóinn, ef þau hafa verið þæg
og góð.” Mörgum foreldrum reynist
erfitt að standa fnóti þvi, sem „allir
aðrir fá”.
Mamma barnanna er ekkert að
fjasa umþetta.I stað þess að verða
sér úti um vandamál tekst hún á við
ákveðið verkefni. Hún beinir áhuga
barnanna að öðru en skó í glugga og
sælgætisöflun. Saman útbúa þau
jóladúk og er ein mynd klippt og límd
ádúkinn ádag fram til jóla.
Að sjálfsögðu vitum við, að
mamman í sögunni er býsna ágæt
mamma og talar fleira við börnin en
sagt er frá í sögunni. Mér finnst hug-
arfarsbreytingin ótrúlega átakalítil og
ekki i samræmi við það sem ég þekki.
Við eigum val
En þessi „lausn” á skómálinu
leiðir hugann að þvi, hvernig fólk
spilar úr spilum hversdagslifsins. Við
eigum val. Annars vegar getum við
valið að velta okkur upp úr vanda-
málum, gera hvaðeina, sem fyrir
kemur að vandamáli. Er þá barna-
uppeldið og samskipti fólks á
heimilum ekki hið minnsta að
umfangi og gætu félagsráðgjafar,
sálfræðingar og geðlæknar á íslandi
sjálfsagt sagt hrikalegar sögur af
vandamálunum.
Hinn kosturinn er að takast á við
'það, sem hendir okkur sem verkefni,
er þarfnast úrlausnar. Í flestum
tilvikum geta menn ráðið við
verkefnin. Enda er líka hægt að
verða sér úti um hjálp séu verkefnin
— „vandamálin” risavaxin.
En hér er alfarið um lifsviðhorf að
ræða og á jafnt við, hvort okkur
fellur ekki, að börn okkar setja skó
út i glugga og heimta i hann sælgæti
eða við erum sjálf umlukt einhverjum
málum, sem hugsanlega eru meiri að
vöxtum og alvarlegn.
Fleira en
Mikki mús
Ég veit af reynslu minni í starfi
nteð börnum, að þau vilja heyra og
lesa sögur um það umhverfi og þá at-
burði, sem þau þekkja eða kannast
við. Það er fleira spennandi og
skemmtilegt en Mikki mús. Lífið
sjálft — hið daglega lif — er hið
æsilegasta, sem um getur. Verkurinn
er að sjálfsögðu að koma auga á dag-
legt tilboð!
Þessi fjölskylda er saman —
umfram allt saman. Júlía er fædd í
Eþiópíu, er dökk á hörund, á íslenska
fjölskyldu, sem þykir vænt um hana.
Snorri er fæddur á íslandi, er Ijós á
\
Bók
menntir
--------í
Bryndís Vígtundsddttir
hörund, á fjölskyldu, sem þykir vænt
um hann.
Manni líður vel, þegar maður
hefur lesið þessa bók.
Ljóð Dags Sigurðarsonar verður
áleitið:
Friður
Ást
Líf
að lifa saman
leika saman
vinna saman
saman umframallt saman.
NÝKOMH)
Teg. 201
Leðurfóðraðir
og með hrágúmmísóla
Utír: Brúnt eða
Ijósbrúnt leður
Verð kr. 32.750.-
Skóverzlun Þóröar Péturssonar
Laugavegi 95 — Sími 13570 — Póstsendum.
Syrpu-skápor fara vel með fötin þtn J
r
Vinsamlega sendið mér upplýsingar um skápana.
□ □□mm
SYRPU SKÁPAR eru einingar í ýmsum stærðum.
Tahið eftir því hvað færanleiki skápanna og
allra innréttinga þeirra gerir þá hagkvœma fyrir
hvern sem er. Við sendum um land allt.
Uppsetning á SYRPU SKÁP
er þér leikur einn.
□ i
SYRPU SKÁPAR eru islensk framleiösla.
AXEL EYJOLFSSON
HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577