Dagblaðið - 11.02.1980, Page 18

Dagblaðið - 11.02.1980, Page 18
DAGBLAÖIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. Iþróttir Iþróttir D 18 , d Iþróttir íþróttir Meistarar Liverpool í miklum ham gegn Norwich á Carrow Road — unnu Anglíulidid 5-3 í æsispennandi leik. Manchester United tapaði óvænt á heimavelli David Fairclough er engum líkur. Eftir fjögurra mánaöa fjarveru úr aflalliði Liverpool kom hann i stað David Johnson gegn Norwich og skoraði þrennu. Og það var einmltt þessi þrenna sem lagði grunninn að 5— 3 sigri Liverpool yfir Norwich i Austur- Anglíu. Á sama tima og Liverpool barflist gegn Norwich i einhverjum þeim æsilegasta leik, sem fram hefur farifl i 1. deildinni um langa hriö, mátti Man. United þola sitt fyrsta tap á hcimavelli i vetur — gegn Úlfunum. Hagur Liverpool vænkaðist þvi mjög um helgina og vist er aö það þarf meira en litið sterkt liö til þess að ná bikarn- um úr glerskápnum á Anfield. En vikj- um aftur að leiknum á Carrow Road i Norwlch. Útlitið var þó alls ekki bjart hjá Liverpool því eftir aðeins 65 sek. hafði Martin Peters sent knöttinn í netið framhjá Ray Clemence, sem átti sér einskis ills von. Síðan kom þáttur David Fairclough. Þessi rauðhærði framherji er hreint út sagt ótrúlegur. Ferill hans hófst fyrir alvöru fyrir rétt- um fjórum árum. Reyndar lék hann tvo leiki með Liverpool fyrir áramótin 1975—76, en sló ekki í gegn fyrr en einmitt gegn Norwich! Hann skoraði þá eina mark Liverpoo! í leiknum og það dugði til sigurs. í þeim sjö leikjum, sem eftir voru af keppnistímabilinu skoraði Fairclough 6 mörk og mörg þeirra stórglæsileg. Hann hóf ferílinn sem varamaður og var nefndur „supersub” í ensku blöðunum — ekki að ástæðulausu. Allir bjuggust við að hann myndi fá fast sæti í aðalliðinu strax næsta haust en svo fór ekki. Hvernig svo sem á því hefur staðið hefur hann ekki náð að tryggja sér stöðu i liðinu en varla hefur það brugöizt að hann hefur skorað mikil- væg mörk þegar hann hefur leikið með. Hann hefur ekki leikið með Liverpool siðan i haust en fékk nú tækifæri vegna þess að aðalntarkaskorari Liverpool, David Johnson, var meiddur. Ohætt er að segja að hann hafi gripið það með höndum tveim og það verður enginn hægðarleikur fyrir Johnson að ná stöðu sinni aftur. Eftir aðeins 4 mín. leik hafði Fair- clough jafnað metin fyrir Liverpool. Á 18. mínútu bætti hann öðru marki viö og kom Liverpool yfir, 2—1. „Hraðinn í leiknum var hreint með ólíkindum,” sagöi fréttamaður BBC á staðnum. „Leikmenn þutu fram og aftur með ógnarhraða og áhorfendur voru svo sannarlega með á nótunum.” Fyrir hlé tókst Kevin Reeves að jafna metin og staðan var því 2—2 í hálfleik. Hraöinn dempaðist örlitið er síðari hálfleikurinn hófst en siðan byrjuðu lætin aftur er 15 min. voru til leiks- loka. David Fairciough skoraði þá þriðja mark sitt og kom Liverpool aftur yfir, 3—2. Ekki liðu nema 6 min. þar til Justin Fashanou hafði jafnað fyrir Norwich meö miklu skoti af 25 metra færi. Knötturinn skrúfaðist yfir Clemence og í hornið fjær. En Liverpool hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði snillingurinn Kenny Daiglish fjórða mark Liverpool og áður en dómaranum hafði tekist að blása til merkis um leikslok haföi Jimmy Case sent knöttinn enn einu sinni i net Norwich. Lokatölur 5— 3 og Liverpool marserar markvisst að fjórða Englandsmeistaratitli sinum á 5 árum. Áhorfendur25.634 A sama tíma og Liverpool sigraði - Norwich átti aðalkeppinauturinn, Manchester United, 1 óhemjubasli með Ulfana, sem voru með frískasta móti. United tókst aldrei að ná upp almenni- legum leik og munaöi þar mestu um að Ray Wilkins náði sér ekki á strik. Eina mark leiksins skoraði Mel Eves á 25. minútu með fallegu skoti eftir undir- búning John Richards. Úlfarnir voru mun hættulegri og t.d. björguðu þeir Jimmy Nicholl og Martin Buchan á línu eftir fallegar sóknarlotur Úlfanna. Ashley Grimes kom inná fyrir Wilkins þegar 15 mín. voru til leiksloka en það breytti engu. Fyrsta heimatap United í I vetur var staðreynd. Áhorfendur 51.568. Þetta tap getur orðið United dýrkeypt þvi Liverpool hefur nú háð tveggja stiga forskoti og hefur leikið leik minna. En lítum á úrslitin áður en við höldum lengra. 1. deild Arsenal — Aston Villa 3—1 Coventry — Manchester C 0—0 Crystal P — Stoke City 0—1 Everton — Ipswich Town 0—4 Leeds— Bolton 2—2 Manchester U — Wolves 0—1 Middlesbrough — Derby 3—0 Norwich — Liverpool 3—5 Nottingham F — Bristol C 0—0 íþróttir Southampton — Brighton 5—1 WBA — Tottenham 2—1 2. deild Birmingham — Orient 3—1 Bristol R — Preston frestað Cambridge— CardiffCity. 2—0 Fulham — Leicester 0—0 Oldham — Luton Town 2—1 Shrewsbury — Charlton 3—1 Sunderland — Bumley 5—0 Swansea — Notts County 0—1 Watford — Chelsea 2—3 West Ham — QPR 2—1 Wrexham — Newcastle 1—0 3. deild - Blackburn — Blackpool 2—0 Brentford — Wimbledon 0—1 Bury — Oxford 1—2 Carlisle — Exeter 4—1 Chestefield — Rotherham 3—0 Millwall — Barnsley 2—2 Reading—Chester 2—1 Sheffield United — Mansfield 1—0 Swinson — Sheffield Wed. 1—2 4. deild Crewe — Aldershot 1—0 Hali fax—Bournemouth 2—0 Peterborough — Northampton 0—0 Portsmouth — Rochdale 3—0 Port Vale — Huddersfield 1—1 Scunthorpe— Bradford 3—3 Tranmere — Lincoln 1—0 Walsall — Darlington 1 — 1 Wigan — Hereford 1 — 1 á föstudag (3. deild) Colchester — Grimsby 2—1 (4. deild) Stockport — York 1—0 Það var víða fjör í 1. deildinni á laugardag. Everton fékk hroðalega útreið á Goodison Park og 31.218 áhorfendur bauluðu á sína menn er leiknum lauk. Ipswich hafði algera yfirburði allan tímann og mörkin hefðu eins getað orðið 7 eða 8. Það var Paul Mariner sem kom Ipswich á skrið strax á 4. mínútu. Tvö stórkostleg mörk frá Alan Brazil og Eric Gates á fyrstu 10 mín. síðari hálfieiks gerðu siðan endan- lega út um allar vonir Everton. Alan Brazil bætti svo öðru marki sínu við 15 mín. fyrir leikslok og gengi Ipswich er nú gott. Liðið hefur unnið 6 af sjö síðustu útileikjum sinum —eitt jafn- tefli. Vörn Ipswich var geysisterk með þá Russell Osman og Terry Butcher, sem beztu menn. Kevin Beattie lék með Ipswicnh eftir langa