Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.02.1980, Qupperneq 14

Dagblaðið - 11.02.1980, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. Þórgjutraði niður sigrinum — Týr seig framúr í lokin, 26-25 Á laugardaglékuTýrogÞór, Akur- cyri, í 2. deild íslandsmólsins í hand- knattleik í Vestmannaeyjum. Týr sigraði í æsispennandi leik 26—25 og skoraði Kári Þorleifsson sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Þórsarar geta nagað sig í handarbök- in að tapa þessum leik. Þegar fjórar mín. voru til leiksloka var staðan 24— 20 fyrir Þór. Leikmenn liðsins hættu þá að reyna markskot og fór að tefja. Misstu knöttinn hvað eftir annað fyrir klaufaskap. Baráttuglaðir Týrarar gengu á lagið — skoruðu og skoruðu. Kári litli bróðir Sigurlásar, innsiglaði svo sigurinn, þegar hann brauzt inn úr hægra horninu og skoraði. Sigurlás Þorleifsson var yfirburða- maður á vellinum. Skoraði 15 mörk og átti auk þess margar góðar línusend- ingar. Týr getur fyrst og fremst þakkað honum sigurinn. Aðrir leikmenn liðsins voru frekar daufir, þegar frá er talinn lokakaflinn. Þá setti liðið á fulla ferð og uppskar samkvæmt þvi. Árni Stefánsson, Þór, var geysisnjall í fyrri hálfleik og skoraði þá átta mörk hvert öðru fallegra. Staðan í hálfleik var 14—12 fyrir Akureyrar—Þór. Hins vegar dofnaði nokkuð yfir Árna í síðari hálfleik. Sigtryggur Guðlaugsson var sterkur og Tryggvi Gunnarsson varði vel á köflum. Mörk Týs skoruðu Sigurlás 15/7, Kári 5, Ingibergur 2, Þorvarður 2, Helgi I og Logi. Mörk Þórs skoruðu Árni 9, Sigtryggur 7/2, Arnar 2, Sig- urður 2, Benedikt, Hrafnkell, Pálmi, Ólafur og Valur eitt hver. -FÓV. — eftir jafntefli gegn Partick á útivelli Celtic jók forystu sina um eitt stig i skozku úrvalsdeildinni um helgina er liflirtgerði jafntefli viö PartickThistle á útivclli. Celtic hafði öll tök á því afl vinna leikinn því McLeod fékk víta- spyrnu, sem Alan Rough varði af snilld. McLeod var þó búinn að skora Heimsmet Hinn 19 ára verkfræðistúdent frá Irkutsk i Siberiu, Konstantin Volkov, setti nýtt heimsmet i stangarstökki innanhúss á móti í Moskvu á laugar- dag. Stökk 5.64 metra. Heimsmetið utanhúss á Dave Robcrts, USA, 5.70 metra. ítalinn Mauro Zuliani setti nýtt heimsmet innanhúss i 200 m hlaupi á móti í Genúa á laugardag. Hljóp vega- lengdina á 21.05 sek. Eldra metið áttu saman Pietro Mennca, ítaliu, og Karl- —Heinz Weisenseel, V-Þýzkalandi,, 21.11 sek.sett 1978. Stephanie Hightower, USA, setti nýtl heimsmet innanhúss i 60 jarða grindahlaupi á móti i New York á laug- ardag. Hljóp á 7.47 sek. Irina Meszynski, Áustur-Þýzkalandi, setti nýtt unglinga-heimsmet i kringlukasti kvenna á móti utanhúss í Austur- Berlin í gær. Hún er 17 ára, og kastaði 64.32 metra. Á móti i Senftenberg, A- Þýzkalandi, í gær setti Ralf Kowalsky nýtt heimsmet innanhúss i 10 km göngu. Gekk á 40:45.2 min. áður eitt mark fyrir Celtic, en forystan var naum. Þegar 3 mín. voru svo komnar fram yfir venjulegan leiktíma tókst Jim Melrose að jafna metin með gullfallegu marki og liðin skildu því jöfn. Úrslit urðu sem hér segir í Skotlandi: Dundee U — Rangers frestað Hibernian — Morton 3—2 Kilmarnock — Dundee 1 — 1 Partick — Celtic 1—1 St. Mirren — Aberdeen 1 — 1 Morton tapaði