hvild — kom í stað Mick Mills sem var meiddur. Þá lék Kevin O’Callaghan sinn fyrsta leik fyrir Ipswich síðan hann var keypturfyrir 200.000 pund fráMillwall. Brighton fékk heldur betur á bauk- inn i Southampton. Leikmenn Southampton fóru á kostum allt frá byrjun og leikmenn Brighton vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið. Dave Watson — miðvörðurinn sterki — skoraði fyrsta mark Southampton á 8. mín. og Mick Channon bætti öðru við á 20. minútu og þannig stóð þar til i leikhléi. Síðan kom þriðja mark Southampton og var vægast sagt kostulegt. Ivan Golac þeysti þá inn í vítateig Brighton og var klossbrugðið. Allir biðu eftir því að dómarinn flautaði og dæmdi víta- spyrnu en aldrei kom neitt flaut. Knötturinn rann til Phil Boyer, sem rak tánna i hann og innfyrir marklínuna, 3—0 . Rétt á eftir skoraði Peter Ward eina mark Brighton en því var svarað með látum af Southampton, sem skoraði tvö mörk á 3 mín. kafla. Fyrst skoraði Holmes og þá Hebberd og stór- sigur Dýrlinganna i höfn. Neil McNab lék sinn fyrsta leik meö Brighton eftir söluna frá Bolton fyrir 150.000 pund en þótti ekki sýna neitt sérstakt. Ársenal heldur enn fjóröa sætinu eftir öruggan sigur á Aston Villa, sem hafðiaðeins tapað einu sinni i 17 leikj- um þar á undan. Alan Sunderland skoraði tvö markanna en Graham Rix eitt og hann þykir liklegastur til að halda merki Liam Brady á lofti fari svo að hann haldi til meginlandsins að keppnistímabilinu loknu. Eina mark Aston Villa skoraði Dennis Mortimer en Arsenal hafði allan tímann tögl og hagldir. Bolton krækti sér alveg óvænt í stig á Elland Road. Neil Whatmore skoraði strax á 1. mínútu en Kevin Hird þurrkaði þá forystu út er hann jafnaöi metin úr vitaspyrnu á næstu mínútu. Arthur Graham kom Leeds svo yfir en Roy Greaves tókst aö jafna fyrir Bolton áður en leiknum lauk. Roy McFarland á heldur betur en ekki minningar frá Ayrsome Park í Middlesbrough á laugardag. Hann lék sinn fyrsta leik með Derby í langan tíma en var rekinn út af um miðjan síð- ari hálfleikinn. Middlesbrough var aldrei í vandræðum og þeir Ashcroft, Armstrong og Burns skoruðu mörkin. Cyrille Regis tryggði West Brom- wich Albion tvö góö stig gegn Totten- ham en eina mark gestanna skoraði Glenn Hoddle. Albion viröist nú aðeins vera að rétta úr kútnum eftir afleita tíð að undanförnu. Stoke vann afar óvæntan sigur á Crystal Palace á Selhust Park og ekki mun af veita í botnbaráttunni. Eina mark leiksins skoraöi Lee Chapman í síðari hálfieik. Nottingham Forest virðist enn eiga talsvert langt i land með sitt bezta form og tókst aðeins aö ná öðru stiginu i slökum leik gegn Bristol City. Þar settu afleitar aöstæöur einna helzt mörk á lcikinn og leikmenn áttu í stökustu erfiðleikum með að komast á- fram í drullunni. Þá er aðeins leiks Coventry og Manchester City ógetið og mun víst varla þörf á því að bæta úr því. Leikur- inn þótti vægast sagt slakur. i annarri deildinni vænkast hagur West Ham stöðugt og liðið á nú mögu- leika á að endurheimta 1. deildarsæti sitt ef fram fer, sem