enn eina ferðina og nú virðist nær öruggt að Celtic vinnur titilinn. George Best lék ekki með Hibernian þar sem hann hefur ekki mætt á æfingu í heila viku — hefur verið að spóka sig í Lundúnum. McLeod skoraði tvö marka Hibs og Murrary það þriðja. Gordon Strachan náði forystu fyrir Aberdeen en Doug Somner jafnaði fyrir St. Mirren úr vitaspyrnu. Houston skoraði mark Kilmarnock og Fleming jafnaði fyrir Dundee. Leik Dundee United og Rangers varð að fresta vegna gífurlegrar úrkomu um gjörvallar Bretlandseyjar og svo var einnig um fleiri leiki. Staðan I úrvalsdeildinni er nú þessi: Celtic 22 12 7 3 41- -19 31 Morton 23 11 4 8 42- -32 26 Aberdeen 20 9 5 6 34- -23 23 St. Mirren 21 8 7 6 31- -34 23 Kilmarnock 21 7 7 7 24- -31 21 Rangers 22 8 4 10 31- -31 20 Partick 21 6 8 7 26- -31 20 Dundee 21 8 3 10 31- -44 19 Dundee Utd. 20 6 5 9 25- -22 17 Hibernian 21 4 4 13 22—40 12 KR-ingarnir Jón Sigurðsson og Garðar Jóhannsson horfa hér skelfdir á er IVTark Cbristensen gnxfir yfir þá og skorar. DB-mynd Bjarnleifur. Titilvonir KR-inga verulega skertar — KR án Jackson og Jóns Sig. átti aldrei möguleika gegn ÍR, sem sigraði 95-87 Meistaravonir íslandsmeistara KR i körfuknattleiknum eru nú að miklu leyti brostnar eftir að þeir biðu ósigur fyrir ÍR i íþróttahúsi Hagaskólans i gærdag 87—95. Reyndar var e.t.v. ekki nema von að svo færi því KR-ingar hófu leikinn án Marvin Jackson og um miðjan fyrri hálfleikinn varð Jón Sigurðsson óvigur eftir að hafa snúið KAkrækti í dýrmæt stig — Ævintýralegur endir á leik þeirra við Þrátt í gærdag KA frá Akureyri gerði svo sannar- lega góða ferð i bæinn um helgina er liðið kom i heimsókn og hafði á braut með sér 3 stig af Ármanni og Þrótti. Á laugardag tóku KA-menn Ármenninga í karphúsið svo um munaði. Vissu Ármenningar varla hvaðan á þá stóð veðrið langtimum saman. Þegar 8 mín. voru til leiksloka lelddi KA 24—14 en undir lokin fengu varamennirnir aðeins að spreyta sig og þá tókst Ármanni aðeins að laga stöðuna. Lokatölur urðu 25—18. Það var Alfreð Gislason sem mest kvað að i sókninni og hann skoraði 12 mörk — mörg hver gull- falleg. í markinu varði Magnús Gauti af snilld — þar á meðal 4 vítaköst. Þróttur-KA 22-22 í gær mættu KA-menn svo Þrótt- urum í Höllinni. Sigurður Sveinsson gat ekki leikið með Þrótti sökum meiðsla i nára og munar vissulega um minna. Þó virtust Þróttarar ætla að innbyrða tvö stig því þeir höfðu leikinn lengst af í hendi sér. Klaufaskapur undir lokin gerði það að verkum að KA tókst að jafna metin. Það verður að segjast þeim KA-mönnum til hróss að þeir gáfust aldrei upp og fremstur i flokki eitilharðra baráttujaxla var Þor- leifur Ananíasson. Hann skoraði ekki mark i fyrri hálfleiknum en bætti það svo upp i þeim síðari er hann læddi knettinum sjö sinnum í markið hjá Þrótti. Eitt marka hans bar þó af öllu sem gert var í þessum leik. Knötturinn var þá sendur inn í vítateig Þróttar og allt stefndi í að markvörðurinn gómaði knöttinn. En áður en menn vissu af var Þorleifur kominn þar fljúgandi og blakaði knettinum snilldarlega i netið. Snilldartaktar. „Við höfum æft þetta dálítið á æfingum en hingað til ekki notað þetta i leik fyrr en nú,” sagði Þorleifur við DB eftir leikinn. Þegar Þorleifur skoraði þetta