horfir. West Ham lagði um helgina QPR að velli á Upton Park og þrátt fyrir að sigurinn væri i hæsta máta sanngjarn var sigurmarkið af ódýrustu gerð. Sending kom fyrir mark QPR og þar stökk miðvörðurinn Bob Hazell hærra en allir aðrir og sendi knöttinn með þrumuskalla í eigið net. QPR náði forystu í leiknum með marki Goddard á 35. mínútu en Stuart Pearson jafnaði á44. mínútu. Á sama tíma töpuðu bæði Luton og Newcastle mikilvægum stigum. Luton virðist vera að missa flugið heldur betur að undanförnu. David Moss skoraði fyrir þá fyrst en síðan skoraði Vic Halom tvívegis fyrir Oldham. Mel Sutton tryggði Wrexham sigur gegn Newcastle, sem nú hefur tapað tveimur leikjum í röð. Leicester, sem var i topp- sætinu fyrir helgina, mátti sjá af öðru stiginu í hendur Fulham og þykir það vafalítið góður árangur á Craven Cottage i þessum síðustu og verstu tím- um. Birmingham heldur sínu striki og þrenna frá Keith Bertchin tryggði sigur gegn Orient. ÖU mörk hans komu á 10 mín. kafla og það dugði skammt þótt Joe Mayo minnkaði muninn fyrir Orient. Stan Cummings fór á kostum í Sunderland og skoraði 4 mörk fyrir heimamenn gegn Burnley, sem hefur ekki tapað jafn illa frá því í 0—7 tapinu gegn QPR í haust. Chelsea komst i 2. sætið með góðum sigri á Watford. Mesti áhorfendafjöldi keppnistimabils- ins fylgdist með leiknum. Jenkins og Blissett skoruðu fyrir Watford en Britton, Johnson og Walker fyrir Chelsea. Shrewsbury sýnir enn góða takta og sigraði nú Charlton, sem tapaði þar með sínum sjötta leik i röð 3—1. Biggins, Dundworth og King skoruðu mörkin. Riley og Finney skoruðu mörk Cambridge gegn Cardiff og Cambridgeernú úr allri fallhættu. Staðan ídeildunum er nú þessi: 1. deild Liverpool 25 15 7 3 55—19 37 Manch. Utd. 26 14 7 5 40—19 35 Southampton 28 13 6 9 46—32 32 Arsenal 27 11 10 6 33—21 32 lpswich- 28 14 4 10 42—31 32 Nottm. For. 26 12 5 9 38—31 29 Aston Villa 25 10 9 6 32—26 29 Crystal P. 28 9 11 8 30—30 29 Middlesbro 25 11 6 8 28—22 28 Norwich 26 9 10 7 41—38 28 Wolves 26 11 6 9 30—30 28 Leeds Utd. 27 9 10 8 32—34 28 Coventry 27 12 3 12 38—43 27 Tottenham 27 10 7 10 33—38 27 WBA 27 8 9 10 39—39 25 Manch. City 27 9 6 12 28—43 24 Everton 27 6 11 10 30—36 23 StokeCity 26 8 7 11 28—35 23 Brighton 27 8 7 12 35—44 23 BristolC. 28 5 9 14 20—40 19 Derby C. 28 6 4 18 24—45 16 Bolton 25 1 10 14 18—44 12 2. deild Leicester 28 13 10 5 42—27 36 Chelsea 27 16 3 8 49—34 35 Newcastle 28 14 7 7 41—30 35 Luton Town 27 12 10 5 46—30 34 Birmingham 26 14 5 7 35—25 33 Sunderland 27 13 6 8 46—34 32 West Ham 25 14 3 8 34—24 31 Wrexham 28 14 3 11 34—32 31 QPR 27 12 5 10 49—36 29 Orient 27 9 9 9 34—41 27 Cardiff 28 11 5 12 26—34 27 Notts Co. 28 9 8 11 37—34 26 Cambridge 28 7 12 9 38—36 26 Preston 27 7 11 9 33—33 25 Swansea 27 10 5 12 28—36 25 Shrewsbury 28 10 3 15 40—41 23 Oldham 25 8 7 10 27—31 23 Bristol R. 26 7 7 12 33—41 21 Watford 27 6 9 12 21—30 21 Burnley 27 6 9 12 30—49 21 Charlton '27 5 7 15 24—48 17 Fulham 26 6 4 16 26—47 16 -SSv.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.