mark var staðan 22—20 fyrir Þrótt og um hálf mínúta eftir. KA lék maður á mann í lokin og tókst að fiska knöttinn og það var Ármann Sverrisson sem tryggði jafnteflið með marki 3 sek. fyrir leiks- lok. Þegar fjórar mínútur tæpar voru til leiksloka leiddi Þróttur 22—18. Mörk Þróttar: PáU 7, Magnús 6/2, Sveinlaugur 2, Einar 2, Ólafur H. 2, Gísli 1, Grétar 1 og Lárus 1. Mörk KA: Þorleifur 7/2, Alfreð 6, Gunnar 4, Jóhann 2, Friðjón 1, Ármann 1 ogGuðmundur 1. -SSv. sig illa um ökklann. Þegar Jón fór út af var staðan 31—24 ÍR i hag og í raun var skrýtið að lokamunur varð ekki meiri en raun bar vitni. ÍR tókst að visu að komast 15—17 stigum yfir í síðari hálf- leiknum en KR rétti hlut sinn undir lokin og undirrituðum er til efs að ÍR hefði farið með sigur af hólmi ef Jón hefði leikið með. Valsmenn standa því nú með pálmann i höndunum en vissu- lega getur margt gerzt ennþá. Óneitan- lega er staða Vals björt þessa dagana en ákaflega mikilvægur leikur fer fram á miðvikudag. Þá mætast KR og Njarðvik i Höllinni. Það sem einkum einkenndi leikinn i gær var að þeir Jón Jörundsson og Mark Christensen voru með öllu óstöðvandi framan af. Af fyrstu 34 stigum ÍR skoruðu þeir tveir 32. Jón 13 og Christensen 19. Heldur hægðist síðan um Jón er á leið en Christensen hélt uppteknum hætti og hætti ekki fyrr en hann hafði skorað 36 stig. Minnhi taktar hans oft á það er hann sýndi með Þórsliðinu i fyrra. I vetur hefur hins vegar litið farið fyrir þeim yfirburðahæfileikum er hann hefur, fvrrennú. KR-ingar héldu vel í við ÍR framan af — þökk sé Jóni Sigurðssyni, sem var í toppformi. Hann hafði skorað 12 stig á þessum 10 minútum og greinilega i miklum ham. Eftir að hann varð að yfirgefa völlinn datt mótstaðan niður úr öllu valdi og ÍR-ingar tóku lífinu með heimspekilegri ró. Munurinn á hálfleik var 13 stig, 54—41. Um miðjan siðari hálfleikinn var staðan 73—58 ÍR í vil og ekkert virtist geta komið í veg fyrir öruggan sigur. Reyndar varð sigur ÍR á endanum öruggur en undir lok leiksins tóku KR- ingar að berjast hressilega og hefðu að ófyrirsynju mátt byrja á því fyrr. Munurinn minnkaði ótt og títt og var kominn í endanlega 8 stig þegar rúmlega 4 mín. voru til leiksloka. En varamennina skorti nauðsynlega ein- hvern leiðtoga. Skot voru reynd úr erfiðum færum og sendingar voru allt of oft óyfirvegaðar. Slíkt dugir ekki gegn úrvalsdeildarmótherjum og því máttu KR-ingar bíða ósigur. Mórallinn virðist annars ekki vera upp á það bezta hjá KR þessa dagana og virðist vera um uppgjöf að ræða. Það verður ekki af ÍR-ingum skafið að þeir áttu sigurinn fyllilega skilinn. Þeir höfðu allan tímann tögl og hagldir og það var aðeins um tíma að KR virtist eiga möguleika á að jafna metin. ÍR- ingar hefðu betur leikið svona i allan vetur — þá ættu þeir e.t.v. sigurvon í mótinu nú. Stig ÍR: Mark Christensen 36, Kristinn Jörundsson 21, Jón Jörunds- son 18, Sigmar Karlsson lO.Stefán Kristjánsson 6, Sigurður Bjarnason og Jón Indriðason 2 hvor. Stig KR: Garðar Jóhannsson 24, Ágúst Líndal og Birgir Guðbjörnsson 14, hvor, Jón Sigurðsson 12, Þröstur Guðmundsson 11, Geir Þorsteinsson 8, Árni Guðmunsson 4. -SSv. Celtic eykur enn forystuna

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.